Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2005 at 05:24 #514756
Ég held að samkvæmt lögum um gerð og búnað ökutækja verða toppljós að vera staðsett það framarlega að þau eru fyrir framan ökumann.
Kv.
Magnús G.
27.01.2005 at 04:59 #514754Ég held að samkvæmt lögum um gerð og búnað ökutækja verða toppljós að vera staðsett það framarlega að þau eru fyrir framan ökumann.
Kv.
Magnús G.
05.01.2005 at 13:35 #512444Sælir! Var og er ekki verkstæði upp á höfða sem heitir Túrbó? Kolleki minn heldur að þeir eigi skiptitúrbínur, eða í verstafalli geti þeir frætt þig um þetta mál.
Kv. Magnús G.
17.12.2004 at 22:13 #511234Það var að sjálfsögðu alvöru súkkúlaði með rjóma sem yndismeyjarnar í stjórninni buðu okkur upp á í gærkvöldi ásamt smákökum og konfekti frá Macintosh. Var þetta mjög flott og ber að þakka þeim kærlega fyrir.
Jólakveðjur
Magnús G.
17.12.2004 at 22:04 #195069Þar sem ekki verður neitt um opin hús meir á þessu ári vil ég óska félögum gleðilegra jóla og þakka fyrir samstarfið og félagsskapinn á líðandi ári. Sjáumst hress á komandi ári.
Bkv.
Magnús G.
skemmtinefnd
12.12.2004 at 14:57 #487046Sælir félagar! Stýrið í Pæjunni minni tók allt í einu upp á því að þyngjast óbærilega mikið nú um daginn og minnir hellst á gamla Bronco þrælastýrið núna. Stundum er það til friðs og ég næ fullum beygjum en stundum er það pikkfast og þarf þá að lempa það til og kemur þá smellur. Ég lét vélaverkstæðið Egill gera við leka á því í september og hefur það haldið alveg síðan og verið bara eðlilegt. Ég hef fylgst vel með vökvanum og það er allt í fínasta lagi. Það er um það bil ár síðan að ég skipti um alla stýrisenda og lét hjólastilla bílinn. Ekki var sett út á neitt í þeim dúr í skoðun í júlí. Því er mér spurn, hvað gæti verið að?
Bkv.
Magnús G.
28.11.2004 at 22:24 #194954Sælir félagar! Mig lagnar að forvitnast fyrir vinnufélaga minn. Hvar eru bestu kaupin á þessu dóti? Hver er munurinn ef einhver er og hvað ber að hafa í huga? Ég veit um AMG Aukaraf, kosta rúmar 8000 kr., R-Sigga Harðar, kostar rúmar 9000 kr., AB-varahlutir þarf að leggja inn fyrirspurn. Veit ekki með Bílanaust, eru fleiri.
Fyrirfram þökk
Magnús G.
08.11.2004 at 07:21 #508260Samkvæmt þessari síðu verður hann líka í boði með 3.0 ltr bensínvél. Það er alveg greinilegt að Pajero Sportinn hefur heppnast vel því hann er næstum alveg eins þegar pallhúsið er komið á hann. Á þessari síðu er líka að finna nýjan Nizzan Navara pickup, þrælflottur bíll og fáanlegt er á hann flott pallhús.
MG
06.11.2004 at 18:17 #507932Ég var að tala við Þorgeir Trúð núna rétt fyrir 1730. Sagði hann að þau hefðu farið að sandbrekkunum við Kisubotna og þar hefði Lella konan hans gert tilraun til að velta nýja Mussonum þeirra en tókst ekki og snör handtök Lúthers, enda maðurinn ávallt á tánum, hefðu varnað því. Hann fann ekki krókinn að framan og batt hann í kastaragrindina og afleiðingarnar þær að hún skekktist aðeins. Þriðji flugmaðurinn var víst Gísli og er hann sennilega með "Kitty Kitty Bang Bang" útbúnað því hann komst óskemmdur frá því.
Allir eru komnir í hús heilir og hressir og væri verið að reyna að kveikja í kolunum. Gengi það eitthvað brösuglega í rigningunni.Í B-hópnum voru einnig níu bílar og voru mestu vandræðin hjá þeim norðan við Loðmund í gærkveldi.
MG kveður
06.11.2004 at 15:57 #507928Jú Lúther hringdi í mig og sagði allt vera að gerast núna. Þrír meðreiðarsveinar hans fóru mjög óvænt í fyrsta flugtímann. Óskar á Hi-Lux var fyrstur og nauðlenti með sprungna framhásingu. Ingi á Cherokee sem var búið að fara mikill tími í að laga bremsurör hjá var annar og brotlenti hann með sprungið framdrif. Þriðji var ekki nafngreindur og virðist hann hafa lent stórslysalaust allavega við fyrstu sín. Þetta gerðist á leiðinni frá Nautöldu. Annars sagðist hann vera að ryðja snjóföl fyrir eftirfarana ásamt Magga Skogh. Hannes Jón sem braut öxulinn áðan er á 44" Patrol nýja laginu.
Meira seinna
MG
06.11.2004 at 13:42 #507924Góðann daginn félagar!
Ég var að tala við Lúther núna upp úr kl. 13. Hann staðfesti að hann og Gísli hefðu farið að bjarga tertunni úr B-hópum í gærkvöldi, en talsvert bras var á þeim í Kerlingarfjöllum. Allir voru samt komnir inn í Setur um kl 01 í nótt. Allur hópurinn fór upp úr kl. 1130 í morgun inn í Nautöldu og könnuðu pottinn.
Þá fóru nú ævintýri að gerast. Lúther á nú flóðabíl. Bíllinn hjá honum datt niður um ís í Blautukvíslarbotnum og voru þeir svo lengi að ná honum upp að flæddi inn í hann og fór vatnið upp fyrir pedala. Á svipuðum stað sleit Cherokee bremsurör hjá sér og var skilinn eftir og voru þeir að brasa við hann núna. Hannes Jón braut öxul en hann ekur um á Patrol. Lúddi skildi nú ekki hvernig það gat gerst á svo góðum bíl. Skrítið!!. Heyrði ég í Stebba Trúð á bakvið og talaði við Óla Gústa og lá greinilega vel á öllum.
Veðrið hjá þeim er slyddusuddi, þokaslæðingur og því miður ágætis hiti.
Þeir voru semsagt á leiðinni inn í Setur aftur til að gæða sér á tertunni frá Jóhannesi (JÞJ) og öðrum veitingum.
Síðan er stefnan tekin á Kisubotna og verður gaman að heyra hvernig það gengur.Kveð að sinni, meira seinna
MG
05.11.2004 at 18:28 #507914Núna rétt í þessu var A-hlutinn að fara yfir fyrsta vaðið á Gljúfurleitunum og er ísbarningur og hvít jörð. Allir komust þeir yfir og eru bílar sæmilega heilir ennþá!!!!. B-hlutinn var að leggja af stað í þessum skrifuðum orðum.
MG
PS. Þar sem ég verð tölvulaus og ekki í netsambandi eftir kl. 19 væri gaman að fleiri kæmu að þessu fréttaþræði og halda honum lifandi og skemmtilegum.
05.11.2004 at 17:51 #194797Jæja gott fólk þá er komið að því. Jú A-hluti Trúðaferðarinnar eru lagðir af stað og voru um kl. 17 að renna inn á Árnes þar sem þeir tanka og þétta hópinn. Í þessum hópi eru níu 38″ bílar og eru þar fremstir í flokki Lúther, Gísli í skálanefnd og Óskar á Hi-Lux. Einnig er þar maður að nafni Ólafur Ágústsson og er hann á Barbí-Krúser, vel útbúinn og harðlæstur. Mikill hugur er í mönnum þrátt fyrir að allt sé marautt ennþá og rennblautt. Þeir fara Gljúfurleitin uppúr og vonast eftir barningi og ævintýrum og er það nánast á öruggt að ráoa þar sem þeir eru.
B-hluti hópsins fer núna um kl. 18 frá Select og ætla þau að fara Kerlingarfjöllin.
Magnús Guðmundsson
15.09.2004 at 16:58 #505616Sælir félagar!
Hefur verið pælt í erlendri (enskri, þýskri eða einhverri annarri) útgáfu, að hluta, á vefsíðunni?
Með því mætti koma bæklinum umhverfisnefndar og fleiri skilaboðum og áróðri gegn utanvegaakstri áleiðis til útlendinga.Eins og ég hef áður sagt þá finnst mér að myndasíðan eigi að vera lokuð fyrir félagsmenn en vefspjallið og auglýsingar opið.
Mér finnst að það eigi að halda seldum auglýsingum frá síðunni, þó að klúbburinn græði á því. Þó mega tilboð til félagsmanna vera í svipuðu formi og nú er.
Félagatalið mætti vera á lokaðri baksíðu eingöngu fyrir félagsmenn og með mjög takmörkuðum upplýsingum.
Bókasafnið mætti eflast og tenglasíður mættu uppfærast oftar.
Einnig er mjög sniðugt að hver nefnd eða deild fá sína undirsíðu fyrir sínar tilkynningar.
12.08.2004 at 01:13 #504948Mér datt í hug að koma þessarri auglýsingu upp aftur ef einhver hefði ekki séð hana. Ábyggilega skemmtilegur viðburður í nágrenninu.
sjá dagskrá á: http://www.atvinnuferda.is , skrifað svona.
Bkv. og góða skemmtun
sjáumst
Magnús G.
12.08.2004 at 00:43 #504014Sælir! Hvernig fer maður að því að endurnýta auglýsingar?
09.08.2004 at 02:35 #486960Heill og sæll gundur!
Nei það myndi ég aldrei gera því eflaust væri það ávísun á allar ófyrirséðar viðgerðir.
Ég sá svona bíl á sölunni og það kítlaði svolítið að fara að yngja upp. En þar sem ég þekki ekki þessa nóg til þessarra hluta vonaðist ég eftir kommenti frá einhverjum reynsluboltum um þessa eðalvagna. Ég veit ekkert meira um bílinn og því spyr ég enn.??
Heyrðu segðu honum Val vini þínum að engar myndir hafi komið úr "Einbúapríli" okkar úr Vetrarslúttinu í Mörkinni.
Sjáumst hressir á fjölskylduhátíðinni í Setrinu síðar í þessum mánuði ásamt öllu hinu fólkinu.
Bkv. Magnús G.
07.08.2004 at 21:25 #486956Sælir félagar! Pajero ´92 vél 2800 turbo intercoller, ekinn 335.000 km, sjálfskiptur. Er þessi vél ekki alveg búin? Hvað með turbínu, intercooler og sjálfskiptinguna?
Hvað endist svona dót?Bkv. Magnús G.
18.07.2004 at 12:53 #504886Sæll brynthor. Besta ráðið fyrir þig og fleiri í þínum sporum er að fjárfesta í hinni eigulegu og bráðnauðsynlegu bók Jóns Slóðríks Ofsa Snælands.
Bkv. Magnús G.
18.06.2004 at 01:55 #503736Þessi umræða kemur upp ár eftir ár og alltaf eru stóru orðin og sandkassaleikurinn komin í spilið fljótlega. Við vitum öll að þetta er lögbrot og flestir fara eftir þeim.
Sem betur fer hefur orðið vakning á síðustu árum um umhverfisspjöll og almenna umgengi. En hvað er þá til ráða til að ná til hinna sem kæra sig kollótta? Verður ekki bara að búa til sandkassa handa þessu örfáu?
Mín tillaga er sú: að ríkið og félagasamtök geri úr garði eitthvert svæði í nágrenni borgarinnar að opinberu akstursæfingasvæði.
Þar mætti koma fyrir akstursþjálfunarsvæðum fyrir bílpróf og þar með að minnka það á götum borgarinnar, drullupyttum, hraðakstursbrautum, torfæruþrautum og jafnvel væri hægt að framleiða snjó fyrir snjóakstur.
Ég sé t.d. fyrir mér svæðið frá rallíkrossbrautinni að kvartmílubrautinni og þar suður af.
Reyndar var grein í Víkurfréttum um daginn sem þið hafið kannski séð um dekkjaprófunarbraut á vegum erlendra aðila hér á landi en forsendur þess voru akkúrat ódýrt rafmagn og nægur jarðhiti.
Er þetta bara ekki eitthvað sem er orðin brýn nauðsyn?
Bkv.
Magnús G.
-
AuthorReplies