Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2016 at 16:08 #941105
Kalli kemur að innskráningarborðinu á Kef flugvelli og segir hátt og snjallt;
Ég vil að þessi taska fari til Belgíu,
þessi fari til Kaupmannahafnar,
Já og þessi rauða fari til Perú.
Afgreiðslukonan er nokkuð hissa og segir nokkuð höst.
Þetta er bara alls ekki hægt.
Víst, segir Kalli, Ykkur tókst það seinast þegar ég flaug héðan…..
23.11.2016 at 21:32 #94109222.11.2016 at 16:05 #941085Sæll Jón.
Ég er ánægður með það ef menn eru ekki sammála öllu og hafa aðrar skoðanir. Samt er dálítið óljóst hverju þú ert ósammála hér fyrir ofan. Er það allur þráðurinn, ákveðin umræða eða innlegg? Líklegast tengist það FaceBook þar sem þú ræðir kosti og galla hennar. Svo er það Jeppaspjallið. Allt saman frábærar síður.
FaceBook þykir mér ekki henta klúbbnum. Eins og þú segir. Allt efni horfið eftir 3 mánuði og er úti um allan vefinn. Svo verða allir að vera vinir til að geta fylgst með hverjum hinum. Meiri hluti deilda klúbbsins er með lokaðar FB. síður. Til dæmis sótti ég um sem vefnefndarmaður að gerast meðlimur (vinur) í Hornafjarðardeildinni en var synjað.
Jeppaspjallið er ekki að grípa mig. Ekki nógu myndrænt og eins út í gegn. Það getur nú verið vegna þess að ég er orðin með eldri mönnum hér í klúbbnum.
Ég er að reyna að koma á framfæri fyrri hugmyndum um uppbyggingu vefsíðunnar sem er teiknað hér ofslega á þræðinum. Það virðist ekki nokkur maður hafa hugsað það að neinu leyti. Allavega er þetta komið hér en líklega verður vefurinn með allt öðrum hætti.
Kv. SBS. … broskall.
21.11.2016 at 21:51 #941080Já. Ég var líka viss um að þú vissir það. Þetta verður þá leiðandi fyrir aðra.
Ég fór að skoða þráðinn og sá að hann er í tómu rugli. Mig minnur að ég hafi beðið um að þetta yrði lagfært þegar ég var í vefnefndinni. Frá því vefurinn var færður í Word Press hefur hann verið færður á nýjan þjónustuaðila þrisvar sinnum.
Þessi vefur okkar er búin að lenda í ótrúlegum hremmingum í gegnum árin en áfram skal haldið.
Nú stend ég mig að því að ég er að ræða hér málin eins og ég sé hluti vefnefndar en það er ég ekki. Ég er hér að rita sem félagsmaður með brennandi áhuga á vefmálum klúbbsins með reynslu frá veru í fyrri vefnefndum og þá aðalega hvernig vefurinn á að byggjast upp með forsíðu og baksíðum.
Kv. SBS.
21.11.2016 at 21:14 #941078Sæll Ragnar.
Til að finna spjallþræði þarf að fara í „SPJALL“ efst á forsíðunni og fl. stöðum. Þar eru flokkar. Ultimate build er vistað í „BÍLAR OG BREITINGAR“ Svo er einnig hægt að fara í leitina.
Kv. SBS.
21.11.2016 at 15:13 #941076Nú er ég kanski að ráðast inn á það sem vefnefndin ætti að gera. Mér skilst að það sem er að hægja á vefnum sé að í gegnum tíðina og árin hefur forritunarmálið verið sitthvort og jafnvel nokkur. Einnig mikið gagnamagn sem þarf að rúlla í gegnum. Það er aðalega þetta sem er að tefja vinnsluhraðann á mörgum stöðum. Það er ekki vélbúnaðurinn sem tefur svona.
Það er ekki rétt hjá mér að tjá mig frekar um áframhaldandi vinnslu á vefnum. Það er hætta á að það verði ágiskanir. Ég hef hins vegar fastar hugmyndir hvernig grundvallar-skipulag vefsíðunnar á að vera. Ein þeirra er að nota FaceBook til að leiða menn inn á F4x4 vefsíðuna en ekki að færa nánast allt efni yfir á FB. Einnig er grunnhugmyndir hér ofar á þræðinum.
Það er í raun félagsmenn og notendur en ekki FaceBook sem eru að rústa vefnum vegna þess að þeir láta berast þægilega undan FB. vindi en ekki á móti þegar á reynir. ….og hana-nú og broskall.
Kv. SBS.
21.11.2016 at 11:34 #941072Sælir.
Eins og ég sagði á þræði hjá Elvari sem ég hálftpartinn lagði undir mig þá er þetta til. Ég leitaði að þessum gömlu videoum hér á síðunni en fann ekki. Var búin að eyða miklum tíma að finna þau og setja inn ásamt fleirrum áhugasömum um sögu klúbbsins. Líklega hefur þetta orðið eftir við yfirfærslu síðunnar til núverandi verktaka. Það er þá ekkert annað en að koma því á réttan stað hér.
Annars finnst mér að vefnefndin ætti að tjá sig um frammtíð síðunnar og hvernig stendur til að hún verði skipulögð. Þá erum við eða aðalega ég ekki að tuða um það sem ekki kemur til með að vera hér.
Kv. SBS.
20.11.2016 at 23:25 #941067- Jú það er rétt. Ég var að leiða umræðuna annað.
20.11.2016 at 22:53 #941065Þegar þú segir þungt. Ertu þá að tala um seinvirkt? Ef það er, þá er verið að vinna í þeim málum veit ég en tekur óratíma. Þetta er ágætt spjall en þarf að laga til. Menn verða að sætta sig við að ekki eru öll spjöll eins. Ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég veit ekkert hvernig Jeppaspjallið virkar.
Kv. SBS.
20.11.2016 at 21:47 #941062Þessi þráður minnir mann á þræði sem settir voru hér inn fyrir þó nokkrum árum. Þá voru jöfnum höndum settar inn myndir frá ferðum félagsmanna. Spjallþræðir stofnaðir og menn kepptust við að svara þeim.
Þetta er frábært hjá þér Elvar og sannar að það eru staðlausir stafir að telja mönnum trú um að við verðum að gefast upp fyrir FaceBook og færa okkur þangað yfir með spjallið og myndir.
Tökum okkur nú á eins og hér er gert og virkjum vefsíðuna okkar!!!
Þegar ég var í vefnefnd eyddi ég miklum tíma í vinnu við að setja inn og tengja gömul videomyndbönd úr sögu klúbbsins. Einnig voru menn sem áttu gömul bönd að setja þau þar inn. Ég var að leita að þessum gersemum úr sögu klúbbsins en fann ekki. Þau virðast öll horfin. Vita þeir sem hafa umsjón með vefsíðunni nú hvað hefur orðið um myndböndin?
Kv. SBS.
20.11.2016 at 11:02 #941060Sæl/ir.
Nú í vikunni hljóta að koma myndir úr ferð litlunefndar á ljósmyndavef Ferðaklúbbsins 4×4.
Alltaf gaman að sjá nýjar og ferskar ferða-ljósmyndir hér á vefnum.
Kv. SBS.
18.11.2016 at 10:25 #941051Sælir litlunefndarmenn.
Þið verðið að afsaka að ég skuli vera með þessa umræðu hér á þræðinum ykkar.
Ég var að leita eftir hvar menn ætla að hittast og stofana hópa og klukkan hvað stendur til að mæta. Ég gat hvergi fundið það.
Kv. SBS.
17.11.2016 at 09:27 #941048Þá er búið að skoða þennan þráð um 500 sinnum.
16.11.2016 at 16:05 #941047Sælir.
Takk kærlega fyrir þennan ágæta lista. Uppröðunin er nú ekki alveg eins og ég sá hann fyrir mér. Best væri að allar upplýsingar sem ökumaður setur inn tengdust hverjum bíl. Það er einn dálkur (kassi) tengdur bílnum og svo eru línur innan hans með öllum upplýsingum sem fylgir farartækinu. Sem sagt einn dálkur með öllum upplýsingum sem fylgir bílnum.
Ég veit það er mjög auðvelt að útbúa þetta og gæti ég gert þetta sjálfur en það er ekki á minni könnu.
Kv. SBS.
15.11.2016 at 22:35 #941045Nonni var bráðmyndarlegur maður og hafði borið út póstinn í Hlíðunum á annan áratug og því orðinn vel kunnugur flestum þar.
Einn mánudaginn sem oftar gekk Nonni um hverfið með póstinn og kom að þar sem Gisli hafsteinn, einn íbúanna í hverfinu, var að bera út fjölda plastpoka sem voru fullir af tómum bjór- og áfengisflöskum.
Nonni stoppaði og gaf sig á tal við Gisli Hafsteinn og spurði hvort hann hefði verið með veislu um helgina.
Gísli hafsteinn hélt það nú heldur betur, þau hjónin hefðu boðið 15 hjónum úr hverfinu í veislu á laugardagskvöldinu og úr hefði orðið allsherjar fyllerí.
Nonni hló og spurði hvort þetta hefði ekki bara verið gaman.
Jú, jú! sagði Gísli Hafsteinn, við fórum til dæmis í leikinn „Hver er maðurinn“ og þá fór nú gamanið næstum úr böndunum.
Hvaða leikur er það? spurði Nonni.
Þá fórum við karlarnir inn í svefnherbergi, klæddum okkur allir úr fötunum og skiptumst síðan á að koma út einn í einu, sveipaðir laki, með „fermingarbróðurinn“ einan sýnilegan og konurnar áttu að giska á hver þetta væri.
Nonni hló og sagði að það væri ekki nógu gott að hafa misst af þessu.
Kannski eins gott að þú komst ekki! sagði Gísli Hafsteinn Þær giskuðu sjö sinnum á þig!
15.11.2016 at 11:56 #941044Sælir.
Er hægt að útbúa skrá úr skráningaforminu sem sýnir fjölda þáttakenda og flest allar upplýsingar sem menn gefa upp. Það mindi auka og efla félagsstarfið. Hér áður fyrr voru menn mikið að biðja um þetta. Þetta yrði þá opin linkur eins og skráningaformið er.
Kv. SBS.
15.10.2016 at 19:33 #940928Gummi var með 2 í takinu á elliheimilinu, Siggu og Jónu.
Eitt kvöldið sem hann var hjá Siggu sagði hann að hann vildi hætta með henni.
Hvers vegna ertu að segja mér upp, spurði Sigga.
Sko hún Jóna heldur svo vel umm’ann á nóttinni.
En það geri ég líka hrópaði Sigga.
Já ég veit en Jóna er með PARKINSON
08.10.2016 at 20:16 #940894Vegna áhuga míns á vefsíðumálum klúbbsins hef ég haldið saman talningu á heimsóknum á forsíðunni annars vegar og heimsóknum á allar baksíður síður klúbbsins hinsvegar.
Þessa vikulegu talningu hef ég sett upp í línuriti. Upphaf talningar er júní 2015 og til síðastliðinnar viku.
Fyrst koma fjöldi gesta á forsíðu í hverri viku.
Hægri-smella á myndina og vista hana til að sjá hana skýrari.
og fjöldi gesta á allar síður.
Eins og sést á þessu línuriti má segja að um algert hrun sé að ræða í notkun á vefsíðu klúbbsins. Ég sé á mánaðarlegu yfirliti hjá mér að heimsóknir og notkun á vefsíðunni er á stöðugri niðurleið.
Þetta er mjög erfið staða hjá vefnefnd sem eru að gera sitt besta til að koma síðunni í viðunandi horf. Ég vil því biðla til félagsmanna að nota „Virkar umræður“ og „Ljósmyndasafnið“ til að koma vefsíðunni betur af stað. Ljósmyndasafnið er nothæft þótt margt megi lagfæra. Virkar umræður eru hálfgerður hrærigrautur þar sem öllu eygir saman, komandi viðburðir og fréttir og tilkynningar og fl.
Ég vil taka fram að þetta eru mínar staðreyndir og hugrenningar sem byggjast á veru í fyrri vefnefndum.
Vonandi opnast umræða hér um vefsíðuna sem getur orðið til úrbóta.
Kv. SBS.
06.10.2016 at 13:43 #940889Trúlega er frestun haustlitaferðar í Þórsmörk vegna mikilla vatnavaxta eftir rigningatíð undanfarið.
Eitt er sem vantar í almennar skráningar í ferðir á vegum klúbbsins eru nöfn þeirra sem ætla í ferðir. Sérstaklega nöfn félagsmanna og að sjálfsögðu þeirra sem ekki eru í klúbbnum.
Þetta hef ég oft heyrt kvartað yfir meðan ég var í vefnefndinni. Það hefur mikið að segja fyrir þáttöku í ferðum. Ef menn sjá nafnalistann og kannast við nöfn kunningja eða ferðafélaga þá eru frekari líkur á að fleirri bætast við.
Kv. SBS.
03.10.2016 at 16:12 #940866Allt sem tilheyrði nefndum og deildum var ekki látið fylgja með á þeirra viðkomandi baksíðum þegar Netheimar tóku við vefsíðunni. Því miður.
Það hlýtur að vera til skipulag hjá vefnefnd hvernig vefsíðan á að vera í heild sinni svo hægt sé að koma fyrir efni sem tilheyrir nefndum og deildum.
Kv. SBS.
-
AuthorReplies