Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.11.2006 at 21:52 #566436
Það er nú eitt og annað sem stingur í augu við lestur þessara skýrslu. Og ef ég nefni aðeins nokkur atriði.
Fjármögnun þjóðgarðsins:
1 Fjármögnun með aðgangsgjöldum ??????
2 Með styrkjum frá Alkoa og Landsvirkjun, félagasamtökum og einstaklingum.Fleira var nokkuð merkilegt, það hlýtur að vera ætlun þerra sem að þessari skýrslu unnu. Að vernda þjóðgarðinn á einhvern hátt. Því skýtur það skökku við að hefja uppbyggingu á 11 þjónustustöðum fyrir landverði, og ætla sér að malbika alla vegi innan þjóðgarðsins í framtíðinni, byggja göngubrýr og leggja merkta göngustíga þvers og kruss um garðinn. Þetta myndi ég flokka undir lálendisvæðingu.
Einnig er lagt til að uppbyggður vegur verði lagður inn í Jökulheima og inn að Brúarjökli.
Hvað finnst mönnum um vegalagningu inn að Brúarjökli frá Kárahnjúkum. Er kannski einhver önnur leið hentugri eða hvað.Gott komentið hjá þér Glanni með tjöldinn, nú getur Gundur væntanlega ekki tjaldað hvar sem er.
03.11.2006 at 20:32 #566430ég held nú að ekki sé raunhæft að bera þetta saman enda hinmin og haf á milli þessara garða að öllu leiti
03.11.2006 at 20:30 #566476Auðvita kaupum við Neyðarkalinn. ég er búinn að kaupa einn, ætla að kaupa einn á hvern fjölskyldumeðlim ekki spurningin.
02.11.2006 at 22:23 #565926Sá týndi var með þessum tveimum í Folaldadölum.
Það verður að fara að leita að manninum, það er ekki hægt að hafa löggurnar týndar út um allar tryssur.
02.11.2006 at 17:37 #565922það er ekki skrítið þó lögreglan kvarti vegna mannfæðar ef löggæslumenn týnast einsog gerðist í Folandardalum. PS en þá kemur nýi leitarhundurinn sem almenningur safnaði fyrir Selfosslögguna sér vel.
Auka ps
Ferðamenn 3-0 Ólafur Helgi
01.11.2006 at 23:14 #566366nú bara verðið þið að lenda í hremmingum til þess að nýta alla vittneskjuna. Enda sprenglært fólk að far á fjöll og einsgott að geta prufað kunáttuna
01.11.2006 at 20:35 #566308Miðjuferð í vetur.
Nei ekki hefur verið farið að miðjunni í skjóli myrkurs. Heldur á að fara í vetur og setja niður 700 kg stuðlabergstein. Hugmyndin gæti verið að fara malbikið norður og fá skagfirsku félaga okkar til þess að slást í hópinn og koma steininum fyrir. Síðan væri hægt að afhjúpa steininn síðla vetrar þegar sól er kominn hærra á loft og snjóalög orðin betri. Einhvernvegin svona gæti planið verið. Svo er líka málið hver gæti dregið kerru með þetta þungum farmi, en við Þorgeir vorum að hugsa um að nota 49 tommu Fordinn hans Benna formanns. En þá þarf hann að vera kominn af búkkunum upp í Breyti. En það er víst ekkert áhlaupaverk þar sem talið er að hann sé gróinn fastur á búkkanna. Heyrði líka að Benni hefði þurft að kaupa stæðið af Aron, en kannski er það ósatt.
01.11.2006 at 17:33 #566344voru jeppamenn kærðir fyrir utanvegarakstur, en ekkert sem viðkom lokun hálendisins
01.11.2006 at 17:08 #566340dómar eiga eftir að koma í þessum mánuði. Þ.a.m vegna mótorhjólamannana 2 og þessa sem týndis ( löggan ) og svo vegna Hagavatnsmálsins.
01.11.2006 at 00:09 #566140já hvar er fallegasta hraunið fyrir utan Litlahraun, Mitt uppáhalds haun er Hágönguhraun, úfið og tignarlegt. Já svo segir sagann að þar hafi búið útilegumenn. Þó svo að ég sleppi því að geta heimilda ha ha
29.10.2006 at 23:49 #565884að setja Grimmhildi í málið. Þér eru menn fljótir að tæma buddurnar
29.10.2006 at 23:43 #565778er búin að fara margar ferðir með þessum Patta og hann skilar sér alltaf heim. Ef þú gáir undir fardegasætið þá ætti að vera þar sektorsarmur úr Patta sem brotnaði á Grímsfjalli í fyrra, Það var víst Rottubíll. Brotnu spyrnurnar aftur í eru í bílnum hans Gísla sem valt við Setrið. Og öxulinn milli sætana er úr Flugsveitar bíl sem bilaði inn í Hvanngil, eða týmdi Danni ekki að láta þig hafa með sögu óhappa ferðaklúbbsins 4×4. Þannig að þú sér að þessi bíll er nánast sögusafn 4×4 á hjólum
Annars til hamingju með gripinn
29.10.2006 at 23:34 #565772tæmdi Danni trukkinn. Annars er Pattinn vanur öllu hann hefur ávalt haft vit fyrir Danna og komið honum heim. Þú veist hann er með sál
29.10.2006 at 23:31 #565768að fráhvarfseinkennin fari að gera verulega vart við sig hjá þér eftir hádegi á fimmtudag, þetta byrjar með svita og hrolli og svo ferð þú að teygja þig í loftventlana og hleypa úr. Þetta ástand er nokkuð eðlilegt en þú þarft ekki að hafa áhyggjur. Þetta lagast ekki fyrr en í 500-600 metrum
29.10.2006 at 21:55 #565858hjá R-Sigmundssyni
27.10.2006 at 11:21 #56467622.10.2006 at 23:05 #564568erum við að verða búnir að dreifa þessum fjarskiptaþráðum um allt spjallið, ´þá er nú ekki hægt að ásaka okkur um að hafa ekki águha á málefninu
22.10.2006 at 22:47 #564828Er vhf framtíðin, og að fjölga endurvörpum kostar helling. ég sé ekki að það sé neitt kýr skýrt í þessu. Heldur finnst mér óvissuþáttunum bara fjölga. Allavega er ekki til neitt sem sem verður sannalega landsdekkandi enn sem komið er. Hvað samstarf Tetra og Símans varðar. Þá veist þú að Síminn er ehf og í bissnes og af hverju ætti hann að vera að eltast við örfáa jeppakalla sem vilja hringja heim. Ég held að þeir hafi ekki mikinn áhuga á því að reka fullt að endurvörpum sem þarf að reka með díselvélum 24 klukkustundir árið um kring
22.10.2006 at 09:42 #564928Samúðakveðjur
Ég sendi innilegust samúðarkveðjur til fjölskilduna og til allra hans mörgu ferðafélaga innan og utan Ferðaklúbbsins 4×4. Það var ánægjulegt að hafa fengið að kynnast þér, það litla sem við þó náðum að ferðuðumst saman.
Kveðja Jón G Snæland
21.10.2006 at 23:46 #564550Tetra taka 10
Þegar ég sat fundinn, þá er ég einungis með það í huga hvort þetta henti jeppamönnum. Já það getur gert það, en ekki sem björgunartæki. Miðaða við stöðuna einsog hún var sýnda þarna. Samkvæmt dreifingarmyndunum þá vantar dekkun á Ódáðahraun, hluta Hofsjökuls. 80-90 % af Vatnajökli og mest alls Fjallabaks auk fleiri staða. Nú ætla ég ekki að dæma þetta til dauða enda eigum við eftir að sjá betur virknina næsta sumar. Settir verða upp 150-170 endurvarpar. Sem þó eru háðir því að vera tengdir við rafmagn við stofnlínur eða í gegnum rafstöðvar. Þannig að ekki virðist vera hægt að nota þá eingöngu á sólarsellum, sem minkar möguleikana á fjölda endurvarpa á fjöllum. Einnig voru fundarmenn minntir á það að Tetra er ekki sími heldur fyrst og fremst talstöð. Hinsvegar eru fídusarnir óendalegir í Tetra. Það verða settir upp endurvarpar á Bláfell, Skrokköldu, Fjórðungsöldu, Slórfell, Búrfell og fleiri staði. Einnig á að setja upp endurvarpa í tilraunarskini á Grímsfjall í vetur. Langdrægni endurvarpana er um 60 km og 82 km á þeim sem settir verða á hálendið. Reyndar leiðis mér orðið að heyra nýjar langdrægnitölur í hvert skipti sem ég fæ nánari upplýsingar. En endurvarpa langdrægnin er 52 km, 56 km 58 km 60 km 82 km 150 km. Svo geta menn bara valið sér tölu einsog í Lottóinu.
-
AuthorReplies