Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2010 at 21:30 #694138
Gleymdi,,,, setja einstreymisloka á útblásturinn,, L.
21.05.2010 at 20:12 #694136Í mínum huga er aðeins ein leið til að framkvæma þetta. Vandamálið felst í þjappslaginu sem er annaðhvert slag þannig að annar hver hringur á snúningnum fer til spillis og gerir í raun ekkert annað að en að sóa orku. Það sem þú þarft að gera er að taka kambásinn í burtu og fá slakari gorma á ventlana, gorma, sem leyfa ventlinum að opnast af sjálfu sér þegar stimpillinn fer niður og sogar loftið þar af leiðandi inn á cylenderinn. Svo þegar hann fer upp lokast fyrir og þá blæs hann upp um ventlagatið og inn á kút eða whatever sem þú kýst að leiða loftið í. Á þennan hátt ertu kominn með fjögurra cylendra lofpressu sem er að skila þjöppu á öllum cylendrum í hverjum hring. Held að það væri líka gott að bora út kertagatið í sverara bor til að auðvelda flutning loftsins frá cylendrunum, (sverari leiðsla, meiri flutningur) og þannig ættir þú að vera kominn með verulega öfluga loftpressu. Kv. Logi Már.
14.05.2010 at 21:02 #693686Nei Gisli, það verða engar framborðsræður leyfðar, við nennum nú ekki að fara að hlusta á eitthvað svoleiðis kjaftæði þegar nóg framboð er af góðum jeppamannasögum, sönnum og lognum. Sérstaklega lognum,,,,,
14.05.2010 at 19:42 #693470Þykir leitt að komast ekki þessa helgi en það má reikna með að ég komi síðar, stendur bara illa á núna. Kveðjur til þess duglega fólks sem er að fara austur þessa helgi, sjáumst fyrir austan seinna, Logi Már.
14.05.2010 at 19:38 #212729Jæja, er ekki stemmari fyrir bjórkvöldinu? Einhverjar féttir hafa borist af því að það verði „happy hour“ eitthvað fram eftir kvöldi, svona dálítið eftir því hversu margir mæta og hversu snemma. Málið er nefnilega að formaðurinn er úr bænum og þegar kötturinn er að heiman þá leika mýsnar sér. Ekki satt????
02.05.2010 at 00:02 #212486Ég hef verið að velta fyrir mér þeim raunum sem fólkið undir Eyjafjöllum á við að etja um þessar mundir. Við i ferðaklúbbnum höfum lagt okkur fram um að leggja þessu fólki lið ásamt öðrum samtökum svo sem sjálfboðaliðum úr Rauðakrossinum og björgunarsveitum, til hafa komið facebook hópar og sjálfsagt einhverjir fleiri sem ég hef ekki þekkingu á og kann ekki að nefna og er það allt vel. Á Reykjavíkursvæðinu eru um tíuþúsund manns atvinnulausir. Einhverjir af þessum einstaklingum eru sjálfsagt innan þeirra hópa sem hafa verið að gefa sig fram til sjálfboðaliðastarfa og er það þakkarvert og gott framtak hjá þeim. Og sjálfsagt eru margir innan hóps atvinnulausra sem ekki hafa burði til að vinna þá líkamlegu vinnu sem þetta sjálboðaliðastarf útheimtir og hef ég fullan skilning á því. En af þessum tiuþúsund manna hópi hlýtur að vera að minnsta kosti helmingur sem getur gefið sig fram til þessara starfa. Og þetta fólk mætti alveg gefa sig fram og þiggja far hjá þeim ferðaklúbbsmeðlimum sem hafa laus pláss í bílum sínum þegar þeir fara til sjálfboðaliðastarfa undir Eyjafjöllum. Ég veit til dæmis að um síðustu helgi þegar ég fór með Kristjáni í Litlunefndinni voru allnokkur pláss laus í bílum ferðaklúbbsmeðlima og ekkert sjálfsagðara en að leyfa einhverjum vinnufúsum höndum að fljóta með í sjálboðaliðastarfið. Gott væri að koma þessari umræðu af stað á sem flestum vígstöðvum þannig að það ómetanlega starf sem verið er að vinna til hagsbóta fyrir bændur undir Eyjafjöllum verði unnið af sem flestum höndum því það er jú einusinni svo að margar hendur vinna létt verk. Við skulum hafa það í huga að þetta er landbúnaðarhérað og þar með ein af okkar matarkistum hér á landi og okkur öllum til hagsbóta að það komist sem fyrst í gagnið aftur. Ég vil því hér með skora á þá sem eru atvinnulausir og hafa burði til líkamlegrar vinnu að gefa sig fram og skrá sig til þáttöku með ferðaklúbbnum í hreinsunarstarfið undir Eyjafjöllum. Við einfaldlega verðum að standa með þessu fólki og leggja okkar af mörkum til þess að það geti aftur komið búum sínum í eðlilegan rekstur sem fyrst. Með baráttukveðju. Logi Már.
01.05.2010 at 08:55 #692160Það er verið að plana bjórkvöld þann 14 eða 15 maí næstkomandi, auglýsing verður sett inn á vefinn innan skamms. KV. Logi Már.
29.04.2010 at 23:25 #692200Vóóóóóóó mar, er EINHVER á fýlunni???
24.04.2010 at 17:29 #691508Það er margt til í þessari umræðu hérna. Fyrst verð ég að leiðrétta þig Gísli með það að það hafi verið nóg að koma upp sökklum til að halda byggingaleyfinu. Samkvæmt því samtali sem ég átti við byggingafulltrúann á staðnum þá er meginreglan sú að leyfið gildir í tvö ár. Það er svo hlutur sem menn sjá mismunandi mikið í gegnum fingur sér með ef framkvæmdir eru sjáanlega í gangi. Þegar ég kom inn í skálanefndina fyrir ári síðan var fyrra leyfi runnið út og skila þurfti inn teikningum að nýju og fá nýtt leyfi. Þetta var gert og erum við nú í þeirri stöðu að hafa gilt byggingaleyfi sem gildir til tveggja ára, rennur út haustið 2011. Ef við höldum áfram framkvæmdum og komum húsinu í fokheldi innan þess tíma er ekkert hægt að gera meira í málinu af hálfu yfirvalda en ef við förum að teygja óeðlilega mikið á málinu verður hægt að fella leyfið úr gildi að því að mér skilst. Þetta er það mál sem við stöndum frammi fyrir svona í hnotskurn. Því hef ég viljað koma grind hússins upp í sumar og stífa hana vel eða klára að plötuklæða hana og koma svo húsinu í fokheldi næsta sumar. Þá erum við komin fyrir vind í þessu máli. Og það er rétt sem Óskar segir hér á undan, fjárveiting, allt að 1,5 milljón hefur fengist til verksins í sumar. Þar að auki hefur fengist fjárveiting, 400þús. til viðhalds á eldra húsinu. Þannig að það verður nóg að gera í sumar þ.e. ef félagsmenn fást til sjálfboðavinnu. Það er svo allt önnur umræða hvort menn yfirleitt vilja fara í þessar framkvæmdir. En frá því að ég kom í nefndina hefur allavega verið unnið að þessu máli og ég hef bara tekið við keflinu og haldið áfram með málið sem ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu með að væri ákveðið. Og það er einmitt gott að taka þessa umræðu hérna núna þegar stutt er í aðalfund og hægt að vinna í að breyta stefnunni ef vilji félagsmanna er fyrir hendi þar af lútandi. Halda mætti líka stefnumótunarfund varðandi framtíð Setursins þar sem mótuð yrði framtíðarstefna fyrir málefni skálans. En sjálfur hef ég þá trú að ef við notum ekki það tækifæri sem við höfum nú til að koma skálanum í það horf sem lagt var upp með í upphafi þá glatist það tækifæri vegna viðkvæmni svæðisins sem hann stendur á. Það má líka vel vera að menn vilji loka skálanum alfarið fyrir öðrum en félagsmönnu og hætta alfarið að hleypa utanfélagsmönnum að honum. Ég segi: Við skulum hafa aðstöðu til að leigja út hluta skálans til utanfélagsmanna og nota hluta af honum eingöngu fyrir okkur sjálf. Og tína má til að með stækkun væri hægt að halda landsfund á ný í Setrinu og spara þannig það fé sem fer til að greiða fyrir aðstöðu annars staðar þegar landsfundur er haldinn. Orkumál skálans hafa einnig verið til umræðu innan nefndarinnar og stjórnar, þar þarf verulega að taka til. Að mínu viti verður ljósavélin sem er þarna núna aldrei inni í framtíðaráformum nema þá sem varavél og sem orkugjafi í einhverjum þeim framkvæmdum þar sem rafmagnsfrek verkfæri kæmu til með að verða notuð. Mín sýn á þetta mál felst í vel uppbyggðu 12 volta kerfi þar sem sólarsellur, lífefnarafalar og lítil ljósavél myndu sjá skálanum fyrir orku til ljósa og fjarskifta. Vatn yrði dælt upp á 500 – 600 lítra tank af lítilli ljósavél sem nægði til að knýja vatnsdæluna og útbúnaðurinn þannig úr garði gerður að vélin færi af stað þegar tankurinn væri að tæmast og dræpi á sér þegar nægilegt borð væri komið á tankinn. Sírennsli þyrfti að vera úr tanknum til að koma í veg fyrir frost. Þetta kerfi mætti líka nota á veturna og þá væri olíunotkun að langmestu leyti bundin við hitun. Allt eru þetta bara pælingar ennþá og allt er þetta framkvæmanlegt en það þarf mun tæknifróðari mann en mig til að útfæra þessar hugmyndir. En að lokum, hvort láta á staðar numið með stærð Setursins og byggja freka annann skála einhversstaðar annarsstaðar er mál sem félagsmenn verða að gera upp við sig. Og taka mat á því hvort yfirleitt fæst orðið leyfi til að byggja skála einhversstaðar vegna einhverra verndunarsjónarmiða af einhverjum óljósum uppruna. Kv. LME.
P.s. Gísli, áttu við einhver sérstakan þegar þú segir að einhver verði sár þegar hann er leiðréttur?
22.04.2010 at 22:12 #691486Það er nokkuð augljóst að það hefur verið stefnt að þessu síðastliðin tvö ár. Til einhvers var verið að koma upp sökklum undir bygginguna og það er alveg ljóst að ef við ekki notum það byggingaleyfi sem við höfum í höndum núna og gildir í tvö ár frá árinu í fyrra, þá tel ég að við fáum það ekki endurnýjað. Það er því núna eða aldrei að fara í það að koma upp fokheldri byggingu, það er alveg klárt að þetta svæði er að verða fjölfarnara en það hefur verið og þá er gott að hafa pláss til að leigja út. Fyrirspurnir um gistipláss fyrir hópa á sumrin hafa verið að aukast þannig að ég tel að horft sé til framtíðar með þessa framkvæmd. Ef hins vegar að upp kenur sú staða að félagar vilja ekki fara í þessa framkvæmd þá fari það og veri, ég tel þa vera glatað tækifæri til uppbyggingar til framtíðar. Kv. LME.
18.04.2010 at 22:09 #691092Jú það hlýtiur að gefa smá auka búst í olíuna að fá smá súrheysleifar saman við hana, verður kannski skemmtilegri lykt af útblæstrinum líka
18.04.2010 at 20:37 #691084Jón, er það ekki bara "Atli Olíukóngur"? Húnakóngur er jú upptekið,,,,,
18.04.2010 at 20:25 #691080Hef svo sem heyrt margt vitlausara Atli en þyrftum við þá ekki geymslupláss svo sem tanka og þ.h? Og aðgang að olíunni hvar sem hún yrði staðsett eða hvernig hugsar þú þetta?
18.04.2010 at 19:37 #690944Hey, Kristján! My Musso eat´s Tacomas for breakfest, that´s why it´s so damn slow. (You should never eat junk in the morning) Kveðjur kallinn minn, Logi Már.
10.04.2010 at 09:50 #690176Hei, stákar! Hvar er hægt kaupa svona Patrol gleraugau, ég meina svona gleraugu sem þú setur á þig og horfir á einhvern jeppa og sérð bara Patrol? Kv. Logi semábaragamlanMusso
04.04.2010 at 22:47 #689260Þegar stórt er spurt,,,,,,,!!!!! Þetta fer allt eftir því hvað þú ert að pæla. Ég held að það sem þú þurfir fyrst og fremst að gera þér grein fyrir er hvað þú ætlar að gera og hverju þú ert að leita eftir. Ertu hraðafíkill sem vilt geta sprautað út um allt og rassskellt ferðafélagana svo um munar eða vilu bara komast leiðar þinnar þótt það taki einhvern tíma óháð ferðahraða ferðafélaganna? Það sem þú bendir á í þinum punktum er vissulega allt réttmætt og satt. Þú þarft fyrst og fremst að velja þér bíl eftir eigin þörfum. Það er sjálfsagt rosalega gaman að eiga stóran 54 tommu amerískan dreka sem fer svo vel með mann að þú getur hellt í kaffibola á mælaborðinu á 120 km hraða uppi á Langjökli eða eitthvað álíka. En það er sjálfsagt líka ansi kostnaðarsamt. Þú getur svo líka útbúið þér mun ódýrari bíl af einhverjum grjónauppruna og komist allt sem þu vilt komast þó það taki þig kannski lengri tíma að komast á þann stað sem þú vilt komast og með minni þægindum. Allt er þetta spurningin um hvað þú hefur af fjármunum og hvað þú ert tilbúinn að leggja á þig. Og einnig hvaða ferðafélaga þú velur þér. Þú getur útbúið þér millistærð af bíl ( Toyota, Trooper, Musso, Mitsubishi, Nissan ) fyrir tiltölulega lítinn pening og komist allra þinna ferða án vandræða. Það er líka hægt að brjóta allt og bramla í þessum bílum ef þú vilt hafa það svo og fara þá í næstu og sterkari stærðir (ameríkanana) Annars er það svo að þegar þú ferð að leita þér að bíl til kaups þá þarf að gæta vel að hvað er í bílnum. Hvaða vél, hvaða hásingar, hvaða kassar eða skiftingar o.s.frv. Það er oft búið að mixa ansi margt saman og sumt virkar og sumt ekki. Vona að þetta segi þer eitthvað. Kv.. Logi Már.
04.04.2010 at 22:25 #689246Er ekki að skilja þetta, hver er eiginlega Gunnar fyrir það fyrsta????? og hvaða aðstæður er í gangi?????
04.04.2010 at 19:35 #689000Get ekki verið meira sammála þér Ingi.
Kv. Logi Már.
02.04.2010 at 14:07 #688908Ég held að við ættum að fara varlega í því að skíta mikið yfir björgunarsveitir landsins. En það er þó vissulega satt að misjafn sauður er i mörgu fé og þó að menn heyri einhver ummæli björgunasveitarmanns að kaupa sér sokka sem ofmetnast af hlutverki sínu þá er það ekki sú reynsla sem ég hef haft af því ágæta fólki sem er í björgunarsveitunum. Og hvernig dettur mönnum í hug að halda því fram að "björgunarsveitirnar séu að SELJA hugmyndina um að það þurfi gæslu þarna á svæðinu" ? Leiðrétti mig einhver ef ég fer með rangt mál en ég hefði haldið að þetta væri bara kostnaður í beinhörðum peningum fyrir þessar sveitir, hvað þá vinnutap o.fl. sem menn eru að taka á sig. Og mér virðist svo sem að ekki veiti nú af að hafa á staðnum fólk með reynslu af útiveru og íslenskri veðráttu þegar maður les og heyrir um fólk sem leggur á Hálsinn á strigaskóm og íklætt gallabuxum með Snickers í vasanum, að ég tali nú ekki um fólk með átján mánaða gamalt barn í farteskinu. Eins og veðráttan er í dag þá er gríðarlega kalt þarna uppi og vindkæling er nokkuð sem margur maðurinn misreiknar sig á. Og hvað hafa sveitirnar þurft að ferja marga illa búna göngumenn niður af Hálsinum? Takandi tillit til allra aðstæðna og allra þeirra tilvika sem hafa komið þarna upp þá sýnist mér nú ekki veita af því að hafa þessa gæslu þarna á staðnum frekar en að hafa hana ekki. Þetta er jú HÆTTUSVÆÐI. Hvort svo allir menn hafa skilning á því orði eða ekki er svo annað mál.
Kv. Logi Már.
27.03.2010 at 16:56 #688318Það er að frétta af ferðalöngum Litlunefndar að þeir hafa verið að eltast við gps punkta og gengið mjög vel að læra á tækin, eftirfarar ferðarinnar hafa borið lof á þátttakendur í þá veru. Ferðin endaði svo uppi við Jaka og var farið á Langjökul, ekki langt upp í hann enn nóg til þess að menn gátu fundið sér svæði til að leika sér á og sulluðust flestir í hvíta stöffinu góða stund. Ferðinni var svo slitið við Jaka og ætluðu flestir malbikið heim en einhverjir reyndu þó við Kaldadal. Þar með er lokið enn einni vel heppnaðri Litlunefndarferð og þakkar fréttaritarinn fyrir sig að sinni.
-
AuthorReplies