Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2008 at 09:03 #609796
Þægilegt að koma þeim í bílinn, var 2 tíma í gærkvöldi að taka þá úr og setja í Hiluxinn minn. Góðar stillingar og situr akkúrat í réttri hæð. ca.3-5 cm hærra en í gömlu. Fremri festingar passa 100% en þarf að smíða pínu að aftan.
Var einu sinni með Galant stóla en þeir voru frekar klunnalegir miðað við Civic stólana.
Kveðja Pétur
28.12.2007 at 22:28 #607774Það er nú aldeilis blíðan…
Hérna auðvitað grípa menn með sér timbur þó að það sé ekki meira en einn eldspýtnastokkur.
Ég tek meira að segja 2 Bárðdælinga á bálið..
28.12.2007 at 08:09 #607760Það er fallegt veðrið…
27.12.2007 at 11:07 #607744Ég er klár í að fara og bubbi bróðir líka, alveg spurning að hafa ykkur stubbana saman á bíl Elli..
Það er fínt að fara klukkan 11 frá Leirunesti og hafa möguleika á að keyra eitthvað. Ég hafði hugsað mér að gista, fyrst við erum að fara þarna upp eftir á annað borð.Já og þetta er ekkert mál fyrir 35" Hilmar
Þeir sem ætla. (gista)
Pétur + 3 og gista
Bubbi
Elmar + 3
Stefán
Hilmar
18.12.2007 at 09:42 #607140Þeir þjónusta okkur hér fyrir norðan með teigjukaðla. Fékk 2 stk 20 metra kaðla splæsta í annan endann á föstdag. Annars mæli ég með því að menn séu ekki að kaupa minni en 28mm kaðla. Allavega ef á að nota þetta í stærra en suzuki fox.
Kveðja að norðan
ps. fullt af snjó á hálendinu okkar..
24.11.2007 at 17:29 #604318Já Benni það er ágætt að versla við Toyota og ég er nú búin að eiga allavega 7 Toyotur og keyft varahluti hjá þeim. En maður verður líka að lýta í kringum sig svo að maður haldi nú samkeppni og verði á eðlilegum nótum. Svo er Toyota dýrkun ekki tengd blóðrásarkerfinu hjá mér þannig að ég treysti mér vel til að nota ýhluti ef þeir eru jafn góðir..
Farðu nú síðan að hætta að bóna og reyndu að sýna Erling um hvað þetta sport snýst, það er að sitja ekki bara heima og agnúast.Já og þið hinir takk fyrir svörin, gott að fá hugmyndir og reynslu annara..
Kveðja að norðan og það styttist í bjórinn..
23.11.2007 at 23:55 #604306Erlingur minn það er búið að fækka svo stórlega Patrol eigendum og þeir sem eiga slíka faraskjóta sitja nú yfirleitt heima í sófa svo að ekkert bili. Þannig að við fáum varla útköll lengur…
Já Elmar kallinn er góður, hann er hættur að hugsa út þetta spindla dót og farin að moka í mig bjórnum.
En já vorum að spá í að bjóða þér að vera cóara hjá okkur í vetur. Þú hefðir nú gaman að því að komast á fjöll með okkur strákunum í alvöru jeppa og alvöru fjallaleiðir…
Ekki ferðast í einhverju hvítflibba slyddujeppa með autopilot og geimgírum…
Gengur vel…. Skál..
23.11.2007 at 22:57 #604300Heyrðu Erlingur þú lifandi? Við Elmar vorum einmit að velta fyrir okkur að þú ert búin að selja Patrol. Strax og þú varst búin að selja Datsun þá þorðiru loks að skjóta á Toyota menn..
En það sem Elmar var að spá hvað þetta myndi kosta fyrir hann. Ef þið vitið það endilega látið okkur vita því þá tímir hann kanski að gefa mér meiri bjór…
Skál..
23.11.2007 at 22:28 #201243Sælir félagi minn fékk athugasemd út á spindla í skoðun í dag (alveg satt) og við erum núna að sötra bjór og spá í hvað það kosti hann að kaupa nýja spindla í klafann. Bæði efri og neðri.
Væri magnað ef þið væruð með hugmyndir um verð og hvar væri ódýrast að kaupa þá.Kveðja úr snjónum á Akureyri
Endilega svara fljótlega áður en við verðum búnir með fleiri…
10.11.2007 at 17:11 #602666Svona er þetta bara og er löngu vitað að jarðolíur er auðlind sem verður uppurinn á endanum og auðvitað hækkar verðið..
Held að menn ættu að hætta að væla yfir þessu því þetta er óhjákvæmilegt.Ég ætla svo sem ekkert að tjá mig um skattinn sem ríkið tekur af okkur fyrir að keyra í snjónum… Ekki sanngjarnt.
En nú verður bara en meira gaman að eiga ameríska bíla og þeir eigendur hvarta mest. Samt styrkja þeir heimsveldið sem eyðir mestu af auðlindinni með því að kaupa flekana þeirra en þeir ráða líka mestu um heimsmarkaðsverð á eldsneyti.
Einn greinilega klikkaður að norðann..
24.10.2007 at 21:15 #600172Ef ég væri þú þá myndi ég ekki deyja alveg ráðalaus. Þessir bílar eru flestir þjónustaðir á Egilsstöðum, þannig að ég myndi leita uppi bifreiðaverkstæði á Egilsstöðum og tala við þá. Síðan gæti Arnarfell átt einhverja svona bíla..
Sem sé leitaðu af bifreiðaverkstæðum á http://www.ja.is
23.10.2007 at 09:49 #600458Ég er mjög sáttur að greiða 6000 íslenskar spírur í félagsgjöld. Ég valdi að fara í þennan klúbb því að ég sá að hann stæði fyrir málefnum sem skipta miklu máli svo að ég geti stundað jeppamennsku um ókomin ár. Það er ekki gefið að við fáum að keyra um okkar land eins og við gert hingað til. Ferðaklúbburinn er góður í að leggja línur og temja vitleysingjana svo að þeir læri að umgangast landið.
En það sem ég var að velta fyrir mér er hvernig skiptist félagsgjaldið. Er ákveðin % til deildana eða?
13.10.2007 at 22:44 #597114Það fer örugglega illa í menn sem drekka 19 bjóra og standa voðalega lágt yfir sjó…. Eða er F78 að ná tökum á sumum…
11.10.2007 at 10:21 #599460Hérna geturu fengið öll svör við vandamálum þínum. Fljótlegt og þægilegt… :o)
13.09.2007 at 15:26 #596124Þú getur nú fengið far með mér svo að þú getir nú sparað eldsneytið Eisi minn… Ég verð kominn heim úr Hjörvarsskála upp úr hádeigi þannig að við sameinumst uppeftir..
Kv Pétur
11.09.2007 at 00:11 #596104Ég er alveg búin að sjá það að ég þarf að mæta þó það væri bara til að passa upp á að Elmar snúi nú hamrinum rétt..
Ég mæti samt ekki fyrr en á Laugardeginum þar sem ég er bókaður upp í Laugarfell á föstudagskvöldið.
Kveðja. Pétur á Toyotu sem fer í gang.. :o)
05.08.2007 at 12:15 #594390Ég vil þakka Valgeiri fyrir þennan pistil. Hann gefur góða mynd af því hvernig hestafólk er að verða að stórum hluta. Ég vil samt benda á að það eru mjög margir hesta menn tillitsamir.
Ég er hjóla, jeppa, veiðimaður og allt það og þoli ekki heldur hestamenn. (líkar ágætlega við hesta) Eftir að reiðleiðir urðu fleiri og hestamenn uppgvötuðu að það væri hægt að ríða þeim út á öðru en malbiki hef ég orðið sáttari við hestamenn. Allavega er orðið minna um stóðrekstur hingað og þangað eftir vegum ætluðum bílum og hjólum (sem borga vegaskattinn í eldsneytinu). Flestir hestamenn heilsa manni vingjarnlega þegar ég hef stoppað drullumallarann til að hleipa þeim hjá. Held að við ættum að vera þroskaði aðilinn áfram og sýna þeim umburðarlindi upp að vissu marki..
05.04.2007 at 22:14 #587316Þvú miður kemst maður ekkert alvöru á fjöll um helgina. Ég var samt búin að lofa dótturinni að skreppa aðeins með hana. Væri gaman að heyra af ykkur því að ég væri vís með að renna á mánudag upp hjallann.
Kv. Pétur
29.03.2007 at 10:53 #200019Var að skoða flott tilboð hjá http://www.kliptrom.is. Þeir eru meðalannars með milligíra og lækkanir í gírkassa á tilboði núna. Er með 4runner og dauðlangar í lægri gíra í bílinn eftir síðustu ferðir. Ætlaði alltaf að kaupa milli kassa en það kostar soltið bras, er ekki lægri hlutföll í lágadrifið þá málið? Eða yrði ég svona miklu sáttari með millikassa?
Pétur sem vill komast hægar….
04.03.2007 at 14:36 #583198Sýnist þetta vera bíll sem Siddi á Akureyri átti. Bíllinn lenti útaf og eyðlagðist. Var rifinn í Hafnafirði. En hurðirnar lifa áfram í D-cap sem ég átti.
-
AuthorReplies