Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.10.2008 at 13:31 #631082
Þetta er alveg eins og í 2,4 bílnum 😉
Kv. Sigurþór..
14.10.2008 at 17:43 #631078KN síur hafa engin áhrif á loftflæðiskynjarana í þessun bílum þar sem þeir eru uppbyggðir úr spjaldi sem vinnur á móti gormþrýstingi.
Boðin frá honum er sent um breytilegt viðnám ofan á honum sem þú getur mælt til að sjá hvað hann er að senda.
Þú getur skorið siliconið í kringum plaslokið ofan á honum og athugað hvort þú sjáir eitthvað athugavert. Þeir hafa helst bilað þannig að það hefur komið dauður punktur í þá.
Annars er bara að mæla með ohm-mæli frá honum gegnum plöggið.
Þú getur örugglega "gúgglað" hvað hann á að vera gefa mikið viðnám milli lokað/opið.V-6 kveðja, Sigurþór
26.08.2008 at 06:42 #62815817.08.2008 at 23:34 #62765820-30l. á hundraðið, eftir ökulagi.
Þessi vél hjá Toyota mun seint flokkast í sparneytnu deildina!
17.02.2008 at 11:27 #614364Nei, þessir bílar eru með tímareim, ekki keðju! Allavega 2,8 l. vélin. Það er nú mjög fljótlegt að ath. tímamerkin, bara kippa efra tímalokinu frá og stilla vélinni upp.
07.08.2006 at 20:07 #557418Hásingarnar taka um 5 lítra hvor!!
09.05.2006 at 09:39 #552228Bilson Ármúla
22.02.2006 at 16:39 #544006Þar stingur þú grönnum pinna í gegnum gatið við hraðamælirinn og ýtir á takkann þar.
22.02.2006 at 12:53 #544000Þetta er soldið misjafnt, í nýrri Hilux er skrúfa aftan á mælaborðinu í gati sem merkt er "A" eða "B" og til að endurstilla ljósið færir þú skrúfuna á milli gatanna.
Í 90 Cruiser er "jumper" á pinnum sem þú færir til til að endurstilla.
30.01.2006 at 09:42 #540656Fórum á 5 bílum frá Þjófakrók á föstudag og til Hveravalla yfir Langjökul og niður með Oddnýjargili. Planið var að fara í Setur um Loðmund á Laugardag en urðum frá að hverfa vegna laskaðra ökutækja og héldum norður Kjöl í gær í staðinn, og ALLT Á FLOTI ALLSTAÐAR!!! Það tók litla 5-6 tíma að komast frá Hveravöllum að Seyðisá í talsverðu sulli.
17.12.2005 at 12:16 #536170Sælir piltar…
Það getur ýmislegt orsakað það fyrir utan kertin sjálf. Eins og hinir tala um getur það verið lélegt samband á greiðunni við glóðarkertin sem eru tvær (ein sem nær á öll kertin og hitar fyrir startið og ein sem er bara á 3 öftustu kertin og sér um eftirhitun í ca. mínútu).
Hitunarheilinn sem er staðsettur hægra megin frammí við fætur farþega getur klikkað, svo er einnig nokkuð algengt að releyin fyrir hitunina bili. Þau eru staðsett út við bretti hægra megin í húddinu og eru tvö og merkt minnir mig glow1 og glow2.
Ef þú opnar þau getur þú skoðað svera vírinn sem liggur í snertuna og á hann til að brenna í sundur, í sumum tilfellum er hægt að lóða hann aftur saman.
Gangi þér vel með þetta!
Kv. Sigurþór
30.11.2005 at 19:48 #534106Nokkrar "orginal" spindilhallatölur…
LandCruiser 70 4° 5´ (4 gráður og 5 mínútur)
LandCruiser 80 3°
LandCruiser 90 2° 55´
LandCruiser 100 2° 10´
Patrol 3° 30´Ég er sjálfur á Patrol á 38" og endaði með spindilhallann í 4°30´ sem kemur mjög vel út í honum, aðeins meiri halli en orginal sem gerir hann rásfastari en aftur á móti örlítið þyngri í stýri.
Kv. Sigurþór
20.10.2005 at 14:45 #463850Ég ætla að fá mér Fini í Pattann minn og hafa hana í Formverk kassa aftan á hleranum, tengja hana svo bara með slöngu og köplum út úr kassanum við lamirnar á hleranum og í kút innan við stigbrettið.
12.10.2005 at 20:32 #5291444.2 frá Bretlandi koma líka túrbínulausar, kittið með millikæli skilst mér að sé á nálægt 200.000 kall. Þetta er ekta vél í svona bíl, alveg hörku tog á lágsnúning.
Pétur, komdu nú með reynslusögurnar!!
04.10.2005 at 01:16 #528518Hvað setur þú háa klossa? Samslátturinn að framan í Patrol hækkar með klossanum þannig að fjöðrunarsviðið er það sama og þú kaupir því jafn langa dempara, síkkar bara brakketið á efri demparafestingunni jafn mikið og hækkuninni nemur!
Hækkaðu hann bara eins lítið og þú kemst upp með ef þú ætlar ekki að síkka stífufestingar að framan til að halda þokkalegum spindilhalla, Patrol er orginal með um 3 gráður og má ekki vera minna en svona 2.
Mæli með Koni frá Bílanaust.
30.09.2005 at 09:34 #528272Tókst núna!
29.09.2005 at 21:24 #196357Þegar ég var búinn að skrifa auglýsingu og smellti á „í lagi“ til að vista hana, kom bara „ÞÚ HEFUR EKKI AÐGANG AÐ ÞESSARI SÍÐU!!!
Ég var samt innskráður.Eru menn að lenda í þessu og hvernig fæ ég þá þennan blessaða aðgang?
Kv. Sigurþór
27.09.2005 at 21:35 #527956Ég bara gat ekki setið á mér með að svara þessum pósti hjá Rúnari.
Ég átti Hilux Double Cab á 38" á 5,71 hlutföllum sem var ólæstur að framan þegar ég fékk hann. Ég setti í hann framlásinn frá Fjallasport með vacum-stýringu sem stóð sig með prýði.
EN!! Ég var að velta milligírnum fyrir mér en fór ekki í þá breytingu því ég bara fann aldrei þörfina fyrir hann þrátt fyrir að hafa ferðast mikið um að vetri til. Þú ert að fá allt aðra kosti með hlutföllum og framlás heldur en með milligír, t.d. með að komast upp úr djúpum förum, geta beygt upp í mót þegar keyrt er eftir miklum hliðarhalla o.s.frv.
Mæli eindregið með því að þú skellir þér á 5,29 hlutföll fyrir 36 tommuna og fáir þér framlás.
10.03.2005 at 18:26 #518506Stjórnboxið fyrir hitunina er staðsett hægramegin við fætur farþega. Þetta kostar arm og legg í IH en partasalinn á Suðurnesjunum hefur verið að selja þetta á mun kristinlegra verði.
P.s. ertu ekki örugglega búinn að opna releyin og skoða inn í þau? Sveri vírinn í snertuna hefur átt það til að brenna í sundur, spólan mælist nefninlega í lagi.
05.03.2005 at 00:59 #518138Ég átti svona bíl, með flækjum, öðrum knastás, K/N síu, sveru pústi og bla bla. EN! það bara verður ekki til neinn kraftur í þessum vélum með þessum einföldu aðgerðum.
Ef þú vilt fá power í bílinn mæli ég eindregið með því að þú finnir þér 22-RTE sem er orginal turbo mótor í Hi-lux. það er mótor sem virkar fínt og endist líka, svo er einfalt að koma honum við.
-
AuthorReplies