Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2006 at 18:00 #562300
að halda þessu vakandi
06.10.2006 at 22:21 #562298Svo er líka lokahóf hjá kvartmílumönnum sama kvöld og allir velkomnir.
05.10.2006 at 18:15 #198665Sælir félagar!
Mig langar að segja ykkur frá því að það verður haldin sandspyrna laugardaginn 14. október að Hrauni í Ölfusi. Keppnin byrjar kl. 13.00.
Það eru nánari upplýsingar og skráning í keppnina á http://www.kvartmila.is.
18.08.2006 at 00:13 #198388Ég er með gps tækið tengt beint á geyminn en þegar ég starta bílnum verður greinilega spennufall sem slekkur á tækinu. Veit einhver hvort eitthvað sé til sem kemur í veg fyrir þetta. Ég er að vísu með 24v bíl og tengi bara á annan geyminn, þannig get ég náð 12v, svo kannski er það ástæðan.
Kv Beggi
28.07.2006 at 00:06 #556916Þetta er ekkert vandamál, bara smá handavinna. Þú þarft að losa róna sem er á öxlinum utan við hjólið og síðan spindilkúluna úr neðri spirnunni. Þá áttu að geta togað hjólið út og öxulinn úr. Á gamalli Toyotu sem ég átti einusinni var hægt að losa hús sem öxullinn gekk inní við gírkassann og taka öxulinn úr án þess að losa hjólið undan en ég veit ekki hvernig það er hjá þér. Á innri endanum á öslinum ættu að vera þrjár legur á "stjörnu" sem gengur inn í hús á gírkassanum. Hana þarftu að taka af (hún er fest annaðhvort með splitthring eða bolta) og þá geturðu rennt hosunni af og sett nýju hosuna á. Gangi þér vel
Kv Beggi
20.07.2006 at 23:51 #556174ég og frúin á laugardaginn með 2 börn
kv Beggi
19.07.2006 at 17:57 #556160á laugardaginn amk 2.
14.07.2006 at 22:27 #55641610.07.2006 at 11:31 #556006ég velti einu fyrir mér líka. Við setjum intercooler í bílana til að reyna að kæla loftið sem fer inn á vélina eftir að það hitnar í túrbínunni, en eigum við svo að hita olíuna áður en hún fer inn. Hvernig virkar það saman???
28.06.2006 at 22:40 #555496Þú veist að þetta er bara verkamannaútgáfa af chevrolet silverado með 6,6 duramax vélinni.
13.04.2006 at 13:11 #549410Eg er á þessum dekkjum og hef verið síðan í haust, búinn að keyra um 13. þús. Fyrst fann ég þennan titring sem var talað um hér að ofan, en það hætti og ég hef verið mjög ánægður síðan. ‘Eg hef sömu sögu að segja og aðrir sem Lúther talaði um þe. rásfesta aukið grip mun hljóðlátari og allt það. Kaupi þessi dekk aftur næst, ekki spurning.
Kv Beggi
30.03.2006 at 20:25 #547958Svona Range Rover stífur eru undir Crusernum mínum og kemur mjög vel út. Fest á hásinguna með spindilkúlu úr dana 50 hásingu (kallaður dana 50 bolti) sem er hægt að smyrja og endist vel + það að ahnn er ódýr þegar það þarf að skipta um hann.
Kv Beggi
30.03.2006 at 20:18 #547910Ég er nú nokk viss um að þeir sem eiga svona bíla Ford, Chevrolet, Dodge, Scania, MAN eða hvað þetta heitir nú allt saman, vita að þeir eiga vörubíla skv. íslenskum lögum og eftir þeim eigum við jú að fara. Mér finnst varla hægt að klúbburinn sem slíkur fari að berjast eitthvað fyrir veggjaldi þessara bíla eingöngu og mun aldrei styðja það því eins og einhver benti á hér að ofan yrði nú erfitt að draga mörkin í því hverju klúbburinn á að berjast fyrir ef ekki "einn fyrir alla, allir fyrir einn". Sniðugt væri hinsvegar að ná einhverjum samningum um afslátt fyrir alla klúbbfélaga, td. ef þeir keyptu 10 ferðir eða e-ð. Það er amk.mín skoðun.
kv Beggi
08.03.2006 at 22:52 #545758verið grín hjá honum finnst mér skrítið að hann skuli ekki hafa kommentað hér og haldið áfram með "grínið"
kv Beggi
26.02.2006 at 00:24 #544518Guð leiði ykkur og styrki á erfiðum tímum.
Samúðarkveðja. Beggi R-3538
20.02.2006 at 19:06 #543502Sara og Beggi lögðu sitt af mörkum.
Batakveðjur
07.12.2005 at 09:42 #535116hvernig þráður þar sem Hilmar var að biðja um ráð í sambandi við boost og afgashitamæla gat farið að snúast eingöngu um tommur og millimetra sem engu andskotans máli skipta, maður á bara bæði tommu og millimetralykla og þá skiptir engu máli hvort boltar eða rær eru tommur eða millimetrar. Og hvort Boostmælirinn er bar, paskal eða psi skiptir enn minna máli, heldur skiptir máli hver les af mælinum og hvort hann veit hvaða skalli er á mælinum og hvað hann þýðir. Í þessu tilfelli var Hilmar að spyrja hvort það væri hægt að fá mæli sem væri með psi skala en ekki hvort ykkur fynndist að hann ætti að vera með psi, bar eða paskal, og enn síður hvort kanar væru ennþá að nota tommur eða hvort þeir ætli að fara að nota millimetra. Hilmar, það er hægt að kaupa í Bílanaust Boostmæli sem gefur upp í psi. og hann er hræódýr 2-3000 kall og einfalt að setja hann í. Ég veit ekkert hvað góður han er, en í mínum bíl hefur hann bara virkað og ekkert klikkað. Ég er ekki með afgashitamæli ennþá svo ég veit ekki nákvæmlega hvernig þeir eru eða hvar er best að kaupa þá. Kv Beggi
22.11.2005 at 20:52 #533274eg er á þessum dekkjum og búinn að vera í 3 vikur.
Er lítið búinn að keyra í snjó en svolítið í hálku og slabbi og þar koma dekkin mjög vel út og mér finnst þau hafa mikið grip. Ég er mjög ánægður með þrjú dekkjanna en eitt er eitthvað öðruvísi en hin að því leyti að það titrar alltaf einhvernveginn, ekki hoppudekk og ekki illa ballanserað heldur virkar það í akstri eins og munstrið sé miklu grófara á hluta banans. Ég talaði við einhvern í artic og hann bað mig um aðkoma og sýna þeim það en vildi að Freyr væri við en ég komst ekki á þeim tíma sem hann nefndi, og hef ekki komist enn. Eg þarf að ná sambandi við þá aftur og hitta Frey til að leifa honum að finna titringinn og þá finnum við örugglega út úr þessu ef eitthvað er að .
kv Beggi
22.11.2005 at 13:23 #532492sæll austmann, ég veit ekki hvort það gengur upp að setja 24 volta miðstöð í 12 volta bíl. Sjálfsagt má fá spennubreyti til að hækka spennuna fyrir miðstöðina en hvort það er ekki farið að taka og mikið rafmagn eða hvað hún eyðir miklu rafmagni yfirleitt veit ég ekki, en þú getur örugglega fengið allar þær upplýsingar í bílasmiðnum sem selur webasto og íhlutum í skipholti sem eiga örugglega til spennubreyti. Ástæðan fyrir að ég svaraði þessu er hinsvegar sú að ef þú getur ekki notað þetta og þér dytti í hug að selja miðstöðina á ég 24v bíl og ætla að fá mér svona miðstöð. En þetta er nú bara svona hugmynd
kv Beggi
20.10.2005 at 22:43 #457392Hvernig má reikna með að dekkið endist í samanburði við td. mudder eða ground hawk. Slitnar mjúkt vetrargúmmí hratt eða hægt eða vita menn ekkert um það.
-
AuthorReplies