Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.12.2006 at 00:05 #570988
Hér eru ágætis umræður um málið https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ingar/7520
Það eru nokkrar ástæður fyrir dýrleika Land Rover Defender.
M.a. sú að mikið af vinnu við samsetingu og annað fer fram í höndunum. Og það er dýrt ásamt því að hamla afköstum. Sem leiðir það af sér að verksmiðjurnar hafa ekki undan. T.d. var síðast er ég frétti rúmlega 6-8 mánaða bið eftir nýjum bíl í umboðinu. Þannig að þó dýr þá fá víst færri en vilja.
M.a. er 110 bíllinn viðurkenndur sem minivan í london þar sem hann tekur 9 manns, sem gefur honum víst einhver mengunarvarnarleg forréttindi. Sem aftu þýðir að Upparnir í UK hafa verið að kaupa þá í stórum stíl, þar sem sportbílar þeirra hafa ekki sama forgang.
Enda eru verksmiðjurnar búnar að reyna lengi að breyta bílnum og gera "nútímalegri" og ganga svolítið í áttina með 2007 módelinu sem væntanlegt er næsta vor hef ég heyrt. Þá m.a. með nýja FORD vél og aðrar misvinsælar nýjungar.Málið er að markaðurinn þar sem Defender er og hefur verið hvað sterkastur Ástralía/Afríka og aðrir álíka afskekktir útnárar. Vilja hafa bílin einfaldan áfram þannig að einfalt sé að gera við hann ekki síst þar sem langt er til siðmenningar oft á tíðum. Og tölvutengjanlegir verkstæðistölvunördar ekki beint á hverju strái.
Hérlendis virðast menn hanga lengi á sínum bílum og skipta þeim ekki gjarnan út, enda lítið framboð af þeim notuðum að því er virðist. Ein ástæða þess er sú að þetta eru einstaklega umhverfisvænir bilar þ.e. þeir eru með all "replaceable" og því sem skipt er út. Má fá varahliti á tiltölulega lágu verði ekki síst þegar miðað er við aðra jeppategundir, ég tala nú ekki um að það sé hægt að fá það yfir höfuð.
Að auki er ódýrara að breyta þessum bilum sökum þess hve einfaldir þeir eru. Og tiltölulega ódýrt að gera við, einfaldlega vegna þess hve einfaldir þeir eru.Hönnunin er "tímalaus" þannig að 10 ára gamall bill lítur ekki út eins og 10 ára gamall bíll. þannig að ekki þurfa menn að eltast við að fá sér þennan með nýja laginu á 3-4 ára fresti.
Sumir vilja meina að 70% allra Land Rover bíla sem framleiddir hafa verið séu enn í notkun, af hverju skyldi það nú vera. hlýtur að vera einhver góð ástæða.
En svo má ekki gleyma lykilatriðinu að mínu mati, og það er "Þrillið" sem er kannski ekki auðvelt að skýra út nema að upplifa. Á sama hátt og Harley Davidson og Ferrari, þ.e. hrátt lo-tech og hávaðasamt..en upplifunin er það sem málið snýst um.
Þegar upp er staðið verða menn bara að upplifa þetta. Og þegar á hólminn er komið þá vill maður einfaldlega ekki fara til baka í aðra bila, þrátt fyrir ýmsar kenjar og karaktereinkenni sem sumir vilja nefna galla.En ég viðurkenni að svona í fyrsta samanburði þér er þetta svolítið sjokkerandi verð þ.e. standard LR Defender í samanburði við Luxus Pajero.
En þegar upp er staðið er líklegra að endingin í LR verði mun lengri.En fyrir mig er þetta ekki einu sinni valkostur, mér dytti ekki í hug að skipta Defendernum út, hvað þá fyrir Patrol ;o)
Og af hverju að skipta einhverju út ef það virkar og það vel og á eftir að gera um ókomna framtíð.
28.11.2006 at 18:06 #199065…Er einhver hér sem hefur heyrt minnst á að skipta út þessu líka smáa miðstöðvarelementi í LR Defender.
Fyrir risastórt VOLVO elment sem passar víst í eins og flís við rass.
Jæja spekingar látið vaða…það eru víst þónokkrir búnir að láta gera þetta hjá sér með góðum árangri.
hvar fær maður frekari vitneskju um þetta þ.e. hvar má kaupa þetta, hver getur sett þetta í..og ekki síst hvað kosta herlegheitinn…;o)
eða er þetta bara flökkusaga
Bkv.
Dem ekki hægt að laga ritvillið í hausnum…ég verð víst að sætta mig við „DeGfender“ ;o)
21.11.2006 at 18:28 #568928..menn eru fjölfróðir hér á þessum vef, eins og svo oft áður.
Nú er Ísleifur í Túrbó bara hættur. Farin að vinna í Stillingu að því mér skilst og Kistufell búið að taka við heila galleríinu hjá honum. Ef undan er skilið Olíumiðstöðvarnar.
Nú er einhver Helgi í Flugumýri 28 Mosfellsbæ tekin við. GSM 8919374.
Kíkti við hjá honum áðan og var hann komin með bilanagreini sem stungið er í samband við græjuna.
og þá kemur í ljós hvað er að. Í mínu tilfelli var það glóðakertið….að hans sögn (bilanagreining 20)
En hann átti ekki til varahlutinn svo það verður víst að bíða.En engu að síður þá sannar þessi þráður gildi sitt. Bara að spyrja og þá kemur fullt af info ;o)
21.11.2006 at 09:53 #199007Jæja eitthvað fór nú í þessum blessuðu frosthörkum.
nú hætti Olíufíringin í bílnum hjá manni að virka.
Um er að ræða að ég held „eberspacher“ fíringu í LR Defender anno 2001. Sem að ég örugglega var sett í bílinn nýjan.
Nú skyndilega hætti að blása(heyrist ekki múkk í henni) En timerinn reyndar tikkar fínt á panelnum inn í bíl ;o)Er einhver hér með komment á málið. þ.e. einhverjar algengar orsakir áður en farið verður á „slysó“ (er annars ekki Turbó ehf með viðgerðir á þessum stöðvum?)
Jæja ég vonast til að fá einhver komment.
bkv
Stv
17.11.2006 at 21:45 #198987Ég lenti í því að fæðisdælan (eldsneytisdælan) fór að skæla og væla hjá mér, og sá ég fyrir mér tugi spíra fjúka út um gluggann. En var mér þá bent á að sjússa bílin með Própanóli, sem ég og gerði.
Bingó, vælið hætti og ég skipti bara um hráolíusíu og sjússaði svo 2 lítrum bensíni út í næstu fyllingu á tanknum hjá mér.Hvaða skoðun hafið þið á þessu og hvað er frostþolið á olíunni sem verið er að selja hér?
Alla vega virkuðu þessu „húsráð“ allveg prýðilega.
Eru einhverjir hér sem bensínsjússa dísilinn hjá sér á fjöllum þegar mjög kalt er?
17.11.2006 at 21:39 #568428..jæja ég gat ekki beðið lengur með þetta..
fékk mér einn 110A geymi í Skorra.
Fljótir að henda honum í.
Það hefði þýtt smá bras að setja tvo 95A í..s.s. að flytja lagnir etc.En það er bara að smella í þessu næst.
En það er opið niður úr rafgeymakassanum undir sætinu.opið niður…vel útlofað…4 stk 5mm göt..
þannig að inn og útloftun ætti nú að vera næg.En takk fyrir kommentin ágætu félagar…þetta er eins og ávallt snilldar spjallþráður..
;o)
P.s. það er eins með Landrover og góða konu, maður lítur á heildarmyndina..og lítur framhjá smávægilegum skapgerðargöllum og heldur henni af því að það er einfaldlega ekkert betra á boðstólnum :oÞ
17.11.2006 at 12:57 #568416Reyndar er þetta standard í LR Defender
þ.e. geymirinn er undir sætinu, eða réttara sagt. þegar botninum úr sætinu er kippt upp er hægt að opna box þar undir sem hýsir geyminn.svona er þetta víst búið að vera frá ómunatíð..;o)
en spurningin er hvaða geymar séu bestir…
og svo hvað hægt er að koma í boxið…
16.11.2006 at 23:51 #198982Nú er frostið farið að láta á sér kræla og lítur út fyrir að rafgeymafjandinn sé að dauða kominn hjá manni. Nú er spurning hvernig geyma á maður að fá sér og hvar?
þ.e. var að spá í að hafa tvo nógu fjandi stóra (er á Land Rover Defender 110). sem má troða undir bílstjórasætið.
Á maður að fara í þurrgeyma? Blautgeyma?
af hverju?Alla upplýsingar og tillögur eru vel þegnar.
P.s. ég vil bara nóg rafmagn hvort sem er í start..spil eða annað sem þarf að nota rafmagnið í.
með fyrirfram þökk ágætu félagar.
08.11.2006 at 15:00 #566902..eftir niðurlæginguna sem maður fékk í fyrra þá er varla að maður þori með…hehe..
En í fáum orðum þá..spottaður fram og aftur…og lokst bara skilin eftir í Kelló…en maður gat þó huggað sig við að hvert einasta jeppakvikindi festi sig margoft.
Boðið var upp á hin ýmsu skemmtiatriði…rifin dekk…50 tappa dekkjaviðgerð….seríu af brotnum felguboltum….höktandi LóLó…..spilagaldra úr undirliggjandi lækjarsprænum….sofandi bílstjóra sem þurfti að vekja svo þeir gæfu festudrætti…..jahérna…ég held svei mér þá að ég verði bara að reyna að finna mér tíma til að koma aftur…á sama tækinu en með fleiri hesta innanborðs og eitthvað meira læst en áður…verst að Hekla var búin að banna mér að hleypa úr pissaskífunum…
24.10.2006 at 12:56 #565026…þetta fór í bílinn hjá mér í fyrravetur (LandRover Defender 110 TD5). Og verð ég að viðurkenna að þetta er einskær draumur. Ekki bara fleiri hestar og skemmtilgri bíll á eftir. heldur varð mótorinn bara mun viðráðanlegri ekki síst í innanbæjarakstri, þar sem gírkassaskiptingar minnkuðu til muna. þ.e. torkar meira í hverjum gír.
Ég alla vega fer ekki tilbaka. Ekki að þetta sé eitthvað kraftaverk (manuallinn segir um 20 hesta aukning) en bílinn verður bara miklu skemmtilegri.
Sá sem hefur þjónustað superchips hér á landi er kallaður "Jói Kubbur" og starfar hjá varahlutasölu B&L. Mjög liðlegur og fljótur að græja þetta.
10.08.2006 at 21:22 #557458Ágætu ferðafelagar ég þakka fyrir góðan félagsskap yfir Gæsavatnaleiðina við sjáumst vonandi fljótt á fjöllum ;o)
10.08.2006 at 21:20 #557648Eins og svo oft áður hefur þessi spjallvefur sannað gildi sitt svo um munar. Stax í dag hafði einn samband er gat reddað mér dekki, svo ég geti losnað við þetta sem er með "vörtuna".
Þannig að þetta virðist ætla að reddast með hjálp góðra manna er mynda þetta vefsamfélag. En það skondna við þetta allt saman er að "Vörtudekkið" fór 1 km frá Hvolsvelli eftir að búið var að hringa hálft landið og þ.á.m. renna Gæsavatnaleiðina niður í Mývatnssveit. En ekki var maður að rífa dekkið á þeirri leið..heldur á þjóðvegi 1 :o&
en feitu fjárhagstjóni er forðað í bili að minnsta kosti…alla veg þangað til snjóa fer.. og vanta fer aukið flot….:o)
10.08.2006 at 12:39 #198351Varð fyrir því undarlega óláni að hvellsprengja eitt stykki Goodyear Wrangler 37×12,5×15 um helgina og það á þjóðvegi 1!!
galli í dekkinu er mér sagt af dekkjaviðgerðarmanni er ég skrönglaðist til, 20 töppum seinna. þ.e. dekk þessi þola víst enga úrhleypingu vegna hliðarveggjarþykktar og hafa verið að fara í þónokkrum mæli BÚMM…og alltaf á sama háttinn. Ekki galli segir Hekla og ber fyrir sig Goodyear verksmiðjurnar. Hekla á ekki til dekk og þau verða ekki til fyrr en í fyrsta lagi í Október..því stend ég frammi fyrir þeim dapurlega valkosti að leggja bílnum næstu 2-3 mánuði eða versla mér nýjan gang á hátt í 200 spírur…því spyr ég ykkur ágætu kollegar..á einhver svona tuðrur á lausu eftir svipaða uppákomur og ég hef lent í er gæti hugsað sér að losna við eins og eitt stykki?
sjá má á myndinni að rifan myndast innan úr einni af skorunni á hliðinni á dekkinu. Ekki var um það að ræða að ég hafi rifið dekkið á stein eins og ég fyrst hélt.
02.08.2006 at 12:08 #557182Þ.e. að því gefnu að búnaður undirritaðs sé "ásættanlegur" til meðfarar og ég sé búin að "sauma" snorkel og flotholt á tjaldið. P.s. ég er "BCU qualified four star" kayakræðari að auki ef það hjálpar ;oD ætti kannski að taka bát, björgunarvesti og flotkastlínu með ef mjög "blautt" verður.
02.08.2006 at 11:59 #557178Eru menn tjaldandi eða skálandi í ferðinni?
þ.e. hvar eruð þið að gista..?’
02.08.2006 at 11:19 #557174..Hvaða kröfur gerið þið til útbúnaðar samferðalanga á ferð um Gæsavatnaleið.
ég veit sama sem ekkert um þessa leið (utan ferðabókarpistla) en var að spá í að fá að slást í för með ykkur ef það væri í lagi ykkar vegna þ.e. einn bíll. Er á ágætis farartæki
37" tuðrur, VHF, NMT, Snorkel, skófla, álkarl, drullutjakkur + millistykki, "lausir" olíutankar(90L). ofl.
En spurningin er kannski helst um hve oliubirgur maður þarf að vera.
01.08.2006 at 13:56 #55723015.06.2006 at 00:09 #554574….ef menn myndu nú aðeins lesa ánna betur…en vaða ekki yfir ánna þar sem hun er einna þrengst…og þ.a.l. dýpst. ;o)
14.06.2006 at 23:26 #554570Það var lítið í, þrátt fyrir rigningu og tiltölulega hlýtt veður.
lítið í Jökulá, og Krossá…Hvanná eiginleg týnd..af flakki og vatnsleysi…eiginlega mest í Steinholtsánni svona miðað við það sem maður er vanur..
En þrátt fyrir vatnsleysið þá er Krossáin alltaf jafn óútreiknanleg.
Ég var rétt kominn yfir í Langadal og byrjaður að spjalla við skálavörðinn þegar Patrol af eldri gerðinni smellti sér í síðastu lænuna yfir í Langadal…fór vel yfir húddið og svo dó hann á bakkanum..
skálavörðurinn brá skjótt við og dró kauða upp á traktor…
reyndar held ég að patrolinn hafi sloppið með skrekkinn….ótjónaður ..utan smá bleytu í teppum..
hér að neðan má sjá festuna…
[url=//old.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4578/32410.jpg]//old.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4578/32410.jpg[/url]
12.06.2006 at 21:03 #198079…hvar er einfaldleikinn?
kv
einns smá ringlaður
-
AuthorReplies