Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.04.2016 at 16:32 #937996
Ágætu félagsmenn.
Næstkomandi föstudagskvöld (29.apríl) verður haldið bjórkvöld í húsakynnum klúbbsins að Síðumúla 31. Húsið opnar kl. 21:00. Verðum að venju með ómótstæðilega góðan bjór til sölu á vægu verði.
Skemmtinefndin
09.12.2015 at 20:53 #935237Sæl veri þið.
Má til með að koma því á framfæri að mér fannst fundurinn í gærkvöldi alveg frábær í alla staði. Var reyndar aðeins of seinn en náði þó jólakaffinu með bakkelsinu sem var ekki að verri endanum (heimabakað nammi namm með kakó). Fylgdist í framhaldi af því með ótrúlega skemmtilegum fyrirlesti Friðriks og Guðna um smíðina á ofurtrukknum, þvílíkt metnaðarfullt verkefni sem ljúka á 1.maí í vor 😉
Húsnæðið er svo að segja fullbúið, meistaralega vel að verki staðið og eiga allir þeir að því komu mikið hrós skilið, þvílíkir snillingar – maður er bara orðlaus yfir dugnaðinum.
Bestu þakkir fyrir mig
Logi Ragnarsson
R-143
29.11.2015 at 15:57 #934935Tek undir með Sigga að þetta eru flottar myndir Addi og gaman að sjá að vefurinn er aðeins að lifna við, vonandi verða fleiri duglegir við að setja inn myndir úr ferðinni.
Logi
R143
16.03.2015 at 22:41 #777515Sælir
Bingóreisan verður ekki um næstu helgi, við sem stöndum að ferðinni getum ekki farið þá helgi (nema örfáir).
Finnst trúlegt að klúbburinn muni endurgreiða þátttökugjaldið á næstu dögum, meira um það síðar.
Logi Ragnarsson
R-148
30.01.2015 at 22:10 #776403Karlinn seigur….leiðrétta svona smáræði 😉
28.01.2015 at 20:37 #776358Veit ekki hvort þetta birtist bara hjá mér en það er eins og Sveinbjörn sé búinn að skipta um starfsvettvang og sinni nú mest hugbúnaðar- og tæknivinnu á vef….þvílíkt magn af torlesnu efni, segi bara ekki annað. Já Bingóferðin er á margan hátt sérstök, það að sjá harðsoðna jeppakarla sitja út í bíl og föndra við að fylla út bingóspjöld er alveg brilliant. Sammála Kristjáni Kolbeins að halda sig í hæfilegri (mikilli) fjarlægð frá Oddgeiri sem stöðugt ýtir á bensínpetalann og gildir þá einu hvort einhver er fyrir framan eins og dæmin sanna.
Glæsilegt videó.
Logi
R148
04.01.2015 at 21:11 #775952Ekkert nema gleði að eiga Wagoneer eins og þú veist Rúnar, fór í eina stutta ferð um jólin og langar nú í aðra og þær koma víst í röðum í feb, mars og apríl. Þið Sveinbjörn verðið að fara að drífa í að klára ykkar kagga svo mínum líði ekki eins og síðasta geirfuglinum á fjöllum, hann fer að halda að það séum bara ekki fleiri svona bílar til……. 😉
Logi
30.12.2014 at 13:03 #775499Gaman að heyra af þessu ferðalagi hjá FH og félögum. Heyrði af hóp sem var sjö tíma frá Hrauneyjum og inn í Veiðivötn á laugardaginn, sama leið til baka á sunnudeginum (för og búið að rigna) tók hins vegar ekki nema tvo tíma.
Logi
R-148
28.08.2014 at 23:32 #771247Allt að gerast hjá karlinum, hann verður skotfljótur að þessu öllu saman sýnist mér. Nær sennilega hausttúr sem æfingarferð fyrir vetrarferðamennskuna – rosalega eru þetta annars flottir bílar þessir Wagoneer-ar
22.07.2014 at 22:00 #770113Hver er staðan, er klúbburinn búinn að ganga frá kaupunum á húsnæðinu?
24.05.2014 at 20:46 #768780Allir í skemmtinefnd gefa kost á sér áfram.
Einar Sólonsson
Ágúst Birgisson
Guðmundur Sigurðsson
Kristján Gunnarsson
Sveinbjörn Halldórsson
Logi Ragnarsson
05.03.2014 at 21:33 #453703Flott, nú fer að líða að brottför og allir að keppast við að gera klárt. Sá sem lagt hefur einna harðast að sér er án efa Gunnar Ingi sem er að ljúka smíði á Ultimate Build sem hægt hefur verið að fyljast með hér á vefnum, metnaðarfullt verkefni í alla staði sem er við það að ljúka af því er manni sýnist.
Um að gera að versla við Skeljung á morgun og nýta afsláttarkjörin, síðasta stopp í bænum fyrir brottför hjá flestum verður án efa Select við Vesturlandsveg. Varðandi Jeepgengið þá sýnist mér að menn verði að týnast úr bænum frá c.a. 16:30 og eitthvað framundir kvöldmat, spenna í lofti og mikil tilhlökkun í hópnum. Svo er að muna eftir afsláttarkjörunum í Hrauneyjum sem gilda ekki einungis af gistingu heldur einnig öðrum viðgjörningi.Logi
R-148
04.03.2014 at 16:27 #453625Góðan dag.
Í kvöld verða settar inn þær upplýsingar sem enn vantar vegna Stórferðarinnar en þær eru helstar:
Uppfærð útgáfa af kynningunni.
Yfirlit yfir úthlutun talstöðvarása fyrir einstaka hópa.
Endurvarpamynd.
Yfirlit yfir verkstæðisþjónustu á norðurlandi ásamt símanúmerum.
Ferlar fyrir ferðalagið norður þ.e. að Miðju og þaðan í Skiptabakkaskála.Athugið að Garmin búðin er þegar komin með þessa ferla og geta aðstoða við innsetningu á þeim fyrir þá sem þess óska (án endurgjalds), flott hjá Rikka og co.
Undirbúningsnefndin
02.03.2014 at 15:28 #453553Sammála Jóni, Snorri Ingimarsson verður með stutt innlegg á félagsfundi F4x4 annað kvöld og ræðir þar m.a. um endurvarpana og fleira tengt fjarskiptamálum sem gott er fyrir alla félagsmenn að hafa á hreinu…ekki síst þá sem eru að fara í Stórferðina í næstu viku.
Logi Ragnarsson
R-148
26.02.2014 at 15:06 #453140Athugið að listinn yfir þátttakendur er í viðhengi sem finna má neðst á síðu 1.
16.01.2014 at 14:53 #444243Minni á að AT hafa boðið félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 í heimsókn til sín á Klettháls 3 föstudaginn 17. janúar frá kl. 19:00 – 21:00.
Emil, Steinar og fleiri starfsmenn félagsins verða á staðnum og segja frá því í stórum dráttum hvað drifið hefur á daga félagsins að undanförnu og hvað sé framundan. Fáum þá svo á almennan félagsfund fljótlega þar sem betri grein verður gerð fyrir þessu í máli og myndum.
Ýmis góð tilboð í gangi sem og veitingar í föstu og fljótandi formi :-/
Nú er um að gera að mæta og skoða hvað í boði er hjá þessu ágæta fyrirtæki sem við kunnum bestu þakkir fyrir að taka á móti okkur.
Klukkan 21:00 kemur rúta og skutlar okkur niður á Höfða þar sem við getum haldið áfram gleðinni (bjór seldur á hóflegu verði) og rifist á góðlátlegum nótum um það hvað séu nú bestu bílarnir, bestu dekkin, bestu bílstjórarnir, bestu GPS tækin og svo framvegis.
Semsagt 19:00 hjá AT að Kletthálsi 3 föstudaginn 17. janúar.
Skemmtinefnd F4x4.
30.10.2013 at 19:26 #379270Húsið opnar kl. 19:00 og hátíðin stendur til 01:00+ þ.e. fer eftir stemmingu hvort við framlengjum….
Skemmtinefndin
24.10.2013 at 12:37 #379256Góðan dag.
Skemmtinefnd vill minna þá sem enn hafa ekki gengið frá greiðslu og fengið miðana afhenta að gera það sem allra fyrst. Við verðum upp á Höfða í kvöld frá 20:00 – 21:30, endilega koma og ganga frá þessu þið sem eftir eru.
Einnig að minna þá sem enn hafa ekki skráð sig (en ætla að fara) að gera það sem allra fyrst. Hvernig er með ykkur Sóðana Palli?KOMASVO.
Skemmtinefndin
20.10.2013 at 21:43 #379252Sennilega er skýringin sú að maður var eitthvað ruglaður eftir lesninguna hans Skálanefndar Rúnars….varðandi Wagoneer-mótor þá hugsa ég reyndar talsvert um það þessa dagana hvað eigi að koma í staðinn fyrir mótorinn sem nú er í bílnum….meira power er málið :-/
20.10.2013 at 20:01 #379250LIKE á þessa ræðu, helv fyndið – man eftir því að TækninefndarSigurjón greiddi mér miðann á fimmtudagskvöldið þ.a. þú ert eftir karlinn minn eins og þú heldur fram.
Logi
R 148
-
AuthorReplies