Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.06.2004 at 07:35 #502015
Já nú er einhver virkilega íhaldssamur kominn á lyklaborðið eða er þetta nýjasta útspil skemmtinefndar? Hver veit? Undir stjórn og nefndir og netfangasíðunni er kominn kosning af aðalfundi síðan 2000.
Ps. Þetta er kannski nýjasti kaflinn í myndaseríunni "Back to the future".
Bkv. Magnús G.
01.06.2004 at 07:50 #503451Sælir félagar. Hægt er að réttlæta þetta olíugjald með þeirri hugsun að mengun verði minni og því umhverfisvænna.
Nú er þetta búið að vera lengi í deiglunni og margbúið að reka á eftir þessu, svo það er skrítið að nú kemur mikill grátkór af stað. Bjuggust menn við einhverju öðru?Vissulega kemur þetta við pyngju þeirra sem keyra mjög mikið. Nú þurfið þið að borga skattinn um leið eins og við bensínbílaeigendur. Ég hef enga trú á því að ríkið muni fara að tapa á þessu svo að sennilega verður dísilolían jafn dýr og bensínið og gjöld við dísilbíla hækkuð.
Ég sé fyrir mér aukna sölu í dísilbílum þar sem það er hagkvæmara til lengri tíma litið að reka svoleiðis bíl.
Bkv.
Magnús G.
26.05.2004 at 02:01 #503167Sælir félagar!
Já þetta er athyglisvert í ljósi þess að hér áður fyrr voru Chervolet Vega bílarnir taldir stórhættulegir vegna bensíntanksins. Þegar ég sá þetta hér á Kef-Velli spurði lögguna um þetta og þeir hreynlega vissu ekki hvort þetta væri bannað.
Eins og Jóhannes segir þá eru þeir oft með tvo bensínbrúsa í utanáliggjandi grindum og gildir þá einu hvort þeir eru úr járni eða plasti. Mér hefur oft á tíðum fundist þessar grindur allt of lágar þar sem þær eru stundum neðar en stuðarinn.
Þeim óar við verðinu hér svo það eru samningar við íslenk stjórnvöld að þeir mega taka ákveðið magn af bensíni út af vellinum. Ég held að það sé eitthvað um 10 gallon.?
Að mínu mati er samt skárra að sjá brúsa utan á bíl en inn í honum þar sem hann getur stórslasað farþega eins og "fastur" segir. En ég myndi ekki þora að hafa þá svona neðarlega og þá í rammgerðum grindum.
Það hlýtur að vera einhver klausa um þetta í reglugerðinni?
Bkv.
Magnús G.
24.05.2004 at 15:41 #502685Sælir Félagar! menn, konur, börn og hundar.
Ég og minn lýður (jákvæð merking = fólk), viljum þakka kærlega fyrir bráðnauðsynlega hleðslu á sálartetrin sem Vetrarslúttið í Þórsmörk/Bása var. Vil ég líka þakka Útivist fyrir mjög góða aðstöðu og ánægjuleg kynni.
Það var nú ekki hátt risið á manni þegar maður leit út um gluggann á laugardagsmorgun en bitið var á jaxlinn og lagt í hann. Krakkarnir mínir voru líka enn meiri hvatning því þau voru fljót upp úr rúminu, þvílík tilhlökkun.
Þar sem gleymst hafði að skrá CB-rásarnúmerið við undirbúning og ég komið of seint á Esso, náðist ekki í mig fyrr en í Hveragerði og small ég í hópinn á Selfossi og var greinilegt að góður hópur var þar á ferð. Hvergi var sút eða sorg að sjá eða heyra og mórallinn mjög góður.
Ferðinn gekk mjög vel alla leið og ævintýraþráin í algleymingi. Það var mikið í ánum en ekki stoppaði það okkur. Einn óbreyttur Musso lenti í því að fara ekki úr lágadrifinu en því varð reddað. Ökumaður þess bíls (kona, óreynd) þorði ekki að keyra yfir Steinholtsánna og var því líka reddað. Síðan stóð hún sig eins hetja. Hún var reyndar í Útivistarhópnum sem hélt 40 ára afmæli einnar konu þarna innfrá.
Eftir að fólk hafði komið sér fyrir var lagt af stað í ökutúr inn eftir undir stjórn Stefaníu sem verið hefur skálavörður í Langadal nokkrum sinnum. Góður fararstjóri þar og þrælvön. Ekki var komist alla leið vegna vatnavaksta og var því snúið við og stefnan tekin á Langadal. Kossá fór mikinn og fór Stefanía með stærri bílana á djúpu vaði yfir en síðan fann Emil Borg grynnra vað þar sem við hin fórum yfir. Stefanía fór síðan á traktornum og sótti Lindu mína (svakalega vatnshrædd)sem beið á hinum bakkanum og lóðsaði Jóhannesi, Matthildi og Magnúsi á óbreyttum Pathfinder yfir líka. Hann var smeykur um loftinntakið á vélina. Sjálfstraustið fékk byr undir báða vængi og ekki var neitt hik á neinum á leiðinni til baka.
Útivist var að breyta tjaldinu í útihús og því miður hélt það ekki vatni og var því borðað undir regnhlífum og í regngöllum. Rann hinn ljúffengi matur, sem Eyþór, konan hans (fyrirgefðu man ekki nafnið), Emil og Stefanía sáu um að mestu leiti, samt vel niður í alla. Flestir gátu ekki ráðið við puttana og lögðu því líka sitt af mörkum.
Eftir mat var ákveðið að fleyta kvöldvökunni inn í skála og myndaðist góð stemning þar. Sérstaklega má það þakka Kela úr Borgarnesi og Laugja fyrir góðann gítarleik.
En eins og gengur þá tekur allt enda og voru flestir gengnir til náða upp úr kl.0200 .
Sunnudagur vakti okkur með sólarkossi og þvílíkum hita að unaðslegt var. Eftir stírulosun, dögurð, morgun-liðkun ofl. var lagt saf stað í göngutúra.
Í hádeginu var slegið upp pylsupartýi með tilheyrandi drykkjarföngum sem voru ýmsar gerðir frá Agli ásamt Pepsi og borðað þangað til búið var. Flestir fylltu upp í háls og var jafnvel tíkin Bylgja hans Laugja farin að grafa mat út um allt fyrir næstu ferð.
Næsta kafla ætla ég að láta einhvern annann um.
Takk aftur
Sjáumst
Magnús G.
07.05.2004 at 01:52 #501557Hefur þú athugað hjá honum Ragga sem er með Jeppapartasöluna? á móti Álverinu í Straumsvík, nánar tiltekið í götunni Íshellu. Hann er með fullt af svona dóti í og á ameríska bíla.
Svo gæti fyrirtækið Formverk að Bæjarhálsi í Grafarvogi örugglega smíðað þetta fyrir þig.
Kveðjur
Magnús G.
28.04.2004 at 16:58 #500398Sælt veri fólkið!
Já mér er spurn; vegna þess að ég veit ekki betur en að fullt hafi verið gert í þessum málum fleiri ár. Ríkið kom á sérskoðun fyrir áratugum síðan, tækninefndir f4x4 hafa unnið að þessu máli í fjöldann allann af árum ásamt breytingaaðilum og síðast en ekki síst er búið að gera þessa Orion-skýrlu. Hvað þarf til að mál linni?Þessi mál eru í stanslausri endurskoðun.
Við fengjum víst ekki sérskoðun og breytingaaðilar ekki starfsleyfi ef þetta væri svona hættulegt.
Ég veit ekki hvað sumir menn þurfa alltaf að kvarta undan öllum sköpuðum hlutum, en held að þeir aðilar séu haldnir einhverri maníu/öfund og linni ekki látum fyrr en á okkur verður troðið einhverri ESB-tilskipun í líkingu við það sem er á Norðurlöndunum.
Með von að öldurnar lægi
Bkv.
Magnús Guðmundsson
22.04.2004 at 00:34 #499632Ha ha =) góður þessi.
Teddi! Ef byrjað væri á Toyotu-neyðarlínu þyrfti að fara mörg ár aftur í tímann. Reyndar eru þær til en ekki í jafn skipulögðu formi. Þetta er mjög sniðugt dæmi og sýnir það að "Páfinn" (Toyotan) að missa völdin til "Konungs jeppanna".
Emil: Þú sannar þetta best allra. Ég sá bílinn þinn í gær og finnst þetta bráðsnjallt. Hvað tók þetta ykkur langann tíma? Mér finnst vanta stærri kanta á hann.
En síðan er það spurningin: Hvort er það útlitið eða innviðið sem skiptir máli?
Bkv. Magnús G.
20.04.2004 at 01:04 #499367Varúð nú er Skúli kominn með "númer skepnunnar" =)
Bkv. Magnús G.
12.04.2004 at 21:30 #498095Sælir félagar. Leyfið nú páskunum að renna sitt skeið á enda og öllu að komast í samt horf. Hver veit nema að Oddur hafi einnig verið að ferðast um helgina og jafnvel ekki kominn til byggða? Það ætti auðvitað að vera fleiri en EINN sem sjá um þetta því er ég hjartanlega sammála. Þörfin fyrir heildarendurskoðun er mjög aðkallandi. Það er náttúrulega bagalegt að myndaalbúmið sé eins og það er, en þetta mál verður tekið upp á komandi aðalfundi og líklega er stjórn með tillögu um úrbætur. Þá er spurning um; hverskonar-, hvaða- og hversu- lengi, eiga myndir rétt á sér?
Annars var þetta mjög sniðugt hjá þér Jóhannes að setja myndir úr litluferðinni inn á þann vef.
Bkv.
Magnús G.
12.04.2004 at 02:04 #486876Mér datt í hug að þetta ætti heima hér til upplýsingar um annars þessa ágætis bíla.
http://www.google.com/search?hl=en&ie=U … gle+Search
Konungur jeppanna, Demantar í umferð
Magnús G.
12.04.2004 at 01:10 #497959Kvöldið! Mig minnir að einhver í okkar myndaalbúmi sé með myndir af einum svona breyttum á 38". Hélt að það væri "Sportari" en það reyndist ekki vera þegar að ég gáði.
Þó að þessir bílar séu grindarlausir ( með svokallaða "unibodygrind" ), þá getur ekki verið meira mál að hækka þá frekar en aðra svipaða bíla s.s. Cherokee og fleiri. Með læsingar og fleira er þetta bara spuning um að leita á netinu hjá t.d. ARB.com og fleirum. Það er heill haugur af vefsíðum um allt sem kemur þessum eðalvögnum við.
Annars er mjög gott að leita á Google.com . Herlögreglan upp á Keflavíkurflugvelli gerði samning við Heklu og nota þeir eingöngu svona bíla og L200, að vísu alla óbreytta. Þeir eru rosa flottir en þeir hafa lent í talsverðum vandræðum með afturbremsurnar en eru samt ágætlega sáttir við þá, þó að þeir séu ekki frá USA, þjóðarrembingur.Með Demantakveðjum
Magnús G.
10.04.2004 at 15:02 #497903Ég talaði við Jón um kl.1430 og voru þau stödd 12 km frá Dettifossi vestan Jökulsár á fjöllum á leið í Ásbyrgi – Reykjadalsheiði – Sæluhúsamúli (veit ekki hvar hann er) og síðan beint í þennann skála Vestmannsvatn sem eru sumarbúðir þjóðkirkjunnar. Minni snjór var þarna en á Þeystareykjum en -5°frost og gott færi. Var þessi viðkoma hjá bóndanum sem Jón talar um var stór upplifun fyrir margan ferðalangann og greinilegt að kúabúin eru orðin mikið tækniundur. Er aldursfulltrúi klúbbsins Geiri og frú með í för á Hyundai Terracan á 38", hvergi banginn.
bkv.
Magnús G.
10.04.2004 at 14:16 #497899Já þeir voru núna rétt áðan að fara út úr Langadal í Þórsmörk og hefur allt gengið eins og best verður á kosið.
Krossá er út um allt og því ekki mikið í henni. Dóttir Sveinlaugs KLAKA ók yfir Krossá og var það hennar jómfrúarferð í vatnaakstri. Gekk allt að óskum en Laugi sagði hana enn vera á skjálftavaktinniNú er rigningarsuddi og skyggni farið að daprast.
Menn voru þreittir í gærkvöldi og varð því kvöldvakan í náttstað í styttra lagi en engu síður skemmtileg og gagnleg.
Þeir stefna nú á einhvern kaffistað þar sem þeir ætla að slútta þessarri ferð. Þeir biðja kærlega að heilsa öllum í bænum og eru ánægðir með ferðina.Magnús G.
09.04.2004 at 17:58 #497887Ég hef reynt að ná í þá Rottufélag en ekki gengið. Náði ég þó í Kalla "hrekkjusvín" og tjáði hann mér að Rotturnar og flugsveitin hefðu farið norður í Mývatnssveit. Hélt hann að þeir hefðu fengið inni í skála við Vestmannsvatn (var ekki öruggur á nafninu) sem er eitthvað KFUM hús eða eitthvað svoleiðis og ætla þeir að leggjast í biblíulestur. Þar ætlaði flugsveitin að freista þess að kristna þessar Rottur og veitir ekki af. Jón Ofsa langaði víst inn í kverkfjöll með Flugsveitina þar sem hann ætlaði að taka þau kverkataki í skiptum. Já það er ekki af þeim skafið þessum Flugrottum.
Kalli sagði að Holtavörðuheiðin væri snjólaus og eintóm drulla, en frétt í stöðinni að fínt færi væri víst á Langjökli.
Meira síðar
Magnús G.
09.04.2004 at 17:43 #194170Sælt veri fólkið! Um kl. 1700 talaði ég við Sveinlaug „Lauga“ Þorsteinsson „Klakann í Litlu-deildinni“ og segir hann þetta ekki verið betra. Voru þeir þá á toppnum þ.e.a.s. toppi Mýrdalsjökuls í rúmlega 1500 metra hæð hjá Goðabungu. Þeir eru á 26 bílum á dekkjastærðum frá 31″ til 38″. Ferðin var búin að ganga æðislega vegurinn inn að jökli harður og góður og fóru þeir síðan bara strax í 4 pundinn, jökullinn eins og best bverður á kosið, grjótharður og engar sprungur. Jökullinn var aðeins blautari í neðstu brekkum en ekkert sem ekki var til trafala, nema fyrir Stebba „Trúð“ sem tókst að affelga í fyrstu brekku. Þeir voru í svarta þoku og voru búnir að hringa sig saman fyrir myndatökur sem þó munu ganga erfiðlega. Yngsti farþeginn í hópnum er 2ja ára en einnig eru 4 hundar með í för af öllum stærðum. Þeir ætla að gista í Breiðabólstað í Fljótshlíð og Hellishólum sem eru smáhýsi 5 km innar í Fljótshlíðinni. Kvöldvakan verður haldinn þar. 12 bílar ætla að vísu ekki að gista og fara í bæinn í kvöld.
Meira síðar
Magnús G.
25.03.2004 at 13:58 #486756Sælir Pajerofélagar! Það er bókabúð Steinars ef mig minnir rétt sem er á Óðinsgötu sem er með alveg helling af bílabókum og ef þeir eiga ekki umrædda bók þá panta þeir hana.
Einnig er hér heimasíða "Pajero owner club í Uk en þar er hægt að kaupa allar bækur; " http://pocuk.com" , önnur pajero síða er; "www.cap510.com/mitsubishi", og afþví að ég er byrjaður á þessu þá eru tvær áhugaverðar í viðbót; "http://www.mitsubishi-motors.co.jp/docs6/history" og bráðsmellin síða sem er; "http://www.offroadaction.ca/modules.php" .Vona að þetta komi að einhverju gagni og gamni.
Magnús G.
18.03.2004 at 15:31 #498970Já félagar, að öllum líkindum verður skellt í lás á Hveravöllum. Eftir mínum heimildum ( Veðurstofustjóra )stendur það til 1. ágúst. Hér á undan var spurt um kostnaðinn og er hann liðlega 9 milljónir á ári.
Það er lauk rétt og þekki ég það sem veðurathugunnarmaður að tækinn koma aldrei, til með að leysa manninn af hólmi.
Ég spurði fyrr í þessum mánuði hvað væri að frétta af SAMÚT og hafði aðkomu þess að þessu dæmi. Var mér tjáð af Einari Kjartansyni og núverandi formanni þess, að þessi félagasamtök væru ekki fjárhagslegir burðaraðilar til þess að taka svona verkefni að sér.
Þá spyr ég; er ekki hægt að gera þau að því með fjáhagslegri aðkomu allra útivistar og ferðafélaga og ríkisins?
Meira seinna
Magnús Guðmundsson
18.03.2004 at 15:31 #491790Já félagar, að öllum líkindum verður skellt í lás á Hveravöllum. Eftir mínum heimildum ( Veðurstofustjóra )stendur það til 1. ágúst. Hér á undan var spurt um kostnaðinn og er hann liðlega 9 milljónir á ári.
Það er lauk rétt og þekki ég það sem veðurathugunnarmaður að tækinn koma aldrei, til með að leysa manninn af hólmi.
Ég spurði fyrr í þessum mánuði hvað væri að frétta af SAMÚT og hafði aðkomu þess að þessu dæmi. Var mér tjáð af Einari Kjartansyni og núverandi formanni þess, að þessi félagasamtök væru ekki fjárhagslegir burðaraðilar til þess að taka svona verkefni að sér.
Þá spyr ég; er ekki hægt að gera þau að því með fjáhagslegri aðkomu allra útivistar og ferðafélaga og ríkisins?
Meira seinna
Magnús Guðmundsson
17.03.2004 at 17:58 #477986Sælir félagar. Jæja þá er það dottið út einn ganginn enn. Hvað er til ráða? Ég get bara skoðað myndirnar sem koma upp þ.e. nýjustu myndirnar. Vona að þetta verði ekki langvinn sótt.
Biðlundarkveðjur
Magnús G.
08.03.2004 at 15:32 #497616Jæja allt er gott sem endar vel og eru Nýliðafararnir nánast komnir í bæinn. Einar var í Svínahrauninu núna rétt áðan og var ekki fyrsti bíll. Eftir að þeir komust yfir réyndist þetta tiltölulega áreynslulaust þó að hægt væri yfir farið. Þráinn á Suzuki Sidekick 35" lenti í einhverjum rafmagnstruflunum þegar hann ók yfir seinni álinn og hefur hann verið í spotta á heimleiðinni.
Nú koma væntanlega allar myndir fljótlega inn á vefinn, MUNUIÐ AÐ SETJA EINHVERJA SKÝRINGU UNDIR MYNDIRNAR, þá er svo miklu skemmtilegra að skoða þær. Síðan heyrum við sannar og lognar hetjusögur frá báðum ferðum á fimmtudagskvöldið í mörkinni.
Það er spurning hvort við þurfum ekki að stofna afvötnunnarstöð? Gætum leytað á náðir Rottugengisins þar sem þeir eru með einhverjn V.S.O.P. meðferðarsal í Kópavoginum.??
Þá geri ég hlé á fréttamennsku minni
Verið hress ekkert stress, sjáumst í Mörkinni
Magnús Guðmundsson
"landsins snjallasti" fréttaritari
-
AuthorReplies