Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.04.2011 at 20:05 #728625
Ástandið á skálanum er bara gott utan þess að það er ekkert rafmagn. Hægt er þó að hafa 12 volta ljós á skálanum með því að tengja bílrafkerfi á skálann með þar til gerðum tengibúnaði sem er bæði fyrir klemmur á rafgeymi og spiltengi og er inni í skálanum. Ekki er hægt að nota klósettin í skálanum þar sem það er vatnslaust en kamarinn úti á Setu er alltaf til þjónustu reiðubúnn og ekkert að því að nota hann. Hiti og eldunaraðstaða er í góðu lagi í húsinu þannig að ef menn sætta sig við að þurfa að skíta í kamar og taka með sér vatn eða bræða snjó er ekkert að því að gista. Reikna svo með að SBS setji inn myndir á síðuna áður en langt um líður en sá ágæti ljósmyndari var með í ferðinni. kv. Logi Már.
23.04.2011 at 18:24 #728619Sælir félagar, erum komnir í bæinn. Ferðin gekk vel en það er kominn blámi ansi víða og eitthvað um spilvinnu á heimleiðinni. Vorum ekki í neinum vandræðum sem heitið getur en það kæmi mér ekki á óvart þó að kjalvegi yrði lokað á næstunni. Á Bláfellshálsi keyrðum við fram á átta hjóla trukkinn frá vélsleðaleigunni á kafi í krapa, mikill mokstur i gangi og snjótroðari til að reyna að draga hann upp en lítið gekk, búnir að slíta spottann nokkrum sinnum og ekkert að gera nema moka meira frá ferlíkinu. Það er annars mökkur af snjó uppi við Setur, leiðin frá Kerlingarfjöllum og þangað enginn farartálmi, reyndar ein krapafesta þar hjá okkur en þegar haldið er frá Kerlingarfjöllum byrjar baslið. Svæðið kringum Árbúðir meira og mínna orðið á floti og þurftum við víða að keyra ofar í landslaginu þegar við fórum gegnum það svæði og þræða víða. Ókum svo fram á 33" Pajero jeppa sem var á kafi í krapa um 2-300 metra ofan við afleggjarann að Kerlingarfjöllum, tékkaði á honum en hann hafði verið skilinn þarna eftir og enginn í honum. Sennilega er þetta einn af bílum hópsins sem björgunasveitin sótti þarna uppeftir í gær, hafa sjálfsagt ekki verið aðstæður til að koma honum í bæinn. Annars bara fín ferð, leiðnda veður og blint á fimmtudag og föstudag en síðan alveg rjómaveður í dag. Kv. Logi Már.
14.04.2011 at 21:43 #72741909.04.2011 at 14:21 #726767Tonnatak hefur oft gert kraftaverk, fæst samt ekki í vírformi að ég held. Félagi minn notaði reyndar einu sinni kúamykju til að þétta lekan vatnskassa, virkaði fínt en veit ekki hvort það myndi gagnast þér í þessu tilfelli. L.
23.03.2011 at 13:46 #724462Já það er hægt að gista í húsinu ef menn sætta sig við að nota kamarinn á Setunni og hafa ekki vatn né rafmagn. Húsið er hitað með olíukamínu þannig að hiti er fyrir hendi. L.
22.03.2011 at 22:54 #724450Fyrirgefðu hvað ég svara seint Hlynur, fór út að borða í tilefni 26 ára brúðkaupsafmælis og er hruninn í það en svo ég svari spurningunni, þá er hún ekki í kassa en við höfum góðar vonir með að geta komið hlutunum þannig fyrir að það verði bara on og off takki inni i skálanum. Það eru öryggi sem drepa á vélinni ef smurþrýstingur fellur og ef hitastig verður of hátt þannig að öryggi vélarinnar ætti að vera eins tryggt og hugsast getur. L.
22.03.2011 at 19:02 #724444Sælir þið þrír. Ég skal nú gera mitt besta til að svara því sem ykkur liggur mjög á hjarta. Fyrst Bjarki. Það gleymdist ekki að fylgjast með olíunni á vélinni eftir þeim heimildum sem ég best hef heldur var mælt á henni um kvöldið og bætt á hana. Á einhverjum tímapunkti úm nóttina hefur hún skotið bæði kvarðanum og olíuáfyllingartappanum út og lá hvorutveggja á gólfinu um morguninn ásamt því að megnið af olíunni var á gólfinu. Óhljóðin sem fylgdu sögðu sitt um hvað var í gangi. Lítið meira um þetta að segja og það er "svo sem ekkert í gangi" þarna uppfrá, vélin hefur verið í gangi hátt í 200 tíma frá áramótum og ekkert hefur amað að henni þannig að ég sé ekki að nokkur hefði getað gert nokkuð í þessu, þetta er bara eitt af því sem skeður. Og ertu nokkuð óhress með þessi málalok hvort eð er? Karl Guð. Ég kann ekki við tóninn í þessari spurningu hjá þér. Þú hefur kannski ekki verið að fylgjast mjög vel með því sem skálanefndin hefur verið að gera, þá mundir þú ekki spyrja svona. Ég gæti skrifað hér langan lista yfir það sem skálanefndin hefur gert síðan í sumar en ætla mér að sleppa því, það hefur verið gerð grein fyrir því á félagsfundum. En eitt get ég sagt þér um það sem skálanefndinni er EKKI ætlað að gera en mér finnst svona eins og þú ætlist samt til þess. Það er EKKI hlutverk skálanefndar að fara uppeftir sem vélagæslumenn í hvert skifti sem einhver gistir þar. En ef ÞÚ vil taka að þér það hlutverk "so be my guest." Skálanefnd sendir leiðbeiningaskjal fyrir skálann til allra sem panta hann og þar koma fram leiðbeiningar um það hvernig ætlast er til að menn beri sig að þarna uppfrá. Og við getum ekki farið að stafa þetta skjal ofan í þá sem við því taka. En ef ÞÚ vilt taka það að þér þá enn á ný, " be my geust". Hlynur. Svo sem ágætis komment og gott að þú ert ánægður, gleður mit litla hjarta að vita það. Listerinn nýji er annars 13,9 kw, það sama og fyrri vél. Legg til að þú sjáir um að stofna hið nýja félag og verðir formaður, gjaldkeri og meðstjórnandi. Ég og hinir skálanefndarmennirnir skulum svo vera almennir félagsmenn.
Mbk. Logi Már. / Skálanefnd
19.03.2011 at 17:45 #723956Var að heyra í strákunum sem voru í Setrinu, ætluðu á Hveravelli, komust tvo og hálfan kílómeter frá Setrinu og snéru þá við og ætla að taka steikina í þar í kvöld. Þannig að það er SNJÓR á hálendinu félagar.
Logi Már.
19.03.2011 at 15:32 #723950Var að heyra í mönnum sem voru í Setrinu i nótt og bílarnir þeirra snjóuðu í kaf í nótt. Ætluðu að reyna að komast niður á Hveravelli og voru að leggja af stað núna seinnipartinn en tjáðu mér að ég skildi ekkert vera hissa þó að þeir myndu hringja seinna í dag og láta opna Setrið aftur svo að þeir gætu gist þar aftur. Skilst að það snjói einnig uppi í Réttartorfu þannig að það ætti að vera nægur snjór fyrir stórferðina. Var reyndar að kíkja á snjódýptarmælinn í Setrinu og hann sýnir þrjá metra af snjó.
Kv. Logi Már.
13.03.2011 at 14:17 #723106Góð og þörf umræða. Var annars á ferðini í gær og varð var við samskfti á rás 46 sem er endurvarpi. Þegar ég fór að hlusta nánar á þessi samskifti varð ég þess áskynja að þeir voru að tala saman milli bíla innan ferðahóps á endurvarpanum. Ætlaði að fara að blanda mér í málið en þá kom inn á rásina maður og benti hópnum á að færa sig yfir á aðra samskiftarás þar sem þeir væru að eyða upp rafmagni af endurvarpanum með þessum samskiftum sín á milli. Þeir færðu sig þá yfir á 45 og voru þar. Gott inngrip hjá þessum manni og aldrei ofbrýnt fyrir mönnum að nota ekki endurvarparásirnar til almennra samskifta því endurvarpar gera lítið gagn þegar þeir eru orðnir rafmagnslausir og geta þar af leiðandi ekki sinnt hlutverki sínu sem það öryggistæki sem við viljum að þeir séu.
Kv. Logi Már.
03.03.2011 at 00:30 #721596Þurfum að koma saman og ræða þann möguleika alvarlega að skrá okkur sem flestir í F.Í. Það má síðan fá lánaðann reykræstibúnað hjá slökkviliðinu og mæta á aðalfund hjá þeim og lofta út skítalyktinni í því félagi.
Logi Már.
16.02.2011 at 17:21 #720194Best væri ef þú hefðir lausan kúplingsöxul til að stilla þetta af með. Getur svo fundið eitthvað rör eða þ.h. sem passar inn í svinghjólið og stillt það eftir því. Annars hef ég sjálfur bara kíkt þetta þegar ég hef verið að skifta um kúplingar og alltaf runnið saman, kannski bara með svona gott auga, L.
12.02.2011 at 20:19 #719742Hey, 79 skráðir þessa stundina, hvar er þessi eini sem vantar áður en biðlisti fer í gang? L.
12.02.2011 at 20:17 #719764Sýnist, svona miðað við myndina sem er ekki mjög skýr að þú ættir að auka "backspaceið" á felgunum ef þú átt möguleika á því. Er nefnilega sammála Atla þar sem hann bendir á þetta atriði með að hlífa legum o.þ.h. Hann er líka rásfastari eftir því sem þú eykur "backspeisið" upp að vissu marki. Þegar ég byrjaði með Mussoinn minn á 38" dekkjunum var ég fyrst með felgur sem voru 100 mm. í backspace en jók það svo í 125 mm. Þetta var ekki sami bíllinn á eftir. L.
11.02.2011 at 10:58 #719076Svona svona, hvaða hvaða, eigum við ekki að sjá hvernig skráningin fer af stað áður en við förum að gera mikið veður út af einhverjum hámarksfjölda þátttakenda? Leyfum mönnum að vinna vinnuna sína. L.
10.02.2011 at 21:34 #719064Uppskrift að óvissuferð að hætti formannsins.
Þú frískan tekur Formanninn
og fleygir undir stýri bara
og áttavilltur, auminginn
veit ekkert hvert hann á að fara.Kv. Logi Már.
03.02.2011 at 12:57 #718558Hljómar svo sem ekkert illa ef menn eiga pening fyrir olíu svona yfirleitt. En að því að ég best veit er verið að skipuleggja stórferð þann 24 mars nk. L.
29.01.2011 at 21:18 #717976Sennilega rétt hjá þér, Nafni, að vera ekkert að reyna að hafa samband við þá fyrr en á morgun. Gætu orðið verulega úrillir ef þeir væru truflaðir við blótið, þetta er jú alvöru fjallablót með öllu sem fylgir. Reyndar leikur vafi á hvort þeir mundu heyra í kjaftatólinu hringja sökum rímnakveðnaðs, keðjusöngs og mjöðdrykkju að fornmanna sið. L.
26.01.2011 at 22:16 #715662Sælir félagar. Vildi láta ykkur sem ætla að fara leiðina um Illahraun frá Kerlinagfjöllum að þegar við fórum þarna í síðustu viku voru tveir opnir lækir sem ekki væri gott að lenda ofan í, gætu verið breyttar aðstæður þarna núna en við tókum hnitin á þeim og þau eru! N 6439521 / V01909381 og N 6441585 / V 01917053. Þetta er annars vegar skömmu eftir að farið er frá Kerlingarfjöllum og hins vegar eftir að komið er undan flæðunum undir Loðmundi, rétt áður en farið er yfir hálsinn. Annars, góða ferð og góðan éting allir saman. Logi Már.
23.01.2011 at 19:50 #717368Þetta er harmafregn. Fjölskyldu hins látna votta ég samúðarkveðjur.
Logi Már. Formaður skálanefndar Seturs.
-
AuthorReplies