Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.09.2011 at 12:42 #736731
Ein hugmynd.
Hefurðu athugað þjófavörnina?
Hún lokar fyrir olíuna inn á vélina, spurning hvort hún sé að svindla og oppni ekki fyrir. Næst þegar þetta gerist taktu lykilinn úr, læstu bílnum, opnaðu aftur, lykilinn í og starta, ef hann fer í gagn þá, þá er þjófavörnin að stríða þér.
20.05.2011 at 16:01 #730515Takk fyrir svörin.
Vetrardekkin eru nýleg Herkules og óslitin, sumardekkin er gamall Goodirch en samt enn með góðu munstri.
Það var skipt um innri stýrisenda í fyrra og eins og ég sagði í fyrsta póstinum fann hann ekkert að í skoðun.
Það er enginn titringur í bremsum, tvö ár síðan skipt var um diska og klossa að framan og ekki að finna að hann bremsi misjafnt.
Þessi kúluliður er hann alveg við maskínuna, s.s. ekki stýrisendi?Kv.
Siggi_F
20.05.2011 at 14:00 #730507Sæll,
Takk fyrir þetta, en ég lét ballansera og það breytti engu. Þessi titringur er líka eins á milli dekkjaganga. Hann er ekki að slíta dekkjum þannig að hjólastillingin virðist ekki vera langt frá lagi.
Er mikið mál að skipta um klafa gúmmíin?Kv.
Siggi_F
20.05.2011 at 12:48 #219083Sælir,
Ég er með LC90 35″ sem er farinn að titra í stýri. Þetta byrjar upp úr 80 km/h og versnar svo. Í snjó og krapa, þegar fyrirstaða er við hjólin þá finnst þetta ekki. Þetta er verra á vetrardekkjunum sem eru á 12″ breiðum stálfelgum. Á 10″ álfelgunum er þetta minna og kemur aðeins seinna.
Hann flaug í gegn um skoðun án athugasemda.
Hvað getur þetta verið? Stýfufóðringar, legur, liðir??
Er einhver sem kannast við þessa lýsingu og getur sagt mér hvað amar að greyinu?Kv.
Siggi_F
14.03.2011 at 12:49 #217950Getur einhver sagt mér hvaða hlutföll koma orginal í LC 90 sjálfskiptum (125 hp, ekki common rail véin)?
Kv.
Siggi_F
15.01.2009 at 08:34 #637190Það skiptir máli að hafa mæla þegar þú ert kominn með fjóra púða því þú getur lent í því að bíllinn standi réttur en það séu bara tveir púðar, sitt hvort hornið, sem halda honum uppi. Hinir styðji bara við. Ég sá þetta einu sinni eða tvisvar hjá mér eftir að hafa verið að hringla í þrýstingnum á tjaldstæðum til að láta hann standa réttan í mishæðum og setti svo á auto. Með mælunum lærir maður líka fljótt hvað er "réttur/venjulegur" þrýstingur í púðunum og sér því strax ef eitthvað óvenjulegt er á seiði.
14.01.2009 at 15:27 #637184Á Econoline sem ég átti var púðakerfi. Út við hvern púða var tvívirkur rofi með armi sem festur var við efri 4-link stífuna við hvert hjól til að stjórna hæðinni sjálfvirkt. Á loftslöngunni milli þessa rofa og púðans var segulrofi sem skipti á milli sjálvirkt og hand (tvær inngangs slöngur).
Á útgangnum á þessum rofa, nær púðanum var T-stykki með úttaki sem fór inn á loftþrýstimæli fyrir púðann. Inni í bíl var stjórnpúlt með mæli fyrir hvern púða beintengdum við T-stykkið, handvirkur loki til að pumpa í eða hleypa úr hverjum púða og takki til að stjórna segulrofanum og skipta milli sjálfv. og hand fyrir alla púðana (stjórnði öllum segullokunum út við púðana í einu).
Tvívirki rofinn með arminum fékk loft beint frá kútnum. Segulrofinn fékk loft annars vegar frá armrofanum og hins vegar frá handrofanum í stjórnpúltinu.
Þetta hljómar kannski flókið en bara virkaði vandræðalaust í þau 2,5 ár sem ég átti bílinn. Þetta er dálítið af loftslöngum en það er hægt að spara þær með því að hafa handvirka pumpið með tveggjaspólu, þriggja stöðu rofa við hvern púða og stjórna honum með þrýstihnöppum og hafa loftmælinn tvískiptann, þ.e. ekki membru og display í sama stykkinu. Þá þarf hvorki að þvælast með loftslöngu inn í mælaborð fyrir handpumpið né mælinn. Ef þetta er gert þannig þá er bara ein loftslanga út að hverjum púða en þó nokkuð meira af rafmagnslögnum.Þetta er eiginlega sama útgáfa og Bjarni lýsir hér ofar.
09.01.2009 at 12:57 #636818Ég var með svona bláa plast tunnu/brúsa ca 70 lítra á patrol fyrir nokkrum árum, virkaði fínt. Tunnuna fékk ég hjá Ölgerðinni fyrir nokkrar krónur. Þeir fá þykkni í tunnunum þannig að maður verður að þvo þær vel, en annars fínar tunnur.
08.01.2009 at 12:16 #636668Ég þekki bara til E4OD og hraða nema í afturdrifi. Neminn er nándarnemi sem telur þegar tennur á hjóli sem fest er á kambinn í drifinu fara framhjá. Ef að drifið brotnar geta Þessar tennur skemmst, neminn getur skemmst, eða jafnvel hjólið aflagast þannig að neminn nái ekki að telja allar tennurnar. Það kemur fram sem flökt á hraðamælinum og líka ótímabærar skiptingar í skiptingunni. Það er lítið mál að skoða nemann, ein skrúfa og kippa honum upp. Það er meira að segja hægt að skoða tennurnar niður um gatið, lyfta öðru afturhjólinu og snúa, þá sést fljótt amk ef eitthvað mikið vantar á það eða slag í hjólinu.
08.01.2009 at 09:27 #636664Hvernig er hraðamælirinn? Flöktir nálin til og frá þegar þú keyrir? Ef svo er þá er líklegt að skynjarinn í afturdrifinu sé ekki að skila nógu góðu merki. Þetta merki er líka notað til að stýra skiptingunni. Ef hraðamælirinn er stöðugur þá er skynjarinn að telja rétt og vandamálið því tengt tölvunni. Gæti verið plöggið, laus eða tærður vír, vonandi ekki hún sjálf.
21.07.2008 at 09:04 #626192Sælir,
Ef bíll er með gilt skráningarskírteini í landi sem tilheyrir EES svæðinu, sama hvaða land það er, þá er hægt að flytja hann á milli landa innan EES án vandræða.
Þannig að ef þú finnur 4.2 Patrol á EES svæðinu, skráðan, með gilt skráningarskírteini geturðu flutt hann til landsins og fengið skráðan hérlendis.
Borgar tollinn og leggur inn erlenda skráningarskírteinið ásamt umskráningarbeiðni hjá Umferðarstofu og þú ert kominn á bílinn.
Aftur á móti er mikið bras og dýrt að ætla að flytja inn bíl frá landi utan EES (nema frá bandaríkjunum/kanada til Íslands, við erum á illa séðum sérsamning) inn á svæðið. Þá þarf að skila inn alls konar vottorðum, uppruna-, framleiðslu-, mengunar-, öryggis- ofl. vottorðum.
T.d. þarf að sýna fram á með vottorðum að öll ljós, bílbelti og annar öryggisbúnaður standist evrópukröfur. Yfirleitt er auðveldast, ódýrast og jafnvel eina leiðin að skipta þessu bara öllu út og setja E-merktan búnað í staðinn.
Önnur vottorð (árekstrarprófun o.þ.h.) þarf yfirleitt að herja út úr framleiðandanum og ef bíllinn er ekki ætlaður fyrir evrópumarkað er hann yfirleitt ekki samvinnuþýður.
Ef svipaður bíll (sama boddy) er selt innan EES er möguleiki að fara gegnum viðurkennda vottunarstofu og fá þá til að gera nauðsynlegar prófanir (m.a. mengunarprófanir) og samanburð við EES bílinn og fá þannig nauðsynleg vottorð. Þessar stofur eru ekki margar, þær þurfa að fá bílinn til sín og þær eru ekki ódýrar.
Þannig að, að ætla að flytja inn bíl frá Ástralíu er ekki auðvelt og alveg örugglega dýrt.
Þess vegna flytja menn þá inn í pörtum sem varahluti:)
24.06.2008 at 09:10 #624792Ég lenti í þessu sama í Þórsmörk fyrir þremur árum. Við tjölduðum í Básum en skruppum í dagsferð yfir í Húsadal. Þegar ég svo kem til baka í Bása og sit við grill og bjór tek ég eftir því að krókurinn er horfinn. Þegar betur var að gáð og ég labba í kringurm bílinn voru hlífarnar af kösturunum horfnar líka. Þetta var allt á um morguninn þegar við fórum úr Básum. Við vorum sem betur fer í tjaldi þannig að ég þurfti ekki krókinn, en það er alveg ótrúlegt hvað menn leggjast lágt.
16.06.2008 at 07:56 #624526Athugaðu að þetta miðast við þá dekkjastærð sem skráð er í skráningarskírteini bílsins. Ef þú stækkar meira en 10% umfram hana þarftu sér/breytingarskoðun.
Sértu á rangri dekkjastærð, meira en 10% frávik frá skráðri (ath. gildir líka um að minnka dekkin) gætir þú lent í veseni lendirðu í tjóni eða umferðaróhappi.
Þetta þurfa þeir líka að athuga sem eru á 44" breyttum bílum skráðum fyrir 44" dekk, þeir eru strangt til tekið ólöglegir á 38"
05.06.2008 at 12:51 #624020Ef þú ferða að skipta um hlutföll á annað borð þá er 5.42 ekki spurning, það er fínt fyrir 38. Ég fann aldrei fyrir því á mínum gamla á þjóðveginum að snúningurinn væri eitthvað að trufla mig, bara rúllaði ljúft (allavegana eins og þeir nú geta).
Ef það er orðinn svona mikill munur á háa og lága getur maður þá ekki lent í því að vera í rauða botni í lága, en ná honum ekki á "flug" í háa?
5.42 fyrir 38 er margprófað og bara virkar.
30.05.2008 at 10:54 #623502Sem sagt Pétur
Er þá munurinn á lið 3 og 4 sá að 3 gildir fyrir eftirvagn án bremsa en 4 ef eftirvagninn er með bremsum?
15.05.2008 at 17:02 #622946Ef ástæðan er hætta við árekstur, þá hlýtur að þurfa að banna alla húsbíla, felli- og hjólhýsi.
Var ekki aðalástæðan fyrir stoppi við tilraunir hversu gasið er dýrt hérna á klakanum?
22.04.2008 at 09:13 #621022Ég veit að Öryggismiðstöðin í Borgartúni tekur við og endurhleður tæki. Securitas gerir það ábyggilega líka.
19.03.2008 at 14:38 #618000Ég setti svona í nissan doublecab sem ég átti og á einhverjum 40-50 þús km þá voru blöðin í túrbínunni orðin vel sandblásin. Þessar síur gætu því verið full grófar fyrir sumarnotkun, fínar á veturna.
12.03.2008 at 11:12 #617414Ég verð á norðurlandinu, annars hefði ég komið. Líst vel á svona "goodwill" ferð.
Siggi_F
05.03.2008 at 08:26 #616206Ég er líka með:)
Siggi
-
AuthorReplies