Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2004 at 07:21 #484722
Þetta er nú orðið svo mikið kraðak af reglugerðum um gerð og búnað ökutækja að það virðist stundum vera geðþóttaákvörðun skoðunnarmanna hvað er leyfilegt og hvað ekki. Við jeppamenn liggjum vel við höggi þar sem við erum að breyta bílunum, en erum örugglega mikið löghlýðnari en margur fólksbílaeigandinn. Allavega sér maður skrautlega flóru ljósanotkunnar á fólksbílum. Kraðakið er það mikið að lögreglan virðist alveg hætt að skipta sér af þessu og er ég reyndar efins um að þeir kunni þetta allt.
Er ekki verið að vinna í endurskoðun á þessu á einhverjum Evrópustaðals grunni?
Bkv.
Magnús G.
18.01.2004 at 16:07 #484726Daaaaaaa!!! Ef ég fer eitthvað sem gerist mjög sjaldan þá fer ég alltaf styðstu leið milli A og B! Ha Ha
18.01.2004 at 13:12 #193482Sælir félagar! Mig langar að grenslast fyrir um það hvort það sé hægt að nota afturhásingu úr stuttum Pajero sem framhásingu í langann Pajero. Báðir eru af fyrstu kynslóð þ.e.a.s. fæddir fyrir ´90.
Bkv. Magnús
R-2136
14.01.2004 at 02:10 #484126Jónas! Af hverju eru engar myndir af þínum eðalvagni með þróaða fjöðrun?
Bkv.
Magnús
09.01.2004 at 03:50 #483676Sælir félagar.
Mér skilst að þeir hjá Kistufelli, varahlutadeild séu í sambandi við aðila (fyrirtæki) í Hollandi sem er að selja vélar sem eru endursmíðaðar/uppteknar og jafnvel nýjar á nokkuð góðu verði. Skildist einnig að það væri stuttur afgreiðslufrestur. Bara banka uppá hjá þeim og spyrja.Bkv. Magnús
27.12.2003 at 14:34 #482802Hann Jói blikk, Jói á Gullsmiðjupatrolnum getur rætt þig um þessa bila. Þessir bílar eru afspyrnu máttlausir ef þeir eru með sjálfskiptingunni.
Bkv.
Magnús Guðmundsson
25.12.2003 at 15:27 #482772Ágætu félagar! Ég vil senda öllum jóla- og nýársferðakveðjur, þakka góðann félagsskap og samstarfið á árinu sem er að líða. Einnig vil ég óska öllum til hamingju með hið sporlausa afmælisrit "Farið" og þakka þeim er þar komu að máli. Vissulega glæsileg eign í bókaskápinn.
Já það er ekki ofsögum sagt að "Ofsa-penninn" sendir "ENGAR SMÁKVEÐJUR" þetta árið =). Ég held að Ofsinn sé sjálfskipaður í ritnefnd komandi árs =).
Með sínum Ofsa-annál, sem hann stelur af verkefnatöflu formannsins, held ég þó að ljóst sé orðið að hann elur stóra formannsdrauma innan klæða. =)
Kjartan; það er ekki seinna vænna en að taka fram riffilinn strax, ef sæti og virðingu villtu halda.
Öll él styttir upp um síðir og vona ég að það verði fyrr en Slóðríkur óskar.
Með von um að geta farið að ferðast á komandi ári.
Bestu kveðjur
Magnús Umhverfisnefnd
13.10.2003 at 16:37 #477732Sæl Helena! Innilega fyrirgefðu þessa ljótu yfirsjón. Vona að hún gerist aldrei aftur og auðvitað komu fleiri að þessu öllu. Gleymdi ég einnig að segja frá hvað deildirnar voru röskar í frágangi.
Vinarkveðjur
Magnús, umhverfispostuli
13.10.2003 at 14:50 #477728Sælir félagar! Ég vil byrja á að þakka öllum Landsfundaförum fyrir ánægjulega helgi.
Ferðin uppeftir á fundinn tókst með miklum ágætum og ekki yfir neinu að kvarta. Reynir og Einar brunuðu aðeins fyrr af stað heldur en við hinir, þ.e. við Einar umhverfisnefndarmenn á cherokeeinum hans, Ella, Kjartan formaður og Jóhann gjaldkeri á Terracan og síðast en ekki síðst Beggi kokkur, Soffía og Agnes á þurrum Trooper.
Á leiðinni heyrðum við annað veifið í öðrum félögum en því er um að kenna að við vorum með VHF handstöð klúbbsins og er þetta grei bara neyðarredding og því ekki til stórviðræðna.
Náðum við Reyni og Einari við Geldingaá þar sem þeir voru komnir í gegnum ís með framhjólin og því fastir. Gengu björgunaraðgerðir fljótt og vel fyrir sig og áfram haldið. Þegar komið var að Dalsá sáust för yfir vaðið eftir þá Sigga tæknó og Lúther og voru skemmtilegar hetjusagnir frá þeim félögum um yfirferð þá. Ég er ekki frá því að teigst hafi á höndunum á Lúther
ha ha, eftir að hann teigði vírinn í skiltið.
Fundum við annað vað ofar og gekk allt vel. Síðan fór að skilja á milli loftpúðabílanna og þessarra venjulegu. Vísir að kappakstri varð á milli okkar og Reynirs, sem fór að vísu nokkuð úr skorðum vegna þess að slóð Sigga og Lúthers fór út um víðann völl sökum tæknierfiðleika hjá þeim. Við vorum svo komnir inní Setur rétt um miðnætti. Beggi og Ella komu síðan að vörmu spori.
Heyrðum við í stöðinni frá Austfirðingum sem voru í basli við Sóleyjarhöfðann en redduðu sér að sjálfsdáðum og eru þar greinilega vanir menn.
Bjarni skálanefnd kom með að ég held Eyfirðingum Kerlingarfjallaleið og gekk allt að óskum.Laugardagur fór í hefðbundin fundarstörf og síðan framreiddu hinir frábæru kokkar Beggi, Agnes og handlangarinn Lúther fimm stjörnu máltíð að hætti hússins.
Glen og gaman var síðan viðhaft langt fram eftir nóttu og mátti gjörla sjá afleiðingar þess á sunnudagsmorgni.
Lagt var af stað rétt fyrir hádegi og voru meiningar að fara Klakksleið heim, en af einhverjum sökum var farin Kerlingarfjallaleið. Lítill snjór var á þeirri leið en þeim mun meiri drulla og voru bílarnir því ansi "Kanalegir" en eins og alkunna er er þetta þeirra helsta sport. Hittum við svo félaga okkar úr Vesturlandsdeild í Árbúðum og var tekin þörf pása þar.
Sunnan Bláfellsháls hafði ekki blotnað neitt í jörðu og var því bara ryk þar. Rétt neðan Geysis byrjaði að hellirigna og skolað því rest af drullu af bílunum sem ekki var búið að þvo af.
Köttur út í mýri, úti er ævintýri.
Sjáumst hress á árhátíð,
Magnús G.
umhverfisnefnd
04.10.2003 at 15:11 #477368Sælir! Fyrst menn eru á annað borð byrjaðir að ræða Pæjurnar, þá á ég langar mig til að leyta ráða varðandi minn gamla, ´89 langur 2.6l. Þ.e. að það ryðgaði sundur málmvafningar (hitavafningar) sem liggja frá pústgreininni og upp í sjálfvirka innsogið. Hekla segir að þetta eigi ekki að vera í mínum bíl? en geti að sjálfsögðu pantað þetta og síðasta verð var tæplega 60.þús., og Málmtækni treysta sér ekki til að smíða þetta því þetta er svo þunnt efni. Fyrir vikið gengur bíllinn allt of hratt kaldur og í lausagangi og eyðir samkvæmt því. Hvað er til ráða? Þarf ég að skipta um blöndung til að setja venjulegt innsog eða eitthvað í þeim dúr?
Með fyrirfram þökk
Magnús G.
R 2136
28.09.2003 at 01:31 #477030Nei það var ekki farið.
Stefnt var að því að halda ráðstefnu um skipulagsmál á hálendinu, en það varð að slá hana af í bili vegna ónægrar þátttöku. Virkilega svekkjandi þar sem búið var að vinna mikið í þessu og fá þrjá fyrirlesara sem eru með þessi mál á sinni könnu. En það þíðir ekki að gráta það við gerum bara betur næst.
Samt sem áður fór hellingur af liði upp í Setur og vona ég að þeim hafi gengið vel og haft góðar stundir.
Bestu kveðjur
Magnús umhvefisnefnd
24.09.2003 at 01:05 #476776Flottar myndir frá þér "fastur". Þetta er týpískur kani með mikilmennskubrálæði. Það er greinilegt að þeir eiga langt eftir upp úr sandkassanum, ha ha
Ég vinn nú upp á velli og eru nokkra skemmtilegar útgáfur þar af fjallabílum. Margir þar líta á okkar fjallabíla eins og MONSTER TRUCKS þeirra í heimalandinu og telja okkur geggjaða, sérstaklega vegna alls kostnaðar, og skilja ekkert í hvernig við getum rekið bílanna.
Magnús
R-2136
15.09.2003 at 23:34 #476400Á partasölunni á móti álverinu í Straumsvík í iðnaðarhverfinu, Varahlutaþj. Íshellu s. 5653008, voru um daginn til kantar á þennann bíl. Litu vel út veit ekki verðið.
Ætlar þú að nota orginal hásinguna og framdrifið?
Kv. Magnús
14.08.2003 at 23:39 #475478Sælir aftur!
Nei Ofsi, það er náttúrulega ekkert sniðugt að vefir nefnda séu vistaðir á einkatölvum nefndarmanna út í bæ, en í þessu tilfelli var nauðsyn, og drifkraftur Einars urðu nú samt til þess, vegna þess að ég held, að mjög erfitt reyndist að fá leyfi til að uppfæra síðuna. Hann getur eflaust fært ykkur í allann sannleikann um það sjálfur.
Emil.. ég var ekki að tala um að nefndir myndu koma bara með eitthvað form á síðurnar, heldur mætti eitthvað forsnið vera á þeim, en síðan mættu og ættu nefndarmenn að fá stjórnunaraðgang að þeim.
Í sambandi við núverandi aðalsíðu félagsins, þá er ég þeirrar skoðunnar; að þar sem hún er andlit okkar og mikið sótt bæði af landanum og eflaust af erlendum skoðurum líka mættu vera mikið fleiri linkar á íslenkar jeppa- og heimasíður sem bæði félagsmenn og aðrir hafa komið sér upp.
Svo er líka spurning hvort einn maður eigi yfir höfuð að sjá um svona mál einn og óstuddur. Ég er ekki að gera á nokkurn hátt að lítið úr starfi Odds, bara að varpa þessu fram.
Kv.
Magnús
13.08.2003 at 23:52 #475464Sælir félagar!
Já ég er ekki í neinum vafa um að það er fullt af tölvugúrum til í félaginu sem gætu aðstoðað í þessu máli.
Ég er því ekki mjög hlyntur þeirri hugmynd að fá utanaðkomandi hjálp.T.d. bendi ég á það að Einar Kjartansson tók umhverfisnefndarsíðuna og umbylti henni og vistar hana nú á sinni tölvu. Það væri kannski vel reynandi að aðrar nefndir gerðu slíkt hið sama? Þar með gætu nefndirnar ráðið því sjálfar hvað væri þar og þar með minnkað álagið á tölvunefnd félagsins (Oddi) og ferskir vindar blása.
Myndasíðan er greinilega erfiðust allra síðna og mætti eflaust leggja í nokkra skipulagsvinnu þar með góðra manna hjálp.
Kveðja
Magnús umhverfisnefnd
R-2136
16.07.2003 at 00:14 #474876Sælir félagar! Ég hef það eftir nýjasta rithöfundinum okkar að afmælisbókin verði rándýr ca. 8000 kr. Við vorum að velta þessu fyrir okkur við Jón og okkur fannst þetta alltof dýr bók.
Auðvitað er skemmtilegt að gefa út svona bók og kannski nauðsynlegt afmælisrit, en þar sem við erum uppistaða markhópsins og sjáum örugglega ekki ofsjónum yfir því að geta veitt einhverja aðstoð til að hún verði sem glæsilegust, finnst mér þeir ætla að maka krókinn of mikið. Ég er ekki tilbúinn til að panta hana fyrirfram. Hvað finnst ykkur?????
Magnús,
R-2136
12.06.2003 at 03:42 #473868Þessi upphafsspurning hjá þér BVÞ var greinilega mjög þörf vel tímasett. Við, þ.e. félagið, ættum að taka saman þennann þráð og hafa á bókasafninu okkar, svo góður og þarflegur finnst mér hann orðinn.
Þó að spurningunni verði kannski aldrei svarað, þá er þetta greinilega þarft mál á Umhverfisráðstefnuna okkar í Setrinu í haust. Þangað geta og koma vonandi menn úr öllum áttum, jafnt lærðir sem ólærðir.
Það hrindi einhver bjalla hjá mér þegar byrjað var að tala um eitthvert "apparat" til að halda utan um gagnagrunn fyrir svona verkefni. Ég hef ekki mikla trú á að það gæti blessast. Ég sé fyrir mér að hagsmunaaðilar gætu þá farið að hafa puttana of mikið þar???.
Sumarkveðjur
Magnús
R-2136
30.05.2003 at 04:30 #473804Sælir lesendur! Þetta er góð umræða og að mörgu leiti mjög snúin. Að framanverðu hafa komið fram mjög góðir punktar um þetta mál og hafa þeir vissulega vakið mann til umhugsunnar.
Ég held að ekki komist nein einhlít skilgreining á orðinu "SLÓÐI". Það er svo margbreytilega túlkað og eins og fleiri orð í íslensku með margræða merkingu.
Einn slóða stikaði umhverfisnefnd ásamt góðu föruneyti í fyrra sem lengi þurfti að leita að, en var til í hugskoti nokkurra okkar. Eins hef ég keyrt slóða sem kom undan vatni þegar minnkaði í Kleifarvatni fyrir tveim árum síðan, en sá slóði er austanmeginn við vatnið og er ekki uppúr lengur að ég held.
Í mínu hugskoti er því "slóði", og þá er ég að tala í merkingunni vegur, greinileg för/leið sem er ekki almennt notaður, en er markaður í landið samt sem áður.
Til útskýringar eru t.a.m. til illfærir jeppavegir, kinda- og göngugötur ofl. sem ekki myndu teljast sem slóðar.
Réttmæti margra slóðanna er stórt spurningarmerki en það er efni í annan þráð. Hefðarspursmálið er mjög teygjanlegt og líka efni í annan þráð.
Engann slóðaskap hér takk fyrir.
Bestu kveðjur
Magnús
R-2136
12.05.2003 at 21:36 #473278Góðir lesendur! Ekki langar mig til að fara að munnhöggvast á þessum síðum við ykkur félagar góðir um einhver smáatriði sem engu máli skipta, til þess er lífið og félagskapur okkar allt of verðmætur. Ég er þakklátur stjórn félagsins fyrir að fara að vinna í málinu, því hitt hefði bara borið af sér klúður. Ekki skal ég útiloka nefndaskipti að ári liðnu ef svo vill verða.
BÞV, eins og þú bendir á í þínum pistli, þá var þetta mjög svo snör rússnesk kosning að félagar út í sal höfðu ekki umþóttunartíma til að bjóða sig fram. Eins og SH bendir réttilega á er ekki góð reynsla af því að hafa ekki tilvonandi frambjóðendur á reyðum höndum. En með "teppamálið" var það meira svona til gamans gert, enda teppi á skrifstofunni, og ekki neitt annað á bak við það.Ég vona að ritnefndin bíði ekki afhroð (vinsælt orð þess daganna) og óska henni alls hins besta.
Bestu sumar- og ferðakveðjur
Virðingarfyllst
Magnús Guðmundsson, umhverfispostuli
R-2136
12.05.2003 at 01:22 #473268Sæll Nonni! Það er náttúrulega augljóst mál að mikill hörgull er á starfhæfu fólki í nefndastarf félagsins og því lendir þetta oft á sama liðinu.
Það var ekki auglýst neitt eftir frambjóðendum í þessa nefnd, heldur var ég kallaður á teppið (skrifstofu) með Kjartani og Sigurði Helgasyni og spurður hvort ég væri ekki til í þetta. Tjáði ég þeim þá að ég ætti eitt ár eftir í hinni virðulegu Umhverfisnefnd og ætlaði ekki að yfirgefa það skip fyrr. Síðan hringir Kjartan í mig og spyr mig aftur og sagðist ég þá ætla að hugsa málið, en hann sagðist ætla að reyna að finna einhvern kandidat í millitíðinni. Á opnu húsi á fimtudagskvöldi fyrir aðalfund var ég aftur kallaður á "teppið" og hélt þar fram ákvörðun minni að vera í Umhverfisnefnd áfram. SH hringdi þá í Ásgeir og nuðaði í honum þar til Ásgeir lét sig, með því fororði að hann fengi aðstoðarmann og með semingi sættist ég á það. Þá allt í einu var ég kominn í ritnefnd sem aðstoðarmaður. Síðan á aðalfundinum þá hálf neitar Ásgeir en sættist á að vera aðstoðarmaður og ég kosinn líka. Líður nú að næsta fimmtudagskvöldi og kallar þá SH í mig en ég segist vera að vinna með minni nefnd og yppir hann þá bara öxlum.Mér skildist á SH fyrst þegar hann talar við mig að vinnan væri aðallega í því að safna auglýsingum og fylgja þeim eftir að öðru leiti en innheimtu og ekki væri það mikið starf þar sem auglýsingamál og efnismál eru í nokkuð góðum farvegi um þessar mundir. það þyrfti samt að halda áfram.
Sigurður þú og ritnefnd eigið heiður skilinn fyrir alveg einstaklega góða frammistöðu og vonandi verður svo áfram hjá nýrri ritnefnd.
Talsvert starf er fyrirliggjandi hjá Umhverfisnefnd þetta sumarið í bæklingamálum og sumarstarfi.
Ég sé mér ekki fært að sinna þessu ásamt öðrum verkum á heimagarði og því biðst ég lausnar fyrir mig og embætti mitt ( eins og þingmenn gera ).
Auglýsi ég hér með eftir einhverjum góðum aðilum til í að taka þetta að sér.
Án allra illinda.
Virðingarfyllst og góðar sumarkveðjur,
Magnús Guðmundsson
R-2136
-
AuthorReplies