Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.09.2006 at 23:36 #534880
á miðju Íslands þ.e. okkar súlu? Hvort fyrirtækið á hvorn GPS punkt þ.e. miðju 1 eða miðju 2?
Bkv. Magnús G.
08.09.2006 at 11:43 #559440Ég fór í gærkvöldi og skoðaði þessar vistarverur sem okkur stendur til boða. Ég vil taka það fram að ég er ekki að mótmæla þessu heldur bara varpa fram skoðun. Í stóra salnum sem stendur til að stækka voru 70 stólar og leyfði ekki af plássinu. Mér sýnist svona fljótt á litið að eftir breytingar gæti hann tekið ca. 150 manns topps og þá þétt raðað. Ákveðnir gallar eru á því þ.e. þungt loft, mikið stólaskark og myndasýningar yrðu ekki eins skemmtilegar fyrir alla í salnum. Kostirnir eru eins og fram hefur komið hér að framan; okkar aðstaða, nágrenni við "flubbana" fjarskiptamastur og bílastæðamál í góðum málum.
Mitt atkvæði er sem sagt frekar jákvætt, þó kannski megi leita betur.Bkv. Magnús G.
06.09.2006 at 22:11 #559208Sæll Nonni! Mér finnst vanta á þennan lista svona rafmagnshluti t.d. reylay fyrir rafmagnsrúður, ljós, þurrkumótora og allavega svona pjátur sem eru í sjálfu sér ekki stórvægilegir hlutir en geta gert manni lífið óbærilegt. Er einhver byrjaður að hringja?
Bkv. Magnús G.
04.09.2006 at 09:27 #559110en maður sleppur nú samt aldrei alveg. Í byrjun sumars fór rúðuupphalarinn bílstjórameginn og þurfti ég að fara í Landgræðsluferðina með hálfopna rúðu, annsi hvimleitt. Síðan var geymirinn að gefa upp öndina á sumarhátíðinni, enda orðinn 7 ára gamall, en dó þó ekki fyrr en komið var í bæinn. Eftir því sem leið á sumarið fór bíllinn að titra meira og meira í stýri á hægri ferð en skánar þegar eðlilegum keyrsluhraða er náð. Þeir settu ekkert út á þetta í skoðun og er ég búinn að herða upp á legum, renna bremsudiska og setja nýja klossa að framan, svissa á framm og afturdekkjum og er allt við það sama. Veit ekki hvað gæti verið að, en ætla að láta hjólastilla og ballansera dekkin upp á nýtt.
Bkv. Magnús G.
03.09.2006 at 18:25 #559198af þessu tagi ver náttúrulega bráðnauðsynleg, það nauðsynleg að hún ætti að vera árstíðarbundin hjá t.d. FÍB eða neytendasamtökunum. Orð eru til allra gerða fyrst svo við skulum endilega ríða á vaðið með okkar könnun.
Varðandi tryggingarmál væri þarfaþing að fá fulltrúa þeirra á fund og skíra málið, greiið viðkomandi fulltrúi. Þegar þú varst með þessi mál í athugun í byrjun árs Jón, þá lét ég Skúla fyrrverandi formann fá tryggingarskilmála sem ég fékk senda frá Vörður/Íslandstrygging. Eftri þann lestur var ég engu nær hvað var tryggt og hvað ekki við hvaða aðstæður. En það væri gaman að fá annað hvort fulltrúa frá Sjóvá eða VÍs á fund, helst báða samtímis.Bkv.
Magnús G.
31.08.2006 at 17:48 #558790Sælir félagar! Var að tala við Steinar Frey í Keflavík og sagði hann að þeir hefðu fengið 30 bíla kvóta í sýningarrúntinn. Þeir eru 17 – 18 heimamenn og megum við fylla rest. Ég mun verð með söluvarning, þ.e. fána, könnur og húfur ef einher vill og verð ég kominn niður í Mörk kl. 1300 á laugardag og stefni síðan á að leggja af stað þaðan ekki seinna en kl. 1330 og hitta þá við pósthúsið í Keflavík upp úr 14. Lagt verður af stað í rúntinn kl. 15 og verða mótorhjól fyrst svo fornbílar og síðan jeppar. Þeir ætla síðan að skipuleggja uppröðun út í Gróf við Duushús.
Þeir sem vilja koma í samfloti athugi fyrrnefnda tíma.Nú eru skráðir:
Ég, JÞJ, Barbara, X-stream Patrolinn, Lúther og Ísak Fannar.Bkv. Magnús G.
30.08.2006 at 03:50 #558786mætir maður. Hvar og hvenær á að safnast saman til að leggja af stað.
Kv. Magnús G.
26.08.2006 at 00:17 #557010Sælir! Ég hef ekki átt svona bíl, (bara prufað slatta af þeim þar sem ég var að hugsa um að kaupa svona), en tveir nánir frændur mínir eiga ´97 og ´00 bíla. ´97 bíllinn er óbreyttur en ´00 bíllinn er á 33". Það hefur vissulega verið viðhald á þeim báðum eins og gengur og gerist, en ekkert stórvægilegt. Þér er alveg óhætt að draga fellihýsi eða talsvert þunga kerru, þeir hafa ekki haft neitt mikið fyrir því. Í ´00 bílnum var svolítið vandamál með aflmissi sem skapaðist af því að hosa við túrbínuna var orðin lek, en þegar búið var að uppgötva það og skipta um hana var bíllinn eins og draumur í dós. ´97 bíllinn er líklega einn af þeim bílum sem Benni setti túrbínur við hér heima og hefur hann oftast verið til friðs.
Ég hef einu sinni þurft að aðstoð konu við að koma honum úr lága drifinu, ( gerðist í vatnasulli á leið í Þórsmörk), en ég hef heyrt að þetta geti verið vandamál þar sem þetta er einhvernveginn vakumstýrt (leiðréttist ef rangt er með farið).
Þetta eru örugglega ágætisbílar, eyðslugrannir og þægilegir og ágætlega sprækir, annars eru þeir jafn misjafnir og þeir eru margir. Fyrir mína parta fer hurðasjálflokunin ferlega í pirrurnar á mér og væri ég fljótur að aftengja það.Bkv. Magnús G.
24.08.2006 at 23:17 #558636Hlakka til.
Sjáumst, Magnús G.
24.08.2006 at 22:59 #198440Sælir félagar. Nú væri gott að fá, ef til eru, dagsetningar á væntanlegum ferðum og kannski eitthvað meira. Ég er aðallega að hugsa um umhverfisnefndina þ.e.a.s. „Stikuferð og Baggaferð“. Lítill fugl tjáði mér að litlanefndin væri í þann mund að skipuleggja sitt vetrarstarf.
–
Verður þetta kannski sett á netið eftir komandi nefndarfund?Með von um góðann ferðavetur,
Magnús G.
24.08.2006 at 15:35 #198437Sælir með hverju er best að liðka upp wastgateventilinn á turbínu á 2.8 patrolvél?
bkv. Magnús G.
22.08.2006 at 02:11 #558368Á misstórum dekkjum.
Bkv. Magnús G.
30.07.2006 at 20:55 #556974vefsíðu Leós M. Jónssonar "www.leoemm.com" um þessa jeppa. Náttúrulega eru reynsluboltar eins og Lúther, Þorgeir og Lella og margir aðrir sem geta gefið þér allar upplýsingar um hvernig þeir höndla sig á fjöllum.
Bkv. Magnús G.
14.07.2006 at 20:11 #556402Skemmtilegt Gundur. Ég mæti og vonandi fleiri.
Bkv. Magnús G.
14.07.2006 at 19:35 #198251Ég er í vandræðum með bílstjórarúðuna. Allt í einu hætti hún að virka og það opin að hluta. Ég er búinn að skipta um relayið, reyna annann mótor, takkinn virkar og mótorinn snýst í báðar áttir en ekki hreyfist rúðan. Er búinn að rífa þetta allt í sundur að vísu ekki sleðann úr. Allt er tengt innan í hurðinni og rúðan í réttum skorðum. Nú stend ég ráðþrota og óska eftir hjálp.
Bkv. Magnús G.
13.07.2006 at 22:34 #556126Ég og viðhengi mín mætum að sjálfsögðu,
þ.e.a.s 2 fullorðin og 3 börn.
Sjáumst hress
Magnús G.
08.07.2006 at 00:31 #555648svo að ég held að Lúther geti ekki hleypt heimdraganum þessa helgina.
Bkv. Magnús G.
06.07.2006 at 23:23 #198218Getur einhver góðhjartaður lánað mér 16″ felgu undan Ecoline, fyrir 42″ dekk, í nokkra daga.
Vinsamlegast hafið samband í síma 896-8564 eða 557-1215. Er ekki farinn að sofa strax.Magnús G.
03.07.2006 at 02:26 #555218Hvoru eruð þið að mæla með olíu eða tectyl sem endurryðvörn?
Magnús G.
03.07.2006 at 02:14 #198195Ég var að reyna að setja inn myndir áðan og þá kom aftur upp sama vandamálið og var hér einu sinni þ.e. að það kemur upp texti með „Mysql og Castor media errors.
Bara vinsamleg tilmæli með von um úrbætur.Bkv. Magnús G.
-
AuthorReplies