Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.05.2009 at 13:24 #639902
Sæll, Byrjaðu að mæla hæðina upp í brettakantana þegar bíllinn stendur í hjólin, svo losar þú efri rónna, skiptir ekki máli hvað mikið, og herðir svo boltann sem þykkinni á 17mm lykli ca. 1.5 til 2.0 cm. Passaðu að gera jafnt báðum megin. Herðir svo efri rónna aftur. Mælir hæðina. Ferð síðan í smá bíltúr gott að fara yfir nokkrar hraðahindrannir og mælir síðan aftur. Ef sama hæð er þá er allt fínt, annars þarftu að gera þetta aftur þeim meginn sem lægra er. Síðan er mjög gott að mæla aftur eftir 1 – 2 vikur.
Gangi þér vel.
Kv. Magnús G.
24.05.2009 at 19:50 #648018Ég vissi þetta svosem, en var bara að koma með upplýsingar. Ertu búinn að versla þér einn?
Kv. Magnús
23.05.2009 at 18:32 #648012http://www.nissan-navara.net/forum/inde … 143cfd46f0
Bolli Valgarðs á eða átti svona bíl og væri gaman að fá reynslusögur frá honum. Flottar myndir hjá honum af fyrsta D40 Navörunni sem Arctic Trucks breytti fyrir 38", Komu fram í google leit.
Kv. Magnús G.
23.05.2009 at 17:28 #648010Aron, skoðaðu síðurnar sem ég setti linkinn á. Þar fræðist þú mikið. Á " http://4x4parts.com " segjast þeir vera að koma með 5.14 hlutfall í H233B og C200 afturhásingarnar og framdrifið núna í maí. Það er til 5:42 í D40 bílinn með dana 44 einnig í framdrifið.
–
Ég er með D22 bílinn, C200 afturhásingu, rafmagnslæsingu í framdrifi, 4.63 orginal og YD25DDTi vélina, en hún var sett í þessa bíla 2003.
–
Samkvæmt Nissan Navara spjallinu, lenti Nissan í Bretlandi í því að þurfa að borga hellings pening og endurnýja vélar af gerðinni YD25DDTi vegna framleiðslugalla við smurkerfið. Þeir höfðu breytt því einhvernveginn þannig að fremsta stangarlegan fékk litla smurningu, með þeim afleiðingum að stimplarnir komu út úr blokkinni, í kringum 80.000 mílur. Þeir eru eflaust búnir að laga það núna.Kv. Magnús G.
Ps. Gæti vel hugsað mér D40 bílinn sem næsta bíl.
22.05.2009 at 02:43 #648002Ertu þá að tala um D40 bílinn 2005 og yngri eða eins og minn D22? Það var til síða yfir þessa bíla en nú er búið að breyta henni í forum með öðrum link. Áður http://Nissan.Navara.net, svo er til síða yfir alla 4×4 Nissan og þar er haugur af hlutum sjá http://4x4parts.com og síðan er bara að Googla þessa bíla. Er verið að spá eða ertu búinn að versla. Vinnufélagi minn keypti 2006 D40 bílinn og Arctic Trucks breyttu honum fyrir 35". Þeir skiptu um efri klafann og sögðu að orginal bæri ekki stærra en 33". Það er Dana 44 drif í þessu og 4.63 hlutfall, 174 hestar í húddinu og er það sama vélin og er í mínum og Pathfinder.
Kv. Magnús G.
21.05.2009 at 02:53 #647990Það er alltaf opið skref fyrir skref.
Kv Magnús G.
19.05.2009 at 01:29 #647904http://4x4parts.com/nissan , þarna getur þú séð hvað fæst í þennann bíl og aðra nissan 4wd.
Kv. Magnús G.
19.05.2009 at 01:19 #204407Sælir félagar. Ég var að yfirfara bremsurnar hjá mér að framan, nýir klossar og renndir diskar. Nú hélt ég mig vera búinn að lofttæma draslið og fór út að prufa, var ekki ánægður og lofttæmdi meira, út aftur og þá negldi hann báðummegin. Prófaði nokkrum sinnum. Svo allt í einu fóru bremsurnar að slá upp í pedalann og rikkja í stýrið við hæga bremsun. Ég veit að ABS á ekki að negla, en pedalinn á heldur ekki að síga víð ástig.
Kv. Magnús G.
03.05.2009 at 20:04 #646782Höldum þessu uppi fram að aðalfundi.
30.04.2009 at 17:21 #646358Sjá annan spjallþráð. Benidikt Brynjólfsson kom inn í nefndina í staðinn fyrir Þórð Inga og er því ókosinn en gefur kost á sér.
Kv. Magnús G.
30.04.2009 at 02:28 #646714tl Pajeroklúbbur og var undir verndarvæng Heklu. Ekki veit ég annað en að hann sé starfandi ennþá, en kannski heitir hann MMC-klúbbur núna?? Þeir hafa boðið f4x4-félögum í hinar ýmsustu uppákomur.
Ég átti eitt sinn svona eðalvagn árg. ´89 á enn eithvað af varahlutum úr honum ef einhvern skyldi vanta :-))Kv. MG
29.04.2009 at 14:28 #204323Eins og mörg ykkar hafa kannski orðið fyrir er galli á nýju félagsskírteininu. Fellst hann í því að ef greiða á með peningum er ekki hægt að nota skírteinið sem afsláttarkort. Þetta kort er bara staðgreiðslukort þó að það sé tengt við debet- eða kreditkort. HAFIÐ ÞVÍ GAMLA KORTIÐ MEÐFERÐIS, til að vera örugg um að fá afsláttinn, allavega þangað til að Skeljungur er búinn að greiða úr þessu, en þeir hafa nú þegar verið látnir vita.
Kv. Magnús G.
28.04.2009 at 00:34 #646558Hvaða hásing var notuð í þetta?
Kv. MG
28.04.2009 at 00:25 #646570Um hvað eruð þið að tala? Ég fæ bara upp tvær bílamyndir út úr þessum tengli hjá þér Haffi!! Er það kannski jókið og aðrir bulla bara með?
Kv. Magnús G.
18.04.2009 at 15:53 #645980Benni og stærri bílarnir eru komnir inn í Dalakofann og ætla að snúa við til hópsins, þar sem Benna leist ekki á blikur á Heklusvæðinu fyrir minni bílana, svart yfir og líklega þoka og bras. Svo þeir fara sömu leið til baka. Þeir eru ca. km frá afleggjaranum inn í Hungursfit, undir Kerlingafjöllunum. Núna fyrst komnir í bara snjó en hafa verið í sköflum. Blautur og erfiður snjór fyrir minni bílana, kviðdráttur, einn búinn að affelga bæði að framan og aftan og festur. Bara gaman. Tveir öfustu bílarnir snéru við fyrir nokkru. Þeir eru farnir að huga að því að snúa við.
Meira seinna.
Fréttaritarinn.
18.04.2009 at 13:09 #645978Litlanefndin er í 480 metra hæð og eru stökuskaflar nokkuð blautir og því eitthvað um festur. Stærri bílarnir með Benna Magg í fararbroddi eru komnir aðeins lengra. Fara liklega ekki lengra en upp að Laufafelli í dag. Allt í góðum gír og bara gaman.
Meira síðar.
Fréttaritarinn.
18.04.2009 at 10:48 #645976Litlanefndin ætlar að hætta við jökulinn, hann er svartur og óárennilegur. Þeir eru að yfirgefa þjóðveg í þessum skrifuðum orðum og fara upp hjá Keldum inn á fjallabak, inn að Laufafelli og þaðan í Dalakofann. Vegurinn þurr og bara góður.
Meira síðar,
Fréttastrumpur.
18.04.2009 at 10:17 #204259Í þessum töluðum orðum er; 37 jeppa hópur af öllum stærðum og gerðum, undir stjórn Litlunefndar að nálgast Hellu og verður staðan tekin þar. Þokuloft og súld er á Mýrdalsjökli og er því ekki víst að þeir fari á jökulinn. Kemur til greina að þeir fari bara inn á fjallabakssvæðið. Góð stemning er í hópnum.
Bassi og einhverjir fleiri komu inn í tetraspjallið og voru þeir bæði á Kaldadal og í Húsafell. Þar er sól og blíða og sögðu að það væri bjart væri yfir langjökli, og stefnan tekin þangað.
Sófariddarar rífið ykkur nú upp úr sófanum og farið að jeppast og njóta íslenskrar náttúru.
Fréttastrumpur.
29.03.2009 at 23:15 #644702Að vel athuguð máli þá reyndist ekkert ver að startaranum, giska frekar á daprann geymi. Verður úr því skorið á morgun.
Kv. Magnús G.
29.03.2009 at 13:13 #204132Hverjir eru ódýrir og fljótir að gera við startara? Veit um Rafstillingu en fleiri eru ???
-
AuthorReplies