Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.01.2007 at 11:39 #577582
Var að tala við Óskar Erlings og voru þeir Bassi staddir rétt fyrir ofan Húsafell. Snjór í lægðum en annars autt, glæra á veginum á köflum. Ágætlega bjart yfir þar sem bíllinn á að vera.
Meira síðar
MG
27.01.2007 at 10:53 #577580Björgunaleiðangur númer 4 er lagður af stað til að bjarga Cherokee á Langjökli. Jóhann eigandi var að leggja af stað úr bænum um kl. 1000 með kristjáni sem ekur um á Hilux. Óskar Erlings og Bassi lögðu af stað á undan. Eins og sést á "Hjálparþræðinum" gengur þetta illa.
–
Litlanefndin sneri við ofan við Sandkluftavatn því stóra brekkan þar var eitt glærasvell og eru þeir að leita að færum leiðum á Hofmannaflöt. Gleymdi að nefna Pajero HaffaTop 35" og Addakr á Musso 33".Meira síðar.
MG
27.01.2007 at 10:20 #199510Ys og þys var á Select á Vesturlandsvegi í morgunsárið. Litlanefndin var að fara í sinn bíltúr, Benni for(d)maður og fleiri voru að fara í björgunarleiðangur og einhverjir fleiri hópar voru þarna. Einhverjir Gemlingar ætluðu að sækja Cherokee upp á Langjökul eins og má sjá á spjallinu.
–
Kristinn frændi í litlunefndinni hringdi í mig frá Þingvöllum þar sem var glærasvell á bílastæðinu hjá þjónustumiðstöðinni. Í túnum hjá þeim eru 21 bíll. Nokkrir óbreyttir Mussóar, Gallopher, Súkka, Trooper og Wrangler ásamt nefndarmönnum. stefna þau Kaldadal upp á línuveg og á þar að leita að snjó og ævintýrum.Meira síðar
Magnús fréttaritari, (semeralltafaðvinnaumhelgar, og ferðast nánast bara í huganum).
21.01.2007 at 22:27 #574642Ég á nú ósköp erfitt að trúa því að þetta hafi verið tíðindalaust með öllu þar sem merkur punktur er nú loksins kominn á landið, nóg var nú tilstandið. Eitthvað hafa fréttir verið óskýrar þar sem sagt var að hætt hefði verið við að fara í Setrið og brunað hafði verið í Hrauneyjar í gærkvöldi og gist þar. En svo upplýsir þú Nonni að þú hafir blotnað í fæturna í morgun við Setrið. Hvernig var þetta eiginlega?
–
Á að halda okkur sófariddurum á tauginni þangað til á febrúarfundi eða eruð þið rithöfundar, þú og Steffa að semja um sölulaun við Útivist og Sport.Vonandi koma myndir bráðlega, og gríðarmikill söguþráður.
Lesist á léttum nótum, eflaust verið gaman.
Kv. Magnús G.
21.01.2007 at 03:05 #576480Því miður hef ég ekki náð í neinn í dag sama hvað ég reyni, en greinilega hefur "nafna" og öðrum gengið betur. Ég veit því ekkert nema það sem hefur komið fram á hinum þráðunum. Það verður gaman að mæta á næsta mánaðarfund.
Góða nótt
Magnús G.
19.01.2007 at 22:37 #199446Sælir lesendur! Núna kl. 22:15 náði ég sambandi við Stefaníu yfirkóara. Hún er í bílnum hjá Ólafi Gústafs á LC 90, drapplitum, læstum í bak og fyrir. Þau fóru frá Blönduósi fyrir ca. 20 mín. Voru fimm bílar í þeirra hóp þ.e. þau, Benni for(d)maður, Valur „Vals“, Helgi sem er með Barböru sem kóara, en hún varð fyrir því óhappi að „Mikki refur“ bilaði og var skilinn eftir líklega á Blönduós og síðast en ekki síst Einar Sólon. Sagði hún að Benni væri með hestakerru í togi. Ætli hann vanti fleiri hestöfl undir húddið?? Sáralítinn snjó höfðu þau fundið en viðsjárverð hálka var í Norðurárdalnum. Rotturnar Jón Ofsi og Danni voru ca. einum og hálfum tíma á undan þeim og líklega komnir í Áfanga.
Meira síðar
Magnús G.
16.01.2007 at 21:21 #575774Sælir félagar. Gaman að sjá viðbrögðin. Ég bíð mjög spenntur eftir að fá sent nýja skráningarskírteinið, sem skoðarinn sagði að ég fengi núna í vikunni. Þetta er líklega bara einhver tilfallandi skráningarvitleysa hjá US. Í skírteininu fyrir breytingu var burðargeta skráð 693 kg.
–
En Gísli mér er spurn: á hverju byggist þessi undanþága? Er bíllinn þinn þá ennþá skráður 7 manna? Veit um fleiri svona skráða bíla en veit ekki hvernig það er hægt??Já Tryggvi það er eins gott að ég sé lítill og nettur.
kv. Magnús G.
16.01.2007 at 11:27 #575760svo mér hefur verið ráðlagt að fara til þeirra í Klettagörðunum og fá þetta á hreint, sem ég ætla að gera.
MG
16.01.2007 at 10:39 #575756Sælir! Samkvæmt núgildandi skoðunnarvottorði, sem kemur kannski til með að breytast hver veit; er leyfð heildarþyngd 2120 kg., eiginþyngd 2007 kg. og burðargeta 113 kg. 1400 kg. á 1 ás og 1800 kg. á 2. ás og heimil þyngd eftirvagns hemlaðs 2700 kg og óhemlaðs 750 kg. Eins og fyrr sagði viktaði bíllinn 2120 kg.
Hver skyldi nú vera endanleg útkoma úr þessu dæmi?
Kv. Magnús G.
16.01.2007 at 01:07 #199399Undarleg uppákoma. Ég fór með Patrolinn minn í skoðun hjá Frumherja á Hesthálsi í dag, bara lögbundin skoðun, en ég var með grænan miða síðan í fyrra. Meðal athugasemda þá var vöntun á viktarseðli sem ég var þó búinn að skila inn og var breytingin í 35″ samþykkt en komst þó ekki í gegnum UST. Þó fékk ég sent nýtt skráningrskírteini. Því fór ég á viktina hjá Höfða, við hlið Ingvars Helgasonar, og fékk þar löggilt þyngdarvottorð. Þeir hjá Frumherja, ekki sömu skoðunnarmenn, skildu svo ekkert í því afhverju var gerð athugasemd við vigtarseðil því samkvæmt þeirra skrám kom fyrra vottorðið í ljós og var allt í lagi. Nú skoðunin gekk sinn vanagang, upps and downs, en svo vandaðist málið. Þegar hann reiknar svo út frá nýja viktarvottoðinu kom í ljós að bíllinn hefði ekki burðargetu nema upp á 113 kg. í viðbót þ.e. ökumann „stöðluð meðalþyngd 75 kg“ og farþegasætið með nestisboxsi. Konuna, krakkana, aftursætið og allt annað drasl sem fylgir jeppum yrði ég að hafa í kerru í togi. Ég má vera með 750 kg í óhemlandi eftirvagni. Þar fór 38″ draumurinn hvað þá stærra og dótadraumar hrundu. Spurið hann mig hvort ég þekkti einhvern annan svona bíl með svipuðu númeri eða eins breittan til að bera saman. Ég hváði og mótmælti en þeir voru komnir með rauðmiða hugmyndir og skildu ekkert í hversu þung breytingin var. Fór nú skoðunnarmaðurinn að reikna aftur eftir að hafa skoðað skráningarskírteini sem ég var með síðan fyrir breytingu og komst hann að því að vitleysan lægi hjá UST. Tók hann viktarseðilinn og ætlaði að senda leiðréttingu til UST, en í bili fengi ég að hafa bílinn 5-manna og með þessarri léttvægu 35″ breytingu.
–
Hlít að vera genginn í Framsóknarflokkinn óafvitandi, því ég fékk grænann miða aftur, þó ekki bara út af þessu.
–
Hvað skildu nú margir okkar vera rétt skráðir hjá UST ??
PS bíllinn viktaði 2120 kg, fullur tankurRaunarkveðjur
Magnús G.
05.01.2007 at 02:07 #570684Já það er ekki nema von að þú Klaki spyrjir, því ég missti andlitið og veskið fékk svakalegann sting. Þetta var að vísu heildarsmurning og skift um á drifum, kössum, vél og nýjar síur fyrir utan hráolíusíuna. Ég fer ekki til þeirra aftur.
Magnús G.
05.01.2007 at 01:32 #570680Velunnin störf hjá stjórn og til hamingju með samningana. Ég tók olíu 02.01.´07 og fékk rúmar fjögurhundruð krónur í afslátt. Sjaldan sem maður hefur farið kampakátur út af bensínstöð. Nú fer ég með bílinn í smurningu í fyrramálið og verður gaman að bera verðið saman við síðustu smurningu sem var hjá Bíla-Áttunni og kostaði rúm 17.000.
Svo eru allir hinir afslættirnir sem félagsskírteinið veitir eftir og telja þeir sko ekkert smá yfir árið. Já það margborgar sig að vera félagsmaður í Ferðaklúbbnum 4×4.Ánægjukveðjur
Magnús G.
01.01.2007 at 10:35 #573114ætti skilið að vera sæmdur Fálkaorðunni fyrir það Grettistak sem hann hefur lift í Íslenskum þjóðmálum. Umhverfismálin, Stiklur, Kárahnjúkabókin, leikritin, ljóðin, textar, gamansögur, skemmtikrafturinn og ótalmargt fleira geta náttúrulega bara snillingar áorkað. Ég er hjartanlega sammála innleggi Steffu um að líta okkur nær og veita honum áhyggjulaust ævikvöld í formi fjárstuðnings. Veit einhver númerið?
Gleðilegt nýtt ár félagar og þakka fyrir þau liðnu.
Magnús G.
25.12.2006 at 02:02 #572458til allra kunningja og vina bæði gamalla og nýrra og vil þakka liðin ár. Ferðaklúbburinn 4×4 er frábær hópur.
Munið að fara varlega um áramótin og styrkja rétta aðila með flugeldakaupum.
–
Sjáumst hress,
Magnús Guðmundsson og fjölskylda
R-2136
13.12.2006 at 06:17 #571136Heyrði það að það væri hægt að fá aukatannhjól í millikassann á Patta ´89-´97 og lækka þar með hlutfallið í millikassanum. Er það rétt?
Magnús G.
25.11.2006 at 14:10 #569444Í mínum huga er aðild að Evrópusambandinu alveg óásættanleg.
Það eru kostir og gallar á því. Að mínu mati get ég ekki sætt mig við að búa í einhverju skúffuríki undir reglugerðarbákni og tilskipunum einhverra sílspikaðra bjúrókrata í Evrópu.
–
Mikið stærri og öflugarri lönd/ríki hafa kvartað um valdleysi og ákvarðannatöku t.d. Danir sem hafa jafnvel hugsað að segja sig úr Evrópusambandinu. Hví skyldum við þá endilega vilja sækja um aðild. Við verðum bara gleypt með húð og hári.
–
Við börðumst fyrir sjálfstæði, við börðumst fyrir fiskimiðunum, nú erum við laus við herinn (kostir og gallar) og stjórnum sjálf okkar auðlindum.
–
Þetta er að sjálfsögðu það sem Evrópusambandið vill fá yfirráð yfir því annars væru þeir ekki að sækjast eftir okkur, þessu smá skeri hér norður í ballarhafi. Það er alveg deginum ljósara.Það ættu að þykja landráð að minnast á þessa þvælu.
Með sjálfstæðiskveðju
Magnús Guðmundsson
17.11.2006 at 21:21 #568506Titilhafi "vonbrigða ársins" hún Barbara hringdi í mig og voru þau þá að hleypa úr við afleggjarann inn í Dómadal. 11 punda færi og góður fílingur.
–
Þar sem ég hef ekki aðgang að Gemlingasíðunni set ég þetta hér.Örugglega meira síðar
Magnús G.
12.11.2006 at 13:32 #567620Ég náði loksins sambandi við Benna for(d)mann. Þau voru að nálgast Sandá í grenjandi rigningu og hvassviðri. Í nótt og í morgun var alveg arfavitlaust veður mikill vindur og ausandi rigning. Lá vel á öllum mannskapnum í miklum krapa. Benni var kominn á öll dekkin aftur en bæði hjöruliðskross og spinilkúla höfðu neitað að standa í svona átökum, og sent annað framdekkið undan. Þorgeir, Lella og einhverjir fleiri eru að hugsa um að fara línuveginn og leika sér aðeins meira. Þetta voru 15 bílar. Ekki hafði Barbara þurft að spenna sleðahundana fyrir neinn bíl ennþá, svo væntanlega eru allir fyrir eiginn vélarafli.
Meira væntanlegt
MG fréttastofa
03.11.2006 at 17:45 #564476Nú þeir sem eru búnir að læra að splæsa og öllum hnútum kunnugir verða sýna þá kunnáttu verklega á barnum á Örkinni.
Magnús G.
29.10.2006 at 12:22 #564392Hvenær á að vera búið að tæma herbergin?
Er einhver áhugi fyrir því að smala saman í rútur austur og heim á sunnudag?Bkv.
Magnús G.
-
AuthorReplies