Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.06.2014 at 04:44 #769190
Það hefði verið flott að komast með ykkur en því miður skemmir vinnan áhugamálið sem svo oft áður. Að gefnu tilefni þá vil ég minna á flugnanetið og afterbite kremið fyrir ykkur sem eruð svona með svona gæðablóð eins og ég og nokkrir aðrir fyrrverandi og núverandi þátttakendur.
03.06.2014 at 01:30 #769151Af hverju er verið að flýta þessu svona mikið? Þetta hefur oftast verið í kringum Jónsmessuna.
23.04.2014 at 19:57 #457227Sælir. Jebb ég hafði akkúrat hugsað að tala við hann. Já Jón þetta eru álfelgur, ég á nefninlega tvo ganga.
23.04.2014 at 01:33 #457194Sælir félagar. Er eitthvert vit í að breikka orginal felgur undan Jeep Grand Cherokee fyrir dekkjastærð ca 35″?
07.03.2014 at 13:49 #453732Ég þekki nú lítið 2005 og + bílana.Er ekki sídrifskassi í þessu hjá þér? Hvað ætlar þú að setja í staðinn? Ég held að það verði að skipta um tengið fyrir millkassann, sem er staðsett eihversstaðar bak við miðjustokkinn. Getur örugglega fengið betri uppl. á jeppaspjallinu. http://jeppaspjall.is
Kv MG-magnum
01.01.2014 at 14:18 #443012Sælir og gleðilegt ár jeppa-frekju-skúrkar. Já ég tek undir hver orð ykkar hér. Það þyrfti að koma þessu kellingarskassi af þingi og helst enn lengra. Kv. MG
28.10.2013 at 22:50 #379265Nú bíða náttúrulega allir spenntir eftir næstu helgi er það ekki…..? Hörkuhelgi, fyrst enski boltinn Lau. 2. nóv. 12:45 Newcastle – Chelsea
Lau. 2. nóv. 15:00 Fulham – Man United
Lau. 2. nóv. 15:00 Hull – Sunderland
Lau. 2. nóv. 15:00 Man City – Norwich
Lau. 2. nóv. 15:00 Stoke – Southampton
Lau. 2. nóv. 15:00 West Brom – C. Palace
Lau. 2. nóv. 15:00 West Ham – Aston Villa
Lau. 2. nóv. 17:30 Arsenal – Liverpool
Sun. 3. nóv. 13:30 Everton – Tottenham
Sun. 3. nóv. 16:00 Cardiff – Swansea , síðan forpartý út um allann bæ og síðan 30 ára afmælis-árshátíð klúbbsins. Mikið að gera
08.10.2013 at 13:00 #379208Maður lætur sig ekki vanta í þetta hóf, svo ég skrái hér með 2 miða á mig.
Magnnús G. magnum
Uppl. Gsm 896-8564
03.09.2013 at 19:04 #766067Sælir félagar. Ég biðst velvirðingar ef ég hef móðgað einhvern með heilastormum mínum "<strong>Brainstorming nr 2</strong>; Hvernig væri að hafa "Konu- og krakkabás" þar sem konum væri leiðbeint með afmælis- og jólagjafir fyrir jeppakallinn og krökkunum kenndir textar á sönglögum ferðalaganna? Aðal-markmiðið væri þó að gefa jeppamanninum tækifæri á að njóta sýningarinnar til hins ýtrasta án fjölskylduáreitis." en auðvitað er þessi sýning eins og allar aðrar sýningar og viðburðir klúbbsins ætlaðar fjölskyldunni. Þetta var nú bara sett fram til gamans og átti alls ekki að taka alvarlega. Auðvitað eru konurnar og krakkarnir eins mikil jeppa- og útivistarfólk eins og við kallarnir og sem betur fer.
Sjáumst hress á sýninunni.Mb kv. Magnús G.
03.09.2013 at 02:23 #766059Sælir Þegar sellurnar vakna þá vilja hugmyndirnar fara að flæða.
Það gerðist þegar ég var á leiðinni í vinnuna eftir fundinn í kvöld en þá fór ég að hugsa um sýninguna.
<strong>Brainstorming nr. 1;</strong> Hvernig væri að hafa sér bás fyrir " Ráðagóða jeppakallinn" með þjökuðum félaga/reynslubolta og bifvélavirkja?
<strong>Brainstorming nr 2</strong>; Hvernig væri að hafa "Konu- og krakkabás" þar sem konum væri leiðbeint með afmælis- og jólagjafir fyrir jeppakallinn og krökkunum kenndir textar á sönglögum ferðalaganna? Aðal-markmiðið væri þó að gefa jeppamanninum tækifæri á að njóta sýningarinnar til hins ýtrasta án fjölskylduáreitis.
<strong>Meira svolítið hagnýtt</strong>
<strong>Brainstorming nr. 3;</strong> Hvernig væri að hafa bás sem heitir "Veistu hvar ég var"? Þar mætti kynna sýningargestum sem og sófariddurum fallega staði á hálendinu sem víðar á Íslandi. Væri hægt að setja upp á geisladisk og hafa í gátuformi.
<strong>Brainstorming nr 4</strong>; Sjá verður til þess að eitthvað sé undir bílum sem leka einhverjum vökvum ( flestir gera það) svo klúbburinn lendi ekki í skaðabótum þess vegna á nýja grasinu.
<strong>Brainstorming nr 5;</strong> Hvernig væri að hafa bás með "Lifandi kennslu" í töppun, hnútakennslu og útskýringum á þessu sem við þurfum að kunna skil á og gerir jeppakallinn að jeppakalli.
Mbkv. Maggi magnum,
22.08.2013 at 20:00 #226426Upplýsingar 896-8564
16.08.2013 at 17:57 #767021Sælir félagar, við feðginin, ég og Herdís Ásta, komum uppeftir með Bjarka Loga og syni. Sjáumst hress.
Ég vil nota tækifærið og óska Setrinu, klúbbnum og félögum til hamingju með afmælið, og þakka fyrir þennann skála sem margar hendur hafa komið að og betrum bætt. Einnig vil ég óska skálanefnd til hamingju með nýjustu viðbótina.Kv. Maggi magnum
24.07.2013 at 21:56 #766883Jæja þá er það klárt, en ég kem með í þessa ferð og verð vonandi að gagni þó það verði eitthvað misjafnur gangurinn á manni.
Ég er að hugsa um að verða eitthvað áfram fram í næstu viku líka. Sjáumst á Hyrjarhöfðanum á morgun. Kv. Magnús G.
23.07.2013 at 23:10 #766881Ég væri alveg til í að koma með, ef doksi setur mig ekki í gifs á morgun, og þá mundi ég óska eftir sæti með einhverjum, þar sem jeepinn er ekki í fjallafæru ástandi. Læt vita betur síðar. KV. MG
16.06.2013 at 06:07 #766485Vona að þið hafið fengið myndina sem ég sendi ykkur í gærkveldi á vefnefndina. Hún verður náttúrulega og augljóslega vinningsmyndin.
Kv. Maggi magnum
05.06.2013 at 18:33 #766339Hver var svo niðurstaðan úr könnunninni, eða er henni ekki lokið?
04.06.2013 at 02:45 #766385Það vantar byrjun á sumrinu þegar maður kemst ekki með í þessa ferð, en ég og mínir verðum í vinnu þessa helgi. Það er kannski lán í óláni, að sökum þess hvað vorið hefur verið kalt er eflaust lítið um flugu þarna innfrá núna, en einnig virðast pissudúkkurnar ekkert vera að fá bleyju í bráðinni og því væntanlega minna um rykaustur heldur en oft hefur verið. Annars var ég að hugsa um að leggja til að í nauðsynja-stuðlinum fyrir ferðina, væri flugnanet nánast skyldubúnaður en rykgríman valkostur.
Með saknaðarkveðju
Magnús G.
21.05.2013 at 02:24 #722020Big "Like" á það Bragi.
21.05.2013 at 02:19 #761941Á ekki að nota rafgalvaníserað járn í þetta og þá bara 0.8 til 1.5 á þykkt? Er bara með pinnasuðu og ætla að reyna að tækla þetta sem mest sjálfur.
20.05.2013 at 06:23 #226114Það þyrfti að uppfæra dagatalið í „Á döfinni“ mikið betur. Kv. MG
-
AuthorReplies