Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.03.2009 at 19:37 #642238
Ég er núbúinn að fá 3" pústkerfi frá þeim undir pattann.
Það verslar enginn heilvita maður við pústverkstæði Einars á smiðjuveginum, enda er hann yfirlýstur andstæðingur björgunarsveita og samkeppnnisaðili þeirra í fjáröflunum.
07.01.2009 at 15:05 #636604Án efa tveggja geisla IPF með gulu dreifigleri. Átti svoleiðis á gamla Hilux og sé mikið eftir þeim. Búið að vera lengi á óskalistanum að henda lélegu kösturunum af Pattanum og kaupa IPF.
23.12.2008 at 10:56 #635098… ég borga það með glöðu geði til að styrkja VHF kerfið okkar. Það er ekki ókeypis að halda því gangandi. Einnig er barátta klúbbsins fyrir að mega keyra á breyttu trukkunum okkar ómetanleg og hverrar krónu virði. Að ég tala nú ekki um eldneytisafsláttinn. Gleðileg jól og takk fyrir mig. :o)
19.12.2008 at 16:46 #634932Báðir "UGLY AS HELL" !!!
19.06.2008 at 11:15 #624570Já það er undarlegt hve vegagerðin dregur það lengi að opna leiðir sem fyrir löngu eru orðnar þurrar og greiðfærar.
Ég fór um daginn (8. júní) inn í Veiðivötn til að tæma skála eftir veturinn og fékk ég sérstakt leyfi bæði frá landeiganda og vegagerðinni til að fara inneftir. Vegurinn var þá búinn að vera 100% þurr og greiðfær í nokkrar vikur, en formlega var ekki opnað inneftir fyrr en í dag, 19. júní!
Þetta er undarlegt og ég óttast að fólk hætti að taka mark á vegagerðinni og jafnvel fari þá inn á vegi sem ekki eru tilbúnir eftir veturinn.
Mér finnst að það eigi að opna vegi um leið og þeir eru tilbúnir, en ekki bíða allt of lengi að ástæðulausu.
12.06.2008 at 21:26 #621114Endilega hafið augun hjá ykkur í sumarfríinu á ferð um landið. Það er óásættanlegt að ekki náist til þessara aumingja sem ræna björgunarsveitir!
06.05.2008 at 14:00 #621112Vinsamlega horfið í kringum ykkur. Það á ekki að vera í lagi að stela frá björgunarsveitum. Öll hjálp vel þegin.
28.04.2008 at 11:32 #621110Ég ætla að biðja alla um að horfa vel í kringum sig eftir kerrunni. Hún gæti verið hvar sem er á landinu núna. Við getum ekki látið þessa aumingja komast upp með að stela frá björgunarsveitum!
Látið þetta berast, öll hjálp vel þegin.
23.04.2008 at 17:18 #621104Fleiri myndir komnar í albúmið. [img:2sh8muf1]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6103/50672.jpg[/img:2sh8muf1] Merkingarnar á hliðinni eru ekki lengur á kerrunni þar sem hún var á leið í merkingu.
[img:2sh8muf1]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6103/50673.jpg[/img:2sh8muf1] Merkingarnar á hliðinni eru ekki lengur á kerrunni þar sem hún var á leið í merkingu.
[img:2sh8muf1]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6103/50674.jpg[/img:2sh8muf1] Mynd af framhluta kerrunnar. Grindin er galvaníseruð og búið að sérstyrkja beislið með hliðarjárnum. Undirvagninn er því auðþekkjanlegur. Ný breiddarljós eru á kerrunni og áberandi rispa á annarri hliðinni með gulri málningi í.[img:2sh8muf1]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6103/50675.jpg[/img:2sh8muf1] Mynd af framhluta kerrunnar. Grindin er galvaníseruð og búið að sérstyrkja beislið með hliðarjárnum.
[img:2sh8muf1]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6103/50676.jpg[/img:2sh8muf1] Hér sést sturtubúnaðurinn og hvar suða brotnaði í beislinu. Þetta var soðið aftur og sérstyrkt. Grindin er því auðþekkjanleg á styrkingu á þessum stað.
23.04.2008 at 11:21 #621102Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu eða beint við Hjálparsveitina, við Reyni í 899-3132. Öll hjálp vel þegin.
23.04.2008 at 11:21 #621100Já, það er mjög dapurt þegar menn leggjast svona lágt að stela frá björgunarsveitum. Þessi stuldur er mikið tjón fyrir hjálparsveitina þar sem svona kerra kostar mikla peninga og að ég tala nú ekki um að nú er sleðaflokkur HSSK óútkallshæfur þar sveitin hefur nú ekki flutning undir tvo sleðana sína.
Einnig er þessi kerra mikið notuð í almennu starfi sveitarinnar og er hún hluti af búnaði rústabjörgunarsveitar HSSK, sem er aðili að Íslensku Alþjóðabjörgunarsveitinni. Það er því mjög vont að missa kerruna.
Ég vona að allir hafi auga eftir kerrunni og þeir sem fengu hana "lánaða" skili henni sem fyrst aftur. Kerran er auðþekkt, jafnvel þó svo menn taki yfirbygginguna af. Beislið á kerrunni er sérstyrkt, ljósabúnaðurinn, aðrar hjólaskálar, drullusokkar, dekk, felgur ofl er ekki orginal og allt auðþekkt fyrir þá sem þekkja til.
Búið var að leggja töluverðan pening í að koma kerrunni í fullkomið lag og var hún nýskoðuð. Hún var svo á leið í endurmerkingu og því ómerkt á hliðunum.
Vinsamlega hjálpið okkur að finna kerruna okkar. Allar vísbendingar vel þegnar.
22.04.2008 at 21:07 #202345Hvítri, tveggja sleða vélsleðakerru, frá Hjálparsveit Skáta Kópavogi, var stolið í gær eða um helgina þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Um er að ræða hvíta tveggja sleða sleðakerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300. Grindin er galavaníseruð og er kerran með sturtu og yfirbyggingin er úr hvítu trefjaplast. Stór logo HSSK er u aftaná kerrunni, en engar merkingar eru á hliðinni þar sem hún var að fara í merkingu. Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögregluna í Kópavogi eða beint við Hjálparsveitina, við Reyni í 899-3132. Öll hjálp vel þegin. Myndir í albúmi: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/6103
05.03.2008 at 21:39 #616320ÉG ER MEÐ !
05.03.2008 at 21:33 #615172Það er aldeilis magnað hvað nokkrar sakleysislegar spurningar geta komið miklum umræðum af stað og miklum texta hér spjallþráðinn.
Ég vil þakka þeim sem svöruðu spurningunum mínum málefnalega og þeim sem höfðu málefnaleg skrif hér um þetta mál. Annars verð ég að segja að mér finnst mjög miður að ítrekað þurfi að skemma góðar umræður með skítkasti og leiðindum.
24.02.2008 at 13:48 #201942– Hvar getur maður séð þennan samning sem var gerður milli f4x4 og TETRA?
– Hvaða aðgang hafa félagar f4x4 að kerfinu og hvaða talhópa fá þeir afnot af?
– Hversu margir eru komnir með TETRA stöðvar í bílana sína?
– Hver er rekstrarkostnaðurinn í raun?
– Hvaða útbreiðslu telja menn að þetta nái innan f4x4?Kveðja,
Einn voða forvitinn. ;o)
29.12.2007 at 12:41 #608024Þetta er það ósmekklegasta sem ég hef séð á heimasíðu F4X4 hingað til. Ég hvet stjórn til að fjarlæga þennan ófögnuð hið fyrsta. Þessir einkaðilar sem standa að þessari flugeldasölu hafa ekkert gert fyrir okkur jeppafólkið og munu ekki gera það í framtíðinni. Þessir kallar eiga að fjármagna jeppana sína sjálfir!
Björgunarsveitirnar eru alltaf til taks fyrir okkur og þar eigum við að versla flugeldana til að byggja upp og fjármagna þeirra óeigingjarna sjálfboðaliðastarf.
VERSLUM FLUGELDANA HJÁ BJÖRGUNARSVEITUNUM!
Kv, ÓAG.
R-2170.
25.06.2007 at 14:10 #592724Agnar! Ég man ekki eftir að þú hafir verið í bílnum með mér þegar ég fór yfir beljandi vatnsfljótið! Vatnið fór víst langleiðina upp á húdd, en það þurfti reyndar að gefa aðeins í…
21.06.2007 at 16:23 #59272080 Krúserinn var reyndar á 35" dekkjum og fór vatnið langleiðina upp á húdd. Ekkert vandamál fyrir góðan bíl og að sjálfsögðu frábæran ökumann! Frúin var reyndar eitthvað að kvarta…
Ég vil þó mynna á að ár eru breytilegar og vöðin breytast dag frá degi.
15.02.2007 at 11:33 #580300Er með Ægislokur á Patrol ’98 og virka þær mjög vel. Setti þær í eftir að ég mölbraut orginal lokurnar. Mjög góð lausn.
18.08.2006 at 14:22 #558082Það er stóra spurningin…
Báðar skiptingar hafa kosti og galla! Taka þarf inn í dæmið um hvaða bíl ræðir, hvaða vélbúnaður er í honum og hvað hentar hverjum ökumanni. Það er því ekkert töfrasvar við þessu sem gengur fyrir allt og alla! Hef reynslu af báðum og er á sjálfskiptum núna og hentar hún mér t.d. betur.
-
AuthorReplies