Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.03.2004 at 19:10 #497554
Sælir félagar!
Af Nýliðaferðinni er það að frétta að allir eru komnir í hús eftir frábæran dag. Þrándur og Skúli eru báðir glaðbeittir og reyndar mannskapurinn allur. Þegar niður af jökli kom fóru sumir að reyna bílana betur, aðrir í að skemmta börnum á slöngum og einhverjir í smáviðgerðir. Stór LC80 hefur átt við hitavandamál að stríða og reyndist það vera vatnslásinn og síðan er Scout sem er með einhverjar gangtruflannir. Talsverður snjór virðist vera við Setrið. Byrjað er að kynda undir lærunum og önnur skyldustörf eru í fullum gangi svo sem vökvun ofl..
Tal við þá aftur í kvöld, sæl að sinni
Magnús G.
06.03.2004 at 18:16 #490970Sælt veri fólkið!
Veðurhorfur fyrir miðhálendið til kl. 18:00 á morgun.
Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp, 10 – 15 m/s undir kvöld, en hægari og bjartviðri austantil. Hvessir í nótt, sunnan 20 – 25 m/s víða á morgun. Slydda eða rigning, en úrkomulítið norðan Vatnajökuls. Hlýnar smám saman, hiti 0 – 6 stig í nótt og á morgun.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 18:16 #497552Sælt veri fólkið!
Veðurhorfur fyrir miðhálendið til kl. 18:00 á morgun.
Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp, 10 – 15 m/s undir kvöld, en hægari og bjartviðri austantil. Hvessir í nótt, sunnan 20 – 25 m/s víða á morgun. Slydda eða rigning, en úrkomulítið norðan Vatnajökuls. Hlýnar smám saman, hiti 0 – 6 stig í nótt og á morgun.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 18:03 #490968Sælt veri fólkið! Jón Snæland var að hringja í mig og var með slæmar fréttir. Kjartan formaður þaut fram af 1.5m hárri hengju í Hnjúkakvíslinni og lenti í hengunni hinu meginn. Var hann heppinn að vera í belti því annars hefði illa farið. Bíllinn er allur í döðlu að framan og ókeyrsluhæfur. Þeir eru búnir að ná honum upp úr ánni og eru að reyna að toga hann í sundur til að geta dregið hann til byggða. Sagði Jón að þeir myndu líklega byrja á því í kvöld þar sem veðurspáin er mjög versnandi.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 18:03 #497550Sælt veri fólkið! Jón Snæland var að hringja í mig og var með slæmar fréttir. Kjartan formaður þaut fram af 1.5m hárri hengju í Hnjúkakvíslinni og lenti í hengunni hinu meginn. Var hann heppinn að vera í belti því annars hefði illa farið. Bíllinn er allur í döðlu að framan og ókeyrsluhæfur. Þeir eru búnir að ná honum upp úr ánni og eru að reyna að toga hann í sundur til að geta dregið hann til byggða. Sagði Jón að þeir myndu líklega byrja á því í kvöld þar sem veðurspáin er mjög versnandi.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 17:20 #497548Var að tala við Gulla. Eiga þeir ca. 20 km eftir inn í Laugafell þar sem þeir ætla að setjast að. Ekki virðist hafa orðið neitt tjón við vökvunina hjá honum. Færið er mjög gott, pínulítill skafrenningur ekkert sem á er gerandi og nánast búið að vera Mallorka veður í allan dag.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 17:20 #490966Var að tala við Gulla. Eiga þeir ca. 20 km eftir inn í Laugafell þar sem þeir ætla að setjast að. Ekki virðist hafa orðið neitt tjón við vökvunina hjá honum. Færið er mjög gott, pínulítill skafrenningur ekkert sem á er gerandi og nánast búið að vera Mallorka veður í allan dag.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 16:48 #497546Já það er rétt.
06.03.2004 at 16:48 #490964Já það er rétt.
06.03.2004 at 16:32 #497542Maður að nafni Guðmundur Guðmundsson, úr hópi C er á Hilux SR5 38", coari Gísli Ófeigsson og sonur hans, hringdi í mig og sagði að þeir væru í 1400 metra hæð og að koma niður úr þokunni. Útsýni væri alveg frábært og glimrandi gengi. Lausamjöll yfir öllu. Lenntu þeir í því að þurfa að tappa eitt dekk stax í Hrauneyjum (líklega fúið dekk) og voru að hugsa um að fara í bæinn en Einar herti þá og sjá þeir ekki eftir því. Allir hóparnir fóru upp á Hofsjökul beint upp af Setrinu og áfram upp Blautukvíslarjökul. Ekki urðu þeir varir við neinar sprungur.
Langaði Guðmund til að koma kveðju til sonar síns 10 ára sem var ákv. að fara með en reyndist með 38° hita þegar til kom í morgun.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 16:32 #490960Maður að nafni Guðmundur Guðmundsson, úr hópi C er á Hilux SR5 38", coari Gísli Ófeigsson og sonur hans, hringdi í mig og sagði að þeir væru í 1400 metra hæð og að koma niður úr þokunni. Útsýni væri alveg frábært og glimrandi gengi. Lausamjöll yfir öllu. Lenntu þeir í því að þurfa að tappa eitt dekk stax í Hrauneyjum (líklega fúið dekk) og voru að hugsa um að fara í bæinn en Einar herti þá og sjá þeir ekki eftir því. Allir hóparnir fóru upp á Hofsjökul beint upp af Setrinu og áfram upp Blautukvíslarjökul. Ekki urðu þeir varir við neinar sprungur.
Langaði Guðmund til að koma kveðju til sonar síns 10 ára sem var ákv. að fara með en reyndist með 38° hita þegar til kom í morgun.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 16:01 #497540Sælir ! Ég var að tala við Gunna "hása" og staðfestir hann það sem Boebbi sagði. Þeir eru búnir að snúa við vegna færis og skyggnis. Einar var alveg ákveðinn að fara með nýliðanna upp á hábungu en af því verður ekki í þetta sinn. Annars allt gott.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 16:01 #490958Sælir ! Ég var að tala við Gunna "hása" og staðfestir hann það sem Boebbi sagði. Þeir eru búnir að snúa við vegna færis og skyggnis. Einar var alveg ákveðinn að fara með nýliðanna upp á hábungu en af því verður ekki í þetta sinn. Annars allt gott.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 15:43 #497536Sælt veri fólkið! Lúther þú verður nú að fara í Lyfju og fá þér stórann skammt af róandi, eða einn trúðasleikjó. Annars er allt gott af þeim að frétta. Þegar ég talaði við Jón Snæl. áðan var hann í þeim töluðum orðum að fara yfir Skjálfandafljót þar sem heitir Fossaleiti og er staðsett í Langadragi rétt eftir að farið er framhjá nyrðri afleggjaranum inn á Gæsavatnaleið. Sagði hann að miklar festur hefðu orðið annarsstaðar í Skjálfandafljóti og 6 af 10 bílum fest sig um leið. Versta festan var hjá Gulla og flæddi svolítið inn í bílinn hans. Farið var með hann upp í hlíð og hellt úr honum. Það er ýmist of eða van hjá honum varðandi drykkjarmálin? Jón Snæl. hakkar í sig verkjatöflur eins og Smartís og verður hann líklega orðinn frínilegur þegar húma fer að nóttu. Færið var gott og skemmtilegt en meiri snjór var í Vonarskarðinu en þar sem þeir eru núna. Ofurtoyotan var að sögn eigandans ekki í framdrifinu vegna of góðs færis. Byrjað var að skafa pínulítið en stefna þeir ótrauðir á Laugafell fyrir kvöldið. Meira gat hann ekki talað vegna þess að hann var að dragast afturúr.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 15:43 #490954Sælt veri fólkið! Lúther þú verður nú að fara í Lyfju og fá þér stórann skammt af róandi, eða einn trúðasleikjó. Annars er allt gott af þeim að frétta. Þegar ég talaði við Jón Snæl. áðan var hann í þeim töluðum orðum að fara yfir Skjálfandafljót þar sem heitir Fossaleiti og er staðsett í Langadragi rétt eftir að farið er framhjá nyrðri afleggjaranum inn á Gæsavatnaleið. Sagði hann að miklar festur hefðu orðið annarsstaðar í Skjálfandafljóti og 6 af 10 bílum fest sig um leið. Versta festan var hjá Gulla og flæddi svolítið inn í bílinn hans. Farið var með hann upp í hlíð og hellt úr honum. Það er ýmist of eða van hjá honum varðandi drykkjarmálin? Jón Snæl. hakkar í sig verkjatöflur eins og Smartís og verður hann líklega orðinn frínilegur þegar húma fer að nóttu. Færið var gott og skemmtilegt en meiri snjór var í Vonarskarðinu en þar sem þeir eru núna. Ofurtoyotan var að sögn eigandans ekki í framdrifinu vegna of góðs færis. Byrjað var að skafa pínulítið en stefna þeir ótrauðir á Laugafell fyrir kvöldið. Meira gat hann ekki talað vegna þess að hann var að dragast afturúr.
Meira seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 13:35 #497532Sælt veri fólkið!
Var að spjalla við Ómar og var allt í góðu gengi hjá honum. Þeir eru nú staddir mitt á milli Þjórsár og Seturs og verða þeir fyrstu komnir inn í Setur fyrir kl. 1400 Flestum gekk vel yfir Sóleyjarhöfðann þó duttu tveir niður úr ísnum þ.e. Þrándur og einhver annar þungur. Nóg var af þar en vel gekk að ná þeim upp úr. Krapapollar hafa verið í farveginum en hægt hefur verið að sneiða hjá þeim. Stefnan er líklega tekinn á Hofsjökul eftir matarhlé í Setrinu.
Meira seinna
Magnús fréttaritari
06.03.2004 at 13:35 #490950Sælt veri fólkið!
Var að spjalla við Ómar og var allt í góðu gengi hjá honum. Þeir eru nú staddir mitt á milli Þjórsár og Seturs og verða þeir fyrstu komnir inn í Setur fyrir kl. 1400 Flestum gekk vel yfir Sóleyjarhöfðann þó duttu tveir niður úr ísnum þ.e. Þrándur og einhver annar þungur. Nóg var af þar en vel gekk að ná þeim upp úr. Krapapollar hafa verið í farveginum en hægt hefur verið að sneiða hjá þeim. Stefnan er líklega tekinn á Hofsjökul eftir matarhlé í Setrinu.
Meira seinna
Magnús fréttaritari
06.03.2004 at 12:47 #497530Var rétt í þessu að tala við Jón "ofsa-slóðríkann" Snæland.
Voru þeir staddir við Nyðri Hágöngur á 10 bílum. Þvílík blíða og klassa færi. Lágmarkshiti í morgun var -14° en var kominn í -3.8° núna. Háar skarir ca. 2m voru á Svörtukvísl en lítið var í ánni. Komust þeir yfir rétt fyrir ofan vaðið þar sem skarirnar voru aðeins minni.
Jón var slasaður þar sem hann hafði flogið á hausinn og skellt hurðinni í leiðinni. Þvældust puttar gírhandarinnar einhvernveginn á milli svo að hann á erfitt með að skipta um gír. Skyldi hann fá sér sjálfskiptann bráðlega?
Jón Ebbi er að sögn á mikið breyttum "Forusturauð" þarna og kemur það ekki til af góðu. Þannig er að vinnumaður hjá honum ætlaði að færa bílinn eitthvað en ekki fór betur en svo að hann keyrði undir eitthvað (náði ekki hvað) og tók allt ofan af bílnum, loftnet ofl. Ekki er bíllinn svipur hjá sjón.
Þeim seinkaði aðeins að fara frá Hrauneyjum vegna þess að Kjartan formaður kom lannngseinastur og tafði í þokkabót með framboðsræðu.
Þegar Jón Snæland kom í Hrauneyjar í gær lanngfyrstur voru þrír hópar farnir á leið á Grímsfjall. Þarna voru Pétur í Hvammsvík ætlaði Grímsfjall – Esjufjöll, Auðunn í bílasprautun Auðunns í Kópavoginum ætlaði Grímsfjall – Snæfell.
Meir seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 12:47 #490948Var rétt í þessu að tala við Jón "ofsa-slóðríkann" Snæland.
Voru þeir staddir við Nyðri Hágöngur á 10 bílum. Þvílík blíða og klassa færi. Lágmarkshiti í morgun var -14° en var kominn í -3.8° núna. Háar skarir ca. 2m voru á Svörtukvísl en lítið var í ánni. Komust þeir yfir rétt fyrir ofan vaðið þar sem skarirnar voru aðeins minni.
Jón var slasaður þar sem hann hafði flogið á hausinn og skellt hurðinni í leiðinni. Þvældust puttar gírhandarinnar einhvernveginn á milli svo að hann á erfitt með að skipta um gír. Skyldi hann fá sér sjálfskiptann bráðlega?
Jón Ebbi er að sögn á mikið breyttum "Forusturauð" þarna og kemur það ekki til af góðu. Þannig er að vinnumaður hjá honum ætlaði að færa bílinn eitthvað en ekki fór betur en svo að hann keyrði undir eitthvað (náði ekki hvað) og tók allt ofan af bílnum, loftnet ofl. Ekki er bíllinn svipur hjá sjón.
Þeim seinkaði aðeins að fara frá Hrauneyjum vegna þess að Kjartan formaður kom lannngseinastur og tafði í þokkabót með framboðsræðu.
Þegar Jón Snæland kom í Hrauneyjar í gær lanngfyrstur voru þrír hópar farnir á leið á Grímsfjall. Þarna voru Pétur í Hvammsvík ætlaði Grímsfjall – Esjufjöll, Auðunn í bílasprautun Auðunns í Kópavoginum ætlaði Grímsfjall – Snæfell.
Meir seinna
Magnús G.
06.03.2004 at 11:54 #497528Sælir aftur! Var að sleppa einum nýliðanum, Ólafi Gústafssyni sem er í hóp B undir öruggri stjórn Gunna "hása" Kristjánssonar úr símanum. Voru þeir rétt í þessu að koma upp á Kvíslaveituveg aftur af Búðarhálsinum.
Sagði hann að ísinn héldi svona ca. tveimur fyrstu bílunum en restin færi í gegn og þar væru menn að festa sig. Sagðist hafa búist við þessu verra en er hæstángður. Hópurinn heldur vel saman og er í banastuði.Meira seinna
Magnús G.
-
AuthorReplies