Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2015 at 19:31 #778920
Á mánudaginn 6. apríl verður ekki vinnukvöld heldur vinnudagur, mæting upp úr kl. 10. Á ýmsu að taka, fara með rusl, klára að klæða veggi í geymslu, wc niðri, bita í salnum, smíða fatahengi, klæða veggi í sal, klára að flísaleggja wc uppi. Sem sagt nóg að gera. Vill benda mönnum og konum að taka með sér verkfæri t.d skrúfvélar. Á myndunum sést að við höfum ekki setið auðum höndum um páskana í undirbúningi fyrir næstu vinnudaga og kvöld 😉
kv nefndin
31.03.2015 at 23:16 #778903Það er vinnukvöld á morgum miðvikudag eins og venjulega. Var að bæta inn rúmlega 2oo myndum inn á myndasafnið „Vinna í Síðumúla“. Vona að þið hafið gaman af myndunum en þær eru frá upphafi framkvæmda til dagsins í dag.
kv Rúnar
21.03.2015 at 19:38 #77803312.03.2015 at 17:48 #77728722.02.2015 at 20:52 #776946Klárað var að parket leggja skrifstofuna,gólflistar málaðir,farið með tvær kerrur af rusli,ljósalampar hengdir upp,geymslan á Eirhöfðanum tæmd og farnar nokkrar ferðir með dót niður í „Múla“. Nú hefst endaspretturinn við fluttningana og að viku liðinni ætti skrifstofa klúbbsins að opna í Síðumúlanum. Hér að neðan eru myndir frá laugardeginum.
kv Nefndin
20.02.2015 at 20:48 #776924Það gekk vel í „Múlanum“ á síðasta vinnukvöldi.Byrjað var að parketleggja,búið að leggja fyrstu borðin. Klárað var að brjóta niður súluna,fundarherbergið grunnað og í dag búið að mála fyrstu umferð . Ull var sett í veggina á stóra salerninu. Árni Bergs heldur áfram að vinna í rafmagninu sem engin væri morgundagurinn, lamparnir komnir upp í skrifstofunni. Tvær kerrur af rusli bíða eftir að fara í Sorpu,fara á morgun.Ekki má gleyma uppáhellaranun Einari Sól sem stóð vaktina að vanda. Sérstakt eftirlit var haft með Friðrik „henda öllu“ Halldórs af gefnu tilefni. Það stendur til að klára að parketleggja skrifstofuna á morgun laugardag. Á MORGUN LAUGARDAG STENDUR TIL AÐ BYRJA AÐ PAKKA OG FLYTJA NIÐUR Í SÍÐUMÚLA. MÆTING ER UPP Á EIRHÖFÐA KL.1300.
KV Nefndin
14.02.2015 at 17:18 #77681014.02.2015 at 12:44 #77679410.02.2015 at 19:00 #776727Þær voru vel þegnar vöflunar frá Baldri og Berglindi á síðasta vinnukvöldi, fyrir það eiga þau þakkir fyrir. Nú erum við að halda áfram af fullum krafti með skrfistofuna og salernisaðstöðuna. Byrjað er að sparsla fundarherbergi og vinna við að fjarlæga súluna í salnum og fljótlega verður stálbitinn settur upp. Næsta vinnukvöld er á morgun miðvikudag og það er heitt á konnuni hjá Einari Sól fyrir þá sem vilja líta við.
kv Nefndin
08.02.2015 at 00:25 #776677Logi Már, það lítur út fyrir það að við förum á puttanum þar sem „gráni gamli „er ekki ferðafær frekar en Wagoneerinn hvenær sem það nú verður. Við þurfum að snapa okkur far hjá einhverjum,svo að mannskapurinn fái að borða. Við getum ekki látið formanninn skera ketið, það er ekki góð reynsla af því. 😉 (mikróskurður). Svo ætlar Kristján að efna loforð um 12 ára Whisky með kaffi. Ég átta mig ekki á hvað er verið að blanda dass af kaffi við Whisky. Það hlýtur einhver að taka okkur með þar sem við erum með ketið og bassann.
Kv Rúnar
06.02.2015 at 23:55 #77665904.02.2015 at 00:24 #77651501.02.2015 at 17:52 #77643930.01.2015 at 00:21 #776389Á laugardaginn er vinnudagur í Síðumúlanum, mæting kl 10. Fyrirhugað er að vinna í leigurýminu og helst að reyna að klára sem mest í því. Nú er um að gera að mæta og leggja okkur lið við að klára leigurýmið . Þegar leigurýmið er klárt heldur áfram vinna við skrifstofan, salernin uppi og fundarherbergið.
kv nefndin
27.01.2015 at 22:26 #776336Á síðasta vinnukvöldi (mánudag) var lagnagrindin kláruð og vatni hleyft á ofnana og engin leki ;-). Gamla grindin tekin niður og gamla ofnalögnin fjarlægð. Haldið var áfram að einfalda veggina í fundarherberginu . Kom við í Síðumúlanum eftir vinnu í dag og þá var Biggi málari að leggja lokahönd á að sparsla í leigurýminu. Árni Bergs var líka á staðnum að vinna í rafmagninu og Heiðar pípari að líta eftir ofnalögninni. Á morgun miðvikudag verður haldið áfram enda á nógu að taka. Eins og margoft hefur komið fram eru föst vinnukvöld á mánudögum og miðvikudögum kl 1830. Við hvetum félagsmenn að koma og leggja okkur lið eða koma og líta á framkvæmdinar.
kv nefndin
24.01.2015 at 22:07 #776294Það gekk vel í dag. Ofnalögnin í leigurýminu var kláruð og ofnin á skrifstofuganginum var settur upp. Brotið var fyrir niðurfalli á salerni í leigurými og rampurinn var brotin líka. Klárað var að tvöfalda veggina í kaffistofuni í leigurýminu Einnig var haldið áfram að sparsla veggi kaffistofu og salerni. Árni hélt áfram að draga í og er komin vel á veg með raflögnina í skrifstofu og leigurými. Einar var að sjálfsögðu mættur og helti uppá , var hægri og vinstri hönd Bigga málara við frágang á veggjum í leigurými. Logi og Jón G hafa verið í ofna lögninni og samstarfið gengið með ágætum. Stoltið hans Loga snittvélin er í orlofi þessa dagana vegna tannlausra 3/8 snittbakka. Ef einhver lumar á 3/8 snittbökkum sem er aflögufær mun Logi taka gleði sína á ný. Hann þurfti að leita til nútímans (rafmagnshandsnittivél) til að halda áfram með 3/8 ofnalögnina 😉 Að lokum vill ég minna á vinnukvöldið á mánudaginn.
Kv Nefndin
23.01.2015 at 09:13 #77627620.01.2015 at 22:25 #776235Nú eftir áramótin hefur verið góð mæting í Síðumúlann. Það sem hefur verið lögð mest áhersla á er að ganga frá leigurýminu en það á að afhenda leigutaka um mánaðarmótin. Lokið er að leggja ofnalögninna í salinn,fundarherb og geymslu. Til að koma hita á þarf Orkuveitan að færa lagnagrindina en það verður gert næstu daga. Málningarvinnan gengur vel og svo rafvirkjavinnan líka. Félagar í skálanefndinni komu og bökuðu vöfflur í mannskapinn og fyrir það eiga þau þakkir skilið. Fyrirhugað er að fjölga vinnudögum í Síðumúlanum til að geta afhent leigurýmið á réttum tíma og flutt starfsemi klúbbsins seinnipartin í febrúar. Auka vinnudagar verða auglýstir hér á þræðinum.
kv nefndin
06.01.2015 at 17:18 #77601304.01.2015 at 23:03 #775956 -
AuthorReplies