Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.12.2006 at 00:58 #572296
Fróðleg umræða………
‘Eg hef nokkrar spurningar til ykkar óheppnu Tacoma eigenda.
1. Hvaðan eru drifin sem þið notið.
2. Hvernig olíu notið þið á drifin.
3. Var brotið upp úr drifinu allan hringinn eða á
smá kafla, 5-7 tennur.
4. Var einhver tilkeyrsla á drifunum.
5. Var skipt um olíu eftir 1000-2000km.Það má sjá það á tökunni hvort eitthvað sé að stillingunni, en þeir sem ég hef vitað til að séu að breyta Tacomum(ekki skúrabreytingar) hafa verið í þessu í mörg ár svo innstillinginn er örugglega ekki málið.
Til Ofsa.
Ertu með orginal legur, eða Fálka legur. Orginal legurnar eru að endast best, en svo er spurning með hvernig þessu er komið saman,(lamið saman í skrúfstykki eða í pressu)
Þessi lausn með keflalegurnar er snilld og ég veit að það hefur hangið hjá mestu böðlum.kv.
Palli P
09.11.2006 at 09:38 #565696‘Eg á svona bíl ekinn um 275.000, ég er búinn að nota hann um 40.000km á rúmu ári, óbreyttann. Er að breyta honum núna og hugsa nú að hann taki svipað til sín í rekstri eins og Hilux, nema að hann vinnur mikið betur. Eina sem er ömurlegt við þessa bíla er afturglugginn.
Eyðslan á óbreyttum er um 11-12L í blönduðum akstri.Heddið hefur eitthvað verið að bila, ef það er búið að skipta um það ertu á grænni grein.
kv.
Palli
23.09.2006 at 16:14 #561072Mér finnst nú þessi Crown smíði snilld í heild sinni, eina sem hægt væri að setja útá grindarbitana er að þeir flexa líklega ekki eins og orginal, en það skiptir líklega engu máli, flott að menn fari ennþá ótroðnar slóðir í að smíða jeppa.
Kv.
Páll Pálsson
27.08.2006 at 01:23 #558730Þú ert örugglega með reverse drif að framan og færð því ekki 5.71 að framan, en 5.29 er nýlega komið á markað í reverse og fæst hjá Arctic Trucks held ég.
kv.
Palli
11.07.2006 at 19:04 #556088‘Eg var að heyra að við verðum fimm í götubílaflokki, að það hafi verið að bætast við einn japanskur í flokkinn.
kv.
Palli og Willysinn
23.06.2006 at 14:02 #554754‘Eg er ekki viss, prófaðu að ræða við Rabba S8927502, og hann getur svarað þér.
Nær það framfyrir ökumann?kv.
Palli
S:822-0501
21.06.2006 at 15:54 #554748Það verður keyrður götubílaflokkur, þar eru bílar á númerum og skoðaðir. Flokkurinn er að fæðast og erum við bara tveir skráðir, en það þarf þrjá til að flokkurinn gildi. Reglurnar er að finna á http://www.lia.is og þar undir "reglur"
Hvati, nú þarft þú að græja krúserinn og mæta, það er reyndar búið að loka fyrir skráningu en má örugglega troða inn bíl.
Þessi flokkur er hugsaður fyrir þá sem vilja keppa á venjulegum breyttum jeppum, og á brautarlagning að miðast við það.
kv.
Palli
23.05.2006 at 16:12 #553158Þú ert nú kominn á toppinn núna, cj2 með ford mótor, ferð varla niður á við og færð þér chevy úr þessu.
kv.
Palli
22.05.2006 at 23:30 #553136Þá er þetta eins og fagur fuglasöngur, láttu ekki nágrannana ergja þig, kvartaðu á móti þegar þeir munda hamarinn eða sláttuvélina.
Hér má sjá allt um þetta nýja svæði sem kemur til með að rísa í bakgarðinum hjá mér
http://www.icelandmotopark.com/Góðar stundir.
Palli
19.05.2006 at 00:03 #552798Þú skalt skoða vel það sem þú kaupir því þeir segja þér um ástand vélar hverju sinni.
Summit er með nokkra gæðaflokka af mælum, svo þar er úrvalið, svo eru þeir mjög sanngjarnir og það stenst sem þeir segja.
kv.
Palli
22.03.2005 at 13:24 #519560Mér sýnist þessi umræða vera þörf, held nú þó að þessi mynd hafi verið notuð sé það örugglega ekki illa meint.
17.12.2004 at 19:06 #511270Eðlilega minnir hann á Hilux, þegar maður spáir í hröðununa.
22.11.2004 at 01:05 #5092301. Hilux bensin á 35" eyðir um 15 ltr innanbæjar en þú ættir sennilega að gera ráð fyrir 17 ltr.
2. Hilux diesel kemur með raflás 91, bara DC allir XC og DC bensin voru með diskalás.
3. Þessi bíll lítur ágætlega út, skoðaðu boddýið vel, þá aftanverða sílsa, framhurðir og pallinn fyrir aftan afturhjól yfir pústinu, þetta eru veikir punktar í Hilux.kv.
Palli P
06.07.2004 at 21:48 #504622Það væri sniðugt að nota reglur sem notaðar voru í götubílaflokki í kringum 1990.
Annars væri sniðugt að keppa í keppni í anda Camel trophy,t.d. 3 karlar á einum bíl á hámark 31" dekkjum, skipta keppninni upp í t.d. rötun, torfærur og vatnaakstur.
Best væri að nota einhvern gamlan skrjóð til að ekki verði grátur ef hann dettur á hliðina.
Ef þrír skipta með sér bíl og búnaði þyrfti þetta ekki að kosta mikið, og að deildir innan 4×4 tækju að sér keppnishaldið og þá gætu verið haldin "torfærufestival" hingað og þangað um landið og umgangur deilda gæti aukist yfir sumartímann.
kv.
Palli
20.03.2004 at 19:30 #492457Hrútshornið tengist skepnunni lítið, þetta er partur af stýrisbúnaði í Hilux?
Álagið á stýrisbúnaðinn er mest þegar verið er að manúera þannig að líkurnar eru mestar þá að þetta hrökkvi, en í mínu tilfelli var 2/3 af brotinu var orðið gamalt þannig að ég tel að þetta hefði getað farið í venjulegri keyrslu, nú er bara að setja stýristjakk í kaggann og álagið á hornið minnkar.
kv.
Palli
20.03.2004 at 19:30 #499722Hrútshornið tengist skepnunni lítið, þetta er partur af stýrisbúnaði í Hilux?
Álagið á stýrisbúnaðinn er mest þegar verið er að manúera þannig að líkurnar eru mestar þá að þetta hrökkvi, en í mínu tilfelli var 2/3 af brotinu var orðið gamalt þannig að ég tel að þetta hefði getað farið í venjulegri keyrslu, nú er bara að setja stýristjakk í kaggann og álagið á hornið minnkar.
kv.
Palli
20.03.2004 at 00:04 #194027Sælir piltar
Ég lenti í því sem ég nánast beið eftir, það brotnaði hjá mér hrútshornið, en bara í manúeringum þannig að enginn var skaðinn (nema hjá sjoppunni þar sem bíllinn stóð þversum á planinu og lítið hægt að hreyfa hann stóran part úr deginum)
ég hef lent í því að beygja horn áður en hafa menn lent í því að þetta brotni í venjulegum akstri á einhverri ferð eða fer þetta bara í manúeringum?????????
kv.
Palli
19.03.2004 at 23:55 #492129Þurfa menn alltaf að gráta úr sér augun þegar einhver fer aðrar leiðir í að smíða jeppa en að smíða úr Toyota eða Nissan, þá verður bara afbrygðisvæl og grátur.
Mér finnst þessi bíll samsvara sér mjög vel og koma flott út og ég held að hann komi til með að drífa líka.bið að heilsa öllum uppí Mosfellssveitabæ.
Palli sveitalarfur.
19.03.2004 at 23:55 #499395Þurfa menn alltaf að gráta úr sér augun þegar einhver fer aðrar leiðir í að smíða jeppa en að smíða úr Toyota eða Nissan, þá verður bara afbrygðisvæl og grátur.
Mér finnst þessi bíll samsvara sér mjög vel og koma flott út og ég held að hann komi til með að drífa líka.bið að heilsa öllum uppí Mosfellssveitabæ.
Palli sveitalarfur.
20.01.2004 at 12:50 #193512Er það rétt sem ég heyrði, að þjófarnir sem hreinsuðu úr Hiluxnum hans Lúthers fyrir ári hafi fengið samviskubit og skilað öllu þegar hann keypti Patrol og að þeir hafi ekki viljað senda hann svona illa búinn á fjöll og hafa piltinn á samviskunni.
kv. úr „Klobbavogi“
-
AuthorReplies