Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.08.2007 at 20:16 #594686
Það er mjög auðvelt að skipta um rafm. læsinguna. Þú færð væntanlega allan pakkann, þ.e. mótorinn og húsið utan um fjöðrina í einu stykki. Þá er bara að rífa gamla úr og setja nýja í.
Nokkur atriði til að hafa í huga:
– Það þarf að tengja nýja mótorinn og vera viss um að hann sé í réttri stöðu áður en þú setur hann á hásinguna (muna að vera í lágadrifinu).
– Öndunin fyrir læsingamótorinn/fjöðrina þarf að vera í lagi og ná nógu langt upp. Það er víst ein algengasta ástæðan fyrir því að þetta bilar að öndunin stíflast og þá kemur raki, ryð og så videre.
– Svo er gott að smyrja koppafeiti eða eitthvað á þann flöt sem liggur að hásingunni, þetta vill gróa fast með tímanum
– Sumir hafa verið að setja auka hlífar undir læsingapunginn til að hlífa honum við höggum. Þetta er jú bara álMan ekki eftir fleiru í bili. Svo vil ég bæta því við að ég held að loftlæsingarnar séu ekkert betri en rafm. Öndunin þarf bara að vera í lagi og svo virkar þetta bara (skilst mér á gáfaðri mönnum!)
13.07.2007 at 18:36 #593436(Þrátt fyrir að 244stk hafi lesið þráðinn hefur enginn treyst sér til að taka til máls…?)
Ég sendi loftsíuhúsið til "Plastviðgerða Grétars" í Kópavogi og fá þeir hér með ókeypis auglýsingu fyrir góða og skjóta þjónustu. Þeir græjuðu stút á húsið og einfaldan búnað til að skipta á milli orginal loftinntaksins og stútsins. Svo er ætlunin að setja barka á stútinn og taka loft innan úr bíl. Ef einhver hefur góð ráð varðandi það má hann endilega skjóta því inn
09.07.2007 at 19:11 #200512Sælir/ar
Ég er með LC 90 og langar að breyta loftinntakinu svo að hægt sé að taka loft fyrir aftan vél eða jafnvel innan úr bíl.
Mér skilst að síuhúsinu sé breytt einhvernveginn þannig að hægt sé að tengja barka við það og þá skipta á milli þess að hann taki loft úr brettinu eða barkanum.
Er einhver sem hefur gert þetta eða veit hvernig þetta er gert?
18.04.2007 at 13:12 #588356Til hamingju með kaggann! Er búið að skipta um hedd í honum? Mætti maður forvitnast um kaupverð? (palmiben hjá simnet.is)
16.04.2007 at 11:24 #588346Gleymdi að nefna að það þarf að passa að öndunin úr læsingapungnum sem fjöðrin er í sé í lagi, annars fer allt til fjandans með ryð og þh.
16.04.2007 at 10:36 #588380Sammála því að við þurfum að deila svona upplýsingum á milli okkar. En við verðum að sjálfsögðu að gæta okkar á því að það verði ekki múgæsing og fólk fari að spana upp vitleysuna í hvort öðru.
Er kannski grundvöllur fyrir því að stofna nýjan flokk inná spjallinu sem gæti t.d. heitið "Neytendahornið"? Þá væri hreinlega hægt að benda fyrirtækjum á vefinn þar sem þau hefðu þá tækifæri á að svara fyrir sig þar. Ég held að það sé mikilvægt vefurinn skili þessum upplýsingum til fyrirtækjanna líka svo þau geti bætt þjónustuna, en ekki bara til félaga.p.s. ég veit ekkert um 44" eða 46" dekk enda keyri ég á 38"
16.04.2007 at 08:59 #588344Það er heddið sjálft sem var gallað orginal í ’97 árg. þegar það er búið að skipta um það ætti það ekki að vera vandamál.
Varðandi rafmagnslæsingar… þetta er gamla þjóðsagan um að þær séu drasl. Þetta var (er) þannig í eldri árgerðum af t.d. Hilux að rafmagnslæsingin að aftan festist ef hún er ekki notuð reglulega, þá þarf taka hana og smyrja. Þetta er búið að laga þegar 90 krúserinn kemur, en þjóðsagan lifir enn. Ég held að þessar læsingar bili ekkert meira en loftið, en ég er nú enginn sérfræðingur samt…
14.04.2007 at 23:02 #588336Ég er búinn að vera á svona bíl í vetur (tveimur reyndar) á 38" og er mjög ánægður með hann. Ég held að maður fái ekkert mikið betri alhliða bíl, hentar vel í vetrarferðir og er góður á malbiki. Sérlega þægilegur ferðabíll.
Hef séð svona bíl ansi seigan á 35tommunni í snjó, en honum eru auðvitað takmörk sett eins og öðrum 2t bílum á 35"
13.04.2007 at 00:49 #583930Það er nú einmitt það sem hann Georg ætlar að komast að – og setja hér inn á vefinn
10.04.2007 at 11:52 #587238og virkar vel
Ég þakka góð ráð Hafsteinn!
10.04.2007 at 11:49 #583918um málið? Fórstu í heimsókn til þeirra Georg?
04.04.2007 at 17:25 #587234Já, ok. En hvar er wastegate ventillinn á þessum túrbínum? Ég fæ ekki betur séð en að það liggi nokkrar slöngur þarna inn og út, og ég bý ekki yfir nægri þekkingu til að vita hvað er hvað.
04.04.2007 at 17:00 #587230Núna eru u.þ.b. 100manns búnir að lesa þráðinn. Er enginn sérfróður um túrbínur? Eða eru allir lagðir af stað í páskaferðina?
04.04.2007 at 11:25 #200066Sælir félagar.
Ég er með millikælis-sett í 90 krúser og er að vinna í að koma því fyrir.
Mig vantar að vita hvar slangan fyrir þrýstingsstýring (vacuumstýring fyrir waste gate ventil?) á að koma í túrbínuna?
Slangan liggur úr rörinu sem liggur yfir vélina (eftir millikælinn) og niður í túrbínu.Sjá líka:
Góð Intercooler/túrbínufræðsla
10.03.2007 at 13:03 #583894Það er framdrifið sem er veiki hlekkurinn í þessum bílum og ekki óalgengt að menn brjóti það. Þessi galli sem þú vísar í þarna er hinsvegar í afturöxlum. Það er að ég best veit ekki algengt að það sé vesen á þeim. Þessar árgerðir af 90týpunni sem Toyota er að skipta um í eru líka margar hverjar komnar í um og yfir 200þús. í keyrslu svo vandamálið er nú ekki stærra en svo að flestir öxlar hafa haldið hingað til. Ætli þetta sé ekki svona fyrirbyggjandi aðgerð hjá þeim?
16.02.2007 at 17:26 #580656Það er eins hjá mér og Dagbjarti að alltaf kemur ilvolgt úr mistöðinni frammí sérstaklega til hliðanna.
Bíllinn hjá mér er hækkaður um 10cm á boddý, þessvegna er hugsanlegt að lofttappi í kerfinu gæti verið vandamálið.Ég er búinn að taka slöngurnar af og láta vatn renna í gegnum elementið (ekki undir þrýstingi). Eftir það keyrði ég í bakka þannig að framendinn stóð beint uppí loftið (svona ca.) til að lofttæma en það virtist ekki gera neitt.
Það er spurning um að prófa þetta með sóda-stíflulosunarefnið. Ef það virkar ekki að fara þá í að skoða að setja auka-vatnsdælu. Mér finnst reyndar skrítið að þurfa að fara í svoleiðis æfingar – en skoða það síðar.
Ég vil svo þakka ykkur fyrir góð ráð – ég átti ekki von á að fá svona góð viðbrögð :o)
Kv. Pálmi
16.02.2007 at 10:17 #199696Það er skrítið vandamál með miðstöðina hjá mér, sem þeir hjá Toyota hafa ekki svar við – allavega ekki í gegnum síma, þessvegna datt mér í hug að prófa hér. Þetta er ’97 módel af 90 Cruiser.
Það lýsir sér þannig að miðstöðin frammí blæs ekki heitu, heldur volgu en það er misvolgt eftir því hvar hún blæs. Miðstöðin afturí blæs bara köldu.
Ég er búinn að prófa/athuga þetta:
– nóg kælivatn er á bílnum
– lokinn fyrir heita vatnið inná miðstöðvarelementið virkar fínt
– framrás og bakrás kælivatns í miðstöðina eru heit
– blása létt í gegnum miðstöðvarelementið, ekkert virtist stíflað
– hreinsa kælikerfið með vatnskassahreinsi
– hringja í Toyota, sem bentu mér á að tékka hvort nóg vatn væri á bílnum, og skoða síðan miðstöðina sjálfa og hvort hún væri að blása rétt í gegnum sig. Ég er ekki búinn að því. Koma síðan með hann til þeirra ef þetta virkar ekki.Hafið þið einhverjar tillögur kæru félagar?
Kv. Pálmi
13.02.2007 at 18:03 #580218er að eldri vélin sé að eyða á bilinu 12,8-15,8 eftir loftmagni í dekkjum og keyrslu, mv. 38"GH og ’97módel. Eflaust hægt að fá þetta eitthvað pínu niður og eitthvað pínu upp, en ég á eftir að prufa mig meira áfram með loftþrýsting.
-
AuthorReplies