Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.03.2011 at 12:24 #724168
Þetta eru eiginlega stórskemmtilegar umræður!
Eitt hef ég þó ekki séð, en það eru sannfærandi rök fyrir að þetta geri ekkert gagn í gömlum vélum. Ástæðan fyrir því að ég hef áhuga á því skýrist kannski af því að yngsti bíllinn minn er þrettán ára og þegar tegundin fékk vélina sem er í honum fyrir sautján árum var komin all-nokkur reynsla á hana. Í hinum jeppanum mínum er vél sem var hönnuð fyrir rúmlega hálfri öld, og vélin í fólksbílnum er upprunin frá áttunda áratug síðustu aldar.
Ég veit að það tapast orka við að búa til vetnið, t.d. segir einn sem segir þetta þó gera gagn, að það þyrfti ekki frostlög þar sem hitinn sem myndast væri fljótur að bræða vatnið.
Ég er heldur ekkert hissa þó þetta geri ekkert gagn í fimm ára gamalli Hondu eins og í tilrauninni sem FÍB vísar í.
Ég er heldur ekki hissa þó þetta geri ekki gagn í rafölum, ekki frekar en þetta myndi gera gagn í eldri útgáfum af Prius (sem var ekki hægt að stinga í samband) en bensínsparnaðurinn næst helst með því að vélin gengur undir jöfnu álagi (til að búa til rafmagn).
Þess vegna verður athyglisvert að sjá hvað kemur út úr tilraununum.
Það væri líka áhugavert að vita hvort hægt sé að nota metan sem hjálpargas og hvort ísetningarkostnaðurinn væri eitthvað lægri við það heldur en að nota það beint sem eldsneyti.
kv.
ÞÞ
ps. varðandi Range Roverinn, ef árgerðin er eitthvað nálægt 1990 er stilliviðnám sem er tengt tölvunni undir farþegasætinu. Með því að skipta um það (kostar klink í Íhlutum) er hægt að láta tölvuna hætta að hlusta á súrefnisskynjarann, Eyðslan gæti skánað við það; væri allavega áhugavert að vita hvað það gerði.
pps. Í ljósi þess hve FÍB var duglegt við að skjóta þetta niður er fyndið að lesa þessa frétt hér [url:3a4dki6n]http://fib.is/?FID=2718[/url:3a4dki6n] …
27.03.2011 at 22:15 #724162Rökin hjá henni sýnist mér aðallega vera:
1. Ný vél nýtir eldsneytið 99,9%
2. Gamlar vélar eru ‘stilltar’ þegar vetnistdótið er sett í og þess vegna næst aukin nýtni, ekki út af vetninu.Og svo eyðir hún smá púðri í þetta með orkuna sem við vitum að kemur málinu ekki við.
Hins vegar fyrst hún telur að hægt sé að ná sömu nýtni úr gamalli vél og nýrri með stillingu, er ég að spá í að fá hana til að stilla vélina í gamla prammanum mínum!
kv.
ÞÞ
26.03.2011 at 16:33 #724154Þá vitum við það. Getum gleymt þessu.
Kannski einhver góðhjartaður myndi hafa samband við Benna og félaga svo þeir geti hætt þessum tilgangslausu prófunum.
kv.
ÞÞ
22.03.2011 at 12:15 #724142Ágætt að fá þessa yfirferð hjá Guðbrandi, þó að hún komi umfjöllunarefninu kannski ekki mikið við, enda ekki verið að nota vetnið sem eldsneyti heldur hjálparefni til að bæta brunann. Sjálfur veit ég ekki hvort það virkar eða ekki, en ég væri ekki hissa þó það gerði eitthvert gagn, sérstaklega á eldri vélum. Því betur sem eldsneytið brennur í vélinni, því minna þarf að brenna upp í hvarfakútnum!
Það verður þess vegna athyglisvert að sjá hvað kemur út úr tilraunum Benna og félaga.
En aðeins varðandi það af hverju þetta er ekki í nýjum bílum (að því gefnu að þetta geri gagn…). Ég held að það væri ekki auðvelt að markaðssetja bíl sem þyrfti að bæta einhverjum dropum af vatni (jafnvel eimuðu) á reglulega og svo þar að auki einhver hjálparefni með. Meðalkúnninn er bara ekki til í að standa í slíku véseni. Svo veit maður ekki hversu vel þessi búnaður endist. Það er þess vegna skiljanlegt að bílaframleiðendur reyni að finna aðrar leiðir til að uppfylla opinberar kröfur um mengun og kröfur kúnnans um sparneytni. Þess má þá líka geta að það eru ósköp fá ár síðan kúnninn gerði sér ekki mikla rellu yfir hálf til eins lítra eyðslumun á hundraðið!
kv.
ÞÞ
19.11.2010 at 09:38 #710670Þessir lengri púðar gera svosem ekkert kraftaverk, en með því að möndla aðeins við loftpúðastýringuna er hægt að nota þá til að hækka bíllinn um eina til tvær.
Þessi rauði var upphaflega aðeins boddíhækkaður og svo klippt. Eigandinn sagði mér að þetta væri með einfaldari breytingum sem hann hafði framkvæmt. A.m.k. einum hefur verið lyft á 44", þá var bodíflyft og hásingar síkkaðar og færðar með ‘hefðbundum’ suðuaðferðum. Gott ef Úlfstaðabræður mixuðu ekki í hann lóló, en mig gæti verið að misminna eitthvað.
4,1 og 4,7 hlutföll eru til (gott ef ekki 3,8 líka), orgina hlutföll eru 3.54.
Athugaðu hins vegar að þetta á við um 95 – 02 árgerðir, 2003 kom allt annað apparat..
kv.
ÞÞ
28.10.2010 at 20:19 #708112Einmitt. Ef það er ekki verið að senda manni neitt meira en greiðsluseðilinn má spara þann póstkostnað mín vegna.
kv.
Þorst.
27.10.2010 at 09:47 #707940Koparfeiti er fín á gengjur þar sem maður vill geta losað aftur án stórátaka (t.d. felgurær) eða hluti sem maður vill gjarnan geta losað aftur í sundur (t.d. undir álfelgur þar sem hún fellur á stálnafið) án þess að þurfa að banka það mikið til. Í slíkum tilfellum dugir hún lengur en koppafeiti.
Hún er hins vegar ekki ætluð á hluti sem hreyfast (legur o.s.frv.), hef grun um að það geti farið illa sé það reynt.
kv.
Þorst.
08.04.2010 at 13:57 #689858Væri ekki hissa þó þeir sem skilja þetta séu fleiri en þeir sem skilja Íslensku…..
05.02.2010 at 11:28 #681548[quote="JHG":1ejqbkb0] Því miður þá er svolítill sannleikur í þessu hjá honum því flestir hafa lent í því að ætla að skipta um akrein og gefa stefnuljós en þá koma þeir sem fyrir eru á akreininni í veg fyrir það.[/quote:1ejqbkb0]
Það er reyndar ekki bara dónaskapur að koma í veg fyrir að hægt sé að skipta um akrein, heldur er það bannað. Ég hef þess vegna stundum látið það eftir mér að flauta á slíka ökumenn, rétt eins og verið væri að ‘svína’ fyrir mig með öðrum hætti.
Hins vegar er það ekki alveg út í hött að kalla stefnuljósanotknun gáfnaprófið í umferðinni, ekki endilega hvort gáfurnar séu til staðar, heldur hvort verið sé að nota þær. Eitt algengt dæmi um að gáfurnar séu skildar eftir heima, er þegar skipt er um akrein, farið á beygjurein og stefnuljósið svo sett á meðan beðið er eftir græna beygjuljósinu.
kv.
ÞÞ
13.10.2009 at 23:05 #661796Er með Cooper M+S (eða hvort þau heita Cooper Discoverer M+S) í einmitt þessari stærð og ég hef ekki ekið á betri dekkjum. Sér þar að auki ekki á þeim eftir þrjú ár; tvo vetur með nöglum í en svo tvö sumur og einn vetur eftir að ég plokkaði naglana úr. Mögnuð dekk.
Verðið gæti verið annað mál hins vegar….
kv.
ÞÞ
26.08.2008 at 10:39 #627910Sammála, sé ekki annað en að þetta sé Töfrafoss. Hann ku sjást nú að hálfu leyti þegar lónið er í lægstu stöðu. Aðeins minna töfrandi þá býst ég við.
kv.
ÞÞ
26.06.2008 at 10:11 #613804Kannski eitthvað [url=http://x-eng.co.uk/X-BrakeDIY.asp?MID=31:2lf7hm3h][b:2lf7hm3h]hér[/b:2lf7hm3h][/url:2lf7hm3h] sem gæti gagnast.
kv.
ÞÞ
13.06.2008 at 09:48 #624310Óttalegur hringlandaháttur er þetta á Vegagerðinni, önnur vikan í röð sem þeir hætta við auglýsta opnun!
kv.
ÞÞ
12.06.2008 at 11:35 #6242981. Útlendingar er vondir.
2. Útlendingar á Landrover eru voðalega vondir.
3. Útlendingar á Landrover með stýrið vitlausu megin eru glæpamenn.
4. útlendingar á Landrover með stýrið vitlausu megin og hlaðnir af farangri eru stórhættulegir glæpamenn.
5. Útlendinga á óbreyttum Landrover með stýrið vitlausu meginn, snorkel og spil og hlaðnir farangri ber að taka úr umferð og meðhöndla sem Ísbirni.
Þori ekki að fara útí hvað á að gera við þá ef Landroverarnir eru þar að auki skítugir, spila fyrir þá Eurobandið í klukkutíma eða eitthvað álíka hræðilegt.
kv.
ÞÞ
29.05.2008 at 09:13 #623490Þetta þýðir að ef samanlögð þyngd bíls og kerru er undir 3,5 tonn má kerran vera þyngri en 750 kíló. Annars má hún ekki vera þyngri en þessi sömu 750 k.
kv.
ÞÞ
09.03.2008 at 11:23 #617076Ég verð nú aðeins að koma vefnefnd til varnar varðandi þetta happdrætti. Eins og ég skil þetta er þetta ein besta mæling sem hefur verið gerð á notkun á þessu spjalli. Stofnaður þráður hvar næstum allir sem nota síðuna skrá sig inn, hver og einn þó bara einu sinni. Við hinir sem látum happdrættið eiga sig látum vita af okkur hér!
kv.
Þorsteinn Þ.
14.11.2007 at 11:52 #603100Sælir
Eins og einhver nefnir hér þá er himinn og haf milli þess gamla og nýja Freelander sem kom í vor. Sá nýji er skyldur Volvo bara flottari og betri
Muni ég rétt er hann heldur ekki smíðaður í Land Rover verksmiðjunum og heldur lítið eftir af Lúkasi gamla í honum.
kv.
Þorsteinn Þ.
(sem langar í svona bíl – notaðan eftir nokkur ár..)
28.10.2007 at 22:05 #201057Sælir
Mér lék bara svolítil forvitni á hvort ferðinni væri heitið í Hólaskóg eða Hólaskjól.
kv.
Þorsteinn Þ.
21.02.2007 at 23:36 #581832Einhvernveginn finnst mér allt benda til þess að hann hafi verið í Ameríkuhreppi þessi fimm fátæku námsár. Eftir því sem mér hefur skilist er, – og sérstaklega var – bensínið eitthvað ódýrara þeim megin á hnettinum en hérna á skerinu.
En þetta gæti líka verið misskilningur hjá mér.
kv.
ÞÞ
25.10.2006 at 22:09 #565264Prófaðu að spyrja á spjallinu á http://www.islandrover.is. Það eru nokkrir þar sem hafa gert þetta.
kv.
Þorsteinn
-
AuthorReplies