Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.01.2009 at 12:00 #636546
Já þetta er vissulega galli því GlobalStar hnettirnir eru talsvert sunnan við okkur. Það að hafa þetta í framrúðunni virkar t.d. ekki vel og allra síst í Defender með þá lóðréttu rúðu sem þar er. Þegar keyrt er til norðurs er sambandið líklega ekki neitt. En hangandi á bakpoka er þetta í nokkuð góðu sambandi nema kannski í norðurhlíðum brattra fjalla. Ég hef ætlað mér að prófa að koma þessu hreinlega fyrir uppi á toppi, þá ætti virknin að vera þokkaleg.
Kv – Skúli
07.01.2009 at 00:07 #636542Ég hef aðeins verið að prófa þetta tæki en Útivist keypti eitt stykki af Ásgeiri til að auka öryggi í lengri gönguferðum. Þetta er raunar einfaldleikinn uppmálaður og snilld sem slíkt. Í þessu er GPS móttakari og sendir fyrir GlobalStar gervihnattasíma. Tækið semsagt tekur GPS staðsetninguna og sendir í gegnum gervihnött í stjórnstöðina í Ameríkuhreppi sem sendir hana svo áfram á netföng eða sms sem maður hefur skilgreint fyrirfram. Á tækinu eru þrír hnappar til að senda boð, einn sem er skilgreindur sem boð um að allt sé í lagi, annar sem þýðir að aðstoð óskast en ekki neyðarástand (t.d. vinsamlegast sækið mig) og sá þriðji sendir skilaboð á Neyðarlínuna. Í öllum tilfellum fylgir gps staðsetningin.
Viðbótarmöguleiki er að láta tækið senda með reglulegu millibili staðsetningu og þá er m.a. hægt að láta hana birtast á vefsíðu sem tengir hana við Google Earth. Þannig geta þeir sófariddarar sem hafa aðgang að síðunni fylgst með hvar túrinn er staddur hverju sinni. Það eina sem ferðamaðurinn þarf að gera er að hafa kveikt á tækinu og hafa það staðsett þannig að það nái gervihnattasambandi.
Þetta er snilldar öryggistæki fyrir gönguhópa þar sem símasamband er stopult. Mjög létt og nett, einfalt í notkun og ódýrt. Ekkert sambærilegur kostnaður við gervihnattasíma. Þú spjallar að vísu ekkert í gegnum þetta en kemur til skila þeim boðum sem skipta máli. Fyrir jeppaferðir þá er þetta auðvitað leið til að tryggja öryggi í NMT/VHF/GSM/Tetra götum. Og svo þessi möguleiki að fóðra sífelt vaxandi hóp sófariddara á upplýsingum án þess að þurfa að eyða tíma í símakjaftæði.
Kv – Skúli
02.01.2009 at 14:12 #636100Ágæt færð í Þórsmörk að því undanskildu að það er grýtt og grafið á Hvannáraurum eins og gjarnan á þessum tíma. Það er skálavörður í Básum þessa helgi þannig að það er líklegt að hægt sé að kaupa gistingu.
Kv – Skúli
30.12.2008 at 12:24 #635734Örugglega mikið til í þessu hjá Gumma, það er ekki einfalt að móta svona reglur og allar leiðir sjálfsagt umdeilanlegar. En ég hef nú samt aðeins efasemdir um þessa útfærslu. Þetta þýðir að ef þú trassar að fara með bílinn í skoðun, missir af frestinum, þá kemur refsingin þegar þú ákveður að hætta trassaskapnum og gera bílinn löglegann! Semsagt refsað fyrir að hætta trassaskapnum. Það hlýtur að vera hvatning á að halda áfram lögbrotinu, sérstaklega ef menn eru með gamla bíla sem eiga kannski ekki svo mikið eftir. Eða menn ákveða að draga enn frekar að fara í skoðun þar til betur stendur á í buddinni til að borga sektina. Ég er semsagt ekki sannfærður um að þetta auki öryggi á götunum.
Annað sem mér finnst vafasamt í þessu og það er að skoðunarmenn eru þarna settir í það verk að innheimta sektir. Ég er ekki viss um að það sé æskilegt.
Kv – Skúli
29.12.2008 at 02:24 #635642Í sjálfu sér er ekki áttaviti í venjulegu GPS tæki, en þegar þú ert á ferðinni sýnir tækið þér stefnu þína. Það semsagt reiknar út stefnuna út frá breytingu á staðsetningu. Rafeindaáttavitinn hins vegar sýnir þér áttirnar án þess að þú þurfir að vera á ferðinni, en eins og bent er á hér að ofan er venjulegur áttaviti á margan hátt heppilegastur og öruggarsta tækið til þess og skyldufarangur í hverri gönguferð.
Sigurður nokkur Jónsson hefur verið með mjög góð opin námskeið í rötun og meðferð GPS tækja. Þau hafa m.a. verið auglýst á heimasíðu Útivistar og ég held að það standi til hjá honum að vera með slíkt námskeið í vetur.
Kv – Skúli
17.12.2008 at 00:36 #634650Bazzi, að taka upp norsku krónuna væri örugglega ágæt leið, ef norsararnir væru ekki mótfallnir því. Að taka upp gjaldmiðil annars lands gegn vilja þess er tæplega góð lausn því þá höfum við ekki sem bakhjarl seðlabankann sem gefur út myntina. Mér skilst að þetta sé hægt en sé bara engan vegin góð lausn. Og Norðmenn hafa þegar gefið það út að þetta sé eitthvað sem þeir séu ekki tilbúnir í, en ef þeirri hindrun væri rutt úr vegi má vel vera að þetta væri leið.
Þegar Ofsi skilur ekki eitthvað heldur hann að það hljóti að vera eitthvað copy/paste frá Samfylkingunni. Sagnfræðin hjá honum er kannski ágæt svo langt sem hún nær og kannski voru útrásarvíkingarnir bara á vertíð, en efnahagskerfið þyldi vertíðarsveiflurnar mun betur ef gjaldmiðillinn væri ekki alltaf að dingla upp og niður eftir því hvort vel fiskaðist eða illa. Það er stór hluti af vandamálinu og svo núna á síðustu árum hefur bæst við sá vandi að braskarar og spákaupmenn (og jafnvel íslenskir bankamen) leika sér að því að braska fram og til baka með krónuna og sveifla henni sitt á hvað upp og niður til þess að græða á henni. Það virðist vera býsna auðvelt, enda hagkerfið á bak við hana það lítið. Með verðtrygginguna þá veistu Jón að ef ég lána þér viskíflösku og þú ætlar að borga mér hana eftir ár með því magni af viskí sem þú færð fyrir sömu krónutölu og flaskan kostaði í upphafi, þá gengi það ekki upp hér á landi því þá fengi ég ekki nema pela til baka. Sem þýðir að hvorki ég né nokkur annar myndi lána þér né nokkrum öðrum viskí á þessum kjörum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að þú borgaðir til baka heila flösku og ekkert minna en það. Þetta heitir verðtrygging.
Kv – Skúli
16.12.2008 at 23:04 #634644Það er gott að hafa svona svarinn ESB andstæðing eins og Ofsa til að minna okkur á hætturnar, við sofnum þá síður á verðinum. Og ég er alveg á því að það er full ástæða til að halda vöku sinni því bara kalt mat á stöðunni og þeirri umræðu sem er í samfélaginu segir mér að við endum innan ESB hvort sem það verði innan skemmri eða lengri tíma. Allavega klárt að leyfi til að aka breyttum jeppum í umferðinni kemur ekki til með að ráða úrslitum þar um. Hugsanlega sjávarútvegsmálin en þar sem það verður líklega á oddinum í samningaviðræðunum þá má búast við að einhver lausn finnist þar.
.
En nú er Ofsi búinn að neyða mig til að fara út í enn frekari skrif um krónur og gengismál. Það er örugglega rétt hjá Ofsa að ESB bjargar ekki öllu því klúðri sem þjóðin er komin í. Það er svo margþættur vandi sem að okkur steðjar og það er mikil einföldun að halda að þetta sé allt krónunni að kenna eða allt óreiðunni að kenna eða allt einhverjum útrásarplebbum að kenna. Það verður að greina á milli mismunandi vandamála og orsakavalda. Lausafjárvandi bankanna var ekki gjaldmiðlinum að kenna né heldur alltof mikil skuldsetning þeirra og tengdra fyrirtækja. Það liggur hins vegar alveg á borðinu að sú verðlagsþróun sem núna ríkir hér verður að skrifast á alltof veikburða gjaldmiðil. Innkaupsverð vöru erlendis frá hefur nánast tvöfaldast einu ári (m.v. gengisvísitölu) og það er vegna falls krónunnar. Þetta hreinlega á ekki að vera hægt. Sveifla af þessari stærðargráðu segir raunar allt sem þarf og raunar ótrúlegt að menn hafi getað stunda einhvern rekstur við þessar aðstæður. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem þessi barátta við krónuna er að kosta okkur, við getum farið 40 ár aftur í tímann og fundið fjölda dæma þó það sé sérstaklega slæmt núna. Sá tími sem krónan var hvað sterkust var líka óeðlilegt ástand, orsakaði mikla innanlandsneyslu (sem við erum jú að súpa seyðið af núna) og skapaði útflutningsfyrirtækjum mikla erfiðleika og neyddi þau til að flytja starfsemi úr landi. Það er eiginlega tómt kjaftæði þegar menn tala um jafnvægisgengi krónunnar, hún er yfirleitt í öðrum hvorum öfgunum því hún hefur enga festu og þekkir ekki neitt jafnvægi. Það sem er skuggalegra er að ástandið ætti að vera enn verra núna, en með því grípa til gjaldeyrishafta tókst að koma í veg fyrir það . í bili. Þau virkuðu auðvitað vel hérna í denn ásamt handvirkri stýringu gengisskráningar, en heimurinn hefur breyst mikið síðan þá. Fjármálamarkaðir orðnir opnari og alþjóðlegir og ef við ætlum að stunda einhver viðskipti við útlönd á annað borð gengur ekki upp til langs tíma að hanga á höftunum til að koma í veg fyrir að allt fari til fjandans. Það geta hugsanlega komið tímabil þar sem krónan er sterk svona ef við náum okkur í tímabundinn uppgang en niðursveiflan kemur alltaf líka og hún er alltaf líkleg til að koma þegar síst skildi, semsagt þegar atvinnuástand er slæmt í landinu. Það þýðir að þegar þjóðin hefur það hvað verst kemur krónan alltaf til með að sparka í okkur svona rétt til að gera ástandið verra og verðlagið hærra. Nákvæmlega eins og er að gerast núna. Enn einn þátturinn í þessu er svo auðvita vísitölutrygging lána. Menn halda að það sé hægt að afnema hana bara sisvona, en í efnahagsumhverfi sem mótast af svona sveifluekenndum gjaldmiðli er það býsna hæpið. Það er ekki tilviljun að við erum líklega eina landið í vestrænum heimi sem notum þessa aðferð, það er í beinu samhengi við að við erum eina landið sem notum gjaldmiðil sem byggir á 300 þús manna samfélagi. Svipað og ef evrópskur smábær væri með sjálfstæðan gjaldmiðil. Verðtryggingin er því bara enn ein afleiðingin.
.
Ofsi má alveg kalla það uppgjöf að horfast í augu við þetta, en ég held að raunsæi sé nær lagi. Þessi skellur núna er að gera það að verkum að æ fleiri komast á þá skoðun að þetta ástand sé eitthvað sem þurfi að finna lausn á og þó svo það megi sjálfsagt velta fyrir sér fleiri leiðum en aðild að ESB þá heyrist mér flestir vera á því að það sé eina raunhæfa leiðin út úr þessu. Það er örugglega rétt að aðildarviðræður við ESB kemur ekki til með að redda næstu mánaðarmótum né heldur þarnæstu. Menn eru hins vegar að horfast í augu við endanlegt skipsbrot sjálfstæðs gjaldmiðils á Íslandi og það verður að finna lausn á því, jafnvel þó sú lausn þýði aðild að ESB. Ég er nokkuð viss um að þessir þingmenn sem Ofsi nefnir (IÞorgerður og Bjarni Ben, má bæta Illuga við þann lista) eru með nett óbragð í munninum, enda er þetta 180° stefnubreyting hjá þeim. Það er hins vegar ekki rétt að þetta sé vinsældarbrella hjá þeim, þetta er bara kalt mat á stöðunni.
Kv – Skúli
16.12.2008 at 11:54 #634630Það er auðvitað hárrétt hjá Jóhanni að jeppar breyttir eftir íslenskum aðferðum og stöðlum eru oft nauðsynlegir og gegna mikilvægu hlutverki fyrir marga. Augljósasta dæmið er auðvitað björgunarsveitir en það má benda á marga fleiri. Það er líka rétt að einhverjir greifar í Brussuseli hafa enga hugmynd um þessa hluti og reyndar er ég nokkuð viss um að slatti af íslenskum þingmönnum hafa ekki hugmynd um afhverju stór dekk séu nauðsynleg. Ef málið liggur þannig að það þurfi í framtíðinni að fá einhver samþykki ESB fyrir þessum breytingum þá er það bara sama vandamál og var hér fyrir 25 árum, eini munurinn er að skriffinnarnir eru í öðru landi. Vissulega fáránlegt í sjálfu sér en mér sýnist á öllu að það verði niðurstaðan, hvaða skoðun sem menn hafa á ESB. Krónan er búin að kosta okkur mikið upp á síðkastið og hefur í raun verið þjóðinni dýr lengi ef maður spáir í það og allar líkur á að það muni síst batna til lengri tíma litið. Í dag eru almennilegir fjallatúrar varla á færi venjulegs fólks fjárhagslega, svo ekki sé talað um ef eitthvað bilar og varahlutakostnaður bætast ofan á. Lítið gagn af breyttum jeppum við þær aðstæður. Það er margt sem má setja spurningamerki við varðandi ESB en þegar verðlag hér ræðst af gengi gjaldmiðils sem á nánast allt undir duttlungum alþjóðlegra spákaupmanna þá eru ekki margir fýsilegir kostir í stöðunni. Allavega gott að tækninefndin er komin á fullt við að undirbúa okkur málið, það er mikið verk sem þarf að vinna og hvort sem okkur líkar betur eða verr endum við innan sambandsins fyrr eða síðar.
Kv – Skúli
11.12.2008 at 20:56 #634520Ætli þetta sé til að ná verðinu upp af því það hefur lækkað svo mikið upp á síðkastið??? Þeir gleyma þá kannski öllum hækkunum síðustu mánuði. Líterinn af dísel í dag er á svipuðu róli og hann var í apríl og er kannski rétt að komast niður á það stig að það sé að verða verjandi aftur að hreyfa bíl. En auðvitað þarf að eyðileggja það.
Kv – Skúli
06.12.2008 at 14:35 #634160Þá er bara spurning hvenær sé rétti tíminn. Klárlega var afleidd tímasetning til þess á þeim tíma sem þessi þráður byrjaði, eiginlega jafn slæmt eins og það var slæmt að taka gengistryggt lán á þeim tíma sem krónan var sterkust. Frá því þráðurinn byrjaði hefur gengið styrkst um hvað 19% og því lánin lækkað um 1/5 sem er auðvitað talsvert (1 millj í dæminu hans Magga). Hins vegar er gengisvísitalan ekki komin undir 200 stig og fyrir ekkert svo löngu síðan þótti það fáránlega slæmt þegar hún fór yfir 200. Þetta er því tæpast orðið eðlileg staða ennþá, ef eitthvað er til sem heitir eðlilegt þegar ísl. krónan er annars vegar. Hún gæti samt hækkað aftur og þar með krónan fallið. Kannski skynsemi í því að hugsa þetta þannig að fá mat einhvers sérfræðings á því hvað megi búast við að gengisvísitalan fari í þegar best lætur og bíða með breytingu þar til sú tala birtist. Ég veit hins vegar ekki hvaða tölu menn ættu að miða við í því sambandi.
Kv – Skúli
03.12.2008 at 23:19 #634100Bjarni, þetta er ekki almennt krepputal, þar sem málið snýr hérna beint að jeppaeign.
Það sem þessi náungi í Kastljósinu gerir er að hætta að greiða af lánunum, lætur bankann selja íbúðina á uppboði og borgar svo mismuninn á láninu og því sem fæst upp í það með sölunni. Hans point var raunar að það sé betra að gera þetta strax frekar en að bíða og láta verðtrygginguna hækka lánið um margar millur. Þetta myndi ég halda að sé ekki góður kostur í þeirri stöðu sem þú lýsir Maggi því væntanlega fæst lítið fyrir bílinn núna og ef markmiðin með efnahagsaðgerðunum núna nást ætti krónan að styrkjast eitthvað þegar fram líða stundir og þar með lánið að lækka. Það gefur auga leið að því minni munur sem er á láninu og söluverði bílsins, því minna tap. Þannig að meðan þú getur hangið á því með öllum þeim úrræðum sem í boði eru, því betra. Að því gefnu að markmið um að krónan styrkist náist innan ekki of langs tíma.
Það sem myndi semsagt gerast ef þú hættir að borga er ferlið sem lýst er hér að ofan. Þá siturðu uppi með engan bíl en skuld sem nemur þessum mismun á láninu og söluverði og auðvitað að viðbættum innheimtukostnaði. Ef þú borgar það ekki er það væntanlega gjaldþrotameðferð með öllu því sem því fylgir
Það er með ólíkindum þetta framboð á lánum í erlendri mynt sem hér var í gangi og að þeir sem hefðu átt að vera að veita faglega ráðleggingu hafi verið að ota þessu að almenning. Í öllum rekstri reyna menn að lágmarka gengisáhættu með því að hafa annars vegar tekjur og hins vegar kostnað og skuldir í sömu mynt. Hið sama á auðvitað að hafa að leiðarljósi í heimilisbókhaldinu.
Kv – Skúli
24.11.2008 at 09:49 #203258Spurning hvort það sé að koma að því að maður neyðist til að setja einhverja bensínrellu í Landroverinn í sparnaðarskyni. Þessi verðmunur er bara fáránlegur.
Kv – Skúli
16.11.2008 at 18:00 #203213Var á Fimmvörðuhálsi um helgina, fórum upp Skógaheiðina og sömu leið til baka. Lurkur af snjó eftir að við komum yfir vaðið og þó einkum fyrir ofan Baldvinsskála (Fúkka).
Ég vill hins vegar vara menn við að treysta á gamla ferla á þessum slóðum og gamlir ferlar í þessu sambandi getur þýtt frá því í fyrra. Jökulísinn þarna er á miklu undanhaldi og í haust mátti sjá ár opnar sem hafa verið fram að þessu undir þykkum ís. Stundum voru þetta holur í gegnum ísinn niður á ánna og gat jafnvel verið nokkra metra niður. Þeir sem ekki þekkja þeim mun betur til þarna ættu ekki að keyra þarna nema í mjög góðu skyggni og alls ekki treysta á ferla frá fyrri árum. Svæðið fyrir ofan Fúkka er erfitt svæði sem er stöðugt að verða erfiðara, eftir því sem jökulísinn minnkar.
Kv – Skúli
11.11.2008 at 16:13 #632604Jú. Fylgist með … úr hæfilegri fjarlægð … og nokkrum trega … hvernig hrísgrjónadollurnar eru orðnar í hverju horni.
Sýning klúbbsins sýndi samt ágætlega að ýmislegt annað er til, engu að síður.
Kv – Skúli
P.s. sé núna hvað þú átt við, ég er semsagt ekki einn um að hafa fundið mig knúinn til að tjá mig um þessi myndaalbúm. Jæja, sjaldan er góð vísa of oft kveðin.
11.11.2008 at 15:18 #203186Vill vekja athygli á því að í myndasafnið eru komin nokkur skemmtileg myndaalbúm. Myndir úr ferðum á árunum 1987-1988 eða þar um bil, þegar hrísgrjónadollur voru sjaldséðar og yfirráð hálendisins í höndum JEPPA. Þarna má sjá Broncoa, Willis, Scout, að ógleymdum Jeepster í öllum helstu hlutverkum. Takk Valgeir, loksins var það ómaksins virði að kíkja á vefinn ;o)
Kv – Skúli
05.11.2008 at 16:40 #632268Má vera með áróður á kjörstað??? Ef það er leyfilegt þá er ég sammála Magga. Alltaf svolítið gaman að fá blaðið inn um lúguna og þau sem standa í þessari vinnu eiga hrós skilið því svona blað er ekkert hrist fram úr erminni.
Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að halda útgáfunni úti á pappír. Til þess þarf annars vegar einhverjir að vera til í þessa vinnu og svo hins vegar fjárhagsleg hliðin á útgáfunni að ganga upp eða vera með ásættanlegu tapi sem klúbburinn tekur meðvitaða ákvörðun um að bera. Að þessum tveimur skilyrðum uppfylltum er frábært að hægt sé að halda útgáfunni úti. Þegar útgáfum var fækkað á sínum tíma var það vegna þess að raunar hvorugt skilyrðið var til staðar.
Kv – Skúli
03.11.2008 at 23:28 #632026Mér segir svo hugur að þetta sé mál sem tímabært er að fara að velta alvarlega fyrir sér, því aðild að ESB verði hreinlega óumflúin, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Þetta er ekki lengur spurningin um kosti og galla aðildar þar sem gjaldmiðill okkar virkar ekki lengur í alþjóðaviðskiptum og verður tæpast á hann treystandi til frambúðar framar. Sú staðreynd er ekkert að fara að breytast, jafnvel þó við komumst út úr mesta kófinu. Þetta er ekki lengur spurning um hvort heldur hvenær og eins gott að horfast í augu við það og vera ready, Evrópusinni eða ekki, það er ekki spurningin í dag. Við komum því til með að þurfa að berja það í gegn með einhverjum ráðum að séríslenskar aðstæður kalli á að reglur um dekkjastærð og bílabreytingar verði með öðrum hætti hér en annars staðar.
Þetta mál verður ekki stóra atriðið í samningaviðræðum við ESB, hvorki af hálfu Brussel né Íslenskrar samninganefndar. Einhvern vegin segir mér svo hugur að skriffinnum í Brussuseli standi í sjálfu sér slétt á sama hvernig við útbúum bíla til jöklaferða á Íslandi, en hugsanlegt að þeir myndu vilja girða fyrir að þessi fyrirbæri séu að flækjast á Evrópskum hraðbrautum. Aðalmálið fyrir okkur er að koma því til leiðar að þetta verði tekið fyrir, verði til umræðu ásamt líklega fleirri sambærilegum undanþágumálum vegna séríslenskra aðstæðna. Ef þetta kemst ekki inn á samningaborðið sitjum við auðvitað uppi með bannið og það er enginn annar að fara að vekja athygli á þessu fyrir okkur.. Ég held að það sé hreinlega ráð fyrir klúbbinn að setja pening í vinnu við að undirbúa þetta mál. Við þurfum í fyrsta lagi að hafa mjög góðar upplýsingar um hvernig reglur um þessa hluti eru, hvort það séu sérstakar eða mismunandi reglur um þetta eftir löndum og hvort það séu til undantekningar eða einhver tilbrigði. Við getum ekki útfært hvað við viljum nema vita þetta í smáatriðum. Upplýsingar eru grunnurinn að því að geta eitthvað varist og ekkert ólíklegt að við þurfum að kaupa vinnu lögfræðinga sem eru sérfróðir um ESB til að fá þessa mynd á hreint. Peningum sem varið er í þetta er ekki illa varið. Getgátur leikmanna eins og hér eru (með fullri virðingu) gagnast okkur afskaplega lítið. Þegar að því kemur að einhverjar viðræður fara af stað getur þess vegna verið málið að matreiða alla pappíra um þær undanþágur sem okkur sýnist að þurfi að koma til og ekki síður rökstuðninginn. Við höfum af nógu að taka þar, landið liggur rétt undir heimskautsbaug úti í miðju Atlantshafi og byggðin dreifð milli hárra fjalla þannig að hér eru allt aðrar þarfir en í þéttbýli Evrópu. Þessir bílar eru meginstoð í starfsemi björgunarsveita, ferðalög sem byggja á notkun þessara bíla algeng meðal landans og umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum þetta. Við höfum því fullt af rökum, það er ekki vandamálið, það er bara vinnan við að tryggja að þau komist til umræðu. Þá vinnu held ég við ættum að fara undirbúa og ekki hika við að kosta því til sem þarf að kosta til, því þetta þarf að gerast af 100% fagmennsku.
Kv. – Skúli
22.10.2008 at 15:59 #631314Þú segir það. Núna er nánast orðinn stöðugur titringur þarna við Upptyppinga, eitthvað um 60 skjálftar mælst frá því kl. 8 í morgun.
Páll Einarsson vill þó ekki fullyrða að gos sé í vændum skv. [url=http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/10/22/skjalftahrina_vid_upptyppinga/:2z50tb1u][b:2z50tb1u]viðtali á mbl[/b:2z50tb1u][/url:2z50tb1u] en allavega hlýtur kvikan eitthvað að vera að færa sig til.
Kv – Skúli
21.10.2008 at 11:39 #631190Landgræðslan hannaði fyrst svona melsláttuvél í kringum 1980 eða kannski rétt upp úr því og var hún sett aftan á traktor. Fram af því var melfræi safnað með vasahníf. Með því að hafa sláttugreiðuna á örmum sem hægt er að stjórna með glussatjökkum í allar áttir er hægt að láta sláttuvélina fylgja hæðum og hólum sem eru einkennandi fyrir klassísk melgresissvæði, en líklega er melgresið besta íslenska plantan til að binda sandfok. Þessi hönnun var því mikil lyftistöng fyrir söfnun á melfræi. Vel hægt að sjá það fyrir sér að vélin henti að sama skapi vel til að slá vegkanta.
Kv – Skúli
19.10.2008 at 18:39 #631310Hef engar fregnir af þessu né að ég viti hvort þetta þýði eitthvað. Getur sjálfsagt allt eins verið einhver hreyfing á jarðskorpunni, en gæti verið þess virði að fylgjast með [b:38xipzfr][url=http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/vatnajokull/#view=map:38xipzfr]skjálftamælum[/url:38xipzfr][/b:38xipzfr].
Þarna má líka sjá að það er aftur komin hreyfing á svæðið hjá Upptyppingum. Það er nú ekki síður forvitnilegt því jarðfræðingar voru mjög inn á á því að þar væri kvika á ferðinni og núna eru skjálftarnir á mun minna dýpi en þeir voru áður. Spurning um að vera klár í ferð norður fyrir jökul.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies