Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.01.2008 at 22:43 #610536
Þetta eru smásmálir sem stunda svona. Það er klárt mál að þetta er ekki gert af því menn viti ekki af skaðanum, þroskastigið er bara ekki hærra en þetta, hvað sem aldri líður.
Kv – Skúli
17.01.2008 at 22:06 #610242Nú væri freistaqndi að láta hugann fljúga og reyna að finna skýringar á þessu skoppi hjá Ellu og Hlyn. Er Óþverragengið í einhverri tilvistarkreppu og ótta við að standa ekki undir nafni? Ef svo er þá er þetta ekki rétta leiðin út úr þeim vanda.
Hlynur segir að það sé ‘eðlilegt að félagar hafi áhuga á því að vita hvaða fyrirmönnum er verið að bjóða í þessa ferð.’ Rétt er það enda er búið að greina frá því í þessum þræði, (tilvitnun í Tryggva: ‘.sérstaklega falast eftir þeim sem eru í umhverfisnefnd og samgöngunefndum Alþingis. Auk þess embættismanna sem starfa við þau tvö ráðuneyti ásamt ráðherrum. Einnig var falast sérstaklega eftir aðilum frá LMÍ þar sem þeim er málið auðvitað tengt vegna miðjunnar’). Fréttir af því hverjir svo mættu til ferðarinnar verður af augljósum ástæðum að bíða þar til eftir að ferðin er yfirstaðin, rétt eins og fréttir af því hvaða bílar biluðu og hverjir festu sig í snjónum (Hlynur, ég var einmitt að heyra sögur en þær eiga kannski ekki heima hér). Reynslan úr fyrri ferðum sýnir vel að spádómar um það hvernig hópurinn verður samansettur þegar upp er staðið eru álíka óörygg vísindi og veðurfræði og því hárrétt að hafa hér að leiðarljósi að fæst orð hafa minnsta ábyrgð (ég hef reyndar gert mig sekan um ábyrgðalausa spádóma hér að ofan og vona bara að ég reynist sannspár). Það að ekki sé greint frá hlutunum áður en þeir gerast á lítið skylt við 50 ára leyndina yfir Stazi skjölunum, það var jú 50 árum eftir atburðina n.b.. Og með kostnað við ferðina Ella, það á ekki heima á opnum spjallþræði frekar en önnur fjármál klúbbsins.
Í þeim tveimur boðsferðum sem eru að baki hefur fjöldi boðsgesta ekki verið sérlega mikill, en það er hins vegar engin spurning í mínum huga að árangurinn hefur verið mikill. Ég gæti skrifað langa ritgerð um það og ef einhver vill sjá hana er ljóst að viðkomandi verður að sækja hana annað en á opinn spjallþráð. Jafn ágætur samskiptavettvangur sem þetta er þá hentar hann ekki fyrir hvaða umræðu sem er.
Samsæriskenningar þær sem Ella varpar upp um ástæður þess að þátttökulisti sé ekki birtur fyrirfram er kannski einmitt dæmi um slíkt og eru þær vanvirðing bæði við gesti okkar og klúbbfélaga.
Kv – Skúli
17.01.2008 at 09:37 #610212Það mun rétt vera Ella, enda sérdeilis vel til fundið. Besta leiðin til að auka skilning milli manna er að kynnast betur.
Kv – Skúli
17.01.2008 at 00:44 #610204Ekkert að óttast Ella, þess var gætt sérstaklega að gestir væru bæði úr stjórnarliði og stjórnarandstöðu þannig að ekki sé hætta á að valdajafnvægi í landinu raskist þó hópurinn komist ekki til byggða. Eða var það ekki annars það sem þú varst að hafa áhyggjur af?
Kv – Skúli
15.01.2008 at 00:14 #603312Eftir að þetta ferli allt saman er á enda verður væntanlega komin einhver skipulagsgögn hjá sveitarfélögum sem sýna hvar sé slóð og hvar ekki. Ef einhver slóð hefur gleymst eða þörf er á að gera nýja slóð þarf væntanlega að fá samþykkta breytingu á skipulagi. Þungt í vöfum en ekki óframkvæmanlegt.
Kv – Skúli
14.01.2008 at 23:56 #610066Frábært framtak. Einfaldleikiinn í fyrirrúmi en vel unnið efni. Steffí í næstu ritnefnd takk!
Kv – Skúli
11.01.2008 at 15:56 #608460Hárrétt sem Izan segir að viðbrögðin hér sýna að félagsmönnum 4×4 finnst það verulega stinga í augu að sjá menn aka svona utan vega og yfir gróið land. Svona atriði í þætti sem öll þjóðin horfir á er hins vegar afskaplega skaðlegt á tvennan hátt. Annars vegar sendir þetta almenningi þau skilaboð að ef þú ert á stórum jeppa sé bara allt í lagi að aka yfir hvað sem er. Fyrir þá sem ekki eru inni í málum með sama hætti og menn eru hér, gefur þetta því villandi mynd. Svo er hitt að þetta ýtir undir fordóma gagnvart jeppamönnum, eða kannski björgunarsveitum sérstaklega. Ég er nokkuð viss um að einhver sem horfði á þetta hefur bölvað stórum jeppum að þessu tilefni. Ég get því ekki sagt að ég gráti það ef Ust gerir mál úr þessu.
Kv – Skúli
10.01.2008 at 22:39 #609864Ok, 3000 lítrar þarna á einum bíl á einu ári og í klúbbnum eru þrjú þúsund félagsmenn þannig að þá margfalda ég bara 3000×3000 og fæ út að klúbbmeðlimir brenna níu milljón lítrum utan vegakerfisins!!! Nei líklega er þetta ekki alveg svona einfald, en hér erum við allavega komnir með eitt dæmi úr extreme flokki.
Ekki láta Benna slá ykkur út af laginu, við þurfum líka tölur meðal fjallamanns og raunar alveg niður úr.
Fínt að fá þessar hlutfallstölur yfir skiptingu km í túr, þe hve mikið á þjóðvegum og hve mikið utan vegakerfis. Ég hefði giskað á hærra hlutfall þjóðvega þar sem helv. malbikskeyrslan getur verið svo drjúg, en auðvitað eru ekki nema kannski 170 km upp fyrir Vatnsfell svo dæmi sé tekið eða 340 km ef það er farið þar niður aftur.Kv – Skúli
10.01.2008 at 15:00 #201583Hafa menn hér einhverja hugmynd um hvað þeir aka marga km. á ári utan vegakerfis, þ.e. samtals akstur á snjó og vegslóðum sem ekki tilheyra vegakerfi Vegagerðarinnar (ekki númeraðir, s.s. ekki F-vegir)? Og kannski í beinu framhaldi, hvað menn eyða mörgum lítrum af eldsneyti í þessum akstri? Þetta er örugglega mjög mismunandi milli manna en gott að fá fjölbreytt svör, allt frá þeim sem alltaf eru á fjöllum til þeirra sem fara einstaka sinnum. Ekki verra að sjá forsendur útreikninga (hve margir túrar, hve margir km i hverjum túr, eyðsluforsendur etc.). En NB ég hef aðeins áhuga á þeim akstri sem er utan vegakerfis Vegagerðarinnar.
Spurt er vegna pælinga um eldsneytisskatta, en of snemmt að fjalla mikið um það hér. Meira síðar.
Kv – Skúli
03.01.2008 at 23:18 #608892Eru nú fákar Hringborðsriddaranna stórskóaðir jeppar og hringabrynjan sniðin úr Goretex! Þegar hætta steðjar að bregða þeir ekki sverði heldur álkarli og skjaldarmerkið sem forðum skartaði tvíhöfða dreka inniheldur nú í besta falli rottuómynd.
Menn hafa verið býsna fundvísir á holur og hvilftir, það sést best á myndasafninu hérna þannig að ef menn eru að missa trýnið niður á þessu slóðum er náttúrulega sjálfsagt að skoða vel holuna, hvort leynihvelfingin sé þar undir. Kannski rétt að taka upp þá reglu að menn sverji riddaraeið áður en lagt er í ferðir á vegum klúbbsins.
Kv – Skúli
03.01.2008 at 14:23 #607970Útivist hefur um nokkurra ára skeið fariðl þá leið sem Baldvin varpar upp, þ.e. að fá utanaðkomandi aðila til að sjá um útgáfu tímarits fyrir félagsmenn. Efnið kemur þá frá félagsmönnum en fjárhagsleg ábyrgð og auglýsingasöfnun í höndum verktakans sem er sérhæfður á því sviði. Ef menn vilja gefa út veglegt og flott rit held ég að þetta sé allavega mun raunhæfari leið heldur en sú sem byggir á auglýsingasöfnun ritnefndarmeðlima í frítíma sínum. Þó eitthvað hafi misfarist við útgáfu á Farinu, þá voru það engin ófrávíkjanleg lögmál sem orsakaði það. Það er svo allt annað mál hvort skynsamlegasta leiðin sé að spóla aftur til útgáfu á einföldum og ódýrum bleðli sem menn geta þá annað hvort fengið í pósti eða á tölvupósti. [url=http://www.jorfi.is/frettabr/109_2007-10.pdf:2eoomvj7][b:2eoomvj7]Fréttabréf Jorfí[/b:2eoomvj7][/url:2eoomvj7] stendur t.d. ágætlega fyrir sínu í sínu einfalda formi. Hvorugur þessara möguleika er eitthvað sem hægt er að sópa út af borðinu án íhugunar
Kv – Skúli
31.12.2007 at 15:32 #608210Nú veit ég ekki hvort aðrir hér þekki forsöguna í þessu máli, en án þess að vita allt um málið held ég að við ættum ekki að dæma eða draga of miklar ályktanir, hvað þá fullyrða að hér búi bjánaskapur að baki. Mér sýnist að það hafi margir verið á ferðinni á jöklinum, en flestir náð niður áður en veðrið skall á. Það geta verið ótal margar skýringar á að þessi hópur var seinni fyrir og náði ekki til byggða áður en veðrið varð vitlaust. Þarf ekki að vera að það hafi neitt með ábyrgðarleysi að gera.
En eins og ég segi veit ég ekkert um forsöguna og aðrir hér vita kannski meira.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 22:59 #608090Það er sjálfsagt rétt að það er ekki stjórnar klúbbsins að ákveða hvort félagsmönnum eða öðrum bjóðist einhver tilboð en það er tvímælalaust stjórnarinnar að ákveða hvaða tilboð eru í boði í gegnum klúbbinn sem slíkan. Þeir sem bjóða afslætti í gegnum klúbbinn eru þá um leið samstarfsaðilar klúbbsins, klúbburinn er með því að taka þátt í markaðsstarfsemi viðkomandi aðila og auðvitað ber stjórninni að meta alla slíka samstarfsmöguleika og skoða hvort þeir þjóni hagsmunum klúbbsins. Mikill misskilningur að klúbbnum beri skylda til að ganga til slíks samstarfs þó í boði sé. Að mínu mati gengur það gegn hagsmunum klúbbsins að vinna að markaðssetningu einkaðila í flugeldasölu, en auðvitað mega þessir aðilar bjóða öllum sem þeim sýnist hvaða afsláttarkjör sem þeim dettur í hug. Klúbburinn á hins vegar að halda sig utan við það. Það að tala um forsjárhyggju í þessu sambandi á engan vegin við og er mistúlkun á því ágæta hugtaki.
Meðal annars þarf að meta hvort slíkt gangi gegn samstarfssamningum sem þegar eru í gangi.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 17:21 #608086Vel mælt hjá Gunnari. Óvitlaus hugmynd að félagsfundur eða jafnvel aðalfundur leggi með einverjum hætti línunar í þessu, þannig að stuðningur klúbbsins við fjáröflun björgunarsveita liggi á hreinu í eitt skipti fyrir öll (eða þar til menn ákveða að breyta því formlega).
Kv – Skúli
30.12.2007 at 15:17 #608224Ég sé að stjórnin hefur orðið við þessum tilmælum með snaggaralegum hætti og ástæða til að þakka fyrir það. Það eru auðvitað alltaf að lágmarki tvær hliðar á hverju máli en af umræðunni hér er nokkuð ljóst hvernig hugur þorra félagsmanna liggur. Það er oft vandi að taka réttar ákvarðanir og ábyggilegt að þar gildir að sá á kvölina sem á völina. Björgunarsveitir skipa verðskuldaðan sess í huga félagsmanna og þær viljum við styðja með ráðum og dáðum. Þess vegna er ég viss um að félagsmenn standa einhuga að baki þessari breytingu á tilkynningunni á forsíðunni.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 01:18 #608074Sjálfsagt er þetta allt gert af góðum hug en félagsmenn í 4×4 kaupa flugelda að sjálfsögðu aðeins hjá björgunarsveitunum, eins og allir sem ferðast um fjöll. Það er ekki nein samkeppni í gangi þegar björgunaraðgerðir fara í gang, þá fara sveitirnar einfaldlega af stað hvernig sem stendur á. Því sé ég ekki að þeir þurfi að standa í samkeppni um fjármagnið sem þarf til að reka þessa starfsemi.
Kv – Skúli
30.12.2007 at 01:14 #608118Komnir tveir þræðir í gang um þetta viðkvæma mál, en ég kýs að ræða þetta frekar hér á lokuðu svæði.
Þeir stjórnarmenn sem hafa svarað (þá aðallega á opna þræðinum) sýnist mér hafa rökstutt ákvörðun stjórnarinnar skilmerkilega og nokkuð ljóst hvað réði ákvörðun þeirra, en samt sem áður er ég persónulega engan vegin sammála niðurstöðunni. Það er ekki í gangi nein samkeppni um að bjarga okkur ef við lendum slæmum málum á fjöllum, það eru allar líkur á að þá verði það meðlimir sveitanna sem stökkva til hvernig sem á stendur hjá þeim. Ég sé því ekki að það sé svo nauðsynlegt að þeir standi í samkeppni um þessa peninga sem landsmenn ákveða að verja í flugelda, sem um leið eru þeir peningar sem gera þeim kleyft að bregðast við útköllum. Það er kannski hægt að réttlæta að einhverju leiti þegar önnur félög fóru í flugeldasölu til að fjármagna einhverja samfélagsstarfsemi, þó það sé í mínum huga óæskilegt og flest þau félög hafa ótal aðra möguleika á fjáröflun. En þegar einkaaðilar tóku upp á að koma inn á þennan markað er það nánast svipað og ég myndi fara að selja lyklakippur með björgunarsveitaköllum á sama tíma og sveitirnar eru að selja Neyðarkallinn svonefnda. Við verðum að athuga að það að þyggja afsláttartilboð og kynna það á besta stað á heimasíðunni felur í sér að klúbburinn er kominn í ákveðið samstarf með viðkomandi aðila. Mér finnst að klúbburinn eigi ekki að fara í samstarf sem vinnur gegn hagsmunum björgunarsveita, til þess eigum við alltof mikið undir starfsemi þeirra.
Ég er þó allavega afskaplega feginn að ekki var gengið að því tilboði sem Sveinbjörn skýrir frá í hinum þræðinum um að hagnaðarhlutdeild af flugeldasölunni rynni til klúbbsins. Ef klúbburinn hefði farið að fjármagna starfsemi sína með flugeldasölugróða hefði verið fokið í flest skjól. Ég er ekki viss hvernig maður hefði brugðist við því.
Viðbrögð mín og fleiri hérna kunna að hljóma öfgakennd en þau eru það af því þetta er verulega stórt mál.
Kv – Skúli
24.12.2007 at 11:10 #607424Það var ágæt frétt á Stöð 2 minnir mig um þennan ágæta Landa á Akureyri sem keyrði eins og ekkert væri sjálfsagðara á úrgangs djúpsteikingarfeiti. Hann var með búnað til að hita olíuna áður en hún fór á vélina og virkaði þetta vel.
Það er náttúrulega ekki borgað vegskattur af djúpteikingarolíu frekar en steinolíu, en er ekki nóg að borga bara matarskatt, Landinn nærist á þessari olíu og étur upp til agna.
Kv – Skúli
20.12.2007 at 15:22 #607380Benni það heitir skemmtilegt farartæki, ekki hlægilegt.
Annars minna þessar tilfæringar við hliðin mig á minn fyrsta jeppa sem ég eignaðist 16 ára. Hann var reyndar frá Ameríkuhreppi og meira að segja frá Ford verksmiðjunum en öllu léttari en Fordinn þinn Benni, s.s. herjeppi árg 1942. Það var ekki mikið um bremsur á þeim ágæta bíl og því var maður að skorða hann utan í barð ef það þurfti að opna hlið einhvers staðar.
20.12.2007 at 10:16 #201421Muna menn eftir myndinni The god must be crazy? Í þeirri ágætu mynd gegnir einn gamall góður Robbi miklu hlutverki, hér á vefnum hjá Íslandrover er vísun á highlights af leiksigrum hans.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies