Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.08.2009 at 09:08 #654978
Þetta er útúrsnúningur Stefanía. Þessar leiðir sem þú nefnir eru vel færar yfir sumartíman þegar mesta umferðin er í gangi og margir á ferð sem ekki hafa mikla þekkingu. Arnarfellsleiðin liggur hins vegar í gegnum eitt blautasta en jafnframt gróðursælasta svæði hálendisins og svæði sem talið er einstakt á heimsvísu sem gróðurvin í mikilli hæð og eitt stærsta varpsvæði gæsa. Það er þess vegna sem þetta var gert að friðlandi og þess vegna fékk Landsvirkjun ekki að setja lón þarna. Það er stór munur á Þjórsárverum og svo Sprengisandi og Kili sitt hvoru megin við.
Kveðja – Skúli
25.08.2009 at 23:24 #654974Ég held að Tómas hitti nokkuð vel með að það hjálpar ekki neinum að þessi leið sé þarna inni á Mapsource. Ég hef heyrt af þessari leið í gegnum tíðina og held reyndar að þarna í kringum 1950 hafi ekki einn heldur tveir leiðangrar farið þarna um. Annar á léttum bílum Willisar held ég það hafi verið allt saman og tók nokkuð skemmri tíma en hinn. Kann þó ekki nógu vel að segja frá þeim eða hvernig hinn leiðangurinn var skipaður. Á seinustu árum hafa menn eitthvað verið að fara þetta síðla hausts á pikkfrosnu en líklega augljóst öllum sem þekkja til svæðisins að þetta er ekki fær slóð að sumri, allavega miklar líkur á vandræðum og náttúruskemmdum ef mönnum dettur það í hug. Ef Mapsource væri eitthvað sem aðeins væri notað af þröngum hópi og þá vönum og reyndum fjallamönnum sem vita hvernig á að ferðast og hvar og hvernig eigi að forðast skemmdir á náttúru og vegslóðum, þá væri þetta ekkert vandamál. En Mapsource er selt á almennum markaði og notað af jafnt reyndum sem óreyndum ferðamönnum, íslenskum sem erlendum, og inn í slíkt gagnasafn á þessi slóð ekkert erindi. Skapar bæði hættu á skemmdum á náttúru og málstað frjálsrar ferðamennsku eins og dæmin sanna.
Kveðja – Skúli
23.08.2009 at 23:15 #654736Þetta er nákvæmlega hárrétt hjá Hlyni, ríkið er að fá skatttekjur af ferðaþjónustu og þó það væri ekki nema smá hlutfall af því sem færi í aðgerðir til að vernda náttúruna á átroðnum svæðum væri hægt að gera miklu betur en eitthvað glápgjald myndi skila. Það sem þarf að gera kostar ekki mikla peninga, ekki miðað við margt annað, allavega ekki ef það er gert á skynsamlegan hátt og sleppt klassískri sóun í framkvæmdum ríkisins.
Kv – Skúli
22.08.2009 at 10:31 #654938Á allavega einhverjum útgáfum af MapSource er merktur inn slóði um Arnarfellsmúla sunnan undur Múlajökli og inn að Arnarfelli. Þetta er eitthvað sem enginn keyrir að sumri sem eitthvað þekkir til, bæði vegna bleytu og af tillitsemi við náttúruna. En þegar þetta er merkt þarna inn er hættan augljós að einhver fari þetta vegna þekkingarskorts, sem virðist hafa gerst þarna. Ég er því sammála Kolbrúnu um að þetta ætti ekki að vera þarna inni. Hef hins vegar ekki lesið greinina og legg því ekki mat á annað sem þarna kemur fram.
Kv – Skúli
21.08.2009 at 23:05 #205945Hefur einhver farið á Eyjafjallajökul nýlega?
Kv – Skúli
20.08.2009 at 11:47 #654728Þegar þessi umræða hefur komið upp innan SAMÚT hafa umræðurnar verið á þann veg að sjálfsagt sé að rukka fyrir veitta þjónustu á ferðamannastöðum (aðgang að klósettum eða notkun á annarri aðstöðu, leiðsögn ef það er í boði o.þ.h.) en að það væri slæm þróun ef farið er að taka gjald fyrir það eitt að fá að horfa og skoða náttúruna.
Í Dimmuborgum hafa menn talið að það þurfi að vinna verulega í stígagerð og einhverju slíku til að koma í veg fyrir að allt troðist niður og náttúran skemmist. Til að fjármagna þetta hafa menn viljað rukka hvern gest. Ég er hins vegar alveg sammála Ofsa um þá hættu sem felst í fordæminu. Það gæti orðið skelfileg þróun sem færi í gang ef þetta verður að veruleika. Væri eðlilegra að þó ekki væri nema lítill hluti af þeim skatttekjum sem ríkið fær af ferðaþjónustu færi í aðgerðir til að koma í veg fyrir náttúruskemmdir af völdum átroðnings, s.s. að þetta sé tekið í gegnum skattana. Raunar ætti ríkið að eyrnamerkja ákveðna upphæð eða hlutfall í þetta og láta það renna í sjóð sem hægt væri að nota jafnt þar sem um er að ræða lönd í ríkiseign eða einkaaðilar (t.d. Kereigendur) geti sótt í.
Kv – Skúli
19.08.2009 at 20:32 #654556Held að það sé ekki sniðugt að endurbirta hér bréf sem höfundur hefur samþykkt að sé fjarlægt af öðrum vef. Birting þess án samþykkis höfundar er brot á höfundarréttarlögum, svo ekki sé talað um ef birtingin er hugsanlega gegn vilja höfundar og ekki viljum við fremja lögbrot á ábyrgð klúbbsins.
Ég hafði samband við Ólaf Áka í dag. Hann er búinn að fá mikil viðbrögð við bréfinu og skilst mér að það verði tekið til umfjöllunar af sveitarstjórn. Almannaréttur til umgengni um landið er nokkuð skýr í náttúruverndarlögum og vegurinn sem um var að ræða var á sínum tíma lagður fyrir almannafé. Þetta er því tilvalið prófmál.
Kv – Skúli
17.08.2009 at 22:49 #652952Ég keypti MSI Wind með 10 tommu skjá í Tölvulistanum [url:1o4rhqpl]http://www.tolvulistinn.is/vara/18872[/url:1o4rhqpl] og so far hefur hún verið gagnast vel, nett í bílnum en samt næganlega stór skjár til að þæginlegt sé að lesa á hann sjá örnefni í næst nágrenni og nægjanlega stórt lyklaborð til að geta t.d. skrifað texta eins og þennan án vandræða. Það leyfir hins vegar ekkert af því síðastnefnda þannig að ég get ímyndað mér að á minni vélum fari puttarnir að flækjast fyrir hver öðrum.
Kv – Skúli
13.08.2009 at 20:59 #653414Já Skapafell er merkt inn í Kortaatlas Eddu en ég man ekki eftir því á öðrum kortum. Nokkuð vel af sér vikið hjá þeim. Beggi er auðvitað ekki í vandræðum með að snara fram rökrænum skýringum á svona fallegu örnefni, en hvað þýðir þá orðatiltækið “skeytir á sköpum”. Kannski ekkert vit í að fara nánar út í þessa sálma, gæti bara misskilist!
Hvað dettur mönnum annars í hug þegar þeir horfa á Tvífell sem er þarna rétt norðan við Skapafell? Skoðið það á korti, en ég er ekkert sérstaklega að fara fram á svar hér. Gæti verið samhengi þarna í nafgiftum fjalla?
Kv – Skúli
P.s. Elvar afsakaðu þráðastuldinn hjá okkur Jóni, en líklega kemur það ekki að sök þar sem þú hefur fengið svar við spurningu þinni.
12.08.2009 at 22:29 #653408Afhverju ekki frekar Krók[b:23y23vry]a[/b:23y23vry]kvísl, fjallið þarna milli kvíslanna heitir Krókafell (eða er það kannski kortavilla???)
En annars vildi ég bæta því við svarið við upphafsspurningunni að hvað sem þú gerir þá er allavega ekki vit í að fara þarna einbíla og vöðlur og góður stafur eða vaðprik geta reynst mikilvægur farangur. Hættan þarna er sú að ef þú ferð af stað og ert kominn yfir Blöndu og kemur svo að erfiðri hindrun eða líst ekki á einhverja kvíslina er ekki víst að Blanda sé ennþa fær til baka, ef það er orðið áliðið dags. Þá getur að vísu verið B-plan að fara niður hjá Skiptabakkaskála.
Kv – Skúli
12.08.2009 at 21:45 #653404Eftir að hafa fengið ákúrur miklar frá Ofsanum verð ég gera hér leiðréttingu og jafnframt biðja Skagfirðinga alla afsökunar, eða alla þá sem er annt um að halda upprunalegum örnefnum. Það sem ég kalla hér Skálakvísl vill Jón Ofsi kalla Austari-Krókskvísl og hefur það eftir ekki ómerkari manni en Pálma Hannessyni. Skálakvíslarnafnið er eins og nærri má geta tilkomið eftir að Ingólfsskáli er byggður. Ég efa ekki að þetta sé rétt hjá þeim félögum Pálma og Ofsa.
Kv – Skúli
12.08.2009 at 20:54 #653402Fórum þarna fyrir nokkrum árum á tveimur 38 tommu bílum í ágústbyrjun. Vaðið yfir Blöndu var sennilega eitthvað á annan meter á dýpt en komumst þó yfir án vandræða:
[img:3dzhwmfr]http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_24.jpg[/img:3dzhwmfr]
Strangakvísl og aðrar kvíslar þarna á leiðinni voru ekki til mikilla vandræða en þurfti þó að gæta vel að sandbleytu sem leyndist þarna víða. Sést t.d. vel fremst á þessari mynd:
[img:3dzhwmfr]http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_26.jpg[/img:3dzhwmfr]
Svo þegar við komum að Skálakvíslinni svokölluðu við Ingólfsskála (aðalupptakakvísl Jökulsár Vestari) var hún heldur ófrýnileg, straumþung og vatnsmikil. Samferðamaður minni ákvað þó að reyna við hana sem endaði með því að hann flaut upp og skondraði þarna niður ánna eina 100 metra. Því miður hafði enginn hugsun á að taka myndir af þeim ósköpum (kannski skiljanlega) en hér er hann rétt að byrja að fara af stað:
[img:3dzhwmfr]http://www.mountainfriends.com/images/sum04/sum04_28.jpg[/img:3dzhwmfr]
Ég held að þetta sé eitthvað sem megi alveg búast við þarna á þessum árstíma. Rétt þó að geta þess að það var greinileg hveralykt af Skálakvíslinni og kunnugir hafa sagt mér að það sé eitthvað sem gerist þarna og þá verður extra mikið í og áin ófær með öllu.
Kv – Skúli
07.08.2009 at 21:12 #653534Mér er spurn, hvernig skilgreina menn hér að vera fastur??? Ég sé ekki fastan bíl í þessu myndbandi.
Kv. – Skúli
25.07.2009 at 23:23 #652368Ekki nema von að gamli maðurinn hafi ekki kannast við nafnið á fossinum, enda nokkuð óformleg nafngift á honum og örugglega ekki svo mjög gamalt. Þetta e hins vegar alltof fallegur foss til að vit sé í því að tala alltaf um hann sem nafnlausa fossinn og heldur þykir mér langt gengið þegar það er skrifað með stórum staf, s.s. Nafnlausi fossinn, rétt eins og hann heiti þessu ónefni. Rúdolf er kannski ekki heldur dæmigert nafn á náttúrufyrirbæri, ætti kannski frekar að vera Rúdolfsfoss. Það á allavega vel við að minning Rúdolfs Stolzenwalds sé heiðruð með því að kenna við hann foss á þessum stað.
Kv – Skúli
17.07.2009 at 09:31 #651832Þetta er búið að fjalla nokkuð mikið um þetta hérna á vefnum og tækninefndin búin að skoða málið og afla upplýsinga og niðurstaðan úr þeirri athugun var að það eru sérreglur um þessi mál í hverju aðildarríki ESB en ekki samræmdar reglur. Hugsanleg innganga breytir því engu hvað þetta varðar. Það er því draugasaga en vissulega nokkuð útbreidd að innganga í ESB þýði endalok jeppabreytinga.
Kv – Skúli
13.07.2009 at 20:50 #651420Þó svo mikið hafi verið í ánnum fyrir viku síðan segir það ekkert um ástandið núna, ekki einu sinni þó það hefði verið mikið í ánnum í gær. Jökulár breytast hratt. Síðasta sem ég heyði var að það væri lítið í ám og meðan ekki dettur í hevy úrkomu ætti það ekki að breytast neitt stórkostlega.
Kv – Skúli
16.06.2009 at 10:04 #649646Benni, þú ert raunar að tala um eitthvað alvöru jöklatjald og þá getur verið tryggara að beina sjónum að góðum merkjum sem eru vel reynd í allavega veðrum. North Face hefur þótt standa sig ágætlega í þessu sem dæmi og svo hugsa ég að vel megi treysta 4-season tjöldum frá Marmont og Hellsport sem Fjallakofinn er að selja. Þarf auðvitað að vera sæmilega sterkur dúkur í því og súlur sem þola að leggjast undan vindi og svo góðar snjóskarir á yfirtjaldinu.
Ef þú ferð í útivistarverslanir hér er stundum hægt að fá góðar upplýsingar hjá starfsmönnum, allavega þeim verslunum sem ennþá eru með starfsfólk sem hefur vit á hlutunum. T.d. hægt að ganga þokkalega að því hjá Dóra og Brandi í Fjallakofanum.
Kv – Skúli
10.06.2009 at 16:50 #648794Ég nota XP og Explorer 6.0. Er reyndar líka með Firefox sett upp hjá mér og prófaði að fara inn á honum og #bling#, þá fer þetta að virka. En eins og Valur segir er auðvitað æskilegt að vefurinn virki í öllum vöfrurum. Þangað til sætti ég mig við að opna Firefoxinn þegar ég skoða f4x4.
Kv – Skúli
10.06.2009 at 13:51 #648788Eru fleiri en ég sem sjá bara fyrstu línuna í hverjum pósti?
04.06.2009 at 23:36 #648408Hárrétt hjá Ofsa að breytingamálin og ferðafrelsið er sitthvort. Hefur einhver upplýsingar um það hvort náttúruverndarlög séu samræmd milli ESB landa? Einhvern vegin er ég ekki að sjá það fyrir mér að reglugerðir um akstur í óbyggðum séu yfir höfuð til í öðrum Evrópulöndum, nema auðvitað í Norge sem er náttúrulega ekki í ESB. En það er auðvitað rétt að kanna þetta. Náttúruverndarlög gegna reyndar ekki aðeins þeim tilgangi að vernda náttúru heldur fela þau í sér reglur um almannarétt, eða möo umgengisréttrétt almennings um land. Það þyrfti líka að kanna það hvort slíkar reglur séu samræmdar og ef svo er með hvaða hætti þær eru. Líklegt að sá þáttur sé svipaður og hér en reglur um akstur á snjó eða óbyggðum tæplega mjög umfangsmiklar.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies