Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.12.2007 at 13:50 #606708
Mér hugnast þessi sameining nefnda mjög vel. Hins vegar að hvort sem það eru 5 eða 7 manns í nefnd, þá er það í félagalögum að kjósa skuli 1-2 varamenn. Ég held að slíta eigi sundur tengslin á milli núverandi formanns-framkvæmdastjóra og starfsmanns. Tel þetta meira svona princip-atriði og er alls ekki að deila á Agnesi, sem að mínu mati er kletturinn í starfinu. Setrið er náttúrulega orðn tímaskekkja vegna vefsins, þó að gaman væri að fá annál ársins í jólabókaflóðinu. Mér finnst að stjórn og nefndir mættu vera duglegri við að halda fundargerðir á sínum síðum, og efla mætti bókasafnið með skýrslum og öður efni sem okkur berst.
Nú verð ég að fara undir feld, "I´ll be back"
Bkv. Magnús G.
14.12.2007 at 14:56 #201382Verður kakó og piparkökur þó að bingóið hafi fallið niður?
Kv. Magnús G.
10.12.2007 at 00:45 #606118Farar-sníkir
Fara-sníkir,
Jökla-stúfur,
Öxla-brjótur,
Spotta-flækir,
Slóða-skelfir,
Sófa-vermir,
Olíu-gleypir,
Bensín-tittur,
Skúra-skeinir,
Rassa-skellir,
Veður-þefur,
Litludeildar-stúfur,
Stromp-reykir,
Jeppa-lúði,
Skafla-skelfir,
Dekkja-gaur,
Spotta-krókur,
Kerta-sníkir,
Sára-sleikir,
Lymru-skelfir,
Gátu-stúfur,
Bauka-sleikir,
Jeppa-krækir,
Tækni-krókur,
Legu-sníkir,
Olíu-sníkir,
Tappa-sníkir,
Felgu-skellir.
10.12.2007 at 00:12 #606116Frábært í svartasta skammdeginu. Sárasleikir er hún Stefanía, Lymruskelfir er Logimar, Gátustúfur er Mhn, Baukasleikir er Árni Bergs, Jeppakrækir er Þorgeir, Tæknikrókur er Einar (Eik), svo vantar þá bræður Legusníkir, Olíusníkir og Tappasníkir. Einnig er til felguskellir.
Kv. Magnús G.
27.11.2007 at 00:52 #604394en það hefur alveg fyrirfarist að þakka aðstoðarkokkunum fyrir frábær störf, en það eru helstar Sigrún kona Bessa og konan hans Jenna litla, fyrirgefðu man ekki nafnið.
Einnig fær starfsmaður og formaður klúbbsins mjög gott hrós fyrir æðislega góð innkaup, nóg af öllu og meira segja eftirréttur. Bessi náði ekki að þeyta rjómann og lét okkur því fá gaffla til að borða meðBkv. Magnús G.
26.11.2007 at 02:19 #604374á hálendið í RVK. Ég læddist hér inn um dyrnar kl. 00.30. Það var rétt hjá þér Dagur að ég þurfti pottann fyrstur á Mýrdalsjöklinum en það gerðist bara einu sinni í viðbót í ferðinni. Stundum er maður of graður og stundum of smár!!!!
–
Annars var þetta frábærlega góð ferð þó nokkuð köld væri, vegna veirusjúkdóms sem herjar á olíkyndingar í skálum landsmanna, um þessar mundir.
–
Þegar allir, nema ég og Kristinn Wium á Musso, voru farnir frá Hvolsvelli, kallaði hann í mig og bað mig um að hinkra við þar sem hann kæmi ekki Musso sjálfskiptri rennireið sinni í gang. Ekki gekk það svo að ég dró hann þaðan og niður á Vegamót þar sem við ásamt Arnþóri, gerðum heillanga og heiðarlega tilraun til að koma bílnum í gang. Endaði það með því að afturskaptið var aftengt og síðan var áfram dregið niður á Selfoss. Þar var bíllinn skilinn eftir rafmagnslaus og með bilaðann startara.Takk fyrir skemmtilega helgi.
Magnús G.
22.11.2007 at 14:19 #602188Það er frábært að sjá hvað allar upplýsingar og ferðatilhögun er flott hjá Einari og Bessa. Lennti að vísu í vandræðum við að hlaða niður þessum skrám en er búinn að setja inn punktana og búa til rútu.
–
Eins á Yfirhjúkka f4x4, hún steffa, miklar þakkir skyldar fyrir sitt framlag sitt þ.e. fyrir linkana alla á hin bráðnauðsynlegustu öryggisatriði sem ættu að vera í hverjum bíl og fólk ætti að vera kunnugt. Sniðugt að hafa þetta útprentað í bílamöppunni.Bkv
Magnús G.
18.11.2007 at 20:24 #201205Veit einhver um skemmtilegar bílabúðir í Kaupmannahöfn?
Bkv. Magnús G.
17.11.2007 at 16:23 #603442Er nokkuð að frétta af bílnum
Magnús
16.11.2007 at 11:26 #602154Steffa! Sorry. Þetta átti að vera upphefjandi en ekki niðurdrepandi
Þú kannt þetta allt saman og þarf ekki að fjölyrða um það. Þú hefur látið í veðri vaka að bíllinn sé ekki tilbúinn fyrir svona vetrarferðir en það er eins og þú veist þá er bara að taka ákvörðun og drífa sig af stað. Engann valkvíða eða láglendisvæðingu.
Bkv. Magnús
16.11.2007 at 00:23 #463748Nei en ég ætla að spyrjast fyrir um það á morgun þegar ég sæki símann.
MG
16.11.2007 at 00:08 #463744Var inn í Tæknivörum í dag með NMT símann minn í númeraskiptum. Þar tjáði afgreiðslumaðurinn mér það að Síminn væri aftur að framlengja líftíma NMT kerfisins og stæði til að lengja það fram á seinni hluta 2009. Lítil fluga tjáði mér í kvöld að það væru einhverjir hnökrar á CDMA450-kerfinu. Það er kannski ekki svo skynsamlegt að losa sig við NMT símann strax eins og margir hafa haldið fram?? Allavega er minn á leiðinni í bílinn.
Kv. Magnús G.
15.11.2007 at 19:08 #602148Bíllinn er alveg nógu góður en ykkur vantar bara að samslípast. Þetta eru nýliðaferðir og ekki við því að búast að allir bílar séu 100% færir í flestann sjó. Hristu nú af þér vanmáttartilfinninguna og skráðu þig í aðra hvora ferðina. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því. Þú verður ekki skilin eftir á fjöllum ef eitthvað kemur fyrir.
Bkv. Magnús
15.11.2007 at 00:52 #602136í heimi hér annað en fæðing og dauði. Annað fer bara eftir framboði og eftirspurn. Veðurstofur hafa nú aldrei mér vitandi getað gulltryggt nokkurn skapaðann hlut en þó hafa þær gefið manni von eða gremju eftir því hvernig á það er litið
En það er sama hvaða veirubana ég nota vírusinn vill bara ekki fara.Sjáumst
Magnús
14.11.2007 at 21:56 #602130.Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Sunnan og síðar vestan 8-13 m/s. Rigning í fyrstu, einkum S-lands og hiti 5 til 8 stig. Skúrir eða él síðdegis og kólnandi veður.
Á laugardag: Hvöss norðan- og norðvestanátt. Snjókoma eða él fyrir norðan, en þurrt sunnantil á landinu. Frost 0 til 7 stig.
Á sunnudag: Vestlæg átt, léttskýjað á austanverðu landinu, annars skýjað en úrkomulítið. Hlánar vestantil á landinu og dregur úr frosti annars staðar.
Á mánudag og þriðjudag: Suðvestanátt og milt veður. Súld eða rigning með köflum, en þurrt A-lands
Bkv. Magnús G
13.11.2007 at 13:18 #602118og einhverntíma heyrði ég það að "Live begins at forty". Þú kemst að því einhverntíma Steffa
Maður er þá í Peak performance núna eftir því sem þú segir og því stefni ég á næsta topp þ.e. Mýrdalsjökul ef það verður ákv. fararstjórana.
MG miðaldra toppur
13.11.2007 at 10:48 #602112Steffa! Er þetta ekki alveg ókristilegur tími fyrir B týpur til að fara fætur og æða beint inn á spjallið? Nei þetta varð loka svar að réttri ferð.
En það er eins með mig og marga aðra, ég held bara flesta íslendinga, að ég veit aldrei hvaðan vindurinn blæs. Í mínu tilfelli er þetta atvinnusjúkdómur.
Ég ætla að reyna allt hvað ég get til að vera búinn að græja spilið svo ég geti nú farið að spila með landann.
Ætlar þú að skella þér með og láta spila með þig?Bkv. Magnús G. veðurviti
13.11.2007 at 00:40 #602100Einhverntíma verður allt fyrst og því ætla ég að skrá mig í mína fyrstu nýliðaferð. Ég skal reyna að vera mjög hlíðinn farastjórum enda eru þið traustsins verðir. Það er sem sagt ég og 1 eða tvö börn, ekki endanlega ákveðið.
Kv. Magnús G. R2136 á Nissan Navara DC 38"
09.11.2007 at 14:12 #201140Hefur einhver reynslu af Toyo dekkjum 33″ þ.e. At munstrinu, t.d. miðað við BF Goodrich 33″ AT munstrinu eða bara einhverja reynslu?
MG
08.11.2007 at 18:16 #201135Það er margt skrítið í kýrhausnum svo ekki sé nú meira sagt. Nú er „litladeildin“ að auglýsa ferð í Árbúðir, sem er bara hið besta mál og hef ég ekkert út á það að setja.
En mér er spurn um söguna; þegar litladeildin var stofnuð á fjölmennum fundi í Mörkinni á sínum tíma, ég komst því miður ekki á þann fund, var þá fengin sér kennitala? Var ekki samþykkt á aðalfundi f4x4 að breyta nafninu í Litlanefndin? Er þá litladeildin til sem slík?
Ef farið er inn á litlanefnd frá aðalsíðu þá lendir maður inn á vef litlundeildar. Laugi segir á þessum vef að síðan taki breytingum og biður um biðlund. Ætti hún þá að vera þarna inni?
Hvar skilur á milli?
Mér finnst þetta skrítið í meira lagi í ljósi undangenginna atburða varðandi þessa nefnd/deild.Þetta eru bara vangaveltur en ekki deilur.
Bkv. Magnús G.
-
AuthorReplies