Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.03.2003 at 22:13 #470582
Ég átti þennan Willys CJ 7 með 2,8L Nissan leigubílamótor til skamms tíma og mér finnst þetta mjög eigulegur vagn ef plássleysi truflar ekki.
Rekstrarmunurinn á svona bíl með bensin eða með diesel er mjög mikill, gæti trúað að dísillinn sé 2/3 ódýrari í rekstri.
Sá hamingjusami einstaklingur sem á þennan eðalvagn í dag heitir Baldur og vinnur hjá Bæjardekk í Moso, passaðu þig bara á þessum völtu Davíðum þarna ef þú rennir þangað og kíkir í húddið á kagganum.
kveðja úr sveitinni sígrænu.
Palli
09.03.2003 at 12:21 #470140Prófilstál smíðar tanka.
K.E. málmsmíði smíðar einnig tanka, á góðum verðum.Hann er staðsettur á Höfðanum við hliðina á Vélalandi.kv,
Palli P
09.03.2003 at 12:08 #470188Þið félagar Davíð og Davíð ættuð að ferðast í sama bílnum, þannig eyðileggið þið bara einn bíl í hverjum túr.
Davíð dekkjakall, nú er þitt tækifæri komið að fá þér Toyotu úr því að sá blái er orðinn sibbinn…………..
kveðja úr sveitinni sígrænu MOSO.
Palli P.
24.02.2003 at 23:26 #469158Ég held að það myndi skila sér ágætlega að rétta mönnum gíroseðil eftir reddingar/björgun, að þeir færu í bankann eða á pósthúsið með fulla vasa fjár.
Það er enginn munur á því og flugeldasölu(að mínu mati)
kv.
Palli
06.12.2002 at 23:00 #464984Þú getur notað 1600 vél úr Swift, ég held að það séu bara skottbílarnir sem eru með 1600, þú gætir þurft að víxla pönnum.
kv.
Palli
20.11.2002 at 18:00 #191806Er ekki hugur í 4×4 mönnum að virkja þessar SSB stöðvar þó að formlegri hlustun sé hætt.
Það er töluverð sóun að henda úr bílnum öruggasta tækinu?
kv
Palli
18.11.2002 at 19:05 #464384Toyota öxlarnir eru 30 rillu líka eins og Dana 44 nema þeir eru aðeins sverari og það eru 6 kúlu liðir í Toyota sem eru sterkari en bara hjöruliðskrossar í Dana 44
18.11.2002 at 17:18 #464380Ég á handa þér maskinu úr IFS Hilux(örugglega á finu verði)
Ég veit um einn sem setti Bronco maskinu í Hilux og það hafa verið einu vandræðin með bílinn þessi maskina, þetta er nátturlega eldgamalt drasl sem menn eru alltaf með í höndunum.Scout maskinan passar illa við í Toyotuna(þú verður bara að máta)Það að nota Dana 44 undir að framan er örugglega í lagi nema að það passa næstum engin hlutföll saman eftir 4.88:1 við afturhásinguna.Er ekki framhásing í bílnum hjá þér?.
kv.
Palli
17.11.2002 at 21:49 #461600Og þurftir þú að draga Toyoturnar í bæjinn með ónýtar kúplingar…………….
16.11.2002 at 19:29 #46159614.11.2002 at 19:08 #461540Ef þið takið hásingar undan Wagoneer eða Bronco, Scout þá þarf líklega að færa kúluna, og hver er þá hagurinn, betra er að nota Toyota hásinguna, betri legur, þéttngar sterkari liðir(6kúlu) en amerísku.
Ég held að þessi snildarhugmynd um að velta rörinu og snúa liðhúsunum verði ekki toppuð, bara láta afstressa öxlana(því þeir snúast í hina áttina)
Fá svo RangeRover stífur eða Landcruiser undir og einhverja gorma.Nafni, fáðu frekar heila Toyotu heldur en að kaupa hana í bútum, það er dýrara þegar uppi er staðið.
kv
Páll Pálsson
30.10.2002 at 00:16 #463928Ég myndi setja tvær festingar hvoru megin, og líma það niður líka með smá rönd af kítti.Þú getur örugglega fengið litinn á bílinn hjá Toyota og blettað bara í rispurnar!
kv.
Palli
30.10.2002 at 00:13 #463926Ég myndi setja tvær festingar hvoru megin, og líma það niður líka með smá rönd af kítti.Þú getur örugglega fengið litinn á bílinn hjá Toyota og blettað bara í rispurnar!
kv.
Palli
11.09.2002 at 19:23 #462994Það er ekki nóg að kaupa bara hlutfall, það er töluverð vinna að stilla það inn. Ég held að 20 kallinn sé sangjarnt verð fyrir köggulinn.
07.04.2002 at 00:49 #459862Eru menn almennt með kveikt á ssb stöðvunum eftir að formleg hlustun hætti.
kv.
Palli
-
AuthorReplies