Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.01.2008 at 18:43 #608772
Sbr það sem fjallaleiðsögumenn eru að bjóða upp á
http://www.mountainguides.is/Netklubbur/Namskeid/
Þ.e. námskeið s.s. í
jöklamennsku, sprunugusigi, mati á snjóflóðahættu leit í snjóflóðum o.s.frv.Eitthvað samkrull sem miðaði að jeppamönnum er ferðast á jöklum yfir veturinn .
Alla vega tillaga
Mbkv
Stv
16.10.2007 at 20:36 #200984Er í dekkja og felgupælingum.
ætla að setja 38″ MickeyThompson MTZ undir klárinn (Defender 110) [er ekki örugglega 15″ innanmál…?]
Nú er spurningar:
#Hve breiðar felgur mælið þið með? [svo verði alla vega ökuhæfur innan bæjar]
#Hvernig setup á þessu þ.e. eitt eða blanda af einhverju af neðangreindu plús kostir og gallar
1) Valsa felgur
2) Sjóða kant á felgur
3) Líma með kítti
4) BeadLockP.s. ég hef fulla trú á því að snjórinn sé að fara að koma…:o)
BKV
Siggi T
20.09.2007 at 11:00 #597424Stv
19.09.2007 at 21:14 #597420Heyrðu Skúli varstu að setja þetta undir Defender?
Hvernig eru þau að koma út?
Bælir hann dekkin nógu vel, þ.e. eru þau ekki of stíf?Hef heyrt að þau séu stíf, reyndar efnismeiri og þyngri en gengur og gerist. Betur "smíðaðri" en gengur og gerist um dekk.
Ferðaðist um hálendið soltið i sumar í fylgd Patrol sem var á 38" MT Baja. Og hann hafði svei mér þá varla nokkurt loft í…;o)
Alla vega er ég að spá í þessi MTZ en spurningin er hvor maður fær einhversstaðar 5 gata felgur í 14-15 tommu breidd..
Kv
Stc
07.09.2007 at 20:20 #596204Og ekki úr öðrum hlutum hins breska heimsveldis ;o)
kv
Stv
07.09.2007 at 11:50 #200761Landrover er málið ef menn ætla að vera „umhverfisvinstrikolviðargrænir“
Sjá
http://www.visir.is/article/20070907/FRETTIR05/70907009Hvað með okkur! Fáum við ekki frí stæði í 101????
;oÞ
Kv
Stv
07.09.2007 at 11:50 #200760Landrover er málið ef menn ætla að vera „umhverfisvinstrikolviðargrænir“
Sjá
http://www.visir.is/article/20070907/FRETTIR05/70907009Hvað með okkur! Fáum við ekki frí stæði í 101????
;oÞ
Kv
Stv
01.09.2007 at 23:08 #200730Var að rífa dekk í dag og þarf að koma öðru undir…
hvar er opið á höfuðborgarsvæðinu.Mbkv
stv
13.07.2007 at 01:02 #593492..jæja það náðist að greina sjúkdóminn fyrir sumarfrí…
Seigjukúplinging á Viftunni …bíuin að gefa sig…
ískur væntanlega annað hvort vegna reimar…hmm…hljómaði ekki þannig..eða út af ónýtu innvolsi í kúplingunni….Það sem kom mér á sporið var að viftann var á fullu spani þegar bíllinn var kaldur hjá mér…til viðbótar síhækkandi ískri (einkennin farin að ágerast) alla vega vonandi getur einhver nýtt þessa úrlausn.
En ég fór upp í B&L fékk nýjan spaða og kúplingu (áfast) og Snorri í SS Gíslason skipti um þetta á innan við 5 mínútum..og nú er Viðhaldið mitt farið að mala líka þetta yndislega fallega hljómandi..tilbúin til að takast á við ævintýri sumarleyfisins.
En samantekið…ískur….þegar gefið er inn…og svo hátt viftuhljóð þegar bíllinn er ennþá kaldur..nú er bara spurning um hver fær kippuna sem ég lofaði…;oÞ
En alla vega góða helgi kappar og þakka ég góðar ágiskanir…
bkv
stv
11.07.2007 at 11:28 #200518Nú er maður orðin tilbúin fyrir einhvert sumarfart upp á hálendið.
Defenderviðhaldselskan mín í þessu líka fína formi ef frá er talið eitthvað fjandans smá málmnudd/skrölt/ískur.
Sem er eitthvað að pirra mig. Sérstakelga þegar mér tekst ekki að finna orsökina þrátt fyrir að vera búin að taka nokkra rúnta með vönum LandROver jöxlum og viðgerðarmönnum, búin að skoða allan undirvagn fram og aftur og ekkert kemur í ljós né virðist laust..þannig að nú er úr vöndu að ráða…Lýsing;
þegar tekið er snögg af stað (1 fyrsta gír úr kyrrstöðu…já þetta er landróver sem er SNÖGGUR :o) ) kemur svona nokkra sekúndna ískur sem svo hættir, svo dettur þetta inn endrum og sinnum. virðist vera í undirvagninum að framan (vél?). Mér tókst að framkalla þetta í gær með því að gefa vel inn, standa á kúplingunni og slaka á á þegar kúplinginn tók í (svona eins og fara snöggt af stað) þá kom ískrið…En mér tekst ekki að finna neina reglu í þessu að öðri leiti..þ.e. bara kemur og fer….
-Virðist ekki vera legumál
–Spurning hvort hjöruliðskross sé að fara (ein tillaga..)…þeir eiga það víst að sögn til að hljóma í mörgum tónum þegar þeir byrja að fara….
Stuttu áður en þetta kom losnaði dempari að framan, á leið neðan úr Þórsmörk, skoppaði eitthað og bankaði smá, en sem var svo lagaður.
En þetta hljóð virtist koma í kjölfarið..hvort sem það er innbyrðis tengt eða ekki.Ég er alla vega rén..og býst við að þurfa að hækka bara í útvarpinu um helgina og vona hið besta…..;o)
P.s.
Annars er maður alin upp við traktors og Landroverakstur í sveitinni á sinum mótunarárum (náttla áfall í æsku …hehe..)þar sem manni var uppálagt að hlusta alltaf eftir öllum smáhljóðum sem oftast væru vísbending um að eitthvað óskemmtilegt væri í aðsigi…þannig að maður er vansvefta af þankagangi um hver #$%&/ þetta sé…P.s.2 Bjórkippa í boði fyrir þann sem skýtur á rétta greiningu þegar þetta loks endanlega skilar sér ..hehe..
1. Tillaga – Hjöruliðskross að fara (Snorri)
2. Tillag – Viftan að fara (Siggi)
3.?
11.07.2007 at 11:13 #200517Ágætu félagar!
var að spá í að renna norður úr nú um helgina við annan bíl. Var að velta fyrir mér hvort einhver hefði verið á ferð þarna nýlega og gæti deilt einhverjum upplýsingum af slóðanum, nema um eintóma sælu sé um að ræða.Er ekki allt meira og minna skrælnað allsstaðar, og snjólaust.
Fór þarna í fyrrasumar í þessu líka prýðilega færi og í góðum hóp.
Endilega ausið úr viskubrunnunum…
Kv
Siggi T
25.06.2007 at 11:12 #200461Er eitthvað vit í þessari græju?
eða er þetta bara of stórt og of flókið til að eyða í þetta tíma og peningum.Ég óska eftir viskubrunnum til að kommenta á málið
BKvstv
20.06.2007 at 11:58 #592640..Vel mælt Skúli ;o), það mætti kannski setja saman ráðgefandi nefnd LR eigenda til að vera markaðsdeild B&L til aðstoðar ef þá skortir hugmyndaflug til að kynna kosti og eiginleika þess að eiga Defender:oÞ En nóg um það…
En það má svo má ekki gleyma umhverfisvænleikaþætti málsins á þeim tímum sem varla er um annað talað um en náttúruumhverfisvænleikavistvænt eða annað þvíumlíkt. En að framleiða bifreið með öllu sem fylgir, ég tala nú ekki um að farga svo hræinu svo í lokin örfáum árum seinna. Er sérdeilis aldeilis óumhverfisvænt að svo til öllu leyti, með tilheyrandi mengandi afleiðingum, í raun bara sóun á takmörkuðum náttúruauðlindum okkar mannnanna.
Skoðum nú aðeins LR Defender út frá þessu sjónarmiði.
#Ál í yfirbyggingu = léttari en ella = eyðir minna eldsneyti en ella, og auðvelt að skipta út bút og bút í boddíi…þarf kannski smá flugvirkjaverkþekkingu, álplötu og hnoð. Og líklega er álið í dag úr einhverjum endurnýttum gosdósum að auki!
#Vélarstærð sem dugir til og eldsneytiseyðslan því ekki meiri en þörf er á og kolefnisjöfnunarþörf því með minnsta móti.
#Endist von úr viti = þarf að smíða færri og þarf að farga færri bílum (ég vísa í komment hér að ofan þ.e. menn vita ekki hvað LR endist lengi!).
#Af þeim örfáu sem lenda í förgun af einhverjum ástæðum má nýta megnið af þeim í varahluti í aðra LR(yfir margra áratuga bil ekki bara síðustu 3 ára!). Þannig að endurnýtingarhlutfallið er hátt.
# Það má fá alla varahluti í þetta og það á mjög svo sanngjörnu verði , þannig að ekki þarf að losa sig við tiltölulega heilt eintak út af skorti eða okri á varahlutum í eldri árgerðir.
#Einfaldleiki í viðgerðum lágt flækjustig..Þetta er því bifreiðarConcept endurnýtingarhugsun, nýtingu en ekki sóun ;o)
Og svo náttla gott fyrir veskið og meiri háttar þrill :o)
Hver getur nú státað af öðru eins?
Ég er mest hissa á að UmhverfisGrænir séu ekki búnir að uppgötva þetta, hvað þá að markaðsdeild B&L fari nú að vinna vinnuna sína og Skallagrímur úr Þistilfirðinum hætti að aka á asískum grjónabrennara.
Lifið heil!Siggi T
"bæði blautur og rykugur" ;oÞ
19.06.2007 at 23:23 #592630Talandi um að bera saman Patrol og Defender, ætli menn finni nú ekki líka verulega muninn í veskinu þegar þarf að eiga við einhverjar viðgerðir og varahluti, tala nú ekki um að ná þeim saman ef um stæri viðgerðir er að ræða. Og oftar en ekki er um mjöög veeerulegan mun að ræða.
;o)
19.06.2007 at 17:29 #592622Þetta eru auðvitað konunglegir breskir hestar hennar hátignar, engar venjulegar bikkjur. Og alls engir grjónahestar ;oÞ
18.06.2007 at 22:50 #592608Ég var á ferð upp í B&L í dag og fékk m.a. að taka í Defender 2007 sem var nýkominn inn á gólf hjá þeim. Ég varð nú fyrir svolitlum vonbrigðum með að taka í gripinn. þýður og góður en vantaði eitthvað upp á þrillið verð ég að segja. Ég man hvað Td5 kveikti í mér 1999 þegar ég prófaði hann óbreyttan. Sprækan og skemmtilegan. Mér fannst nú bara skemmtilegra að komast í gamla minn, og fannst hann bara sprækari. Þó svo hann færi nú ekki eins hratt þegar i 6 gírinn var kominn.
En ég ætla að fara aftur seinna og prófa aftur, ég lifi í voninni. En svo er að sjá hvað verður úr breytingum. Það er víst einn strax komin í breytignarferli hjá þeim.
En voða finnst mér þeir samt "slappir" eitthvað í sölu og markaðssetningunni hjá þeim B&L. Þetta er auðvitað fyrst og fremst bíll sem snýst um þrillið og ímyndina. Hvorugu er nú hátt gert undir höfði hjá þeim.
14.06.2007 at 11:53 #592366[img:309589f7]http://us10.pixagogo.com/S5yfZ0qxqd1GQU5P7Pd7aWZ0GAZfHXTgoiUNbowwDOwbAi8oDqjQwMvePipx0xRk4hZjd9pV5OIcRxKEuvEm3!3KW1dxW6Dp5j2sjEgHckwuo_/swimming.jpg[/img:309589f7]
Svona ein hér til viðbótar til að lýsa þessum líka skemmtilegu vinnuaðstæðum.
12.06.2007 at 10:07 #59236011.júni 2006
Patti sem smellti sér yfir á vitlausum stað og dó á uppleiðinni. En þökk sé snöggum traktorsakandi skálaverði þá var hann dreginn fljótt á land.
[img:ft34c73t]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4578/32410.jpg[/img:ft34c73t]
12.06.2007 at 09:50 #592356Mér sýnist nú í fljótu bragði að það sé ekkert eitt rétt í svona málum. Dekkjastærð, snorkel ekki snorkel, bílstjórinn/reynsla/lesa vatnið, læsingar, óheppni eða hvað sem við hverju sinni.
Málið er kannski að gera bara ráð fyrir að svona lagað geti gerst. Bílar fljóta upp þó svo þeir séu 38". Ég átti eitt sinn samtal við einn sem lenti í veseni í Vatnsdalsá fyrir nokkrum árum vegna vatnavaxta og varð á endanum að keyra niður ánna einhverja hundruð metra…
Málið er að vera búin að hugsa aðeins út í að eitthvað geti gerst í svona vatnasulli og hvort bíllinn þinn eða bíll ferðafélaga eða þeirra sem þú rekst á sé yfirhöfuð "hæfur" s.s. til einfaldra grunnatriða s.s. spottaíbindingar. Og ef illa fer við vatnasull hvernig ætti að bregðast við. Reka í bakk? bensínið í botn áfram? Keyra niður ánna? slökkva á bílnum til að eyðileggja ekki vélina? Vera með spottan tilbúin og hafa undanfara ef maður er ekki vanur, eða á einhvern hátt óöruggur. Vaða yfir fyrst?
Það er sjaldnast mikill tími til að hugsa það er nokkuð ljóst.Lesa sér til? t.d. Jeppar á fjöllum
eða http://www.gopfrettir.net/skb_ndx.htmKannski er aðalatriðið að vera alltaf soltið hræddur
"…Its better to be alive chicken than a dead hero!…"
11.06.2007 at 10:57 #200412Var á ferð inn í Þórsmörk um helgina. Þá gerðist þetta sem sjá má á myndinni hér að neðan.
Óbreyttur Ford Explorer jeppi sem kom stuttu á eftir mér yfir Krossá á móts við Húsadal feilaði aðeins á vaðinu svo nam einhverjum 20 m og afleiðingarnar urðu eins og sjá má hér að neðan. EF farið hefði verið á réttum stað þá hefði þetta verið barnaleikur, enda ekki mikið í ánni. En óreyndir verða oft stressaðir við svona aðstæður og gera því mistök þrátt fyrir að farið hafi verið á undan viðkomandi og rétta leiðin vörðuð.
Sem betur fer var ég með spotta tilbúin réttum megin við ánna og var því snöggur að koma í hann spotta og festa við bílinn hjá mér þannig að hann fór ekki ekki langt(dautt á bílnum og fastur í Park). Annars hefði hann verið fljótur að fljóta áfram niður úr, en nóg um það.
Lærdómurinn af þessu var hinsvegar sá að það var akkúrat ekkert hægt að festa spottan í framan á þessum bíl, nema hjólafestingarnar sem svo bognuðu þegar bíllinn var dreginn upp.
Því segi ég einfaldlega að ef menn ætla í eitthvað sull með bílana sína og ætlast til að þeir fái nokkurnveginn tjónlausan björgunardrátt. Að menn hafi alla vega eitthvað til að hnýta í, það er nefnilega helvíti kalt að liggja meira og minna ofan í kaldri jökulá, þreifandi fyrir sér með eitthvað til að binda í, þegar hver mínúta skiptir máli og ekki síst ef ekki á að stórskemma bílana.
Á endanum fór svo að ég varð að fá bíl til víðbótar til að hnýta framan í bílinn hjá mér og toga fórnarlambið á þurrt (ég prísaði mig sælan af hafa látið sjóða undir prófíltengi framan á bílinn hjá mér í vetur). En allir sluppu heilir og lítið blautir og tjónið á bílnum virðist vera með minnsta móti. En vonandi læra menn eitthvað af þessu.
stv.
-
AuthorReplies