Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.10.2006 at 21:47 #565484
Ég tek undir það að skrif þurfi að vera málefnaleg.
Hins vega þykir mér þessi vörn sýlumanns vera veik, hann er bara að nota þekkta aðferð þeirra sem hafa veikan málstað að verja til að beina athyglinni frá því sem þeir vilja ekki ræða.
Ég furða mig í sjálfu sér ekki á því að maðurinn fái ófáguð skeyti, skiljanlegt að menn missi stjórn á skapi sínu yfir svona aðförum. Þó er betra (til að andstæðingar okkar geti ekki reynt að gera sig að píslavottum eins og í umræddu tilviki) að reyna að hemja sig og lesa allt 3 áður en ýtt er á send og anda 10 sinnum á milli.
Fyrst farið er að ræða þetta á innanfélags spjalli:
Kom fram á umræddum fundi hvort sýslumannsembættinu virðulega sé kunnugt um að um tveim mánuðum eftir að hann kærði strákana óku ca 3 landsþekktir einskalingar á nær sama staða og ca jafnmikið utanvega og strákarnir?
Ef svo er, kom fram á umræddum fundi hvort hann ætlar að rannska málið og kæra þessa menn til að halda trúverðuleika sínum ?
(ég tek það fram að þessi umræddu menn gerðu ekkert rangt að mínu mati, þetta undstrikar bara ofstæki sumra gegn tilteknu fólki)
Snorri
27.10.2006 at 21:39 #559666Sítónn og fleiri tónar sem hægt er að senda út eru stundum notaðir til að vekja ákveðna hegðun í viðtækjum eða endurvörpum. Ef endurvarpi er þannig forritaður að hann bregiðst við einhverjum slíkum tónum þá gerir hann það. Tæknilega séð er þessi möguleiki því fyrir hendi.
Þess vegna er mikilvægt að fá skýringar þeirra sem þekkja til þessa tiltekna tilviks með endurvarpann til að kryfja málið til fulls.
Snorri
TF3IK
26.10.2006 at 16:54 #559646Ég tel útilokað að hægt sé að skemma endurvarpa með sendistyrk einum saman. Einu dæmin sem ég þekki um slíkt er í gömlu SSb stöðvunum sem sendu á 100W, Ef bílar stóðu þétt hlip við hlið, ca 2 metrar á milli loftneta og sent var frá öðrum, þá gat það brennt öryggi í stöðinni hjá hinum.
Hins vegar er ekki hægt að útiloka tæknilega að sítónn geti valdið gangsetningu á einhverju í endurvarpa sem skemmir hann að lokum, fróðlegt væri að fá nánari útlistingu á þessu.
Amatörstöðvar í höndunum á þeim sem ekki kann með þær að fara geta valdið miklum usla. Ég hvet alla sem hafa slíkar stöðvar undir höndum að læra allavega vel á þær. Amatörstövðar eru með fullt af tökkum og fídusum sem betra er að kunna á.
Amatörstövar á VHF eru eins og EIK bendir réttilega á, ekki endilega heppilegar fyrir okkur í f4x4. Ég er með bæði klassíska Yaesu 4×4 stöð frá Sigga Harðar og líka ICOM IC-7000 rosaflotta amatörstöð. Yaesu stöðin er miklu betri á 4×4 tíðnunum. Í sumar var hending ef ég gat ræst endurvarpa með IC-7000 stöðinni en gat það yfirleitt með Yaseu 4×4 stöðinni.
Annars hvet ég alla tæknisinnaða að fara á IRA námskeið næst þegar þau verða. Þetta eru ekki nema 14 skemmtileg kvöld og tvö próf.
Snorri
R16 og TF3IK
26.10.2006 at 16:32 #564654Benni, ég veit ekki betur en að það sé SSB stöð í Setrinu. Ég held að Bílabúð Benna hafi gefið f4x4 stöðina á sínum tíma. Nú er bara að prófa hana næst þegar einhver fer í Setrið. Þar sem fáir eru í loftinu á SSB væri ráð að tilkynna á netinu þegar prófað verður til að þeir sem hafi SSB í sínum bílum geti verið haft stöðina opna og tekið þátt í að prófa.
Ég er sammála því að anda aðeins núna og rjúka ekki í neitt sem kostar fjarmuni að ráði. Nota tímann vel til að fylgjast með og prófa það sem við höfum, bæði VHF eftir að nýjustu endurvarpar komu inn og SSB hjá þeim sem eiga slíkan búnað.
Ég sakna þess að geta ekki prentað út kort af nýjustu VHF endurvörpum af vef f4x4. Kortið á rsh.is er tveggja ára gamalt og því lítil not af því.
Snorri.
25.10.2006 at 18:17 #564836Eico við Skútuvog er með fibertoppa á SSB loftnet og ýmislegt fleira sem hentar okkur í loftnet og tengi. Ævar í Eico er líka gamalreyndur jeppamaður sem skilur þarfir okkar.
[url=http://eico.is:egvjcrf9][b:egvjcrf9]sjá hér[/b:egvjcrf9][/url:egvjcrf9]
Snorri
25.10.2006 at 18:10 #564628Mér finnt þeir EIK og Ólsarinn heldur neikvæðir í garð Tetra. Kerfið er alveg frábært fyrir löggæslu og björgun og fær vonandi mikla útbreiðslu á meðal björgunarsveitanna. Það býður uppá bæði opin og lokuð fjarskipti, en við löggæslu og björgun getur verið þörf á hvoru um sig.
VHF kerfið er opið þannig að allir geta hlustað á samskiptin. Slíkt getur verið erfitt í vissum tilvikum. Farsímakerfi bjóða uppá lokuð samskipti en hafa þann galla að aðrir geta ekki fylgst með, sem getur oft verið verið bagalegt í aðgerðum. Tetra brúar allt sviðið.
Þessir eiginleikar skipta okkur ferðamenn minna en ég tel rétt að skoða Tetra eins og aðra möguleika áfram. Það eina sem liggur fyrir um Tetra er að það verður ekki landsdekkandi eins og við hefðum viljað en ekkert liggur fyrir um að það sé/verði verra en aðrar farsímalausnir. Ef Tetra verður sambærilegt öðrum farsímalaunsum líst mér vel á þða sem arftaka NMT. Samt sem áður eigum við eftir að leysa "landsdekkandi" fjarskiptin, þar þrengist hringurinn og innan hans eru HF, Iridum, Globalstar og etv VHF.
Snorri
R16 og TF3IK
24.10.2006 at 21:36 #564620Sá sem á mikið dót sem virkar,
hann rokkar……..
24.10.2006 at 20:16 #564614Eik bendir réttilega á: "Gamla góða Gufunes bílarásin 2790 kHz er á miðbylgu (MF), ekki stuttbylgu (HF). Mörkin eru við 3 MHz (100 m)."
Strangt tiltekið á að tala um miðbylgju fyrir neðan 3 Mhz en ég bendi á að allur búnaður fyrir Radíóamatöra sem vinnur á tíðnisviðinu frá ca 1,6 Mhz til 30 Mhz er almennt nefndur HF búnaður þó að HF tíðnibandið sé strangt tiltekið á bilinu 3 – 30 Mhz eða með ca 10 til 100 m bylgjulengd.
Ég ætla því til einföldunar að tala og skrifa um HF áfram þegar ég ræði um fjarskipti á tíðnisviðinu 1,6 – 30 Mhz.
Snorri
TF3IK
24.10.2006 at 20:04 #564612Klakinn lýsir vandamalum í Tetra.
Höfum í huga að Tetra er staðall en ekki búnaður, eins og ég hef bent á áður.
Mér skilst að sá búnaður sem notaður hefur verið hér hefur ekki reynst vel og til stendur að endurnýja hann að hluta eða öllu leyti.
Reynsla af þeim búnaði sem notaður hefur hefur verið hingað til gefur því ekki rétta mynd af því hvernig Tetra kerfið mun vinna í framtíðinni eftir að grunnbúnaður kerfisins hefur verið endurnýjaður.
Ég hef trú á því að Tetra kerfið muni reynast mjög vel eftir að fyrirhugaðri uppbyggingu og endurnýjun er lokið. Það er á þeim svæðum sem kerfið mun ná til.
Snorri.
24.10.2006 at 00:15 #564588Talgæðin eru betri í VHF heldur en SSB. Það byggir á því að VHF er með tíðnimótun (FM) en SSB er afbrigði af ´"amplitude" mótun (AM). Prófið að hlusta á FM útvarp og bera saman við gömlu langbylgjuna. Þetta með talgæðin segir hins vegar ekki alla söguna.
Ég sé fyrir mér að VHF kerfið verði notað áfram samhliða HF. Líklega verði dregið úr uppsetningu og rekstri endurvarpa. Einn munur á VHF og HF er að VHF fjarskipti á um 150 Mhz eru mun sjónlínuháðari en SSB á 2,79 Mhz og þar af leiðandi verða alltaf skuggasvæði. HF er ekki með þann galla. Notkun á VHF er hins vegar þægilegri t.d. vegna betri talgæða og minna suðs. Ath bygljulegndin á VFH kerfum er um 2 metrar en á SSB er hún eitthvað nálægt 110 metrum.
Framundan er að prófa betur HF og kanna ýmsa þætti varðandi vöktun og þá verður hægt að bera Þetta betur saman. Við höfum enn góðan tíma áður en NMT verður lokað og legg til að hann verði notaður vel til að kanna þessi mál betur, meðal annars með prófunum á HF. Nokkrum spurningum er enn ósvarað um praktísk atriði.
Ég hvet alla sem eiga gamlar SSB stöðvar að taka þær í notkun á ný. Á meðan svo fáir eru enn með SSB má hafa samband hér á síðunni og láta vita þegar ferð er fyrirhuguð. Hægt er að ákveða ákveðna tíma til að prófa og kallast á við þá sem eru í byggð. Þannig náum við fram ákveðnni reynslu í því hversu notadrjúgt þetta er í raun og margir sem ekki hafa notað HF kynnast því.
Síðan mætti kanna með að setja upp eina internettengda stöð til prufu, það kostar ekki mikið, aðallega vinnu.
Snorri
R16 og
TF3IK
22.10.2006 at 23:23 #564572Aðeins 2 kerfi eru og verða landsdekkandi.
Iridium – ofsadýrt en að mörgu leyti lipurt.
SSB (HF) – ofalega ódýrt í rekstri en að mörgu leyti stirt í notkun. Örugga hlustun vantar.Allt annað verður að mínu mati málamiðlun með takmarkaða útbreiðslu (ekki landsdekkandi) og skuggsvæði. Líka VHF þrátt fyrir metnaðarfulla uppbyggingu.
Önnur kerfi verða þægilegri en alls ekki landsdekkandi (TETRA, CDMA-450).
Besta blanda nú af landsdekkandi og þægilegu er: VHF, NMT, IRIDIUM
Landsdekkandi fjarskiptaframtíð með bestu þægindum þar sem þau nást liggur í einhverju af eftirfarandi (ath ekki tæmandi).
VHF, IRIDIUM, TETRA
VHF, IRIDIUM, CDMA450
VHF, HF, TETRA
VHF, HF, CDMA450Ég legg til að áhugasamir prófi HF (SSB) í vetur eftir föngum. Þeir sem eiga svona stöð inn í skúr (af því enginn heyrir í þeim) skelli henni í notkun aftur. Jafnvel að áhugasamir setji upp eina internettengda stöð til prufu ef fjármagn eða spons fæst. Skoðum svo heildardæmið að prófunum loknum og þegar allt með önnur kerfi liggur fyrir.
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
P.S. Ég er búinn að redda mér landsdekkandi í bili með IRIDIUM sem kostar heilar 30.000 á ári (á við hálfa bílatryggingu) og ég get varla beðið með að losna undan en geri það ekki fyrr en önnur landsdekkandi lausn er komin með öruggri hlustun.
22.10.2006 at 21:19 #564562Við umfjöllun á Tetra þarf að hafa í huga að Tetra er ekki einhver tiltekinn búnaður heldur staðall sem gerður var sérstaklega fyrir lögreglu og björgunaraðila.
Margir aðilar framleiða búnað sem vinnur samkvæmt Tetra staðli. Mér skilst að sá búnaður sem notaður er í Tetra kerfinu hér á landi sé ekki mjög góður og til standi að endurnýja hann allan.
Vandamál með þennan búnað hafi valdið því að margir hafa úthrópað Tetra sem eitthvað lélegt en það sé byggt á misskilningi.
Verð á svona búnaði hefur lækkað og jafnframt hefur stærðin á sendunum minnkað mikið á undanförnum árum. Endurnýjun grunnbúnaðarins í Tetrakerfinu hér er því mjög til góða.
Að mínu mati er Tetra kerfið alveg frábært fyrir löggæslu- og björgunaraðila og gott mál fyrir þá að kerfið verði byggt upp áfram.
Einnig er gott mál að almenningi verði boðinn aðgangur að kerfinu.
Hins vegar er stóri vandinn sá að þetta kerfi verður ekki landsdekkandi og því ekki endanleg lausn fyrir okkur. Það verður að mínu mati í besta falli nothæft til að taka við af NMT, þó ekki með sömu útbreiðslu og það (NMT er ekki heldur landsdekkandi og hefur aldrei verið).
Ef Tetra verður með sömu útbreiðslu og CDMA450 kerfi símans, geri ég ráð fyrir að velja Tetra frekar.
Einn kostur við Tetra er að bílstöðvarnar má nota eins og venjulegar talstöðvar á milli bíla. Ég hef heyrt því haldið fram að það verði þó mun skammdrægara en t.d. VHF samskipti. Fróðlegt væri að frétta meira um þetta atriði.
Ég sé Tetra ekki leysa VHF af hólmi, ég tel að við munum allir verða með VHF áfram. Þeir sem hafa þokkalegan dótastuðul verða líka með NMT, CDMA450, TETRA, Iridium, SSB (HF) og CB ;
Annars er mikið að gerast og mikilvægt fyrir okkur að fylgjast vel með og draga fram allar tæknilegar staðreyndir án fordóma. Velja svo.
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
22.10.2006 at 20:15 #564820Hægt er að finna ótal framleiðendur að "SSB" eða HF loftnetnum á netinu. Hins vegar vandast málið þegar kemur að því að velja úr allri flórunni og ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.
Siggi Harðar þróaði mjög góð loftnet sem voru sérsmíðuð hér á landi. Þau eru sterk og henta vel á jeppana, helsti gallinn er stærðin á þeim. Þau henta líka best þeim sem eru eingöngu eða aðallega á einni tíðni eða á mjög þröngu tíðnisviði, t.d. bara á 2790.
Veit einhver hvar hægt er að nálgast efni í þessi loftnet?
Í sjálfu sér er einfalt að láta smíða þetta allt á rennsiverkstæði eftir eldri lofnetum en það er bara dýrt fyrir eitt stk.
Ef SSB er að ryðja sér til rúms á ný, þá ætti nú einhver að setja sig í startholurnar með raðsmíði, þ.e. ef enginn gefur sig fram með þetta tilbúið !
Á þessum tíðnum er stærra=betra þangað til loftnetin eru orðin allt að 30 metra há (kvartbylgja). Hisn vegar er spurning hvort hægt sé að komast af með minni loftnet, áhugavert væri að gera prófanir á því.
Hægt er að fá svokölluð "screwdriver" loftnet sem stilla sig sjálf á þá tíðni sem notðuð er hverju sinni. Dæmi um nett loftnet frá Ástralíu er hér:
[url=http://www.moonraker.com.au/:1au9klsn][b:1au9klsn]Moonraker[/b:1au9klsn][/url:1au9klsn]Veljið "antennas" (í menu til vinstri) , svo "land" (fyrir miðju) þá "hf mobile antenna system". Skoðið þar "AT230 Auto Tune System".
Spurning er bara hvernig þetta virkar hér í kuldanum og bleytunni.
Snorri.
R16 og TF3IK
P.S. nafnið screwdriver festist við þessag erð loftneta vegna þess að fyrsti radíóamatörinn sem prófaði þessa gerð notaði mótor úr rafmagnsskrúfjárni til að skeyra spólur fram og aftur til að stilla loftnetið eftir tíðninni sem noturð er hverju sinni.
15.10.2006 at 13:45 #563350Dollar hefur hækkað um ca 7% á þessu tímabili. Mánaðargjaldið ætti skv því að vera 2.062 en var hækkað í 2.400 í febrúar/mars á þessu ári, aðeins 5 mánuðum eftir að umrædd verð voru gefin út í águst/sept 2005. Fróðlegt væri að fá skýringar hér á þessari hækkun, sérstaklega fyrir okkur sem fjarfestum í Iridium síma á grundvelli tilboðs sem sölumenn Símans sendu okkur og er samhljóða því sem Stóri birti hér af ofan.
Ég er búinn að reyna að krefjast skýringa og að fá leiðréttingu á þessu en ætla ekki að þreyta menn hér með þeirri ljótu sögu nú.
Snorri Ingimarsson
15.10.2006 at 13:38 #563522Þörf umræða.
Ég sé ekki hvernig menn ætla að réttlæta hálendisveg yfir Kjöl til að stytta leiðina til Akureyrar. Þegar búið verður að sníða af óþarfa útútdúra eins og Blönduós og etv fleira, þá er "sparnaður" af Kjalvegi held ég aðeins um 35 Km á leiðinni milli Rvk og Akureyrar! Mun betra væri þá að laga hringveginn fyrir þá fjármuni sem færu í hálendisveg.
Ég er hlynntur bættu aðgengi að hálendinu en alfarið á móti því að gerður verði vegur yfir það og að t.d.Kjölur verði ferjuleið á milli landshluta. Ég sé mikinn mun á þessu tvennu.
Til bóta er að fá frostfrían veg með bundnu slitlagi yfir Kjöl, sérstaklega eftir að snjóa fór að minnka á vetrum. Hins vegar er hægt að hanna slíkan veg þannig að ekki sé álitlegt að fara með þungafluntinga um hann og að betra sé að fara hringveginn.
Bætt aðgegni að hálendinu kom fyrst og fremst með brúargerð sem löngu er lokið. Ímyndið ykkur hvernig var að fara norður Kjöl áður en brú kom á Hvítá og Sandá (sem oft var illær í vatnavöxtum).
Næsta stig er nú að renna upp með frostfríum vegum. Vonandi berum við gæfu til að gera þá þannig úr garði að þeir bæti aðgengið að hálendinu en verði ekki hraðbraut yfir það.
Snorri Ingimarsson
14.10.2006 at 18:04 #563346Renndi yfir þetta á hundavaði, þetta er fróðleg lesning, amk fyrir þá sem vissu lítið um kerfið fyrir.
Gagnaflutningsmöguleikar kerfisins eru spennandi og ættu að gefa mikla möguleika við sendingu neyðarkalls eða ferlivöktun.
Ef upplýsingar um mikla útbreiðslu eru réttar, þá má vænta góðs notendabúnaðar á góðu verði.
Ekkert kemur þó fram trúverðugt um langdrægni yfir 50 km. Grafið sem sýnir allt að 120 "extended" drægni er ekki skýrt frekar í texta en tafla um flatarmál per sendi bendir til um 50 km drægni (ef ég hef reiknað rétt í flýtinum) .
50 km drægni þýðir að það er einfaldlega of dýrt að mínu mati að setja upp slíkt kerfi landsdekkandi og verður ekki gert. 120 km drægni gefur möguleika á slíku, ef það reynist tæknilega mögulegt (sem ég efa þrátt fyrir myndina í skjalinu). Gott væri þó fyrir okkur ef það tekst.
Svo er þessi tíðni alltaf mjög háð sjónlínu sem þýðir að skuggasvæði verða mörg nema sérstaklega sé gert ráð fyrir að ná þeim líka með aukasendum.
Nú verður mjög fróðlegt að fá þá sem standa að baki þessu á fund til okkar og kryfja málið með langdrægnina betur, það er að mínu mati stóra vandamálið í þessu.
Tetra kerfi margumrædda væri alveg frábært og reyndar að mínu mati langbesta kerfið fyrir okkur, ef hægt væri að leysa þetta margumrædda langdrægni- og skuggavandamál þar. Þar hefur reyndar líka verið rætt um "extended coverage" og fróðlegt væri ef einhver gæti frætt okkur um það.
Um Tetrakerfið gildir þar alveg sama eðlisfræðin og um CDMA450.
Að lokum vil ég vara menn við því að trúa fullyrðingum sölumanna um að búið sé að "finna upp" tækni sem brýtur viðtekin eðlisfræðilögmál. Nýlegt dæmi er þegar Lina.net ætlaði að flyta háhraða Internt um raflínur. Eðilsfræðingar og verkfræðingar létu í ljós efasemdir en Lína.net blés á þær raddir. Hvar er Raflínan frá Lina.net nú? Allavega fer lítið fyrir þeim.
Snorri Ingimarsson
R16
14.10.2006 at 17:30 #563340Stóri, getur þú frætt okkur um það hvar þú fékkst þessa verðskrá fyrir Iridium.
Ég fékk sömu verðskrá senda frá símanum í sept 05. Þar lofuðu þeir kr 1.930 á mánuði og tengingu við dollar eins og fram kemur í textanum. Á grundvelli hennar fjárfesti ég í iridium síma.
Í mars á þessu ári var mánaðargjaldið komið í kr 2.400, eða hækkun um 24% á meðan dollar hækkaði um 14%. Síðan hefur dollar styrkst talsvert. Enn kostar iridium þó 2.400 á mánuði og þeir þverneita að standa við dollaraviðmiðið.
Snorri.
14.10.2006 at 08:48 #563332Gott er að nú sé farið að birta tæknilegar upplýsingar um það sem verður í boði í staðinn fyrir NMT.
Hvaða kosti þarf slíkt kerfi að hafa til að nýtast okkur, bæði til notkunar og sem öryggistæki?
1. Það þarf að dekka ALLT landið, líka ofan í lægðum (þ.e. vera óháð sjónlínu)
2. Kostnaður má helst ekki vera mikið hærri en í NMT, allavega mega mánaðargjöldin ekki vera há.
3. Notendabúnaður má ekki vera of dýr og hann þarf að fást bæði sem bíltæki og handtæki.Því miður sýnist mér engar tæknilegar forsendur til að þau kerfi sem nefnd hafa verið nái að uppfylla lið 1. Þau munu hafnvel verða með mun minni útbreiðslu en NMT sem þó er alls ekki næg til að geta talist landsdekkandi öryggistæki. Út frá þessu sýnist mér að upp verði sett kerfi sem hefur mun minni útbreiðslu en NMT, með miklu dýrari notendabúnaði, mun hærri mánaðargjöldum og mun hærri mínútugjöldum. Viðkomandi símafyrirtæki munu vaflaust velta mikið fyrir sér hvernig eigi að hámarka tekjur af þessu kerfi. Helsti keppinauturinn verður IRIDIUM. Þar kostar síminn 150.000, mánuðurinn 2.400 og mínútan næstum 100 kr. Líklega mun arftaki NMT verða aðeins ódýrari en þetta en ekki mikið.
Ég tek undir þá hugmynd að fá fulltrúa þeirra sem best þekkja þessi kerfi til að kynna þau á mánudagsfundi. Önnur hugmynd er að fá fjarskiptanefndina til að skoða þetta (vel og með gagnrýnum augum m.t.t. okkar hagsmuna) og kynna okkur hinum á mánudagsfundi hvers þeir urðu vísari.
Þarna er á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir okkur og jafnvel líklegt að við hjá f4x4 gefum haft einhver áhrif ef við látum heyrast frá okkur hverjar séu okkar þarfir og vilji í þessum málum.
Reyndar er mín skoðun alveg skýr. Ég tel raunhæft að endurreisa gömlu Gufuna (HF), jafnvel að við í F4x4 gerum þetta sjálfir og verðum óháð símafyrirtækjum um öryggi okkar á fjöllum. Þar með verði komið upp landsdekkandi öryggisfjarskiptum fyrir hóflegt verð og ekkert mánaðargjald. Í það minnsta legg ég til að f4x4 skoði þetta í fullri alvöru.
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
09.10.2006 at 09:37 #529366Úlfr er með hugmynd sem lýsir einum af fjölmörgum notkunarmöguleikum á HF (SSB). Sjálfvirk staðsetningarskráning á vefnum er annar möguleiki, (eða hvað, verður það kannski notað gegn okkur?).
Fyrsta skrefið í HF væðingu tel ég vera að allir þeir sem hafa tekið Yaesu og Seiki stöðvarnar út notkun vegna þess að vöktun í Gufunesi var hætt, gramsi í geymslunni og komið þeim í gagnið aftur.
Þá fer að finnast líf á SSB (2790). Svo má kanna betur tæknieglan og lagalegan grundvöll fyrir þeim hugmyndum sem varpað hefur verið fram og finna bestu leið til að koma upp vöktun.
Gamla Gufan var vöktuð í Gufunesinu og samskiptin fóru fram með fjarstýrðum sendum sem voru víða um land. Væntanlega með ærnum línukostnaði sem verður nær enginn nú með Internetinu.
Ég heyrði þá skýringu á því að vöktun hafi verið hætt í Gufunesi að menn vildu beina ferðamönnum inn á nota NMT til að fjölga áskrifendum þar. Fróðlegt væri að frétta betur af þessu. Ef Þetta er rétt, þá hefur öryggi ferðamanna ekki verið haft þar að leiðarljósi (ca 10 árum fyrir einkavæðingu Símans!).
Ég tel að víða um heim séu ferðamenn að nota SSB mótun á HF tíðnum, mér dettur fyst í hug Ástralir. Ef einhverjir hafa sambönd til að fiska hvað aðrir gera, þá væri fróðlegt að heyra.
Í öllu falli verðum við að grafa þetta upp sjálfir hér í f4x4. Það gefur auga leið að þar sem svona kerfi gefur ekki möguleika á innheimtu mánaðargjalda og mínutgjalda, þá munu símafyrirtækin ekki hafa áhuga á að halda þessum möguleikum á lofti.
Snorri Ingimarsson
R16
09.10.2006 at 09:20 #562734Ég er hlynntur því að við nýtum landið okkar eftir því sem hagkvæmt er og eðlilegt. Er því virkjanasinni í vissri merkingu. Ég tel hins vegar að ekki hafi alltaf verið tekinn alveg réttur póll í hæðina hingað til við mat á hvað sé "eðlilegt", í það minnsta í umræðunni. Því vil ég breyta.
Ég vil gefa náttúrunni aukið vægi við mat á næstu skrefum í virkjunum. Og fá fram upplýstari ákvarðanir þannig að þjóðin geti lagt mat sitt á raunverulega fórnir og hvað fæst í staðinn. Hingað til hefur umræðan einkennst af einhversskonar áróðursstyrjöld þar sem öfgasjónamiðum hefur verið haldið á lofti á bóða bóga. Annað hvort sé fórnin öll eða engin. Báðir hafa þar rangt fyrir sér.
Ég hef leitað eftir því að finna línuna þarna á milli, m.a. með því að skoða sjálfur eftir föngum virkjanframkvæmdir og land sem er/verður fórnað.
Mér hefur líka fundist að náttúruverndarsinnar tengi sig um of við vinstri flokkana, sbr Vinstri grænir. "Grænir" finnast örugglega í öllum flokkum og ég tel að það muni koma mjög fram í kosningabaráttunni í vetur og verða stjórnvöldum leiðarljós í framtíðinni um hvað leggja beri til grundvallar við ákvarðanir um framkvæmdir sem hafa áhrif á nátturuna, hvort sem þau telji sig til vinstri eða hægri.
Snorri Ingimarsson
R16
-
AuthorReplies