Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.06.2009 at 19:27 #648400
Samkvæmt því sem kom fram hér á þræði fyrir nokkrum vikum hefur tækninefndin kannað þetta og komist að þeirri niðurstöðu að reglur um breytingar á bílum falli ekki undir neina sameiginlega stefnu ESB heldur ákveði hvert ríki þetta fyrir sig. Brussel skipti sér semsagt ekki að þessu. Það á því ekki breyta neinu um þetta hvort við erum innan eða utan ESB.
Kv – Skúli
28.05.2009 at 10:34 #648178Ella, það er svo leiðinlegt að spá í þetta, nennir því enginn. Nema náttúrulega Ofsinn með sitt undarlega karma. Þarf ekki annað en segja orðið reglugerð þá flýr fólk í ofboði og fer að gera eitthvað skemmtilegra eins og að lesa stafsetningaorðabók.
En það er þarft verkefni að fylgjast með þessari þróun og eins og sést á þessu máli sem Jón er að vekja athygli á þarna snýst þetta ekki bara um jeppamennsku. Vill líka minna á að ef ekki er hægt að komast keyrandi inn á hálendið verður heldur ekki mikið labbað þar, það eru ekki nema einstaka hetjur sem labba úr byggð og flestir vilja fá trúss í sínum gönguferðum. Þetta er því hagsmunamál allra sem vilja á annað borð ferðast eða stunda einhverja útivist, kayaksiglingar, göngur, veiðar, kletta- og ísklifur, jöklagöngur, fjallaskíðamennska (enginn efni á þyrlum í það núna), allir þurfa slóða á hálendinu og frelsi til að haga ferðamennskunni eftir eigin brjóstviti innan einhverra skynsamlegra marka.
Umhverfisnefndin hefur ásamt öðrum verkefnum helst verið að garfa í þessum málum og þá oftast verið í því að bregðast við því sem fram kemur. En kannski er miklu sniðugra að gera eins og Ella talar um að verða ‘proactive’ og koma fram með tillögur fyrirfram. Móta hugmyndir að reglum sem vernda bæði náttúruna, ferðafrelsið og kemur í veg fyrir hugsanlega árekstra milli ferðahópa. Slíkar hugmyndir hafa verið ræddar, t.d. varðandi Bárðargötu þar sem Freysi m.a. hefur varpað fram ágætum hugmyndum. Vantar kannski bara lögfræðimenntaða einstaklinga til að setja hugmyndirnar í rétta búninginn ;o)
Kv – Skúli
Ps. Fjandakornið Ella, ég er greinilega ómögulegur prófarkalesari, ég bara finn ekki villuna þína. En það er örugglega nóg af þeim í mínum texta.
19.05.2009 at 09:22 #647906Ágætt að líma bandspotta efst ofan á skaftið áður en þú byrjar að snúa, þá sérðu nokkuð nákvæmlega hversu mikið skaftið hefur snúist.
Kv – Skúli
18.05.2009 at 20:08 #647718Hvað hentar fer náttúrulega eftir notkuninni. Fyrir venjulegar jeppaferðir sé ég ekki þörf á rándýrum legghlífum og keyri ég þó á Defender og snjódýptin inn í honum kannski meiri en á mörgum öðrum. Fyrir Hlyn á sandölunum dugar t.d. að klippa til gamla smokka, þá er hann kominn með fullgóðar legghlífar. En ef menn ætla að vera að ösla snjó gangandi tímunum eða jafnvel dögum saman er náttúrulega sjálfsagt að horfa til þess að kaupa það sem er sterkt en um leið með viðunandi öndun. Ef þú ert að fara að labba með brodda þá myndi ég samt ekki kaupa það dýrasta því sjálfur er ég allavega sá klaufi að eyðileggja legghlífarnar mínar í slíkum göngum.
Kv – Skúli
18.05.2009 at 09:12 #647794Þetta er glussaknúinn gír sem hægt er að setja aftan á millikassann á Defender. Svo er bara að skrúfa frá í rólegheitum og þá ertu raunar með stiglausan skriðgír. Þarf ekkert að breyta drifsköftum því þetta fer aftan á millikassan við hliðina á skaftinu. Skilst að þetta virki snilldar vel.
Kv – Skúli
13.05.2009 at 23:55 #646310Ég held að ‘deila’ Stebba og Helga sé komin nokkuð langt frá deiluefninu eins og oft vill verða. Gæti trúað að þeir séu meira sammála en en hitt og deilt sé um orðalag.
Annars ætlaði ég ekki að blanda mér í það en datt í hug að nefna það ef menn skella sér á Mýrdalsjökul um helgina sem er auðvitað hið besta mál, þá getur verið góður leikur að koma við hjá Benna og spyrja hann um ástand vegarins. Viðhald á veginum þarna uppeftir er kostað af honum, þannig að það er sjálfsögð kurteisi að tala við hann.
Kv – Skúli
12.05.2009 at 21:12 #646284Ég held að Logi komi þarna með kjarna málsins á býsna skilmerkilegan hátt.
Kv – Skúli
12.05.2009 at 13:49 #646270Frelsi annars vegar og lög og regla hins vegar eru auðvitað andstæður í eðli sínu. Öll viljum við sem mest frelsi en á flestum sviðum samfélagsins eru þó settar einhverjar reglur af ýmsum ástæðum og ætlast til að fólk fylgi þeim og viðurlög við því að gera það ekki. Í sjálfu sér þyrftu engar reglur ef allir væru þokkalega heiðviðrir þegnar, en það er bara einhver útopía. Vegagerðin hefur þessa heimild að banna akstur á vegum á vorin þegar eru leysingar og gerir það til þess að fá ekki umferð á þessa vegi þar sem þeir meta það svo að kostnaður við að hefla þá á vorin aukist verulega ef þeir eru eknir meðan þeir eru í drullu. auk þess sem veruleg hætta er á utanvegaakstri þar sem menn sveigi framhjá verstu drullupittunum eða snjósköflum. Með fyrra atriðið, s.s. hvort kostnaðarsamara sé að hefla vegi sem hafa fengið umferð á vorleysingatíma ætla ég svosem ekki að fullyrða, enda enginn sérfræðingur í því, em þó mér finnist það ekki ósannfærandi rök. Hitt hef ég því miður séð of mörg dæmi um, þar sem sveigt er út fyrir veg til að komast framhjá erfiðum drullupittum eða blautum sköflum. Þau ummerki sýna svo ekki verði um villst að ástæða er til að hafa reglur og að ekki sé hægt að treysta ferðamönnum almennt. Mér dettur þó ekki í hug að bera það upp á túristaökumenn eða aðra þokkalega reynda jeppamenn. Vona allavega og trúi því að slíkt sé frekar eftir óvana ferðamenn, en séu lög eða reglur settar þurfa allir að hlýta þeim og því beygi ég mig undir þetta. Þannig er bara réttarríkið byggt upp.
Viðkvæmasta svæðið er alltaf í jaðri snjósins. Þegar komið er á snjó og hægt að keyra á snjó eru raunar engin lög brotin þar sem þá er ekki verið að keyra á vegunum. Þannig getur t.d. á ákveðnum tíma verið hægt að komast inn á Fjallabak yfir Mýrdalsjökul og verið á Strútssvæðinu í fullt að snjó án þess að sjá í auðan blett, hvað þá veg. Hins vegar geta verið aurbleytukaflar í kringum Einhyrning eða á öðrum stöðum í svipaðri hæð og því svæðinu lokað. Yfirleitt opnar það svo ekki aftur fyrr en búið er að yfirfara vegina með hefli. Sjálfsagt er oft hægt að gagnrýna ákvarðanir Vegagerðarinnar í þessu, en mín reynsla er samt að þeir reyni að gera þetta af sanngirni og skv. bestu upplýsingum.
Kv – Skúli.
09.05.2009 at 19:50 #647388Benni eigum við að setja af stað aðra syrpu af lögfræðipælingum? Er þetta ekki þannig að stjórnskipuð nefnd situr föst og með allar sínar skyldur þar til sitjandi stjórn, hvernig sem hún er skipuð, aumkar sig yfir hana og leysir frá störfum!
Lella þú getur beðið og vonað, en alveg spurning hvenær og hvort þú losnar.
Kv – Skúli
07.05.2009 at 15:12 #646936Styrkur Lödunnar var kannski ekki beinlínis sá að hún bilaði aldrei heldur frekar það að það var sama hvenig ástandið var á annað borð, alltaf gekk hún og komst milli staða. Ónýt kerti og þræðir gat kannski orsakað að gangurinn væri ekki sérlega þýður, smávægilegt hikst og annað í þeim dúr en alltaf fór hún í gang. Sportarinn sem ég átti hér um árið var aðeins farin að finna fyrir ryðsveppnum og var botninn sérlega illa farin. Lenti síðan í því einn daginn að hún stoppaði skyndilega þó vélin gengi eðlilega, bara fór ekkert áfram. Við nánari skoðun sá ég að gírstöng og millikassastöng höfðu færst grunsamlega langt niður og kom þá í ljós að gírkassafestigar höfðu rifið sig lausa og bita úr ryðguðum botninum með og við það hafði hann hrokkið úr drifi. Þá var bara brugðið spotta utan um kassann og hann þræddur inn í bíl og þar á tjakkinn og kassinn svo tjakkaður aftur upp. Að því búnu var hægt að keyra áfram og virkaði fínt. Raunar svo fínt að ég keyrði bílinn vestur á Snæfellsnes með þessa fínu gírkassafestingu. Eins og ég segi, það var kannski ekki alltaf allt í fullkomnu lagi en hú var aldrei stopp.
Kv – Skúli
05.05.2009 at 14:01 #647014Varðandi póstsendingar þá verður að segjast eins og er að póstdreifing er í dag með þeim hætti að ekki er hægt að stóla á hana. Þekki það í mínu starfi að við fáum iðulega til baka sendingar með miða um að heimilisfang sé rangt en svo við eftirgrennslan kemur hið gagnstæða í ljós. ´
Kv – Skúli
05.05.2009 at 11:00 #647134Talandi um kerru aftan í kerru, hér sést hvernig Páll Ólafsson leysti flutning á vatnslögnum inn í Bása um árið.
[img:3rdvp00h]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/3742/59259.jpg[/img:3rdvp00h]Þetta er lögnin fyrir rafstöðina sem er í Básalæknum, en Páll þessi stýrði því verki af myndarskap á sínum tíma. Lögnin var flutt svona frá Hvolsvelli, en ég veit ekki hvort hann hafi mikið þurft að bakka með þetta.
04.05.2009 at 21:06 #646786Sammála Lellu með að framsetningin er svolítið ruglingsleg þegar þeir sem eiga ár eftir eru taldir með frambjóðendum. En svona eftir að hafa lesið mig í gegnum þetta finnst mér athyglisvert hvað mikið er af góðum framboðum í margar nefndir. Lítur jafnvel út fyrir fjörugar kosningar í gríð og erg. Það er eiginlega bara frábært og spurning hvort það sé ekki verðugt verkefni fyrir komandi stjórn að finna farveg fyrir starfskrafta þeirra sem falla í kosningunum. Bara svona pæling. Svo náttúrulega þurfa þeir sem ná kosningu að passa að bregðast ekki kjósendum og vinna að krafti að sínum verkefnum. Nefndarmaður sem sinnir ekki starfinu en verri en enginn, allavega þegar nóg er af framboðum.
Kv – Skúli
04.05.2009 at 20:47 #646984Þetta er athyglisvert því hingað til hafa lagabreytingar hjá okkur tekið gildi þegar þær hafa verið samþykktar. Ég er ekki lögfræðingur og ætti sjálfsagt ekki að vera að fullyrða neitt um þessi mál, en einhvern vegin finnst mér ‘eðlilegt’ að fundarboð sé samkvæmt þeim lögum sem eru í gildi þegar fundarboð er sent út, en nýju lögin taki gildi þegar þau hafa verið samþykkt svo fremur sem ekki sé geti um annað í lagabreytingatillögunum. En sjálfsagt væri hægt að samþykkja bráðabirgðaákvæði um að tilteknar breytingar taki gildi á einhverri tiltekinni dagsetningu. Ef það á að fresta gildistöku hlýtur að þurfa að samþykkja slíkt ákvæði, eða hvað? Og þá þarf væntanlega tillaga um slíkt bráðabirgðaákvæði að lúta sömu skilmálum og aðrar lagabreytingar. En Ólafur lögfræðingur veit örugglega meira um þessi mál en ég.
Kv – Skúli
28.04.2009 at 19:46 #646640Jón, við þurfum ekki að hafa áhyggjur af hugmyndum um reglur sem ekki verða að veruleika. Það eru reglurnar sem eru í samþykktri reglugerð sem skipta máli. Það er ekki nema von að þetta misskiljist hjá þér því þú ert meira að segja tvísaga þarna í síðasta pistli þar sem þú endar hann með að segja
‘Þessi umræddu bönn sem ég taldi upp voru inni í reglugerð’
Þetta er auðvitað ekki rétt því þessi bönn hafa aldrei verið inni í reglugerð. Eitthvað af þessu hefur verið sett fram í reglugerðaDRÖGUM en hafa aldrei ratað í reglugerð sem er allt annar hlutur. Það sem kemur fram í drögum er í raun bara hugmyndir sem er varpað fram til umræðu. Svipað og hugmyndir sem hafa komið fram um t.d. virkjanalón í Þjórsárverum sem átti að ná upp að Hofsjökli, það var hugmynd sem einhverjir settu fram en varð ekki að veruleika vegna þess hversu vitlaus hún er, eða lón í Arnardal fyrir Jökulsá á Fjöllum sem hefði skrúfað fyrir Dettifoss, hugmynd sem heldur ekki varð að veruleika. Það er auðvitað fullt svona af vitlausum hugmyndum sem aldrei verða að verðuleika. Það er auðvitað athyglisvert að svona vitlausar hugmyndir komi upp en blessunarlega er ýmislegt sem kemur í veg fyrir að vitlausar hugmyndir verði að veruleika. Í tilfelli hugmynda að vitlausum reglugerðaákvæðum er Samút eitt af því sem kæfir þær í fæðingu og eftir að það er búið að því skipta þær ekki máli. Reyndar er þetta athyglisvert í því samhengi að Ofsi hefur stundum sett fram þá skoðun að varnarbarátta okkar fyrir ferðafrelsinu hafi ekki skilað neinum sigrum, en þarna eru auðvitað mjög skýr dæmi um hið gagnstæða.
Kv – Skúli
28.04.2009 at 09:46 #646632Í ljósi þess að Ofsi hefur fjallað mikið um það á undanförnum árum að með inngöngu í ESB verði jepparnir okkar örugglega bannaðir með öllu, sem skv. ofansögðu er ekki rétt, þá verð ég eiginlega að benda honum á að bönnin sem hann talar um hérna í sambandi við þjóðgarðinn eru með sama hætti, þ.e. ekki til.
Bann við því að hafa gæludýr laus í þjóðgarðinum: Ekkert slíkt bann, hins vegar segir í reglugerðinni að gæludýr skuli vera í öruggri vörslu eigenda sinna. Varla er það ósanngjörn krafa á hundaeigendur að passa upp á kvikindin.
Banni við því að tjalda á jökli: Nei það er ekki bannað að tjalda á jökli.
Skylda að hafa samband við þjóðgarðsvörð er maður færi inn yfir þjóðgarðslínu á jökli: Neibb ekkert í reglugerðinni né lögum kveður á um þetta.
Reiðhjólabann: Þarna kemst hann kannski næst einhverju raunverulegu því í reglugerðinni segir að umferð reiðhjóla sé heimil á göngustígum nema sérstök bönn kveði á um annað. Það þýðir að líklega verða sett bönn um umferð reiðhjóla á fjölförnustu stöðunum svosem í Skaftafelli. Fyrir allnokkrum árum hjólaði ég Laugaveginn (ekki Laugaveg 101 heldur úr Laugum í Mörk). Gekk í sjálfu sér ágætlega en eftir að hafa prófað þetta hef ég miklar efasemdir um að hjólaumferð á þetta fjölmennri gönguleið. Við vorum á köflum örugglega talsverð truflun fyrir gangandi. Þess vegna sé ég ekki mikið að því að sá möguleiki sé fyrir hendi að banna reiðhjólaumferð á einhverjum göngustígum innan þjóðgarðsins.
Mitt point er bara það að það er heppilegra að byggja á raunveruleikanum frekar en draugasögum, hvort sem menn eru að velta fyrir sér ESB eða þjóðgörðum.
27.04.2009 at 20:42 #646618Gott að tækninefndin er búin að fá upplýsingar um þetta atriði, vona að þetta þýði að það þurfi ekki lengur að láta þessa hættu naga sig. Hvað varðar ferðafrelsi þá er mikilvægt að vera stöðugt að fylgjast með því og það kostar hellings vinnu. Það eru í gildi ýmsar reglur sem hafa takmarkað hvað má og hvað ekki varðandi akstur á hálendinu, sumt af því er nauðsynlegt, annað kannski umdeilanlegt. Mér vitanlega hafa ennþá ekki verið settar neinar í Vatnajökulsþjóðgarði sem takmarkar akstur umfram það sem áður var í gildi, en ég held að það eigi þó ein slík regla eftir að koma og það varðar akstur á Kverkjökli yfir hásumarið, þe. meðan mesta traffíkin er þar af gangandi umferð. Þá held ég að hugmyndin sé að miða við jökulinn innan við skála Jörfí. Það er hins vegar aðrir aðilar sem fá takmarkað athafnafrelsi þegar svæði fara undir þjóðgarð og það eru rafmagnsframleiðendur. Þess vegna vill ég gjarnan að Langisjór fari undir þjóðgarð og helst Torfajökulssvæðið líka. Virkjanir takmarka kannski ekki ferðafrelsið (og þó, LV setur oft upp allskonar bannmerki í kringum sín mannvirki) en þær fækka stöðum sem er áhugavert að ferðast um. Þetta þarf líka að hafa í huga varðandi þjóðgarða.
Kv – Skúli
27.04.2009 at 12:00 #646612Tek undir þetta, við þurfum að hafa á hreinu hvort einhverju í okkar sérhagsmunum sé ógnað. Fyrsta spurningin kannski er einfaldlega eru yfir höfuð einhverjar reglugerðir á vegum ESB um breytingar á bílum eða eru bara lókal reglur í hverju landi. Það er það fyrsta sem þarf að fá staðfestar upplýsingar um og hlytur að liggja einhvers staðar fyrir. Síðan ef einhverjar slíkar reglugerðir eru til er þá næsta skref að kryfja þær, ef þær eru ekki til getum við hætt að hafa áhyggjur af þessu og látið duga að haldið áfram að hafa áhyggjur af íslensku stjórnvaldi.
Kv – Skúli
23.04.2009 at 11:33 #646382Ekki er þetta gert með handaflinu einu saman? Annars átti ég býsna öflugann járnkarl sem ég fékk í Garðheimum á skid og ingen ting, rétt einhverja 3 þúsundkalla ef ég man rétt. Grófgerður og ljótur en sterkur og þungur og þokkalega langur. Var ekki mjög hentugur sem vaðprik vegna þyngdar en fínn í að brjóta skarir o.þ.h. Þetta eðaltól varð hins vegar eftir á bökkum Búðarár um árið og þegar ég fór haustið eftir að leita að honum fann ég hann ekki. Þannig að það er möguleiki að finna öflugri járnkarla en þessa klassísku, en getur þurft að leita. Sá þessa þó ekki í Garðheimum síðast þegar ég fór þangað.
Kv – Skúli
P.s. Svona til fróðleiks, ástæðan fyrir að myndin birtist ekki í fyrsta póstinum er að kerfið setur sjálfkrafa inn http:// þannig að þegar maður setur slóðina inn með því kemur það tvisvar. Eiginlega að mínu mati galli að hafa þessa sjálfvirkni, maður er yfirleitt að nota copy/paste þegar maður notar þetta.
21.04.2009 at 22:32 #646138Ég er með þessi dekk á 14 tommum og kvarta ekki, en mér er tjáð að þau virki mjög vel á 15 tommum. Myndi segja að 14 tommur sé lágmark fyrir þau og tomma í viðbót spilli sennilega ekki fyrir.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies