Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.10.2008 at 11:58 #630914
Tölur sem birtar voru núna á dögunum um hlutfall atvinnugreina í útflutningstekjum voru nokkuð athyglisverðar hvað varðar að sjávarútvegurinn stendur ennþá rétt um helming teknanna þrátt fyrir samdrátt í kvóta og vöxt í álframleiðslu. En þegar menn eru að tala um aukinn kvóta og aukna álframleiðslu sem lausn á þeim vanda sem nú er eru menn aðeins á villigötum. Vandamálið snýst ekki um að útflutningstekjur séu of lágar. Eins og sérfræðingar hafa bent á standa þær stoðir traustum fótum, en vandamálið hefur snúist um skort á lánsfé og svo núna um fullkomið vantraust á íslensku fjármálakerfi með tilheyrandi afleiðingum fyrir ræfils krónuna. Að ógleymdum hrikalegum vöxtum sem eru að sliga öll venjuleg fyrirtæki. Það að ætla að leysa það vandamál með því bæta við framleiðsluna og auka á þennsluna er eins og að reyna að laga hráolíustíflu með því að gefa bílnum start.
Kv – Skúli
11.10.2008 at 09:52 #630994Hlynur, ef þú tímir ekki að borga inn á sýninguna til að skoða Landrover máttu skoða minn fyrir lítið fé. Fyrir lítilsháttar aukagreiðslu máttu jafnvel setjast inn í hann og njóta þægindana stutta stund.
Þetta er bara glæsileg sýning og þarna má m.a. sjá greinilega að í kreppunni er hægt að smíða býsna öfluga bíla án þess að það þurfi að kosta stórar fúlgur af gjaldeyri.
Kv – Skúli
04.10.2008 at 18:33 #630412Þessar Fini dælur þola ýmislegt og virðast bara virka, en það er örugglega ekkert sérstakt heilsubótaatriði fyrir þær að vera frammi í húddi. Hiti frá vélinni er líka náttúrulega ekki til að bæta hitamyndun í dælunni sjálfri og svo væri þarna komið enn eitt áhyggjuefnið í djúpu vatni.
Af þvi Agnar nefnir að menn hafi tekið húsið utan af henni til að minnka hitamyndun, þá langar mig að spyrja, er ekki misráðið að taka húsið af í þessum tilgangi? Nú er vifta á þeim og væntanlega stýrir húsið blæstrinum frá henni á þá staði sem þarf að kæla. Eða hvað?
Kv – Skúli
03.10.2008 at 21:37 #630352Flaug yfir landið í morgun með gott útsýni yfir Kjöl, Hofsjökul og landið sunnan og norðan Hofsjökuls. Þar var ekkert meiri snjó að sjá en í byggð, nánast bara föl. Þurfum meiri úrkomu til að það verði eitthvað vit í þessu.
Kv – Skúli
01.10.2008 at 21:14 #630228Það má finna [b:huzm4li3][url=http://www.arctictrucks.is/Forsida/Vorur/Dekk-og-dekkjavorur/Stor-jeppadekk:huzm4li3]hér[/url:huzm4li3][/b:huzm4li3] í verðlistanum hjá Arctic Trucks. Væntanlega fá 4×4 félagar þetta eitthvað niður. Ljóst að þetta er ekki besti tíminn til dekkjakaupa, núna þegar gengisvísitalan slær í 200.
Ég hélt reyndar að þau fengjust líka hjá Benna en finn engin merki þess á vefnum hjá þeim.
Kv – Skúli
30.09.2008 at 13:27 #626778Kannski viðbúið að þetta hafi hækkað í gengisbreytingum. Þetta er dýrt en á vafa það besta í rafmagnsdælum.
Kv – Skúli
30.09.2008 at 13:26 #630164Gæti verið óvitlaust að hafa samband við hann Gunnar sem núna er umsjónarmaður á Hveravöllum. Ættir að ná í hann í síma 452 4200.
Kv – Skúli
25.09.2008 at 20:44 #202963Einhver orðrómur var mér að berast til eyrna að Hlynur Snæland sé upp á Vatnajökli og þori ekki niður. Samkvæmt orðróminum eru valinkunnir menn að berja saman keðjur fyrir 44 tommur í þeirri von að honum aukist kjarkur með slíkan búnað undir Pattanum og þannig takist að koma honum til byggða. það verður spennandi að heyra meira af þessum ósköpum, svo ekki sé nú talað um myndir. Það er kannski óþverraskapur að vera bera út svona sögur, en sennilega dugar það ekki til inngöngu í óþverragengið.
Kv – Skúli
24.09.2008 at 14:50 #629856Málþinginu lokið og var húsfyllir. Umræðan góð, okkar maður var klúbbnum til sóma og mikill hljómgrunnur fyrir að taka á utanvegaakstri af skynsemi með fræðslu, merkingum og upplýsingum eins og hefur alltaf verið megintónn i stefnu klúbbsins í þessum málum. Þorsteinn verður aftur í útvarpi á Rás 2 eftir kl. 16.
Kv – Skúli
23.09.2008 at 17:01 #202958Þorsteinn Víglundsson sem er okkar ræðumaður á fundi um utanvegaakstur á morgun, verður í spjalli í morgunútvarpinu á Rás 1 í fyrramálið. Hann verður þar ásamt Ólafi Arnarsyni frá Ust kl. ca 7:15.
Kv – Skúli
15.09.2008 at 21:41 #629438Almennt er orðið ‘grafhýsi’ notað um hús þar sem menn eru jarðsettir eða m.ö.o. lagðir til hinstu hvílu. Ætlarðu að segja okkur að það séu lík inn í þessum kofum, eða var það ‘jarðhýsi’ sem þú áttir við?
Kv – Skúli
11.09.2008 at 10:06 #629178Útivist á nokkrar sem er hægt að fá leigðar ef þær eru ekki í öðurm verkefnum. Helgarleigan er 3.500 kr. Beinar rásir 4×4 eru að vísu ekki í þeim, en hins vegar rás 45 auk rás 41 sem er bein rás Útivistar.
Kv – Skúli
09.09.2008 at 20:55 #628856Ég tek undir það með Árna að ég vona að hann hafi rangt fyrir sér og Agnar og Róbert rétt fyrir sér í því að ásýnd fossins breytist ekki og að þarna sé verið að fara eins varlega og hægt er miðað við aðstæður. Það setur samt að manni ugg að bera saman myndirnar hér að ofan við þá fullyrðingu í skýrslunni að áhersla sé lögð á að endurbætur á núverandi vegslóða takmarkist að mestu við núverandi legu slóðans. Það sem sést á mynd 6 er allavega meiri hliðrun en svo að verið sé að jafn út einhverja hlykki. Það má vel vera að það sé einhver önnur skynsemisrök fyrir því að færa veginn þarna, en ég get ekki séð það í skýrslunni (hraðlas hana að vísu og á köflum renndi augum mjög lauslega yfir og því hugsanlegt að mér hafi missést um eitthvað). Ég reyndar velti fyrir mér hvort það hefði ekki verið æskilegast að leggja þennan nýja veg hreinlega fjarri þeim gamla og staðsetja hann þá þannig að hann sæist örugglega hvorki frá þjóðvegi og sem minnst frá gamla slóðanum. Það er hins vegar allt önnur spurning.
Hins vegar sé ég hvergi í skýrslunni neitt mat á þessu atriði um hvort vegurinn komi til með að sjást frá þjóðveginum sem strik ofan við fossinn. Þetta er mikilvægasta atriðið í mínum huga og það sem ætti að vera aðal áhyggjuefnið. Ég skil þó Róbert svo að hann hafi velt þeirri spurningu fyrir sér og komist að ásættanlegri niðurstöðu og eins og ég segi vona ég að hann hafi rétt fyrir sér í því. Ég held samt að það sé full ástæða til að vera á varðbergi, enda væri það ekki í fyrsta sinn sem framkvæmdir hefðu í för með sér skaða sem auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá. Maður sér t.d. oft jeppaför alveg upp á jökul þarna á sóbjörtum degi og þá erum við að tala um tvö hjólför en ekki 13-15 metra breiðan ofaníborinn veg. Þetta á væntanlega eftir að koma í ljós og ef áhyggjurnar eru ástæðulausar er það bara hið besta mál, en aftur á móti verra ef þær eiga við rök að styðjast. Meginmálið er að ásýnd fossins spillist ekki, annað í þessu er léttvægara.Burt séð frá þessu öllu hjó ég eftir svolítið skrýtnum fullyrðingum í skýrslunni. Í kafla 16.7 segir ‘Helstu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda eru þau að slóðinn verður meira áberandi í landinu þegar búið er að breikka hann og laga til. Þar með breytist tilfinning fólks fyrir því að það sé að fara fáfarnar slóðir sem ekki eru á færi nema sérútbúinna bíla. Á móti kemur að svæðið opnast fyrir fleira fólki sem getur farið upp í hlíðar Eyjafjalla og notið þar ósnortins víðernis.’
Þetta skiptir svosem ekki máli í þessu sambandi en er svolítið algeng rökleysa. Ég held að tæplega verði gamli slóðinn flokkaður með þeim hætti að hann sé meiri háttar torfær og þurfi sérútbúna bíla til að fara hann, líklega fær öllum jepplingum svo langt sem uppbyggingin á að ná, jafnvel fólksbílum ef varlega er farið. Ég set stórt spurningamerki við að búkolluvegur þarna sé til að auðvelda aðgengi minni bíla að svæðinu, enda kemur fram annars staðar að ofaníburðurinn verði grófur. En svipaðar röksemdafærslur heyrast oft um uppbyggingu vega. Einhvern tíman fyrir allnokkrum árum fór ég á litlum fólksbíl inn í Landmannalaugar og það var ekkert vandamál eftir að uppbyggða línuveginum sleppti. Þetta er svolítið eins og þarna sé verið að búa til réttlætingu.
Kv – Skúli
08.09.2008 at 23:02 #628826Það er hápólitiskt mál hvort jeppamenn hafi frelsi til að aka hvar sem er á snjó og frosinni jörð og á hvaða vegum og slóðum sé leyfilegt að ferðast. Enda snýst vinnan við að vernda þetta frelsi yfirleitt um það að hafa áhrif á pólitískt kjörna fulltrúa á Alþingi eða sveitarstjórnum. Á nákvæmlega sama hátt er það pólítískt mál hvort tiltekin svæði á hálendinu séu nýtt til ferðamennsku eða orkuöflunar eða undir samgöngumannvirki svo dæmi sé tekið. Allt er þetta pólítísk mál sem okkur varðar um. Félagsfundur í 4×4 ályktaði samhljóða gegn hugmyndum um uppbyggða hraðbraut yfir Kjöl, rétt eins og Ferðafélag Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Útivist. Klúbburinn er því stöðugt að taka afstöðu í margvíslegum pólitískum málum. Svo ekki sé nú minnst á skattlagningu eldsneytisverð, fátt jafn pólitískt og skattamál. Hann hins vegar tekur ekki afstöðu út frá flokkspólitík, enda er það allt önnur Ella og klárt mál að sá fúli pyttur myndi litlu skila að viti.
Þetta mál hér er kannski á sama hátt pólitískt eins og svo margt annað en varla stórpólitískt. Hér eru menn einfaldlega að hafa áhyggjur af því að þess sé ekki nægjanlega gætt að lágmarka það rask sem þessi framkvæmd hefur í för með sér. Ég sé allavega engan halda fram þeirri skoðun að þessi námuvinnsla og vegagerðin sem slík eigi ekki rétt á sér, heldur þurfi að vera tryggt að þetta sé framkvæmt með þeim hætti að ásýnd Seljalandsfoss spillist ekki og ummerki á heiðinni séu sem minnst. Semsagt að framkvæmdin sé í samræmi við úrskurð UST. Það er nú allt ofstækið sem ég sé hér.
Kv – Skúli
08.09.2008 at 21:13 #629074Ég er ekki alveg viss um að hægt sé að setja þessi virkjanamál upp á flokkspólitískum línum, allavega sýnist mér allir flokkar vera með innanborðs fólk sem er tilbúið að ganga býsna langt í virkjanamálum, allavega myndi ég ekki treysta þeim í þeim málum. Kannski mismunandi blanda eftir því hvaða flokk er um að ræða. VG er auðvitað undantekning á þessu, en svo má velta fyrir sér hvort þau gangi of langt í hina áttina, en það er önnur pæling sem ég nenni ekki út í.
Það er í sjálfu sér rétt hjá Lellu að það að hugmyndin sé sett fram þýðir ekki að það eigi að fara að ráðast í þessa Bjallavirkjun. Eiginlega er þessi hugmynd svo úr takt að ég vill trúa því henni verði slátrað við gerð rammaáætlunarinnar. Hún skilar frekar lítilli orku og er því væntanlega óhagkvæm sem þýðir mínusstig í rammaáætlun. Uppistöðulónið er stórt og fyrirferðamikið á svæði sem núna er ósnortið, sem þýðir líka mínusstig. Mannvirikjagerð á viðkvæmum stað nokkurn vegin við innganginn á Fjallabaksfriðlandi, enn fleirri mínusstig. Þessi kostur hlýtur því að vera dæmdur til að falla á prófinu sem rammaáætlunin á að fela í sér. Þá vaknar spurningin hvers vegna LV vill endilega að þessi kostur verði tekinn með? Er það kannski til að hafa fleira að prútta með, ef þeir eru með fleiri kosti sem er hafnað, fá þeir þá kannski fleira í gegn? Ég veit það ekki, en sennilega myndi maður sjálfur hugsa þannig í þeirra sporum. Maður hefur séð slíkum aðferðum beitt áður. Engu að síður verður að taka þetta alvarlega því ef enginn myndi mótmæla svona hugmyndum gætu þær verið komnar í gang áður en menn gá að sér. Maður hefur líka séð slíkt gerast. Þess vegna gott mál hvað þessi hugmynd fær kröftugan mótbyr strax í upphafi.
Kv – Skúli
04.09.2008 at 20:46 #628774[url=http://www.mbl.is/mm/mogginn/blad_dagsins/bl_grein.html?grein_id=1239913:2im73yxw][b:2im73yxw]Hér[/b:2im73yxw][/url:2im73yxw] er greinin.
Þetta eru skuggalegar lýsingar og gott að það er vakin athygli á þessu. Manni finnst alltaf jafn furðulegt að svona framkvæmdir rúlli í gang eins og ekkert sé sjálfsagðara á sama tíma og það er stórmál ef eitt eða tvö hjólför sjást í foksandi. Og með því er ég ekki að mæla utanvegaakstri bót.
Meira af umbyltingu náttúrunnar, í fréttum áðan var sagt frá áformum Landsvirkjunar um Bjallavirkjun og Tungnaárlón meðfram endilöngum Snjóöldufjallgarði sem yrði sjötta stærsta vatn landsins. Þetta yrði annars vegar í jaðri Friðlands að Fjallabaki og hins vegar í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs en lónsstæðið sjálft á svæði sem er á náttúruminjaskrá. Hófsvað yrði líklega aðeins söguleg heimild, spurning hvort Botnlangalón hyrfi ekki einnig af yfirborði jarðar.
Merkilegt að ekkert er að finna um hvoruga þessa framkvæmd á vef umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytisins, sérstaklega í ljósi þess að framkvæmdin á Hamragarðaheiði er komin á fullan skrið.
Kv – Skúli
26.08.2008 at 10:22 #627908Datt eitt í hug úr því við erum komin þarna austur og Hjörtur er að tala um landslag sem einu sinni var og er ekki til lengur. Þeirri kenningu var haldið svolítið á lofti þegar mest var rifist um Kárahnjúkavirkjun að landslag á Hálslónssvæðinu sé afskaplega lítið spennandi, bara melar og lítill missir af því. Engu að síður fórum við nokkur í göngu þarna fyrir nokkrum árum (einn göngufélagi ákvað að sleppa ferðinni þar sem þetta væri svo lítið áhugavert landslag). Svona til gamans er hér eru nokkur sýnishorn af því sem fyrir augu bar.
[img:25gbbpbb]http://www.mountainfriends.com/images/hals/hals05.jpg[/img:25gbbpbb]
[img:25gbbpbb]http://www.mountainfriends.com/images/hals/hals04.jpg[/img:25gbbpbb]
Fullt af stuðlabergi þarna.[img:25gbbpbb]http://www.mountainfriends.com/images/hals/hals06.jpg[/img:25gbbpbb]
[img:25gbbpbb]http://www.mountainfriends.com/images/hals/hals08.jpg[/img:25gbbpbb]
[img:25gbbpbb]http://www.mountainfriends.com/images/hals/hals09.jpg[/img:25gbbpbb]
Svo er þessi náttúrulega klassískur. Held að vísu að hann hafi fallið áður en stíflunni var lokað.Kv – Skúli
26.08.2008 at 09:49 #628098Örugglega rétt hjá Emil að eftirlitsmyndavélakerfi þarna er óraunhæf pæling. Það má ekki gleymast að þetta er fjallakofi lengst inni á hálendi. Því miður er ekkert óskaplega margt sem hægt er að gera á svona stað til að verjast vitleysingum sem er andsk… sama um allt nema rassgatið á sjálfum sér. Sem betur fer eru ekki margir á ferðinni á fjöllum sem eru svona andlega skertir en þessir fáu koma óorði á heildina, hvort sem það eru jeppamenn, mótorhjólamenn, skotveiðimenn, göngumenn eða hvað. Besta sem hægt er að gera er að vera vakandi fyrir svona pakki og hika ekki við að tilkynna um framferði þeirra og kæra þegar það á við, hvort heldur er umgengni í skálum, utanvegaakstur, ölvunarakstur eða hvað. Láta menn ekki komast upp með að haga sér eins fífl.
Kv – Skúli
25.08.2008 at 23:13 #627906Þetta gæti verið hinn svokallaði Töfrafoss, sem núna er líklega smá flúð þar sem hann fellur ofan í Hálslón, þ.e. ef hann sést eitthvað á annað borð.
20.08.2008 at 12:36 #625754Kannski væri réttara hjá Jóni að tala um að þessi sveitarfélög væru 100% búin en þá er það bara spurning um 100% af hverju. Svarið er þá 100% af þeim leiðum sem í dag liggur fyrir að þurfi að mæla og það er byggt á bestu upplýsingum sem Ferlaráð og Jón hefur aðgang að. Það þýðir semsagt ekki 100% af öllum leiðum sem hafa verið eknar í gegnum áratugina. Meðal annars þar sem einhverjar kunna að vera gleymdar með öllu (ekki ólíklegt að slíkt sé til) eða eru á fárra vitorði og þessir fáu hafa ekki komið vitneskju sinni um þær á framfæri. Fyrir flesta breytir það litlu því menn fara hvort eð er ekki leynileiðir sem þeir vita ekki um, en í því tilfelli þar sem menn hafa ekki viljað koma vitneskjunni um leiðirnar á framfæri gætu þeir lent í því í framtíðinni að vera teknir fyrir utanvegaakstur á slóða sem þeir hafa ekið í fjölda ára. Útkoman úr þessu verður samt enginn endanlegur og óumbreytanlegur sannleikur því þó það sé komið í gildi eitthvað skipulag á hálendissvæðum þessara sveitarfélaga er alltaf hægt að gera breytingar á skipulagi. Slíkar breytingar geta hvort heldur verið vegna leiða sem gleymast eða vegna nýrra slóða. Þetta væri þó alltaf einhver prósess sem þarf að fara fyrir skipulagnefndir sveitarfélaga eða hugsanlega umhverfisráðherra ef breytingar verða gerðar á skiplagslögum þar að lútandi.
Þessar mælingar okkar á slóðum á hálendinu eru ekki einu mælingarnar sem eru í gangi því það þarf að mæla alla vegi sem ekki eru til mældir. Þannig hefur t.d. LMI verið að mæla allar heimreiðar heim að sveitabæjum og tók t.d. 8 daga að mæla allar heimreiðar og vegi í kringum bæi í Eyjafirði, enda þéttbýlt þar. Þetta er því hluti af enn stærra verkefni. Svo eru slóðar utan hálendislínu flestir ómældir. Það er hins vegar enginn vafi í mínum huga að þessar mælingar á slóðum á hálendinu hefðu orðið í algjöru skötulíki ef 4×4 hefði ekki komið að verkefninu, útkoman hefði orðið verið aðeins brot af því sem nú liggur fyrir. Auðvitað hafa upplýsingar frá heimamönnum einnig verið algjörlega nauðsynlegar í þessu.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies