Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.04.2009 at 16:59 #646024
Sæll Björn Ingi.
Ég henti út BaseCamp forritinu, sem ég var búinn að sækja og hlóð því niður öðru sinni. Þá virkaði uppsetningin, en því miður sé ég ekki notagildi þessa forrits. T.d. er ég ekki búinn að finna út hvernig flytja á gögn milli tölvu og GPS tækis.
Ég henti líka út nýjustu MapSource útgáfunni og setti upp útgáfu 6.13.5, sem ég átti í fórum mínum.
Þar er Íslandskortið eðlilegt og ekkert mál að flytja gögn fram og til baka milli tölvu og tækis.
Ég held ég haldi mig bara við MapSource, það virkar ágætlega.Kv. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 15:11 #204268Sælir félagar.
Mér finnst full ástæða til að þakka forsvarsmönnum N1 fyrir ágætis boð s.l. föstudagskvöld. Auk þess að njóta góðra veitinga var hægt að gera mjög góð kaup á ýmsum varningi. Mér reiknast svo til að afslættirnir, sem ég fékk hafi samsvarað árgjaldi tveggja ára hjá klúbbnum, sem sýnir að það borgar sig svo sannarlega að vera félagi í 4×4.
Hins vegar má spyrja sig að því hvort það, sem ég keypti teljist til nauðsynja, en það er önnur saga.Takk fyrir mig. Sigurbjörn.
19.04.2009 at 14:54 #646020Ég náði mér í Base Camp, en þegar ég reyni að setja það upp fæ ég þessi skilaboð: "BaseCamp_204.exe is not a valid Win32 apllication." Samt er ég með Windows XP og Service Pack 2 eins og talað er um að þurfi til að setja upp forritið.
Ég held ég reyni bara að setja upp eldri útgáfu af Map Source þar sem Ísland er ekki teygt og togað.Kv. Sigurbjörn.
12.04.2009 at 13:46 #645622Sæll Jónas.
Ég keypti mér líka þessa nýju uppfærslu um daginn. Ég er með tvö tæki, Garmin Nüvi 250 og svo Garmin 172C. Það gekk eins og í sögu að koma kortinu í Nüvi tækið, en þegar ég ætlaði að setja það í 172C tækið, náði Map Source ekki sambandi við það tæki nema á annan veginn. Það þýðir að ég gat náð í gögn úr tækinu, en alls ekki sent neitt yfir í það.
Til að gera langa sögu stutta, þá talaði ég við Rikka og hann sagði mér að í upphafi máls hefði ég átt að velja af diskinum "GPS kort, ekki NT – Topo Iceland old format" til þess að koma kortinu yfir í 172C tækið.
Ég prófaði þetta og þá gekk allt eins og í sögu. Getur verið að þetta eigi einnig við um 60CS tækið, sem þú ert með?
Áður er ég talaði við Rikka var ég búinn að prófa að uppfæra Map Source í nýjustu útgáfu, sem hafði þær afleiðingar, að nú er Ísland allt teygt og togað í tölvunni. Ég bíð því spenntur eftir Base Camp.Kv. Sigurbjörn.
01.04.2009 at 13:37 #644832Ég þakka góðar upplýsingar. Ég komst reyndar að því í morgun þegar ég tók vetrardekkin undan, að mjög erfitt var að snúa hægra framhjólinu þegar búið var að lyfta bílnum. Ég ætla því að byrja á því að losa um stimpla í bremsudælum áður en lengra er haldið.
Kv. Sigurbjörn
31.03.2009 at 17:44 #204146Góðan dag.
Geta menn mælt með einhverjum sérstökum stað á höfuðborgarsvæðinu til að fara með 35 tommu Toyotu í hjólastillingu? Mér finnst bíllinn minn vera farinn að leita heldur mikið til hægri.
Er kannksi hægt að fara á hvaða hjólastillingarverkstæði sem er?Kv. Sigurbjörn.
08.03.2008 at 13:08 #616986Blaðberinn í mínu hverfi í Kópavoginum hefur greinilega ekki nennt að dreifa Fréttablaðinu í dag frekar en oft áður um helgar.
Ég verð því líklega að láta mér nægja að kíkja á þetta á netinu.Kv. Sigurbjörn.
29.01.2008 at 22:31 #581610Þá hef ég gert þetta rétt enda ótrúlegt að þessar verklegu krómhlífar væru einungis til að hlífa perunum í flutningum.
Ég hlakka svo bara til að sjá hvað kaupfélagsstjórinn finnur handa okkur næst.Kv. Sigurbjörn.
29.01.2008 at 21:53 #581604Taki maður perurnar úr krómuðu hlífunum, sem eru að hluta til opnar, þá missir maður jafnframt stýringarnar, sem halda perunum í réttum skorðum í ljóskerjunum og þá veit ég ekki hvernig ætti að festa perurnar.
Annars þarf ég að skoða þetta betur.Kv. Sigurbjörn.
29.01.2008 at 19:16 #581598Ég setti ljósin í 4runnerinn minn fyrir helgina og ég finn mikinn mun á lágu ljósunum, þau eru miklu bjartari en áður og ég hef ekki orðið var við að þau trufli nokkurn mann, sem á móti kemur.
Hins vegar er ég sammála Sigfúsi um að munurinn á háu ljósunum er ekki jafn mikill og mér finnst að ég þurfi helst að vera með kveikt á kösturunum líka til að fá almennilega birtu.
Svo var ég að velta fyrir mér öðrum hlut. Þegar ég tók gömlu halogen perurunar úr, urðu eftir í ljóskerjunum hlífar eða litlir speglar, sem koma fram fyrir perurnar og eiga sjálfsagt að beina ljósmagninu að aðalspeglinum í ljóskerinu. Utan um nýju Xenon perurnar voru einnig krómaðir hólkar, sem beina geislanum rétta leið.
Þá spyr ég: Átti ég að plokka hlífarnar eða litlu speglana úr ljóskerjunum áður en ég setti nýju perurnar í? Mér sýnist þetta vera lóðað fast í botnana á ljóskerjunum.Kv. Sigurbjörn.
27.01.2008 at 23:35 #611986Síðan er mjög hægvirk og það reynir mjög á þolinmæðina að fara á milli spjallþráða og sama gildir þegar ég reyni að skoða myndir. Það getur tekið allt að hálfri mínútu að fletta á milli mynda.
Er ekki hægt að "boosta" þetta eitthvað upp?Kv. Sigurbjörn.
17.01.2008 at 01:59 #609746Ég get alveg tekið undir með þeim, sem skrifuðu hér á undan, að kynningin var mjög góð.
Ég er búinn að vera með Map Source og nRoute í nokkurn tíma, en ég lærði heilmikið á þessum tveim tímum, sem kynningin stóð yfir. Hér eftir verður notkun þessara forrita með GPS tækinu mun auðveldari en áður.
Mér finnst sérstök ástæða til að hvetja nýliða í þessum fræðum að skrá sig á slíka kynningu næst þegar hún verður haldin.
Svo vil ég bara þakka Lárusi kærlega fyrir framtakið.Kv. Sigurbjörn.
08.01.2008 at 00:52 #609428Ég þakka Tryggva fyrir greinagóð svör.
Kv. Sigurbjörn.
07.01.2008 at 21:01 #609412Spurningar Inga rifjuðu upp tvær spurningar, sem hafa verið að brjótast í kollinum á mér síðustu daga.
1. Um daginn fékk ég senda tvo 08 límmiða frá klúbbnum. Ég límdi annan þeirra á félagsskírteinið en veit ekki hvað ég á að gera við hinn. Á ég að líma hann á viðskiptakortið eða á ég bara að reyna að selja hann á Ebay?
2. Þegar greitt er með viðskiptakortinu, er þá ekki nóg að sýna það kort eitt og sér? Ástæða þess að ég spyr að þessu er sú, að þegar ég greiddi fyrir eldsneyti um daginn, sá starfsmaður bensínstöðvarinnar félagsskírteinið mitt í veskinu og spurði mig hvort hann ætti ekki að renna því í gegn. Ég taldi það óþarfa og reikna með að fá afsláttinn án þess að sýna félagsskírteinið.
Kannski var þetta starfsmaður í þjálfun, hver veit?Kv. Sigurbjörn.
19.12.2007 at 09:42 #581462Bólar ekkert á ljósunum enn? Nú er bíllinn minn orðinn eineygður og ég ætlaði helst að sleppa við að fjárfesta í peru til nokkurra daga.
Kv. Sigurbjörn.
03.12.2007 at 17:56 #605214Ég var ekkert að gaspra. Ég sá hins vegar fyrir mér að geta farið fótgangandi á fundinn, hefði hann verið haldinn á Dalveginum.
Ég neita því hins vegar ekki að ég furðaði mig á þessari kúvendingu þegar allt í einu var tilkynnt um annan fundarstað og annan "gestgjafa".
Kv. Sigurbjörn.
01.12.2007 at 01:01 #201297Var mig að dreyma eða voru fleiri en ég, sem tóku eftir því um daginn að næsti félagsfundur á höfuðborgarsvæðinu ætti að vera í aðalstöðvum N1 við Dalveg í Kópavogi? Þar ætlaði N1 að kynna tilboð til félagsmanna.
Nú sé ég hins vegar að fundurinn er auglýstur í Mörkinni og að Skeljungur verði með kynningu auk þess að bjóða upp á veitingar.
Hvað er hér á seyði? Beitti Skeljungur þrýstingi eða var mig bara að dreyma?
Kv. Sigurbjörn.
02.10.2007 at 21:58 #598432Ég sé núna að búið er að svara þessu á öðrum þræði undir Innanfélagsmál, þannig að ég dreg spurninguna til baka.
Kv. Sigurbjörn.
02.10.2007 at 13:30 #200903Kom eitthvað bitastætt fram á félagsfundinum í Reykjavík í gær varðandi Tetra mál?
Gaman væri ef einhver gæti miðlað upplýsingum til þeirra, sem ekki sátu þennan fund.Kv. Sigurbjörn.
23.07.2007 at 21:51 #593812Ég keypti 40 lítra kælibox í Elko fyrir ca. tveimur vikum. Á heimasíðu þeirra sagði að þau væru uppseld en samt voru þau til á Smáratorgi þar sem ég keypti mitt. Vera má að ég hafi keypt það síðasta.
Svo var Húsasmiðjan líka að auglýsa 35 lítra box í blaði sínu um daginn en kannski er þetta allt farið.Kv. Sigurbjörn.
-
AuthorReplies