Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2016 at 13:54 #936320
Mitt spjald virkar eftir nóttina á jeppanum í miklu frosti en það hleður ekki strax ef kuldinn er mikill. Það kemur melding á skjáinn að batteryið sé of kalt, sem er gott að mínu mati.
31.01.2016 at 08:51 #936300Ég má til með að benda á þennan spjallþráð þar sem ég segi frá því sem ég nota. Þetta er Ozi fyrir android. Ég er búinn að vera með þetta í Samsung Galaxy Note 10.1 2014 Edition núna í að verða 3 ár. Alltaf notað innbyggða gps-ið og aldrei klikkað.
Eins er kortin alveg til fyrirmyndar og forritið einstaklega notendavænt.
Ég kaupi Ískortin í öllum upplausnum og fæ allt landið í einu korti. Þarf ekki að kaupa hluta ef því eins og með PDF maps.
09.03.2015 at 13:56 #777249Sæll, hefur þú ekki áhyggjur hvað loftkúturinn stendur langt niður? Eða er myndin að plata mig. Það gæti farið illa fyrir honumn á árbökkum og ísskörum.
22.12.2014 at 17:33 #774945Ég sé það núna þegar ég skoða í gegnum símann að myndin og uppsl um aðila er of stórt og það skerðir svæðið sem er annars fyrir textann um helming
ég er með galaxy s4 með nokkuð stórum skjá
22.12.2014 at 09:02 #774927Sælir, Nokkur atriði sem ég vil benda á.
- Upphafssíðan er núna orðin mjög góð, skánaði mikið við að minnka letrið og endurraða henni. Mjög gott
- „Virkni“ á upphafssíðunni mætti missa sig eða hafa einungis link á aðra síðu.
- Fyrir aftan titill á virkar umræður, er hægt að hafa í sviga fyrir aftan hve mörg innlegg eru komin inn við ákveðna umræðu? og ef smellt er á svigann þá fer maður á nýjast innleggið. Þetta á við um smáauglýsingar og umræður.
- Í framahaldi af þessu, þegar ýtt er á ákveðinn flokk á smáauglýsingum þá fer maður á nýja síðu, það mætti minnka letrið á textanum þar inni.
- Flokkar í smáauglýsingum. Ég mæli eindregið með því að þið hafið bara tvo flokka fyrir faratæki, 1. fólksbílar 2. Jeppar. Þessir flokkar sem eru núna eru of margir.. Annað, hvort það komi ekki betur út að stækka letrið í þessum flokkum og hafa einn dálk niður (ekki tvo) ?
Meira er það ekki í bili. Flott framtak hjá ykkur.
10.03.2014 at 08:04 #453914Sæll, hvað heitir þetta app ?
07.03.2014 at 14:55 #453735Flott að sjá þetta.
19.01.2014 at 22:29 #444397VHF loftnetin sveru (kústsköftin) ég væri til í svoleiðis hópkaup.
Svo t.d.
– Kastara
– Vinnuljós
18.12.2013 at 21:41 #441969Ein spurning:
Þegar ýtt er á þráðinn(1.) þá fer maður á síðasta póst og þegar maður ýtir á svigann (2.) þá fer maður líka á síðasta póst…
Á öðrum síðum þá vísar (1.) á upphafssíðu og firsta póst.
Ætti það ekki að vera þannig hér inni líka??Viðhengi:
17.12.2013 at 23:48 #441930Af öllum þessu gömlu jeppum þá hefur mér alltaf fundist lookið á þessu lang flottast, sérstaklega framendinn Gangi þér vel með þetta.
20.11.2013 at 14:43 #438788Ég er alveg sammál með ágæti SSD diska, er með svoleiðis í heimilistölvunni og þetta er góðir diskar.
En ég er með alveg eins tölvu og er spurt um hérna að ofan og hef aldrei lent í að harði diskurinn detti út í hristing. Hún tekur sinn tíma að starta sér en þegar foritið er komið í gang þá er allt í fína standi.
Ég hef alveg hugleitt þetta með SSD í vélina en sé ekki að það borgi sig.
20.11.2013 at 08:58 #438774Það er dýr uppfærsla fyrir litla hluti. Ef menn geta á annað borð beðið eftir að vélin ræsi sig. SSD hefur engin áhrif á vinnsluhraða, einungis ræsitíma tölvu og forrita.
19.11.2013 at 20:55 #438755Ég er með svona tölvu með 2gb vinnsluminni og nota OZI. Þetta er mjög góð tölva þó hún taki sinn tíma að kvekja á sér.
03.06.2013 at 22:59 #766315Já ég er einmitt akkúrat í hina áttina. Mér finnst báran falleg og koma vel út þar sem hún er notuð t.d. Gæsavatnaskálinn. En mér finnst hins vegar steni óspennandi og illa útlítandi þar sem hún er notuð Skoðanirnar eru mismunandi eins og við erum margir.
03.06.2013 at 20:31 #766311[quote="SBS":1icw1cpt]Sælir félagar.
Ég hringdi í Límtré-Vírnet sem eru framleiðendur að Alocink húðaðuðum bárujárnplötum. Þeir kaupa efnið inn á rúllum sem síðan er valsað og húðað hjá þeim. Eftir þeim upplýsingum sem ég fékk endist húðin í 5 til 30 ár. Allt eftir álagi á hverjum stað. <strong>Sagði hann að gott væri að grunna í alla sagaða enda svo síður myndaðist rið</strong>. Eins ef húðin rispaðist á fletinum væri hætta á slíku. Ég held ég fari rétt með að yfirleitt væru þessar plötur málaðar eftir að veðrun er lokið á þeim. Enga mynd áttu þeir af litaprufu en myndin frá Loga og svo Gæsavatnaskála eiga að gefa góða hugmynd.Freyr. Þessi tala hjá þér 100,000kr. er töluvert hærri.
Kv. SBS. Ps. Ég vona að Logi hundskammi mig ekki fyrir þetta innlegg. ;([/quote:1icw1cpt]
Vil bara árétta að báran er í flestum tilfellum keypt í tilsniðnum lengdum fyrir hvert verk. Allt sem þarf að sníða t.d. í kringum glugga og hurðar á að klippa með nagara. Það á ekki að saga svona báru og þess á ekki að þurfa.
Svo finnst mér persónulega þessi tala um 5ár vera alltof lág. Ætti frekar að vera 15-30ár. Báruklæðningin kemur frá framleiðanda með olíuhúð sem veðrast af á 1-2 árum. Það er reyndar hægt að þrífa báruna með háþrýstisprautu og þá má mála hana strax.
02.06.2013 at 21:55 #766287Aluzink fær mitt atkvæði.
Alizink er fyrir löngu búið að sanna sig á íslandi og endist von og viti.
Það er ekkert mál að vinna aluzink á staðnum, eitt stk nagari er það eina sem þarf.
Hvað útlit varðar þá er bara ekkert að bárujárnsklæddum húsum, farið bara í gömlu íbúðarhverfin og skoðið öll gömlu húsin sem eru bárujárnsklædd og ekki reyna að segja að þau séu eins og hús fyrir skepnur.Hvað endingu og útlit varðar er hægt að skoða Gæsavatnaskála. Hvenær var hann byggður? það sér ekki á honum og hann lítur fantavel út. [url=http://www.flickr.com/photos/hrefnarunm/3491896016/:13hephtz]Sjá hér[/url:13hephtz]
04.03.2013 at 19:39 #763985[quote="hmm":1p9zcwyz]Ég fer afar sjaldan inn á jeppaspjall og hef t.d. aldrei nennt að taka þátt í spjalli þar þó ég hafi séð að ég hefði svör við spurningum sem settar eru fram þar…. Ég veit að þetta á við um ansi marga af þeim sem eru eldri í sportinu.[/quote:1p9zcwyz]
Það á nú við þá sem stunda bara þessa síðu(F4x4) að menn virðast ekki nenna að svara á spjallinu, allavega er það því miður ekki líflegt…
15.02.2013 at 14:23 #763695Hmm dýrt að fara í Europris.. einn flugmiði allavega
24.09.2012 at 09:55 #757971[quote="sean":1n443itn]Síðan er nánast dauð eftir að sú fáranlega hugmynd að banna öðrum en félagsmönnum að skrifa á síðunna, Þetta var eitt mesta klúður sem klúbburinn gat gert gagnvart síðunni…… það átti bara einfaldlega að henda/eyða mönnum út af spjallinu ef þeir voru með einhvern kjaft, ekki loka fyrir almenning á síðunna þ.e.a.s skifa á hana[/quote:1n443itn]
Það náttúrulega hjálpaði ekkert heldur að myndasíðan hefur verið eitt stórt klúður undafarin ár… Þetta var mitt helsta aðdráttarafl fyrir nokkrum árum að koma og skoða jeppaferðir og breytingar hjá hinum og þessum. Spjallið var nr. 2 hjá manni.
26.03.2012 at 18:53 #752283[quote="hsm":3vcltw2p]Stjórn hefur sent frá sér meðfylgjandi tilkynningu vegna þessa máls.
Kveðja,
Hafliði[/quote:3vcltw2p]Heyr heyr
-
AuthorReplies