Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.12.2007 at 13:45 #607020
Hmmm! Er þetta þá kannski ekki sími?
Bara svona velta vöngum og draga ályktanir af umræðunum.
Annars sýnist mér að CDMA kerfið sem slíkt geti verið nokkuð sniðugt. Spurningin sem er hins vegar auðvitað ennþá ósvarað er hversu vel hálendinu verður sinnt og dekkað, Síminn hf. er auðvitað einkavæddur núna og því hljóta að vakna spurningar um hversu mikið á að leggja í að covera svæði sem örfáir vitleysingar flækjast um. Mjög ólíklegt að þær tekjur sem fást af einhverjum sendum lengst uppi á hálendi komi til með að dekka kostnað, nema á nokkrum fjölförnustu svæðunum. Verður spennandi að sjá kynningu frá þeim þegar þeir verða tilbúnir með hana, hvernær sem það verður.
Kv – Skúli
19.12.2007 at 00:12 #607008Þetta er ekki vandamál ef símtækið er notað til nauðsynlegra samskipta en merkingalaust chatt fer fram á CDMA. Þess vegna frábært að hafa báða möguleikana. Hvað verða annars margar rásir virkar í hverjum sendi í CDMA. Þó umferð um hálendið sé mikil þá þarf umferð um símkerfin ekki að vera mikil, oftar en ekki þegar ég er á ferðinni snerti ég ekki símtæki eftir að ég er kominn af þjóðvegi (gsm sambandi), enda um annað skemmtilegra að hugsa eftir það.
Kv – Skúli
18.12.2007 at 23:22 #607004Benni minn!
Á heimasíðu Tetra Ísland stendur:
“Hver Tetra stöð hefur sitt símanúmer sem hægt er að hringja úr og í innan Tetra kerfisins og einnig yfir í önnur símkerfi innanlands.“
Þar að auki hef ég prófað sjálfur bæði að hringja úr Tetra tækinu (svo ég segi ekki símanum) og tekið á móti símtölum og það virkaði bara ágætlega, aldrei lent í neinum vandræðum með það. Svosem ekki mikil reynsla af því en þó einhver. Ég hins vegar hef ekkert verið á snakkinu heldur bara komið þeim skilaboðum til skila sem þurfti. Í pistli frá formanni klúbbsins kemur fram að félagar séu hvattir til að halda símanotkun í lágmarki, það þýðir ekki að að ekki sé hægt að nota Tetra sem síma, það þýðir að óæskilegt sé að menn liggi í símanum á einhverju snakki.
Kv – Skúli
18.12.2007 at 17:16 #606998Sko. Ég ætlaði nú reyndar ekkert að blanda mér í þá pælingu hvort þessi kostur sé betri en hinn og mín athugasemd er algjörlega óháð því. Allt hefur kosti og galla og í mínum huga er ekkert eitt rétt í því. Þessar reifingar um það hvað sé sími og hvað sé talstöð skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli, heldur aðeins sú spurning hvort tiltekið tæki þjóni þeim tilgangi sem því er ætlað. Ég geri ekkert endilega kröfu til þess að síminn sé sími svo framarlega sem ég geti hringt úr honum og tekið á móti símtölum.
Ég er ekki farinn að sjá né prófa CDMA og það sem ég hef prófað Tetra er áður en kerfið er komið upp á þann hátt sem því er ætlað. Ég dreg því ekki stórar ályktanir á útbreiðslunni, en það að Tetra er talstöð með eiginleika síma er nánast kostur umfram CDMA. Á fjöllum vill ég hafa tæki sem ég get látið vita af mér, en gjarnan vera laus við símakjaftæði. Sem sími sýnist mér því Tetra fullnægja minni þörf, raunar býsna heppilegur arftaki gamla NMT handsímans sem takmarkar samtöl sjálfkrafa með því að drepa á sér eftir nokkrar setningar (ónýt batterí). Svo eru aðrir sem vilja vera í góðu símasambandi og geta á fjöllum spjallað við frúnna um hvað eigi að vera í matinn á aðfangadag eða hvað eigi að gefa Siggu frænku í jólagjöf. Þeim sjálfsagt hentar ekki Tetra. Þannig er þetta nú allt einstaklingsbundið og þess vegna besta mál að 4×4 félagar hafi aðgang að Tetrakerfinu og geti vegið og metið hvað þeim hentar. Ég ætla ekki að troða minni skoðun upp á neinn í þeim efnum og það má vel vera að seinna meir fari ég á fjöll með CDMA. Það stendur bara ekki til boða sem stendur.
Kv – Skúli
18.12.2007 at 10:49 #606976Ég hef nú ekki fylgst náið með þessum þræði en datt í að renna yfir hann og get ekki annað en verið sammála Sigga. Einhverra hluta vegna taka tilteknir einstaklingar sig til hér um að berjast sérstaklega gegn því að félagsmenn 4×4 notfæri sér tiltekinn valkost í fjarskiptum. “Ég mun berjast eins og ljón fyrir því að menn hætti að svo mikið sem hugsa um þetta tetra dæmi …“ stendur í einum pistlinum hér að ofan og annars staðar er yfirmaður þess fyrirtækis sakaður um að hafa beitt stjórn klúbbsins þrýstingi fyrir það eitt að hafa fallist á ósk stjórnarinnar um að félagsmenn 4×4 fái aðgang að kerfinu (þeir sem þess óska). Frekar alvarleg ásökun bæði gagnvart viðkomandi aðila og stjórn klúbbsins.
Það er alveg ljóst að allir valmöguleikar hafa kosti og galla, en er ekki bara ágætt að hafa fleiri valmöguleika. Það hlýtur að vera sársaukalaust fyrir Benna Ak og Eik að aðrir velji aðra möguleika en þá sem þeir telja heppilegasta, er nokkuð ástæða til “að berjast eins og ljón“ og saka saklausa menn um óheiðarleika bara fyrir það eitt að hafa opnað á að Tetra standi okkur til boða. Hvers vegna vilja þessir menn endilega koma í veg fyrir það með öllum ráðum að ég eða aðrir notfæri mér þennan valkost með kostum sínum og göllum, hvers vegna þarf að berjast gegn því “eins og ljón“.
Kv – Skúli
17.12.2007 at 15:08 #606728Þetta er mikil og feit umræða. Spurning hvort sé ekki rétt að kjósa nefnd sem fái það hlutverk að leggja niður nefndir. Kjósa í hana Hlyn, Lellu og Klakann og svo verði Ofsi formaður nefndarinnar. Það gæti verið fjör.
Umræðan er búin að fara víða og ég nenni ekki að skrifa um allt, enda víða allt komið fram sem skiptir máli. En eitt hefur ekki verið rætt mjög mikið og það er þessi pæling Ofsans um stjórnskipaðar vs kosnar nefndir. Ég held að það sé alveg rétt kenning að stjórnskipaðar nefndir geta verið virkari og ef þær eru ekki nógu virkar getur stjórnin bara skipt um fólk án þess að það sé neitt flókið við það. Stjórnin hefur þá fullt frelsi til að velja þá sem líklegir eru til að virka. Þessar nefndir þyggja umboð sitt alfarið frá stjórninni og hafa einfaldlega það verkefni að framfylgja ákvörðunum stjórnarinnar. Það hvort sú stefna sé rétt eða hvort menn séu sammála henni er allt annað mál, þetta fyrirkomuleg er samt líklegra til að koma hlutunum í verk. Stjórnin fær meiri og skýrari völd og um leið ber klárlega ábyrgð á starfinu. Á hinn bóginn vill það stundum verða hálf tilviljanakennt hverjir lenda í nefndarsetu í þessum kjörnu nefndum og stundum er nánast snúið upp á eyrun á einhverjum sakleysingjum sem villast inn á aðalfund. Þannig skipan nefnda er ekki vænleg til að skila virkri nefnd.
Neikvæða hliðin hlýtur hins vegar að vera að það er ekki eins lýðræðislegt að nefndir séu stjórnskipaðar. Þetta þjappar völdunum á færri hendur. Það er líka aukin hætta á klíkumyndun og færri tækifæri fyrir nýja félagsmenn að komast inn í starfið. Ég veit satt að segja ekki hvort það sé holt fyrir klúbbinn.
Önnur leið í þessu sem væri einskonar millileið er að stjórnin skipi uppstillingarnefnd fyrir aðalfund. Þessi nefnd má gjarnan vera nokkuð fjölmenn og með aðilum úr sem flestum kimum klúbbsins með formann klúbbsins sem oddamann og hún fái það hlutverk að finna vænlega frambjóðendur í öll embætti sem kosið er í. Þetta er auðvitað gert að nokkru leiti en á mjög óskiplagðan hátt og ekki mjög markvisst. Hefur eiginlega gerst þannig að þegar aðalfundur fer að nálgast fara annaðhvort nefndirnar að finna einhverja úr félagahópnum til að shanghæa inn í nefndina eða Ofsi fer að hafa áhyggjur af þessu og fer að ræða við menn og sparka í rassa. Listar svo upp það sem honum sýnist ganga upp og svo gengur eitthvað af. Athugið að þó uppstillinganefnd leggi fram tillögu á aðalfundi er öllum frjálst að koma með mótframboð. Þetta er allavega ein leið sem hægt er að spá í.
Svo er þetta sígilda með formann/framkvæmdastjóra. Ég held að núverandi stjórn hafi tekið ágætlega á þeim annmörkum sem kunna að vera á því að þessi embætti séu í sama einstaklingnum. Það að þetta sé svona núna þýðir ekkert að það þurfi að vera þannig alltaf. Þegar Agnes hættir sem formaður getur hún alveg verið framkvæmdastjóri klúbbsins áfram og ég myndi gjarnan vilja sjá það gerast. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af þessum hagsmunaárekstrum en það er bæði þæginlegt fyrir framkvæmdastjórann að hafa góðan formann til að starfa með og nauðsynlegt fyrir formanninn að hafa góðan framkvæmdastjóra til að framkvæma stefnuna.
Kveðja – Skúli
14.12.2007 at 09:40 #605996Bara svona til að forða misskilningi þá er varnargarðurinn niður frá við Merkurkerið ekki sama framkvæmd og sú sem Landgræðslan stendur fyrir inni á Goðalandi. Ég skil vel að mönnum finnst sá garður stinga í augu, allavega svona á framkvæmdatímanum. Ég veit hins vegar ekki nógu mikið um þá framkvæmd til að geta tjáð mig um hana, aðeins heyrt af henni í fjölmiðlum og veit ekki hvernig endanlegt útlit verður þarna. Væntanlega hugsuð til að halda Markarfljótinu frá gróðurlandinu í Langanesi sem hefur verið að étast upp. Þetta er mikill garður að að sjá og annars konar framkvæmd en bakkavörnin sem hugsuð er á Goðalandi.
Kv – Skúli
13.12.2007 at 19:26 #605992Verð að játa að þessi umfjöllun hér fór framhjá mér. Ég ætla svosem ekki að fjölyrða mikið um áhrif sauðfjár og manna á Þórsmörk og Goðaland, en auðvitað eru þau allnokkur. Það verður ekki hjá því komist á stöðum sem verða fjölsóttir ferðamannastaðir. Það að gera ekkert er ekki endilega það sem felur í sér mesta náttúruvernd því ummerki eftir umferð, hvort heldur er gangandi eða akandi eru alltaf talsverð, en aðgerðir geta dregið úr þeim áhrifum. Það er auðvitað rétt að uppbygging Útivstar á skálasvæðinu í Básum hefur haft áhrif á umhverfið þarna eins og alls staðar þar sem skálar og aðstaða fyrir ferðamenn er byggð upp. Þetta er þessi klassíska spurning hvort eigi að vernda með því að sporna við umferð eða hvort málið sé að almenningur geti notið náttúrunnar. Ekkert eitt rétt í því en þetta svæði nýtur auðvitað mikilla vinsælda og margir sem fá að njóta.
Hvað varðar þessa varnargarða til verndar gróðurlandi í Básum þá eru þeir ekki nýjir af nálinni. Menn hafa reynt um allnokkurn tíma reynt að sporna við því að jökulárnar eyði upp þessu gróðurlendi, t.d með varnargarði út frá göngubrúnni yfir Hruná og víðar. Þær aðgerðir hafa skilað allnokkrum árangri, en stundum hafa fljótin haft betur. Það gerðist einmitt síðasta vetur og þá reif vatnselgurinn burtu sennilega hundruð fermetra af grónu landi. Eftir stóðu berir áraurar með dauðum hríslum á víð og dreif, þetta var svolítið eins og eftir sprengjuárás. Það að reynt sé að sporna við þessu má sjálfsagt flokka sem inngrip í náttúruna, en í mínum huga eru það jákvæð inngrip. Auðvitað skiptir miklu máli hvernig þau inngrip eru útfærð. Sú hugmynd sem núna er í gangi gengur einfaldlega út á það að styrkja bakkana, þ.e. setja vörn eftir núverandi ‘strandlengju’. Í það á að nota grjót sem er stórgerðara en það sem hingað til hefur verið notað í þessa varnargarða og því líklegra til að halda. Þetta er það sem menn kalla bakkavörn. Önnur leið væri að gera varnargarða sem liggja á ská yfir aurana og beina ánni frá svæðinu, en sú leið er ekki valin m.a. vegna þess að slíkir garðar væru mun meira áberandi. Miðað við það sem ég hef heyrt um þessar fyrirætlanir tel ég þetta vera lang besta kostinn og mun betri kost heldur en að leyfa ánni að rústa þessari frábæru útivistarperlu. Ég viðurkenni fúslega að ég er ekki svo gegnheill náttúruverndarsinni að ég sé andsnúinn því að vernda náttúruna fyrir sjálfri sér. Það að gera ekkert myndi leiða tl þess að gróðureyðing héldi áfram með enn meiri hraða og áður en menn vissu væri aðeins eftir gróður uppi hlíðum. Má líka benda á að 4×4 hefur stundað stórfelld inngrip í náttúruna þarna um árabil með uppgræðslustarfi í Merkurrananum, öll uppgræðsla og varnaraðgerðir gegn gróðureyðingu eru auðvitað inngrip í náttúruna.
Rétt að það komi fram að þessi aðgerð er á vegum Landgræðslunnar, en Landgræðslan fékk sérstaka fjárveitingu til þess. Útivist tengist henni ekki að öðru leiti en því að félagið vakti athygli á því hvað væri að gerast þarna innfrá og hvert stefndi og styður þessar framkvæmdir. Svona framkvæmdir eru hins vegar langt umfram það sem félagið hefur ráð á og kannski ekki okkar hlutverk í sjálfu sér.
Kveðja
Skúli H. Skúlason
Framkvæmdastjóri Útivistar og formaður umhverfisnefndar 4×4
13.12.2007 at 15:21 #606428Er það ekki örugglega rétt skilið hjá mér að þetta sé teiknimynd sem á að sýna í kvöld? Það getur eiginlega ekki verið neitt annað miðað við ofangreinda lýsingu, sérstaklega úr því þetta er gömul mynd og fyrir daga tölvugrafíkar. Ýktur á fjöllum, er ekki númerið á þeim bíl 313? Emil Borg að drífa mest, þar hlýtur honum að vera ruglað saman við Mikka Mús.
11.12.2007 at 10:49 #606198Allt orkar þetta tvímælis og jafnvel þrímælis ef út í það er farið. Þorvaldur vitnar í að með konungskomunni hafi vegurinn verið færður af Lyngdalsheiðinni og niður í Gjábakkahraun. Nú er það hins vegar þannig að í undirbúningi fyrir þessa vegagerð er talað um að endurbætur á Gjábakkastíg þannig að hann verði fær vögnum og sömuleiðis ‘allur vegurinn austur á Lyngdalsheiði og alla leið til Geysis’. Þarna var lagður grunnur að þessum vegi og því strax í upphafi er því talað um þennan veg sem veginn austur Lyngdalsheiði. Vegagerðin hefur notað þessa nafngift í gegnum árin. Eitt sjónarmið varðandi örnefndi er að því eldri sem það er, því meiri rétt hefur það, hefðin skipti semsagt máli í þessu. Lyngdalsheiðin sjálf er vissulega nokkuð sunnar og nafngiftin kann því að byggja á fávísi og rugli, en það er þó 100 ára gamalt rugl sem hefur verið viðhaldið í gegnum áratugina af opinberri stofnun sem hefur með veghald að gera. Sjálfsagt má finna mörg dæmi um ‘ónákvæmni’ sem þessa og vegir heiti eftir einhverju í næsta nágrenni. Það er með þetta eins og svo margt, hinn stóri sannleikur verður ekki til nema með því að loka augunum fyrir einni eða fleirri hliðum málsins.
Ekki að ég sé að mæla gegn hinu ágæta nafni Gjábakkavegur. Það er hins vegar líka ekki nákvæmt því aðeins hluti leiðarinnar liggur þar.
Þrasaborgarvegur væri líka vel viðeigandi um vegagerð á þessum slóðum.
Kv – Skúli
11.12.2007 at 09:28 #605980Það er búið að lagfæra eitthvað vegin þarna inneftir. Það er í tengslum við varnargarðagerð sem nú er að fara í gang innan við Bása. Það fóru lítið breyttir bílar inneftir um helgina án vandræða.
Kv – Skúli
08.12.2007 at 00:59 #605974Það er rétt að jeppadeild Útivistar er með stóra ferð í Bása um helgina, þéttfullir skálar og sjálfsagt um 30 bílar á ferðinni þarna inneftir kringum hádegi á morgun (laugardag). Þú ert því örugglega ekki einn á ferð.
Kv – Skúli
06.12.2007 at 14:20 #605476Þetta segir okkur að það dugar ekkert klink í viðskiptum við olíufélög, eitt og eitt rifbein er bara ekki nóg (úppps, er ég að grafa mér eigin gröf núna).
Gangið á guðs vegum – Skúli
30.11.2007 at 14:06 #605150Belgingur er bestur, ekki spurning. Bendi mönnum á að skoða bæði yfirlitskortin þarna og landshlutaspárnar, þá fær maður mjög góða mynd.
[url=http://www.yr.no/:2u4z7hcv][b:2u4z7hcv]Þessi hérna[/b:2u4z7hcv][/url:2u4z7hcv] kemur líka lúmskt á óvart. Þarna er hægt að slá inn ótrúlegustu staðarheiti um allt land og glettilegt hvað það stenst. T.d. kemur á óvart hvað spárnar þarna taka vel tillit til hæðar yfir sjó og aðstæðum á hverjums stað fyrir sig. Þarna er t.d. hægt að slá upp Grímsfjalli, Vonarskarði og meira að segja rottuholunni í Illugaveri
Kv – Skúli
30.11.2007 at 13:52 #605076Ég sé villu í textanum hjá mér hérna fyrir ofan, þegar ég segi:
Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó beinu rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif.
Átti auðvitað að vera:
Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó ENDURVARPS rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif.Mig langar aðeins að vita meira um kallmerkjahugmyndina. Nú spyr ég kannski eins og fávís kona (stelpur ekki fara upp á háa C, þetta er bara orðatiltæki)! Ef þetta væri tekið upp, er þá einhver leið fyrir klúbbinn að fylgja því eftir? Ef notendur sniðganga regluna (einn eða jafnvel fjóldi notenda) er hægt að bregðast við með einhverjum hætti?
Reyndar held ég að burt séð frá því hvort kerfið sé opnað eða ekki, þá megi alveg aga aðeins samskiptin þarna og kallmerkjareglan geti verið ágæt aðferð til þess. Upplagt að nota félagsnúmerin í því skyni.
Skúli
R-2407
30.11.2007 at 11:35 #604930Það þýðir ekkert að mótmæla þessu því að:
. Öllum er andsk sama hvað túrinn kostar, sést best á því að menn eru stöðugt að fá sér stærri, þyngri og eyðslufrekari bíla.
. Á þessum síðustu tímum loftslagsmengunar eru viðhorfin þannig að hátt eldsneytis þykir æskilegt til að draga úr mengun.
. Allra síst að það þýði eitthvað að eiga í samstarfi með FÍB í þessum málum því ef jeppakarlar mótmæla háu eldsneytisverði eru það ‘sérhagsmunaleg mótmæli’ á þeim bæ.
. Stjórnmálamenn taka við mótmælunum, brosa framan í myndavélina, lofa að þetta mál verði nú skoðað ofan í kjölin og fara svo að hugsa um eitthvað annað og mikilvægara eins fatalit ungbarna.
. Það er ekkert úthald í mótmælaaðgerðum á Íslandi, menn rjúka upp og eru svo búin að gleyma málinu daginn eftir. Stjórnmálamenn vita það og þurfa því ekki að stressa sig á þessu.Nei annars, þetta er flott hjá ykkur og auðvitað eigum við að láta eitthvað frá okkur heyra. Þetta er orðið einum of. Ekki taka neikvæðni mína of alvarlega.
Vill þó benda á eitt varðandi ágætan pistil Stefaníu sem hittir naglan nokkuð vel á höfuðið. En varðandi mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun þá jú mættu 10-15 þús manns í mótmælagöngu, en þó ekki fyrr en í raun var orðið of seint að bjarga einhverju. Trúði einhver því í alvöru að hægt væri að ná því fram að ekki yrði fyllt á lónið? Nei það held ég ekki og sjálfsagt fæstir á því að það væri skynsamlegt eftir þær fórnir sem þegar var búið að færa. En meðan enn var einhver raunhæfur möguleiki á að stoppa þetta voru líka mótmæli, en á þau mættu ekki 10-15 þús manns heldur 10-15 manns.
Kv – Skúli
30.11.2007 at 11:14 #605066Ég held að það sé nauðsynlegt að gera greinamun í þessu á endurvarparásunum og svo beinu rásunum. LÍV, FÍ og Útivist hafa aðgang að endurvarparásum og greiða klúbbnum fyrir það. Þannig þarf ekki endilega að opna beinu rásirnar fyrir hverjum sem er þó beinu rásirnar séu opnaðar og upp á öryggisfaktorinn er það sú aðgerð sem hefði mest áhrif. Á hinn bóginn liggur auðvitað mestur kostnaður klúbbsins í endurvörpunum og gjaldið fyrir þær rásir er mun hærra en fyrir beinu rásirnar. Það er útaf fyrir sig merkilegt að það sem klúbburinn gerir í öryggismálum er skattlagt hæst, en það er kannski önnur saga.
Persónulega finnst mér alveg koma til greina að opna þetta kerfi, en þá miðað við að rekstur þess væri styrktur umtalsvert af ríkisvaldinu í stað þess að vera skattlagt. Eiginlega hef ég þá trú að það hljóti að vera hægt að fá það í gegn og trúi eiginlega ekki ennþá að þessari skattlagningu Póst&fjar á öryggismálum á fjöllum sé ekki hægt að fá hnekkt.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 21:13 #604348Það er náttúrulega eins og frétta- og blaðamanna siður er, að vera ekkert endilega með allt kórrétt.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 18:33 #604344Átti að vita þetta að jökullinn heitir Sléttjökull en ekki SléttUjökull. Gæti náttúrulega sagt að mér sé slétt-sama eða kannski sléttU-sama, en mér er það hins vegar ekki. Örnefnin eiga að vera rétt og nægur ruglingur samt þegar mismunandi útgáfur eru í gangi og jafnvel báðar réttar. Held t.d. að fjall þarna í nágrenninu sé af sumum kallað Hattafell og öðurm Hattfell og hvortveggja sé í sjálfu sér rétt. Tindafjöll og Tindfjöll. Jónas orti ‘Blásvörtum feldi búin Tindafjöll’, en hina útgáfuna hef ég nú samt heyrt oftar og á kortum er þetta sitt á hvað.
Það er hins vegar enginn vafi á að ég fór með tómar fleipur þegar ég hélt því fram að Emstruáin rynni upp Entujökul, auðvitað rennur hún undan honum. Þarna ruglaði ég ánni og Eik saman, en sú hugsýn að sjá hann renna upp Entujökul með allan hópinn var svona sterkt í huga mér.
Kv – Skúli
24.11.2007 at 16:16 #604330Hvaða á er Litla-Emstruá? Þarna eru Fremri-Emstruá og Innri-Emstruá, er þá Litlu hef ég ekki heyrt nefnda. Sú Fremri fer upp Entujökul sem ég hef ekki heyrt um að sé ekinn, en má svosem vel vera. Sú innri fer upp Sléttujökul sem er vænlegri til aksturs.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies