Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.11.2007 at 20:56 #604144
Það þarf samt að hafa í huga að það getur verið meiri hætta af því að þræða spottann í gegnum augað og hnýta hnút heldur en nota splæstan enda og lás, svo fremur sem lásinn er nægjanlega sterkur og dráttarkrókurinn í lagi. Lykilatriðið er að allar festingar séu í lagi og spottinn slitni ekki, en auðvitað sjálfsagt að gera alltaf ráðstafanir til að stoppa sláttinn á spottanum ef eitthvað gefur sig.
Kv – Skúli
21.11.2007 at 13:21 #604138Rétt hjá Dolla að það er rétt að nota þá lása sem eru brotaþols prófaðir. En ef menn eru með nægjanlega sterkan lás er þetta sterkari búnaður en margur dráttarkrókurinn og hættan kannski oft mest af því að krókurinn gefi sig. Ef það gerist er auðvitað ekkert óskaplega sniðugt að vera með þungt járnstykki fast í spottanum en aðalmálið auðvita að huga að styrkleika alla leið inn að grind.
Sjálfur er ég með að framan tvö þokkalega sterk augu, orginal af gömlum Landrover, boltuð með stuðarafestingunum í grindina með fjórum boltum og nota svo svona D-lás eða Hörpulás til að festa spottan við (þá sjaldan að það þarf að festa í Breska heimsveldið að framan). Með þessum búnaði hef ég ekki áhyggjur af þessu. Það er betra að vera með splæstan enda og nota svona lás heldur en að hnýta spottann, því slitþol spotta getur rýrnað um allt að 60% í hnút á móti 10-35% í splæsingu.
[url=http://www.mountainfriends.com/html/spottaspeki.html:1skgwv90][b:1skgwv90]Heimild[/b:1skgwv90][/url:1skgwv90]
Kv – Skúli
21.11.2007 at 13:07 #603850Legg til að Hlynur verði endurskírður og heiti hér eftir Kató gamli. Kató þessi er þekktur fyrir það að hafa endað hverja ræðu á orðunum ‘Auk þess legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði’
Auk þess legg ég til að hjálparsveitin verði lögð í eyði!
Kv – Skúli
19.11.2007 at 10:01 #603912Þegar um er að ræða fjallaskála sem rekinn er af áhugamannafélagi og umsjónarmenn skálans sinna því í sjálfboðavinnu af áhuganum einum sama, þá er ekki hægt að tala um ábyrgð eða að einhver sé að bregðast skyldu sinni ef hlutirnir eru ekki í lagi. Enda skil ég athugasemd Magna ekki þannig, heldur sem vangaveltur um hvort það væri sniðugt að hafa búnaðinn í Setrinu þannig að það sé ekki eins háð rafmagni frá ljósavélinni. Það er ekkert nýtt að eitthvað sé ekki í lagi í skála að vetri til og miðað við aðstæður held ég að rekstraröryggi Setursins sé nokkuð gott, en auðvitað geta hlutir bilað og þá er tæplega komið viðgerðateam daginn eftir. Í vetrarferðum þarf maður einfaldlega að búa sig undir það. En sjálfsagt að pæla í því hvort eitthvað megi bæta eða breyta.
Ef einhverjir lenda í hrakningum á svæðinu og þurfa skjól ber okkur að vísu að ganga frá hlutunum þannig að þeir komist inn í hluta hússins, s.s. andyri eða slíkt, en almennt er ekki gerð krafa um neitt umfram það.
Kv – Skúli
16.11.2007 at 16:36 #603606Einu sinni þóttu menn hrikalega flottir á 35 tommu dekkjum og færir í hvað sem er. Þá riðu hetjur um héruð eins og Jónas Hallgrímsson orðaði það (að vísu var hann að tala um hetjur á eins hestafla grasmótorum). Menn komust þvert og endilangt hálendið á góðum undirbúningi, góðum ökumannshæfileikum, góðri yfirvegun á aðstæðum og svo þessum ágætu 33-35 tommu dekkjum. Svo fór þetta stækkandi, 38 tomma varð allsráðandi, þeir hörðustu fóru á 44 tommur, og svo, og svo .
Núna er þetta farið að snúast um eitthvað allt annað og 35 tommur nánast bannaðar ofan Ártúnsbrekku að vetri til.
Kv – Skúli
16.11.2007 at 16:19 #603280Þetta er sjónarmið, en spurningin er hvernig málin stæðu ef 4×4 tæki ekki þátt í þessu. Vandamálið hefði ekki horfið við það og nokkuð ljóst að þessi vinna hefði þá einfaldlega verið unnin án okkar framlags. Það hefði svo aftur haft þær afleiðingar að annars vegar væri fjöldi slóða sem ekki kæmi einu sinni til álita þar sem upplýsingar um þá lægu ekki fyrir og svo hins vegar að möguleikar okkar til að hafa áhrif á þessa vinnu væru litlir sem engir. Það þarf að hafa það í huga að þetta ferli fór í gang alveg án okkar aðstoðar, en þau áhrif sem við höfum nú þegar haft á það er að sýna fram á að ekki sé hægt að byggja eingöngu á kortagrunni LMI eins og hann var áður en ferlasöfnunin fór í gang. Þetta er nú heilmikið og því má segja að við höfum þegar haft umtalsverð áhrif. Án þess hefði verið tekin ákvörðun um löglega slóða út frá þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Næsta skref okkar í að hafa áhrif á þetta ferli er að gera allt sem við getum til að gagnagrunnurinn sem byggt verði á innihaldi alla þá slóða sem verið er að nota. Þetta er gríðarlegt verkefni sem Jón Snæland hefur stýrt af miklum krafti og gerir það að verkum að hann er tilgreindur sérstaklega sem gúru í þessu í þingræðum á hinu háa Alþingi. Það bendir nú líka til að klúbburinn sé að hafa allnokkur áhrif á þetta mál. Loks er það svo þriðja skrefið sem snýst um að taka ákvarðanir um hvort eða hvaða slóðum verði lokað. Auðvitað vitum við ekki ennþá hvað við komum til með að hafa mikil áhrif á þann þátt vinnunnar, en það eykur möguleika okkar þar verulega að klúbburinn leggur til gríðarlega vinnu í þessu máli og er raunar kominn með góða viðurkenningu sem sérfróður hagsmunaaðili í þessum efnum. Það er allavega nokkuð ljóst að eins og við höfum komið málum fyrir þá muni fleiri en við rísa upp og mótmæla ef gengið verður framhjá klúbbnum á því stigi málsins. Nægir þar að benda á ræði Sivjar hér að ofan. Við höfum unnið að þessu máli af heilindum og með ábyrgri afstöðu bæði gagnvart ferðafrelsinu og náttúrunni og ég er nokkuð viss um að við höfum unnið okkur víða bandamenn með þessum starfsháttum. Það á eftir að nýtast okkur vel.
Kv – Skúli
16.11.2007 at 11:09 #603544Ég er nokkuð ánægður með [url=http://fluga.blog.is/blog/fluga/entry/366193/:j6g9to9w][b:j6g9to9w]þessa afstöðu[/b:j6g9to9w][/url:j6g9to9w]. Þarna er einstaklingur sem ekki á jeppa og finnst sárt að komast ekki að hinum ýmsu náttúruperlum landsins (að vísu ganga rútur allt sumarið í Þórsmörk), en er engu að síður alfarið á því að þessir vegir eigi að vera svona vegleysur og jeppaslóðar. Það er því ekki bara eigingjarnir jeppaeigendur sem eru á móti betri vegum um hálendið, flestir náttúruunnendur eru þessarar skoðnunar.
Kv – Skúli
15.11.2007 at 10:58 #603258Ég hallast að því að næst þegar ég hengi kerruna aftan í jeppan til að ná í mold í garðinn sé öruggast að leita sér ráðgjafar hjá lögfræðingi!!!
Kv – Skúli
15.11.2007 at 09:23 #603158Einar þetta undanþáguákvæði var sérstaklega sett inn fyrir Trúðagengið, eins og kunnugt er aka sumir þeirra á fjöll á vörubílum og þegar trúðar fara á fjöll á vörubílum gat það valdið misskilningi. Því var sérstaklega tekið fram í reglugerðinni að ákvæðið ætti ekki við um fjölleikahús. Fyrrverandi formaður klúbbsins kom þessu í gegn.
Kv – Skúli
14.11.2007 at 09:34 #603096Já blessaður kallinn hann Lucas er yfirleitt ekkert sérstaklega vinsæll meðal Rover eigenda, ef marka má t.d. breska spjallvefi. Á Defender er þetta ekki svo mikið vandamál með að rofar virki ekki því á honum er einfaldlega lágmarksfjöldi rofa. Ef það er ekki, þá bilar það ekki.
Kv – Skúli
13.11.2007 at 09:29 #602832Hellirinn var við Flosaskarð, alveg í jökulröndinni.
Ég hef ekki komið þarna síðan hann hvarf, en hefur hann ekki bara horfið vegna þynningu jökulsins, líkt og íshellirinn í Hrafntinnuskeri. Þar er núna enginn ís lengur þar sem áður var hellir.
Kv – Skúli
12.11.2007 at 10:14 #602880Þetta minnir mig náttúrulega á að það er ótækt að hrósa bara, slíkt gerir maður bara við óvini sína. Því rétt að klikkja á hrósinu hérna að ofan með því að skamma stjórnina fyrir þá asnalegu hugmynd að láta nefndir hjálpa til við undirbúning félagsfunda. Þetta er náttúrulega alveg sérstaklega ótækt núna þegar komið er að umhverfisnefndinni. Stjórnarmenn eru kosnir sérstaklega til að vinna skítverkin fyrir okkur hin og því er þetta alveg út úr kú.
Kv – Skúli
12.11.2007 at 09:49 #602876Tryggvi þetta er bara fínt hjá þér, það er alveg nóg að auglýsa fundinn á forsíðu fyrir utanfélagsmenn. Á spjalli er hægt að setja komment, ræða dagskránna, skamma stjórnina eða hrósa o.s.frv. og það er engin nauðsyn á að það sé opið fyrir utanfélagsmönnum.
T.d. vill ég hrósa stjórninni fyrir að fá Thorsten Henn til að vera með fyrirlestur um myndatöku, ég sé það bæði á mínum eigin myndum og 90% af þeim myndum sem fara hér inn á myndasafnið að okkur veitir ekkert af smá leiðsögn.
Við eigum að nota innanfélagsmál undir innanfélagsmál, þeim sem ekki eru félagsmenn kemur ekkert við hvað við erum að skrafa hérna.
Kv – Skúli
11.11.2007 at 11:40 #602798Veit ekki um skrá á netinu, en í bókunum hans Ofsa er skálaskrá.
Kv – Skúli
11.11.2007 at 00:09 #602790Vel hægt að viðurkenna að greinin er vel skrifuð og alltaf gaman að lesa greinar þar sem menn skoða málin frá mismunandi hliðum.
Það eru einkum tveir punktar þarna sem mér finnst fela í sér hugsanavillu. Annars vegar talar hann um að með tilliti til náttúrufegurðar og ferðamennsku væri mikill ávinningur ef nýr vegur yrði lagður vestan og norðan við Kjalhraun. Þetta eru í raun öfugmæli, það væri einmitt verra að fá veginn þangað sem náttúrufegurðin er mest. Þessi vegur er flutningsleið en ekki ferðamannavegur og þessar tvær tegundir vega eiga litla samleið. Uppbyggð hraðbraut í gegnum náttúruperlur verður ekki til þess að gefa fólki möguleika á að njóta náttúrunnar heldur þvert á móti. Hinn punkturinn er þessum skildur og það er sú fullyrðing sem oft hefur komið fram í þessari umræðu að með þessari vegagerð væri verið að gefa miklu fleiri landsmönnum tækifæri til þess að sjá og njóta þeirrar sérstæðu fegurðar sem menn upplifa á hálendinu. Þetta fellur raunar alveg á sömu rökum, þú gefur ekki fleirrum tækifæri á að njóta með því að eyðileggja það sem á að njóta. Ég fullyrði að allir sem vilja njóta hálendisstemningar á Kili geta það í dag, án þess að farið sé í meiri vegabætur. Eða hve margir upplifa hálendisstemningu á Holtavörðuheiði?
Sennilega ekki aðrir en rjúpnaskyttur og smalar.
Kv – Skúli
10.11.2007 at 23:30 #602552Þessi hugmynd Ofsa að fórna einhverju til þess að bjarga öðru hefur kannski eitthvað til síns máls en þó hefur trú mín á hana dvínað mjög. Reyndar er ég svo mikill samsæriskenningamaður í þessum efnum að ég held að orkugeirinn hafi fyrir löngu áttað sig á þessu hugarfari og spilað inn á það með því að stilla dæminu alltaf upp í svona valkostum. Annað hvort eyðileggja þetta eða hitt. Annað hvort verðum við að fá að drekkja Eyjabökkum og ef menn vilja það ekki verðum við að fá Kárahnjúka. Annað hvort drekkja Þjórsárverum og ef ekki þá verðum við að fá neðri hluta Þjórsár. Og þá er náttúrulega mjög sterkt að hafa að minnsta kosti annan valkostinn land sem felur í sér mikil náttúruverðmæti. Fórnarkenningin sé því í raun vel heppnað áróðursbragð.
Reykjanesið er mjög mikið nýtt og vinsælt útivistarsvæði. Kannski ekki svo mjög mikið af jeppaleiðum þar, en þeim mun meira af gönguleiðum. Einn mesti gagnagrunnur um gönguleiðir á netinu sérhæfir sig í þessu svæði, ferlir.is. Þarna eru ennþá þokkalega stór svæði óspillt með mikið af flottri náttúru eins og er svo gjarnan þar sem eldvirkni er til staðar. Sama á við um Ölkelduháls, þetta er flott og vinsælt útivistarsvæði. Það að hafa slíkt svæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar er náttúrulega frábært. Hálendið er vissulega verðmætt og ég vill ekki fyrir nokkurn mun að meiri eyðilegging eigi sér stað þar en ég held að það sé alveg ástæðulaust að samþykkja endalausa eyðileggingu á útivistarsvæðum í nágrenni borgarinnar í því skyni að bjarga því. Ég er þó sammála Loga um það að virkjanir í næsta nágrenni við hraðbrautina fela kannski ekki í sér svo mikinn skaða því þar er raunar búið að fórna ákveðnu svæði. Þannig finnst mér Hverahlíðasvæðið skipta litlu máli, þar er hvort eð er stöðugur niður frá umferð. Sjálfsagt að byggja upp og virkja þar sem öðrum verðmætum er ekki fórnað. En það þýðir engan vegin að allt Reykjanesið og austur fyrir Hengil sé ónýtt, það er svo margt þar ennþá sem er mjög mikils virði.Kv – Skúli
08.11.2007 at 19:52 #602562Er þetta þá ekki Litlagengið sem er að blása til lítillar ferðar? Gott mál að það sé frumkvæði og drifkraftur í að drífa sig og aðra á fjöll án þess að það þurfi nein sérstök formlegheit eða skipulagða ferð til þess, það er einmitt það sem klúbburinn nærist á. Verð þó að taka undir að það er óheppilegt að þetta skuli hitta á sömu helgi og svo margt annað er í gangi hjá klúbbnum, m.a. sérstök ferð ætluð fyrir minna breytta bíla. Alltaf skal það vera svo að þegar rignir þá hellirignir.
Kv – Skúli
08.11.2007 at 10:50 #602476Alltaf gaman að þessu þegar einhver spyr um dekk ;o) Hér eru komnar svo margar góðar kenningar að ég læt vera að bæta við þær. Þekki bæði GH og MTZ af góðu, en kemur á óvart sem sagt er hér um AT dekkin.
Hins vegar af því einhver nefndi hér að ofan að GH slitni mikið á köntunum að þá er yfirleitt skýringin á því að dekk slitni þannig sú að það er of lítið loft í þeim að staðaldri. Lausnin getur verið einfaldlega að bæta vel í dekkin þar til slit hefur jafnað sig. Dekk sem slitna mest í miðju eru með of miklum þrýstingi, en of litlum ef þau slitna mest í köntunum.
Felgubreidd getur hugsanlega líka haft einhver áhrif, þó ég ætli ekki að fullyrða um það.
Kv – Skúli
07.11.2007 at 13:33 #601930Rétt að taka það fram að fréttamyndir þær sem sýndar voru á árshátíðinni voru sviðsettar og byggðu ekki á ábyggilegum heimildum. Hafi einhver talið sig þekkja einhvern á myndunum, hvort heldur er einstaklinga, bifreiðar eða atburðarás þá er það algjör tilviljun. Hvorki dýr né Jarissar voru sköðuð eða pínd við gerð myndarinnar.
Kv – Skúli
06.11.2007 at 12:36 #602248Hráolía í miklu frosti er þykkari en bensín og þyngra að dæla henni. Sjálfsagt er hægt að nota ýmislegt án mikilla vandræða s.s. gamla bensíndælu, en ef þú vilt vera alveg viss um að dælan svíki ekki uppi á jökli við verstu aðstæður, þá er öruggast að kaupa dælu sem ætluð er fyrir díselolíu. Keypti einhvern tíman slíka dælu í Bílanaust, en þær sjálfsagt fást víðar.
-
AuthorReplies