Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.09.2013 at 07:59 #378870
Gott framtak og fínt mál. Það er mikil gróska meðal þeirra yngri og um að gera að virkja kunnáttu þeirra sem farið hafa langa leið í þessu og eru orðnir hafsjór og fróðleik og reynslu í þessum efnum. Var inni í Þórsmörk í sumar (einu sinni sem oftar) og sá þar nokkrar Súkkur sem greinilega voru að ferðast saman í hóp og það var greinilega alveg rosalega gaman hjá þeim, bílarnir höfðu sumir svo sem ekkert útlitið með sér en það er aukaatriði. Það sem skiftir máli er að menn eru að prófa sig áfram veginn á ódýrum bílum og gera tilraunir. Félagi okkar, sem nú er genginn hann Freysi heitinn, sem var griðarlega reyndur jeppamaður sagði alltaf: „Bara prófa, sjá hvort það gengur.“ Það er akkurat þessi gamli „bílskúraandi“ sem við megum ekki missa. Svo strákar, haldiði áfram og reyniði að virkja þá sem eru reynslumeiri til ráðleggingar. Svo er ég viss um að þið gætur lært talsvert af litlunefndarferðunum á veturna. Hef tekið að mér farastjórn þar ásamt fleiri góðum mönnum þegar ég hef séð mér fært og reynt að miðla af því litla sem ég kann sjálfur. Svo dettur mér í hug sumar eða haustferð í Setrið sem margir ykkar hefðu sjálfsagt mjög gaman af. Væri til í að leiða hóp nýliða þangað næsta sumar eða haust ef áhugi væri fyrir hendi. Kv. L.M.
31.08.2013 at 13:51 #754019Garmin búðin Ögurhvarfi 2 203 Kópavogur S. 577-6000
18.08.2013 at 22:27 #767029Jæja, þá er 25 ára afmælishelgi Setursins liðin. Við sem mættum á staðinn áttum ánægjulegar stundir, farið var í öku og gönguferðir, allt eftir smekk hvers og eins, hver og einn gerði vel við sig í mat og drykk, kveikt var í brennu og eitthvað örlaði á einhverju fírverki í boði Einars Sól. Í afmæliskaffinu sjálfu voru bakaðar á annað hundrað vöfflur sem rennt var niður með rjóma og sultu en sumir, við nefnum engin nöfn fengu sér ost á vöffluna. Kleinur og afmæliskaka voru einnig í boði og rann þetta allt saman ljúft niður um háls gesta og gangandi. Mér taldist til að það hefðu komið á milli áttatíu og níutíu manns á staðinn og að góður helmingur hafi gist. Spilað var og sungið fram eftir nóttu en það kom þó ekki í veg fyrir að menn væru árrisulir og legðu snemma af stað í bæinn. Misjafnlega snemma þó. Ég vil fyrir hönd skálanefndar þakka öllum þeim er sáu sér fært að taka þátt í þessum viðburði kærlega fyrir komuna og skemmtunina og vona að allir hafi notið augnanbliksins. Skálanefnd mun nú taka sér hlé frá störfum fram yfir afmælisbílasýningu Ferðaklúbbsins en mun þá sjálfsagt koma tvíefld til baka og klára það sem gera þarf í Setrinu fyrir veturinn.
F.h. skálanefndar. Logi Már.
18.08.2013 at 17:00 #767027Þennan bil á Biggi málari, einn af meðlimum Seinagengisins, virkilega flottur bíll og vel um hugsaður. L.M.
15.08.2013 at 22:28 #767083Ég get skrifað upp á það að mín reynsla af AT 405 dekkjunum er að þau slitna nokkuð hratt finnst mér. En þetta eru ofboðslega góð akstursdekk, hljóðlát með afbrigðum og bíllinn hjá mér varð bókstaflega að fólksbíl þegar ég sett þau undir. Nota þau þó ekki í sumarkeyrslu þar sem ég er að spara þau fyrir vetrarakstur en ók þó á þeim síðasta sumar og fannst þau slitna nokkuð hratt eins og áður er sagt. Sem ný sumarakstursdekk mundi ég skoða Toyo, hef heyrt gott af þeim í sumarskaki. Í 44" dekkjum til vetraraksturs held ég að fátt annað komi til greina en Dick Cepec. En eins og þú segir, þetta kostar orðið hálfan bílinn þetta helvíti. L.M.
09.08.2013 at 09:37 #226378Ágætu félagar.
Í ár eru liðin 25 ár frá því að fyrsti áfangi Setursins var reistur og tekinn í notkun. Þetta var mikill áfangi í sögu Ferðaklúbbsins. Siðan þá hefur verið byggt áfram og stækkað, byggt hefur við húsið, anddyri bætt við, Setan kom síðar og klósettviðbótin kringum 2007. Þetta hefur verið mikið starf sem margir félagar hafa komið að og lagt sitt af mörkum til þess að meðlimir Ferðaklúbbsins geti átt sinn sameiginlega samastað á fjöllum. Nú, á afmælisári félagsins hefur enn verið bætt við, neyðarskýli hefur risið. Er þessi nýjasta viðbót til mikilla bóta, bæði fyrir aðstöðu skálanefndar, sem fengið hefur gott vinnu og geymslupláss, öll olíumál svæðisins eru komin undir eitt þak og mengunarvarnir orðnar góðar, hægt er að koma bílum inn til viðgerðar og síðast en ekki síst, ásýnd svæðisins er orðin allt önnur, gámurinn og olítankar horfnir sjónum og svæðið til sóma hvað aðkomu og útlit varðar.
Nú, á þessum tímamótum langar okkur sem skipum skálanefnd Seturs ásamt stjórn Ferðaklúbbsins að fagna þessum áfanga. Boðið er því til afmæliskaffis í Setrinu, laugardaginn 17. ágúst þar sem rjómavöfflur og fleira góðgæti með kaffinu verður í boði. Frí gisting verður einnig í boði fyrir félagsmenn þessa helgi meðan húsrúm leyfir. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og ekki væri verra er gítarfærir einstaklingar myndu taka hljóðfæri sín með þannig að við getum öll átt skemmtilega kvöldstund á laugardagskvöldinu. Við skálanefndarmenn verðum komnir á svæðið á föstudeginum og geta félagsmenn að sjálfsögðu komið á föstudeginum ef þeir vilja og gist tvær nætur. Það er ósk okkar að þeir sem ætla að koma tilkynni sig á spjallþræði sem stofnaður verður á heimasíðu félagsins eða í pósti á skalanefnd@f4x4.isMeð Kveðju.
Skálanefndarmenn í Setri.
07.08.2013 at 18:39 #766907Minnum á vinnuferðina um næstu helgi, vantar vinnufúsar hendur. Kv. Logi Már.
05.08.2013 at 21:00 #766905Sælir enn og aftur félagar. Eins og sjá má er nú neyðarskýlið risið, búið er að klæða og ganga að mestu frá þaki og hurðir komnar í. Enn er eftir að klæða bygginguna utan, fræsa þéttingar í hurðir, ganga endanlega frá pústi rafstöðvar og ganga frá þakkanti. Einnig þarf að flytja dótið sem geymt hefur verið úti á Setu upp á loft í nýju byggingunni og ganga frá því þar og þrífa Setuna, taka til kringum skálann og ganga frá svæðinu fyrir veturinn. Þetta þarf að klárast sem mest um næstu helgi, ( 9-11 ágúst ) því helgina þar á eftir verður afmælihátíð í Setrinu í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli skálans og þrjátíu ára afmæli klúbbsins. Verður sú hátíð nánar auglýst á morgun eða hinn hér á spjallinu. Okkur vantar því góðar hendur með okkur uppeftir um næstu helgi, gott væri að fá einhverja menn með einhverja kunnáttu í veggjaklæðningum en aðallega þurfum við viljugar hendur til allra þeirra starfa sem talin voru upp hérna að ofan. Endilega látið vita hér á þræðinum ef þið getið lagt okkur lið því við þurfum að skipuleggja matarinnkaup vegna sameiginlegs matar á laugardagskvöldinu. Félagar! Klárum þetta með stæl.
Með von um góðar undirtektir.
Logi Már. Skálanefnd.
01.08.2013 at 21:26 #766901Þá erum við skálanefndargaurar að yfirgefa Setrið um sinn á morgun og þetta er árangurinn af starfi okkar og þeirra sem starfað hafa með okkur um síðustu helgi og fram í vikuna. Síðust menn fóru í gær og erum við Rúnar búnir að vera að ganga frá húsinu og svæðinu í dag. Þakvinna var kláruð í dag og nú er aðeins eftir að klæða húsið utan og verður það gert í vinnuferð eftir hálfan mánuð. Treystum við á að félagsmenn aðstoði okkur við það og tilkynni skálanefnd um áform sín þar af lútandi. Vona að myndin sem ég setti sem viðhengi komi fram. L.M.
27.07.2013 at 23:19 #766889Sælir félagar. Nýjustu fréttir eru þær að skálanefndin lagði af stað á á föstudagsmorgun á tveimur vörubílum, öðrum, sem við fengum lánaðan fra Kerlingafjallabændum og hinum frá E.T. með allt byggingarefnið og gekk ferðin upp í Setrið og gekk ferðin vel, komið var í Setrið um kl. þrjú og gengið í að afferma bílana. Hafist var handa þegar í stað við reisivinnu og til að gera langa sögu stutta þá er nú, á laugardagskvöldi búið að reisa húsið, grilla og borða. Sitjum við nú og segjum sögur og eigum "góðar stundir" að hætti Hlyns Snælands. Hér eru 19 manns sem öll hafa unnið ötullega að verkefninu. Á morgun verður haldið áfram og verða skálanefndarmenn fram eftir vikunni í að klára vinnuna sem eftir er. Meira seinna. L.M.
22.07.2013 at 23:18 #766829Svona að mestu leyti, Kisa er samt helsti farartálminn. Mundi ekki fara þar yfir á fylgdarbíls þar sem botninn getur verið laus og varasamur. Hef annars farið þetta allt á afturdrifinu á Musso gamla, fyrir utan það að smella í lokurnar yfir Kisu. L.M.
22.07.2013 at 18:14 #226340Sælir félagar. Skálanefnd Seturs hefur nú lokið undirbúningi vegna byggingar neyðarskýlisins við Setrið og er stefnt að því að flytja allt efni uppeftir á föstudaginn og aflesta bílana. Gömlu olíutankarnir verða þá teknir í bæinn með öðrum bílnum en hinn verður eftir uppfrá og verður til aðstoðar þar sem hann er með krana. Hafist verður handa við að reisa á laugardagsmorguninn og er stefnt að því að klára að koma húsinu upp um helgina. Þrir af skálanefndarmönnum verða svo eftir út vikuna til að klára sem mest af því sem gera þarf og vonandi að það komsit sem lengst. Til að allt gangi upp um helgina þurfum við vinnufúsar hendur til aðstoðar og væri gott er menn gætu tilkynnt sig til vinnu þar sem sjá þarf fyrir matarinnkaupum fyrir mannskapinn. Okkur þætti miður ef ekki væri hægt að gefa mönnum að borða sem koma og ljá hendur. Einnig væri gott að vita ef einhverjir geta verið með okkur einhverja daga í vikunni.
Með vonu um góðar undirtektir.
Logi Már. Skálanefnd.
30.06.2013 at 20:53 #766633Sælir félagar. Var að fá þær fréttir að rennifært sé orðið um Gljúfurleit, enginn snjór og nánast þurrt alla leiðina. Annars vill ég ítreka það að það væri gott ef menn gætu tilkynnt sig í þær vinnuferðir sumarsins sem þeir sjá sér fært að komast í, sérstaklega vinnuferðina sem verður síðustu helgina í júlí þ.e. 26-28 júlí en þá verður alltsaman flutt uppeftir og skemman reist. Látið heyra frá ykkur félagar. Fyrsta vinnuferð verður núna um næstu helgi og væri gott að vita hversu margir ætla að slást í hópinn. Kv. L.M.
27.06.2013 at 22:14 #766631Það verður orðið fært um Gljúfurleit á þessum tíma, förum alltaf fyrstu ferð þá leiðina. Fáum síðan fréttir af leiðinni um Illahraun í næstu viku frá staðarhöldurum í Kerlingarfjöllum. Reyndar er líka minni snjór sunnan megin en í fyrra þótt það sé meira norðanmegin. L.M.
23.06.2013 at 13:20 #226239Sælir félagar. Nú fer að styttast í að við í skálanefnd förum að fara í vinnuferðir til viðhalds skálans og áframhaldandi smíði neyðarskýlisins. Við förum uppeftir allar helgar í júlí og höfum sett upp vinnuplan sem er eftirfarandi:
Helgin 5 – 7 júlí
Helluleggja gólf skemmunnar, taka dagtank kamínu í bæinn og breyta honum sem þarf.
Helgin 12 – 14 júlí
Setja upp dagtank fyrir kamínu og ganga endanlega frá olíutengingum. Þaktankur tæmdur niður i aðaltank og tekinn úr umferð. Huga að brunastigum. Yfirborð sökkulveggja slípað og gert klárt fyrir veggjauppsetningu.
Helgin 19 – 21 júlí
Sökkulveggir pokapússaðir. Ventlar ljósavélar stilltir. Skift um olíu á ljósavél. Unnið í brunastigum
Helgin 26-28 júlí
Flutningur skemmu upp í Setur. Skemman reist. Áætlað er að einhverjir skálanefndarmenn verði eftir og verði út þessa viku við störf.
Helgin 9-11 ágúst
Unnið í frágangi á skemmu.
Helgin 16 – 18 ágúst
Áætlað er að halda afmælishátíð Setursins þessa helgi og vonast skálanefnd til að sjá sem flesta.
Fyriséð er að skálanefnd verður með bás á bílasýningunni í haust en ekkert er farið að setja niður um þau mál hjá nefndinni.Allar þessar ferðir verða opnar ferðir og ef félagar geta ljáð okkur lið væri gott ef látið væri vita, annaðhvort á þessum spjallþræði eða í póstfangi skálanefndar, skalanefnd@f4x4.is
Með kveðju, skálanefnd Seturs.
11.06.2013 at 14:24 #766491Sæll Bjarni og velkominn í hópinn. Flottur bíll hjá þér, verður glæsilegur svartsprautaður. Hægt að þvælast alveg ótrúlega mikið á 33" breyttri Súkku. Það er opið hús uppi á Höfða á fimmtudagskvöldum ef þú hefur áhuga á að hitta gamla jeppahauga og annað gott fólk, sumarið er samt þannig að starfsemi klúbbsins er í lágmarki nema hjá umhverfis og skálanefnd. Nýlokið er landgræðsluferð umhverfisnefndar en en í haust er stikuferð sem ég held að þú hefðir ábyggilega gaman af að fara í. Fór sjálfur í mína fyrstu stikuferð 2007 og kynntist þá mörgu góðu fólki. Svo er skálanefndin á fullu í sumar og fyrsta ferð upp í Setur á hennar vegum er fyrsta helgin í júlí. Við verðum sjálfsagt á ferðinni þar allar helgar í þeim mánuði og ef þú hefur áhuga á að slást í för og leggja Setrinu lið þá endilega láttu sjá þig. L.M.
11.06.2013 at 14:12 #765965Samkæmt því sem ég best veit er ekki fært inn í Setur ennþá. Vegagerðin skiftir sér ekki af fjallegum sem ekki eru F. merktir og því er t.d. Gljúfurleitarleiðin sýnd opin. Sama er með leiðina um Illahraun og um Klakk. Tveir af skálanefndarmönnum tóku sér bíltúr á sunnudaginn og fóru upp Gljúfurleitarleiðina og komust svolítið áleiðis upp fyrir gljúfuleitarskála, eftir það var einfaldlega orðið of blautt til að ráðlegt væri að halda áfram. Reynsla mín af Illahraunsleið úr Kerlingarfjöllum er sú að hún er ekki orðin fær ennþá og mjög óráðlegt að fara hana. Reikna ekki með að leiðin um Klakk sé orðin nægilega þurr heldur til að hægt sé að komast hana með góðu móti. L.M.
07.06.2013 at 15:43 #766423Sæl öllsömul. Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi undanfarin ár að hafa farið í þessar ferðir, mér til gamans og Landgræðslunni vonandi til gagns. Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu svæði frá byrjun og sjá hversu það er að byrja að dafna og það hefur alltaf verið góður hópur fólks í þessum ferðum sem gaman hefur verið að starfa með að þessu. Þetta árið er það illu heilli svo að ég sé mér ekki fært að koma og ljá þessu krafta mína. En það kemur ár eftir þetta ár og þá blæs vonandi betur hjá mér. Vona að þið hin gerið góða ferð, ég verð með ykkur í huganum. Bestu kveðjur. Logi Már.
04.06.2013 at 11:11 #766321Það er vissulega eitt og annað til á markaðnum en eftir að hafa skoðað það sem er í boði varð þetta niðurstaðan að teknu tilliti til kostnaðar og útlits. L.M.
03.06.2013 at 15:14 #766305Skálanefnd verður á fėlagsfundinum í kvöld með sýnishorn og þá geta menn látið í ljós skoðun sína á málinu. L.M.
-
AuthorReplies