Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2003 at 11:29 #465956
Við erum líka að fara á Grímsfjall. Erum á 6 jeppum og ætlum að leggja úr bænum upp úr kl 6. Erum nokkrir sem þekkjum þessa leið.
kveðja
Pétur
13.12.2002 at 00:24 #465322Svo sagði einhver hér á undan að meirihluti landsmanna vildi drífa virkjunina af stað…:) Þetta er að verða einn fjörugasti þráðurinn lengi. Greinilega ekki alveg sandkasa sátt um málið.
Ég var að velta fyrir mér. Í sveitinni í gamla daga var einn bóndinn sem varð alltaf að byggja við fjósið á hverju ári til að fá dreifbýlis-bygginga-stofnlána-einhvern bændastyrk til að geta borgað vextina af eldri lánum. Fjósið stækkaði og stækkaði og hann varð líka að selja eina og eina kú upp í vexti og á endanum eignaðist kaupfélagið og byggðastofnun allt draslið..þ.e.a.s. tóma risafjósið gamla Massann og heihleðsluvagninn. Er Landsvirkjun nokkuð í sama limbóinu? Afhverju liggur þeim svona á að virkja alla þessa ((vistvænu)) orku í fúla álframleiðslu??
Bara svona spyr… Væri ekki nær að virkja til að knýja gerfisnjóvélar…
Áfram með þrasið
kveðja Pétur
10.12.2002 at 12:05 #465190Ég veit ekki alveg hvaða leið Bóndinn er að tala um. Er hann að reyna að halda mönnum frá hálendinu eða er hann þessi týpa sem upplifir allt tífalt meira en aðrir. Að mínu mati er þetta Subaru færi nánast. Og er ég þá ekki að gera lítið úr Toyotu Tercel, hún færi þetta sennilega líka. Ég hef marg oft farið þessa leið og veit ekki alveg hvar hún ætti að vera drullusvað. Þetta er mest glerhart grjót. Að vísu eru árnar alltaf þannig að fara verður þær með varúð, en að þetta séu einhverjar sérstakar hættusprænur hef ég ekki orðið var við. Ef menn hafa einhverja reynslu af jeppa akstri og ferðalögum þá er þetta bara þægileg dagsferð með kaffi stoppi í einhverjum af þessum fínu skálum sem eru á leiðinni. T.D 4X4 skálanum í Sultarfitum.
Kveðja
Pétur
23.11.2002 at 14:14 #464560Er svo sem ekki mikill sérfræðingur, en mér sýnist þetta hafa með myndina sjálfa að gera. Hún er einfaldlega í þessari stærð þegar þú sendir hana inn. Talaðu við einhvern sem er klár í myndvinnslu og lærðu að vista myndina í réttu stærðarformi.
kv Pétur
29.10.2002 at 11:17 #463876Þessi ljós koma sér mjög vel ef verið er að elta illa sjánlega slóða eða tæplega stikaða leið í myrkri og slæmu skyggni td. Allavega… einusinni prófað þú getur ekki hætt… Maður þarf bara að passa að setja þetta ekki of framarlega á toppinn. Ég setti þetta á miðjan toppinn fyrir framan tengdamömmu og lenti í að við sumar aðstæður kom leiðinda glampi á frammrúðuna. Ég varð að setja skyggni á toppninn til að redda því. Það var reyndar bara allt í lagi. Fínt að hafa svona der í sólinni og er líka bara drullu flott….;)
06.07.2002 at 01:40 #462192Var að stúta 2,8 í annað sinn….rosa glaður. Setti nún 4,2 Nissan undir húddið og fékk túrbó kitt frá bretlandi við hana. Þetta er að virka ekkert smá vel. Vélin passar eins beint oní og eitthvað mix getur gert á annað borð. Eina vandamálið er að þessar vélar vaxa ekkert á trjánum hérlendis. Ég held að þessi vél sé að toga meira en 4,2 Land Cruiser.
Mæli með þessu
12.06.2002 at 12:37 #461778Þeir eru td með mail:
Björn Erlingsson [bjossi_erlings@hotmail.com]
Þar ætti að vera hægt að koma á framfæri skilaboðum og stuðnings yfirlýsingum.
11.06.2002 at 01:29 #461774Ég gróf uppi forsvarsmenn Halo og spjallaði við þá. Þeir ætluðu að birta svar hér á spjallinu, en tókst ekki að logga sig inn. Þeir sendu mér smá línu sem ég mátti birta. Hún kemur hér óbreytt:
Heill og sæll Pétur, ég reyndi að svara en skráning mín var ekki í lagi. Við erum að vinna að því að koma þessu í gang aftur, – en þurfum þolinmóðan fjárfesti, stuðning stjórnvalda eða víkjandi lán til að koma þessu í gang aftur. Hér á landi er miklum fjármunum varið í að úrelda skip, – því ekki að hjálpa okkur að úrelda lélegar veðurspár. Við getum þegið alla hjálp við að þrýsta á stjórnvöld, – samgönguráðherra, sjávarútvegsráðherra, forsætisráðherra (upplýsingamála) en ég tel borin von að umhverfisráðherra geri nokkuð nema það sem rágjafarnir setja honum fyrir, en þeir þora ekki að viðurkenna fyrir sér að þetta geti verið betra svona eins og við gerum þetta. Það sem hefur skort er að ná verulegum þrýsting frá notendum. Það þarf td. ekki nema ca 10 kr. á hverja heimsókn af notanda frá .is til þess að greiða netgjöld og fjármagnskostnað af skuldum. Þetta dygði til þess að við gætum farið í útfluttning og skilað gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. Hingað til hafa stjórvöld valið þann pólinn að stinga undan okkur, skattpína starfsemina og kansélíið umgengst okkur eins og holdsveikir værum.
Hins vegar er það borin von að Veðurstofan ráði við að koma
upp eins þróaðri upplýsingamiðlun og Theyr.com-vefurinn var,
– heldur má búast við lélegum eftirlíkingum ef einhverju. Kostnaðurinn væri margfaldur sá sem við förum framá til að
halda út þessari þjónustu fyrir landsmenn. Við teljum að það
sé meir í húfi fyrir landsmenn en að menn spari sér tvö stöðugildi við að halda þessu gangandi þegar um 7*24*52-þjónustu er að ræða.Þú mátt setja þetta á vefinn og vitna í mig og það er ekki svo að við höfum ekki farið framá samstarf og teiknað upp leiðir til að ná þessu fram.
Með góðri kveðju Björn E.
10.06.2002 at 17:12 #461772Ef málið snýst ekki um meira en það, þá er ég glaður með í að borga léngjöld.
09.06.2002 at 17:46 #461768Er ekki einhver á meðal okkar jeppamanna sem hefur tengsl inn á veðurstofu? Ef ekki er hægt að styrkja Halo til að halda úti sinni frábæru þjónustu, getur þá ekki veðurstofan sett upp álíka vef. Ekki ætti tæknin að hindra það.
09.06.2002 at 11:07 #191551Hvernig er það, sakna menn ekki Halo veðurspánna? Ég notaði þetta mjög mikið, fannst þetta eitt áræðanlegasta og aðgengilegasta veðurkortið. Það eru erfiðleikar með að halda þessari síðu úti m.a. vegna þvermóðsku veðurstofunnar. Þarf ekki að blása upp smá þrýsting á veðurstofuna að koma þá allavega með sambærilegan vef, eða semja hreinlega við Halo um að halda vefnum áfram. Ég þykist vita að margir ferðamenn og ferðaþjónustu aðilar hafi nýtt þennan vef mikið. Allavega heyrði maður oft menn vitna í Halo spánna. Er eitthvað sem við getum gert. Ef svo er, gerum það þá strax. Kannsik er enn von að koma Halo aftur í gang.
Kveðja
Pétur B Gíslason
05.06.2002 at 10:33 #461726Góð lausn er Vertex (Yeasu) handstöðvarnar frá Sigga Harðar. Með útiloftneti á bílnum hef ég talað við menn í 80-90 km fjarlægð. Mjög fín hljómgæði og stóri plúsinn. Þú getur labbað með þær í burt þegar allt annað er orðið fast… nú eða bara td á rjúpnalabbið og annað slík. Án efa öruggustu stöðvarnar á markaðnum. Mæli hiklaust með þeim.
Kveðja
Pétur
-
AuthorReplies