Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.08.2005 at 06:59 #196159
Sælir félagar! Ég er í þeirri stöðu að sitja uppi með bílhluti sem ég vil ógjarnan henda. Þetta er Pajerovél 2.6 ltr. bensín, gír- og millikassi og afturhásing. Ég hef auglýst þetta og talað við Japanskar vélar og virðist ekki vera neinn áhugi fyrir þessu. Hvað á maður að gera við þetta? Er einhver staður hér innanlands sem tekur við svona dóti?
Bkv. Magnús G.
15.08.2005 at 01:12 #525244Gott kvöld! Ég er sammála Kalla að dagsetningin á þessari fjölskylduhátíð hafi verið rangt dagsett. Þetta hefði náttúrulega að skoððast þegar við ákváðum ársplanið á nefndarfundi í vor. Þetta gerðist líka í fyrra ef mig minnir rétt og því var fámennt en góðmennt þar. Það er jú satt að fagurt er til fjalla á þessum árstíma en ég held samt að Menningarnótt letji margan til að fara úr bænum. Samkvæmt almanakinu hér til hliðar er þó hægt að fresta þessu til helgarinnar 3-5 sept. ef vilji væri fyrir hendi.
Bkv. Magnús G.
07.08.2005 at 23:18 #525386Þakka þér kærlega fyrir Haffi. ég mun panta hana sem fyrst. Eins og mig grunaði er greinilegt að fleiri hafa haft áhuga á þessu, því þessi þráður hefur verið lesinn 377 sinnum og má því reikna með jólabókaflóðinu snemma þetta árið.
Bkv.
Magnús G.
07.08.2005 at 07:07 #525382Sæll Hafsteinn. Þakka þér kærlega fyrir svarið og mun ég hafa samband við þig. En eflaust eru fleiri en ég, sem fýsir að vita hvar þú fékkst bækurnar?
Bkv.
Magnús G.
06.08.2005 at 22:33 #525378Sæll Siggi! Takk fyrir síðast. Ég ætla að reyna það. Annars var ég að spá hvort einhver hefði stofnað Patrol-tækniþráð eins góðann og Pajero-tækniþráðurinn var. Annars eru það samlæsingar og þá helst bílstóramegin og hægra megin að aftan sem virka ekki nema þegar þeim sýnist og rafmagnsrúðan bílstjóra megin. Ég er búinn að athuga flest rafkyns í bílstjórahurðinni og fæ góðann straum plús og mínus, en er þó efins um relayið og takkann. Samlæsingarnar virkuðu ágætlega þangað til nú um daginn. Einnig mundi ég vilja fræðast um vélina í heild og túrbínufærði.
Ég hef leitað að viðgerðarmanual yfir þessa vagna á netinu en þeir virðast ekki vera fáanlegir.Þolinmæði þrautir vinnur allar og þetta kemur með kaldavatninu og góðra manna leiðbeiningum.
Bkv.
Magnús G.
05.08.2005 at 15:21 #196131Sælir! Hvernig get ég leitað að þráðum úr gamla vefspjallinu t.d. um Patrol?
Bkv.
Magnús G.
27.07.2005 at 14:37 #196117Texti Sælir félagar.
Hvar er ódýrast að kaupa relay fyrir rafmagnsrúðurnar í Patrol ´94?
Hvert á ég að fara til að láta stilla olíverkið?
Framan á túrbínunni er einstreymisloki með einhverskonar membru. Er það eðlilegt að allt sé sótsvart þar í kring? Er það þar sem hún á að blása?
Hvar er hægt að láta smíða burðargrind undir stigbretti og drullutjakksrennur? Þarf að beygja rör.
Hvar er hægt að láta rétta drullutjakk?
Með fyrirfram þökk MG
17.04.2005 at 01:43 #520388Enn vantar mikið uppá að þessi nýja síða okkar verði jafn lífleg og aðgengileg eins og hin gamla var. Verður sumarið liðið áður en þetta kemst í lag?
Að mínu mati voru það reginmistök að opna síðuna svona hálfkláraða.
Ég tók eftir því að partur af myndunum mínum vantaði og er ég búinn að senda vefstjóra póst út af því. Ég hef líka lennt í því að mínar upplýsingar finnist ekki.
Af hverju virkar leitarvélin ekki og af hvar er allt sem heitir "eldra efni", sem var oft gaman að skoða eftirá?Nú fer að síga í brýnnar!
Þolinmæðiskveðjur
Magnús G.
09.04.2005 at 06:42 #520720Mér finnst síðan eins og hún er í dag mjög óaðgengileg. Leitarvélin virkar ekki neitt, myndaalbúmið ónothæft og er mikill missir af hinu gamla, það vantar sárlega stafrófsröðunina, auglýsingar ekki eins skilmerkilegar og þær voru, tengitími ekki eins langur. Allt varðandi eldra efni "hvar er það?". Varðandi útlitið finnst mér það svolítið litlaust en allt í lagi samt. Skemmtilegur fídus með randommyndirnar
Ég ætla nú að þessir hlutir verði komnir í lag með hækkandi sól svo ég bíð bara rólegur.
Góðar stundir
Magnús G.
29.03.2005 at 02:42 #520002Þetta er sennilega rétt hjá Stebba. Hélt að V6 bíllinn með gormunum væri talinn ættliður númer tvö enda gjörbreyttur og mikið þægilegri bíll en svo virðist ekki vera. Ég hélt að þekkti pabba þinn ísmaður en það var bara ágiskun. Dagurinn nefndur til gamans, á hann líka.
Bkv.
Magnús
28.03.2005 at 22:00 #519992Sæll ísmaður! Hann Raggi í Jeppahlutir suður í Íshellu á móti álverinu í Straumsvík sagði mér að sennilega væri best að fá sér hásingu úr gamla Wagoneer. Þó þyrfti að aðlaga hana eins og Benni talar um hér að framan. Það er líklega heillavænlegast að lyfta þessum bílum upp boddýi og klippa svo bara nóg.
Smá leiðrétting: Bíll pabba þíns er af ættlið þrjú af þessum bílum og byrjar hann síðla árs ´89, en þá koma þessir vagnar með V6 vél og gormum að aftan. Ég á ættlið tvö, enn sem komið er, dæs og stunur!!!, ´89 með fjöðrum að aftan 2.6ltr vél.
Ps. Flottur afmælisdagur sem þú átt, er faðir þinn bílamálari?
18.03.2005 at 03:54 #519144Sælir félagar. Væri ekki upplagt að sá aðili sem er að selja auglysingar fyrir klúbbinn í Setrið fari á fund þessarra manna og krefjist að þeir kaupi auglýsingu í Setrið í sárabætur?????
Bkv.
Magnús G.
18.03.2005 at 02:43 #519044Sælir félagar!
Ég vil byrja á að þakka öllum þorrablótsförum fyrir frábæra helgi.
Mér sýnist ég nú reyndar vera orðinn of seinn að skrifa í þennann þráð, allavega um aðalmálefni hans, en ætla að gera það samt.
Það var keyptur matur fyrir 50 manns þar sem ljóst var að allnokkrir höfðu boðað afföll. Listinn sem er hér ofar er langt því frá að vera réttur og er því ekki marktækur sem neinn sakalisti enda góðir og gildir "allavega eftir borðhaldið" félagsmenn á honum.Það er rétt sem fram hefur komið að það voru 43 þátttakendur á þorrablótinu. Þegar farið var að fara yfir útprentun af innborgunum á reikningi félagsins og þátttökulistanum vantaði ansi mikið. Því þurftum við Agnes að fara í að hringja í fólk og spyrja skýringa á greiðslu. Sem betur fór tóku allir sem ég hringdi í mjög jákvætt í þessa fyrirleitan okkar og kom þá einnig í ljós að ákveðins misskilnings hafði gætt við innheimtur.
Það sem eftir stendur er því ekki eins svakalegt og sýndist í byrjun. En náttúrulega getur klúbburinn ekki gengist við því að hafa tap á ferðum og verður því að gefa eitthvert síðasta tækifæri til að afboða og krefjast endurgreiðslu.
En af þessu má læra það að innheimta ætti að fara fram með öðrum hætti. Mætti þar hugsa sér; að eingöngu sé greitt inn reikning; miðar séu afhendir við hverja greiðslu eða að áðurnefnd ferðanefnd verði stofnuð sem sjái alfarið um þessi mál.
Ég er ósammála þeim sem vilja leggja skipulagðar ferðir af á vegum klúbbsins, því að þær eru okkur akkúrat til framdráttar og margir byrja sínar fyrstu ferðir þar. Ég hafði til dæmis aldrei áður haft tækifæri á að komast upp á Hofsjökul og var það eins og fjarlægur draumur.
Bkv. og góðar stundir
Magnús G. Skemmtinefnd
14.02.2005 at 11:15 #516126Sælir félagar. Vantar einhvern kóara eða farþega í þessa ferð?
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við mig í Gsm; 896-8564 eða i 557-1215 eða hitti mig á fimmtudagskvöldum í Mörkinni.
Ferðakveðjur
Magnús Guðmundsson
skemmtinefnd
04.02.2005 at 00:27 #515776Ný búinn að sleppa Lúther úr símanum en í þessum skrifuðum orðum er hann; a) að togast á við stýrið í Patrolinum, þurfti báðar hendur; b) að beygja út af Kvíslaveituvegi. Þoka og slydda að hrjá þá en vel liggur á þeim. Sagði hann mikla krapapolla vera á veginum en eins og við vitum verður Lúther búinn að grafa skipaskurði í gegnum þá þegar við mætum annað kvöld.
Höldum þessum þræði lifandi.
Bkv.
Magnus G.
04.02.2005 at 00:15 #515322Þið sem ekki mættuð niður í Mörk áðan mistuð af dýrindis kræsingum og ágætis mynd sem Jóhannes (JÞJ) veitti okkur af miklum rausnarskap og á hann þakkir skyldar fyrir.
Við ákváðum að hittast á Select á Ártúnshöfða, Vesturlandsvegi kl. 1700. Eftir smá af/átöppun verður lagt í hann og farinn verður Sóleyjarhöfðinn.
Sjáumst hress
Magnús G.
03.02.2005 at 19:01 #515316Sælir Dittó og Valur, væri ekki þjóðráð að smala saman í góðan hóp á Select á Höfðanum og áætla brottför kl. 1630 á föstudag? Við erum tveir ég og Ólafur Gústafss. á einum LC-90 sem óskum eftir stórum hóp og erfitt að losna fyrr.
Bkv. sjáumst í kvöld í Mörkinni
Magnús G.
03.02.2005 at 18:50 #515484Það kom ekki með Bónustíðindum í morgun og eru það mikil vonbrigði.
Kv. Magnus G.
31.01.2005 at 06:37 #515030Sælir félagar! Mér sýnist ætla að verða blautt bæði innan og utan á þessu blóti. Þó eru blikur á lofti að þetta blessaða veður fari batnandi þegar nær dregur helgi.
Á föstudag; Norðlæg átt, snjókoma eða él, bjartviðri sunnanlands. Frost 2 – 10 stig.
Á laugardag; Vestlæg átt og él, en léttskýjað austantil á landinu.
Næst fjöldægra kemur út á miðvikudag og skulum við því allir leggjast á bæn og blóta hver í kapp við annann.
Munið að taka vöðlurnar með í blotann á blótinu.
Blótandi kveðjur
Magnús G.
27.01.2005 at 05:44 #514744Sælir, Þessi vél er í mínum, reyndar vél nr. 2, þar sem heddið fór í þeirri fyrstu. Þetta er keðjudrifin vél sem litlar áhyggjur þarf að hafa af annað en að passa hitann eins og á öllum álheddsvélum. Hreinsa blöndunginn með spreyi annan hvern mánuð og fylgjast með kertum. Hún gæti alveg þegið nokkra hesta og mundi eflaust snarbatna við t.d. 2.5" til 3" púst eða/og KN síu. Mér finnst togið í henni ekki vera nóg. Mín er að eyða um 17 lítrum hér innanbæjar og hef ég komið henni í tæpa 14 á langkeyrslunni á 33".
Ég á hina vélina ásamt fleiru Pæjudóti.
Kv.
Magnús G.
-
AuthorReplies