Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.03.2004 at 11:54 #490946
Sælir aftur! Var að sleppa einum nýliðanum, Ólafi Gústafssyni sem er í hóp B undir öruggri stjórn Gunna "hása" Kristjánssonar úr símanum. Voru þeir rétt í þessu að koma upp á Kvíslaveituveg aftur af Búðarhálsinum.
Sagði hann að ísinn héldi svona ca. tveimur fyrstu bílunum en restin færi í gegn og þar væru menn að festa sig. Sagðist hafa búist við þessu verra en er hæstángður. Hópurinn heldur vel saman og er í banastuði.Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 11:39 #497526Góðann daginn félagar. Fréttir af Nýliðaferðinni eru allar góðar. Ég var að tala við Þránd og lá vel á honum og öllum hópnum. Þeir voru staddir á Búðarhálsi á stikaða kaflanum ennþá en ekki gat hann staðsett þá nákvæmar. Rosa fínt veður sól og blíða, snjór yfir öllu, vatn í lænum, lækir og pollar með þunnum lagís. Vel tókst að koma saman hópnum í Hrauneyjumí morgun og standa nýliðarnir sig mjög vel. Hann sagði að mikið stuð væri í talstöðvunum. Verða þeir líklega bæði þegjandi hásir og með harðsperrur í talfærum undir kvöldmat. =) Smotterísbilannir hafa gert vart við sig.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 11:39 #490944Góðann daginn félagar. Fréttir af Nýliðaferðinni eru allar góðar. Ég var að tala við Þránd og lá vel á honum og öllum hópnum. Þeir voru staddir á Búðarhálsi á stikaða kaflanum ennþá en ekki gat hann staðsett þá nákvæmar. Rosa fínt veður sól og blíða, snjór yfir öllu, vatn í lænum, lækir og pollar með þunnum lagís. Vel tókst að koma saman hópnum í Hrauneyjumí morgun og standa nýliðarnir sig mjög vel. Hann sagði að mikið stuð væri í talstöðvunum. Verða þeir líklega bæði þegjandi hásir og með harðsperrur í talfærum undir kvöldmat. =) Smotterísbilannir hafa gert vart við sig.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 00:48 #193936Sælir lesendur!
Þessum þræði er ætlað það hlutverk að vera fréttavefur af Nýliðaferð umhverfisnefndar í Setrið. Að auki mun ég senda inn fréttir af félögum okkar í Rottugenginu sem mér berast ásamt einhverjum öðrum flækingum. VIL ÉG BIÐJA UM AÐ EKKI VERÐI BULL OG ÓSKYLD MÁL SKRIFAÐ HÉR.
Í kvöld talaði ég við Jón „Ofsa-slóðríkann“ Snæland og var hann þá ásamt Gulla „Mulann“, Kalla „Hrekkjusvíni“, Danna og Geira í góðu leti-yfirlæti í Hrauneyjum. Þar var þá einnig kominn einhver hluti af Nýliðaferðar-þátttakendum, nokkrir bílar frá Vestmannaeyjum sem voru á leið í Setrið í kvöld og síðan Sóleyjarhöfðann á morgun og síðan ef mig minnir rétt Pétur í Hvammsvík (þekki ekki haus né sporð) ásamt 3 bílum og stefna þeir á Grímsfjall.
Von er á fullu húsi í Hrauneyjum í morgunsárið og mun Nýliðaferðin t.d. leggja af stað kl. 0830 og ef Rotturnar vakna þá er svipaður brottfarartími hjá þeim.
Jón tjáði mér að jörð væri hvít og svipuð því er jól hafa litið út undanfarið hér syðra; sem sagt rétt föl.
Meira í morgunsárið,
PR: Umhverfisnefndar
Magnús Guðmundss.
26.02.2004 at 14:39 #193851Sælir félagar!
Hvernig er stætt um hið dularfulla fyrirbæri sem kallast Samút? Er það ennþá við líði eða er þetta bara eitthvað skúffudæmi núna?
Bkv. Magnús G.
26.02.2004 at 14:30 #496376Sælir félagar! Já þjóðlendufrumvarpið hefur hingað til haft jákvætt orð á sér. Ég var í stjórn Skotvís þegar þessi umræða kom upp fyrst og vorum við fengnir til að vera umsagnaraðilar um málið. Niðurstaðan var sú að við fögnuðum frumvarpinu þar sem það rírði eignarrétt bænda og opnaði fleiri landsvæði sem okkur var frjáls að stunda veiðar á. Þarna var því kominn í fyrsta sinn eitthvert tæki almennings og ríkisins á móti landeigendum. Í frumvarpinu er hvergi, ef mig minnir rétt, einhver takmörkun á umferð eða umgengni. Meira að segja látið að því liggja að nýjasta tækið í verkfærakössum mætti vera öflugar stálklippur.
Bkv. Magnús G
Umhverfisnefnd
26.02.2004 at 14:30 #489794Sælir félagar! Já þjóðlendufrumvarpið hefur hingað til haft jákvætt orð á sér. Ég var í stjórn Skotvís þegar þessi umræða kom upp fyrst og vorum við fengnir til að vera umsagnaraðilar um málið. Niðurstaðan var sú að við fögnuðum frumvarpinu þar sem það rírði eignarrétt bænda og opnaði fleiri landsvæði sem okkur var frjáls að stunda veiðar á. Þarna var því kominn í fyrsta sinn eitthvert tæki almennings og ríkisins á móti landeigendum. Í frumvarpinu er hvergi, ef mig minnir rétt, einhver takmörkun á umferð eða umgengni. Meira að segja látið að því liggja að nýjasta tækið í verkfærakössum mætti vera öflugar stálklippur.
Bkv. Magnús G
Umhverfisnefnd
22.02.2004 at 12:32 #496232Sælir félagar! Ég er hjatanlega sammála Viði Lunda (Fugla2) um að loka þessu blessaða myndaalbúmi fyrir öðrum en félögum í f4x4. Þetta myndaalbúm er búið að spengja utan af sér plássið margoft eins og þið vitið og kostar það klúbbinnn stórupphæðir á hverju ári og því þá að leyfa utankomandi fólki sem ekki borgar félagsgjöld að nota þetta? Ég er ekki að segja að félagsmenn megi ekki setja inn myndir af hlutum sem þeir eru að selja, en þær verða þá að hafa einhvern maximum líftíma t.d. mánuð. Annars þyrfti að bara að gera gangskör í því að taka til þarna.
Ég sé engin rök fyrir því að mega ekki loka þessu eins og rottusíðunni, Mountain friends og fleiri síðum. Ef fólk vill endilega birta einhverjar myndir sem ekki tengjast okkur eða okkar áhugamáli, þá getur það bara stofnað sína eigin heimasíðu, og hana nú.
Bkv.
Magnús G.
R-2136
22.02.2004 at 12:32 #489650Sælir félagar! Ég er hjatanlega sammála Viði Lunda (Fugla2) um að loka þessu blessaða myndaalbúmi fyrir öðrum en félögum í f4x4. Þetta myndaalbúm er búið að spengja utan af sér plássið margoft eins og þið vitið og kostar það klúbbinnn stórupphæðir á hverju ári og því þá að leyfa utankomandi fólki sem ekki borgar félagsgjöld að nota þetta? Ég er ekki að segja að félagsmenn megi ekki setja inn myndir af hlutum sem þeir eru að selja, en þær verða þá að hafa einhvern maximum líftíma t.d. mánuð. Annars þyrfti að bara að gera gangskör í því að taka til þarna.
Ég sé engin rök fyrir því að mega ekki loka þessu eins og rottusíðunni, Mountain friends og fleiri síðum. Ef fólk vill endilega birta einhverjar myndir sem ekki tengjast okkur eða okkar áhugamáli, þá getur það bara stofnað sína eigin heimasíðu, og hana nú.
Bkv.
Magnús G.
R-2136
15.02.2004 at 17:35 #488028Sælir skrifendur! Þetta er rétt sem Skúli telur upp, en að auki skildist mér þegar verið var að kynna þennann samning;
Atriði nr. 1; að Það væri bundið við einhverja lágmarksupphæð af keyptu bensíni sem þessi króna rynni til okkar ?
Mig minnir að einhver í stjórn hafi sagt að við hefðum alldri náð þessarri tilteknu lágmarksupphæð og því hafi þessi króna ekki skilað sér?Atriði nr. 2; að eitthvað hefði verið talað um vildarpunkta hjá Flugleiðum við notkun kortsins?
Eftir ítrekaðar fyrirspurnir á sínum tíma komst ég að því að það var ekki.Mig mynnir að ítarleg umfjöllun um þennann samning hafi verið í Setrinu í fyrra?
Bkv. Magnús G.
R 2136
15.02.2004 at 17:35 #493041Sælir skrifendur! Þetta er rétt sem Skúli telur upp, en að auki skildist mér þegar verið var að kynna þennann samning;
Atriði nr. 1; að Það væri bundið við einhverja lágmarksupphæð af keyptu bensíni sem þessi króna rynni til okkar ?
Mig minnir að einhver í stjórn hafi sagt að við hefðum alldri náð þessarri tilteknu lágmarksupphæð og því hafi þessi króna ekki skilað sér?Atriði nr. 2; að eitthvað hefði verið talað um vildarpunkta hjá Flugleiðum við notkun kortsins?
Eftir ítrekaðar fyrirspurnir á sínum tíma komst ég að því að það var ekki.Mig mynnir að ítarleg umfjöllun um þennann samning hafi verið í Setrinu í fyrra?
Bkv. Magnús G.
R 2136
13.02.2004 at 01:09 #493868Sælir skrifendur! Hér erum við búnir að fá verð-viðmiðun frá Vírneti í galvaniseringu, en hvað kostar hin aðferðin þ.e. sandblástur og zinkhúðun? Hvað er gert við álfelgur?
Bkv. Magnús G.
13.02.2004 at 01:09 #488436Sælir skrifendur! Hér erum við búnir að fá verð-viðmiðun frá Vírneti í galvaniseringu, en hvað kostar hin aðferðin þ.e. sandblástur og zinkhúðun? Hvað er gert við álfelgur?
Bkv. Magnús G.
12.02.2004 at 01:32 #486654Sæll Sigurður! Mig vantaði upplýsingar en vantaði ekki kassana. Er að selja þetta dót. Takk samt.
Bkv. Magnús
R-2136
11.02.2004 at 20:34 #486646Frábært að hafa svona þráð, sammála einhverjum að þeir mættu vera fleiri og þá tegundaskiptir.
Annars fýsir mig að vita hvort kúplingshús af 2.6 ltr. bensínvél passi á diesel/turbovélina. Hér er ég að tala um fyrstu kynslóð af þessum eðalvögnum þ.e. fyrir 1990? Einnig langar mig til að spyrja hvað svona hlutir kosti þ.e.; framdrif, afturhásingu, gírkassa með/án millikassa, millikassi sér og framöxlar?
Endurvinnslukveðjur
Magnús G.
10.02.2004 at 00:52 #486622Líttu á síðuna http://www.marks4wd.com en þar er að finna allar tölur yfir nokkra helstu eðalvagnana. Þú verður að vísu að vita vélarheitið/vélargerð og síðan er eftirleikurinn auðveldur.
Bkv. Magnús G.
10.02.2004 at 00:38 #487974Frábært þegar bent er á svona bráðnauðsynlegar síður eins og Toyletti gerir hér að ofan þ.e. "www.marks4wd.com" og því kærkomin í favorites.
Bkv. Magnús G.
10.02.2004 at 00:38 #492943Frábært þegar bent er á svona bráðnauðsynlegar síður eins og Toyletti gerir hér að ofan þ.e. "www.marks4wd.com" og því kærkomin í favorites.
Bkv. Magnús G.
22.01.2004 at 20:01 #485422Sæll Gísli! þetta eru tvær 2.6 lítra vélar 4ra cyl og eru þær í ´89 löngum og ´88 stuttum.
Verð í Mörkinni í kvöld,
Sjáumst
Magnús G.
22.01.2004 at 02:03 #193541Ágætu félagar! Nú er svo komið að mig vantar aðstoð góðs manns eða góðra manna. Málið er að skipta um vél í Pajero. Ég er með tvo bíla svo það þarf að taka úr báðum og setja í annann. Ég er ekki nógu kunnugur að gera þetta sjálfur og hef heldur ekki nógu góða aðstöðu. Ekki er ég að ætlast til að viðkomandi geri þetta frítt heldur hlítur að vera hægt að semja um verð.
Velviljaðir og áhugasamir vinsamlegast hafi samband í síma 896-8564 eða svari hér.
Með von um aðstoð.
Bkv.
Magnús Guðmundsson
-
AuthorReplies