Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.10.2009 at 03:47 #663522
Subaru, Golf, Audi og örugglega fleiri…
23.10.2009 at 12:51 #663418Tjalddýnan með jötungripi virkar fínt! Eins líka þunna svarta plastið sem maður getur líka notað til að loka af inni í brettinu og látið það ganga út í hjólskálina og inn á brúnina á kanntinum. Það er snyrtilegra að sumu leyti.. Man bara ekki hvar það fékkst, hvort það var Málmtækni eða Bílasmiðurinn eða…
Kv. Sigurþór
21.10.2009 at 21:42 #647882Nei, ég get ekki sagt að mér lítist vel á turbo uppsetningu þar sem 3 stimplar eiga að sjá um að knýja túrbínu fyrir 6!!! Þetta er bara allt annað en gott í vélfræðilegu tilliti.
Þú myndir fá gífurlegann mismun á afgashita milli hægri og vinstri, þyrftir í raun sitthvorn kveikjutímann og mjög ójafna krafta inni í vélinni. Ég myndi einnig halda að það þyrfti aðra tölvu fyrir turbo uppsetningu á bensínvél með beinni innspýtingu. Bæði vegna kveikju og bensíns! Þar sem þyrfti einnig að vera map-skynjari í soggrein til að vélin fái aukið bensínmagn þegar túrbínan fer að blása. Annars værirðu kannski með of ríka blöndu á lágsnúning með sótun ofl. Og alltof veika blöndu þegar túrbínan fer að vinna með tilheyrandi aukningu á brunahita.
Menn þurfa að athuga að bensínvélarnar vinna á allt öðru lögmáli en gömlu dieselvélarnar sem menn voru oft að mixa túrbínur á með fínum árangri. Þar komst maður upp með að þjappa inn öllu lofti sem hægt var og svo var bara aukið í olíuverkinu þar til fór að reykja og aðeins til baka!Annars góð og gild pæling! 😉
Kv. Sigurþór
21.10.2009 at 20:52 #662530Takk fyrir það, en þá þarf ég væntanlega að fá nýjann lykil í stað þess sem ég er með núna en hann er 7-8 ára gamall?!
Kv. Sigurþór
21.10.2009 at 13:11 #662526Já, nákvæmlega! Hélt að ég hefði einmitt heyrt eitthvað um þetta gsm-system. Gott væri að fá svör frá skálanefndarmönnum um hvernig menn snúa sér með 5000 kr. lykilinn sinn! 😉
Kv. Sigurþór
20.10.2009 at 13:06 #662884Átaksskaft og toppur á pinjónsrónna (30mm minnir mig) ég vill nota loftlykil á boltana fyrir kambinn, og líma þá í, 17mm toppur og skrall á boltana sem halda keisingunni, lítill meitill og hamar fyrir splittin á boltana, 12mm lykill fyrir splittin sem koma ofan á legubakka keisingarinnar. Afdráttarkló eða sambærilegt fyrir stóru pinjónsleguna, þægilegast er að nota vökvapressu á hana og gott skrúfstykki. Stilliklukka fyrir backlash-ið.
Þegar pinjóninn er endanlega hertur í með krumphólk og alles finnst mér best að herða drifskaftsflansinn í skrúfstykkið (með drifhúsið þá laust um pinjóninn) og herða þannig pinjónsrónna með góðu skafti þar til það verður aðeins þétt að snúa pinjóninum í.
Ath. að gott er að tékka á herslunni á þessari ró svona eins og fyrir veturinn því hún losnar alltaf smám saman þegar pinjónslegurnar slitna og krumphólkurinn gefur eftir.
Ef þið eruð með loflása er góð regla að skipta O-hringjunum sem þétta loftið inn á drifið út þegar skipt er um hlutfall.Kv. Sigurþór
19.10.2009 at 15:03 #662878Já og nei… Ef þú ætlar að gera þetta sjálfur er ýmislegt sem þú þarft að hafa í huga:
Þú þarft helst að vera með klukku til að geta mælt backlashið milli kambs og pinjóns. 0.12mm algengt en 0,1-0,2 allt í lagi á þessu drifi. Þú þarft oft að prófa þig áfram með skinnuþykkt undir stóru pinjónslegunni (nota nýju leguna við innstillingu ef þú ætlar að skipta um hana) og þá er gott að slípa innan úr gömlu litlu pinjónslegunni sem er nær drifskaptinu því hún þarf stundum að fara á og af nokkrum sinnum, eftir hvað þú ert lengi að ná inn réttum skurði.
En svo þegar þú ert kominn með rétta ákomu á kambinn (neðan við miðja tönn fyrir breyttan bíl án þess þó að sleppa út af tönninni) þá ertu kominn með rétta skinnuþykkt undir leguna og þá þarftu að taka þetta aftur í sundur, setja nýjann krumphólk og litlu leguna á pinjóninn ásamt nýrri pakkdós, herða pinnjóninn þar til hann verður aðeins stífur í og þá setja keisinguna með kamb niður í köggulinn og passa að stilla inn sama backlash og rétta leguherslu þar líka.Annars er mjög gott fyrir óvana menn að fara með þetta á verkstæði (mæli þá með Stáli og Stönsum, Jeppaþjónustunni hjá Agnari í Garðabæ eða Jeppaþjónustunni Breyti Stórhöfða) því röng innstilling getur skemmt fyrir þér nýtt hlutfall á skömmum tíma, og þessu hlutföll hafa ekkert lækkað í verði síðustu misseri.
Kv. Sigurþór
19.10.2009 at 14:46 #66290812" hefur komið mjög vel út fyrir 36" dekkin.
Kv. Sigurþór
18.10.2009 at 01:12 #662522Gott að vita, þakka þér fyrir það…
Kv. Sigurþór
17.10.2009 at 16:13 #207471Daginn…
Mér langaði að forvitnast um hvernig málum væri háttað núorðið varðandi lyklamál að Setrinu. Ég á lykil sem ég keypti/leigði fyrir örugglega 8 árum síðan og hef ekki gist í Setrinu örugglega síðustu 2 ár en stendur til bóta í vetur! En segiði mér, var búið að setja upp eitthvað nýtt lyklakerfi þarna upp frá? Og fær maður þá aðgang að því fyrst ég á lykil?
Kv. Sigurþór
16.10.2009 at 13:39 #662232Þú ættir að vera í fínum málum á þessum bíl með 10cm. backspace og 13" breiðar felgur. Þetta er frekar léttur bíll og láttu engann segja þér að það sé nauðsynlegt að færa miðjurnar. Bara ath. spindla reglulega og hafa hjóllegur slaglausar.
Kv. Sigurþór
16.10.2009 at 01:10 #662224Sæll…
Ég er með svipað þungan Hilux á 38" Ground Hawk og 14" breiðar felgur sem kemur mjög vel út!
Kv. Sigurþór
12.10.2009 at 12:59 #661606Ég keypti notað svona stykki fyrir nokkrum árum fyrir 15.000 kall. Það var mun ódýrara en í Ingvari Helga á þeim tíma og Guð má vita hvað þetta kostar orðið hjá þeim í dag!
Kv. Sigurþór
12.10.2009 at 02:31 #661522Ert með orginal vél segir þú, er það þá orginal bensín 2,4 eða 3.0 V6 bensín eða diesel 2,5 án turbo???
Sjálfur hef ég bæði verið með svona bíla bæði 3.0l V6 á 38" með 5,29 hlutföll, Hiclone og K&N síu og 2,4 á 38" með 5,71 hlutföll, flækjur og K&N síu. Báðir bílarnir vildu drekka svona 16-20l./100km. í öllum venjulegum akstri. Innanbæja og utan, sama eyðsla.Ef bíllinn þinn er að eyða 14-15 lítrum á hundraðið finnst mér það bara ansi gott. Ég náði að koma 2,4 bílnum í þannig eyðslu með algjörum sparakstri. Og það skal tekið fram að báðir mótorarnir voru í mjög góðu standi.
Þú getur annars farið yfir það helsta eins og endurnýjað; kerti, kertaþræði, lok, hamar og loftsíu fyrir veturinn. Gengið úr skugga um að mótorinn sé ekki að draga falskt loft með spíssaþéttingum og soggrein, (t.d. með því að spreya ether yfir og hlusta eftir gangaukningu. Þjöppumælt strokkana og stillt ventlana). Einnig hvort hann sé nokkuð að pústa út fyrir framan súrefnisskynjarann.
Kv. SÞ
07.10.2009 at 01:22 #660744Sæll, leiðinlegt að tapa felgum.. Varstu með þær á kerru eða? Vonandi þær finnist, en ef ekki þá á ég nákvæmlega eins felgur fyrir þig til sölu á 30.000
[attachment=0:2yrj2ysu]minni.jpg[/attachment:2yrj2ysu]
Kv. Sigurþór
02.10.2009 at 01:41 #659846Best er að samslátturinn sé staðsettur sem næst púðanum. Ef þú værir t.d. með gorm væri heppileg staðsetning inni í gorminum en það gengur auðvitað ekki með púðana svo spurning hvort þú gætir ekki útbúið platta fyrir samsláttinn fyrir aftan púða eða fyrir innan hann. Svona eftir því hvernig er að koma þessu við hjá þér.
Með demparana þá get ég ekki séð að það sé nokkuð unnið með því færa demparana aftur fyrir hásingu þar sem þú ættir að vera með sömu hreyfingu á hásingunni þar og fyrir framan! Hann gæti kannski lagast eitthvað með nýjum dempurum en ef bíllinn er svagur hjá þér væri örugglega best fyrir þig að koma fyrir mátulegri ballansstöng að aftan. (Þá geri ég ráð fyrir að hann sé með ballansstöng að framan.)Kv. Sigurþór
01.10.2009 at 13:45 #659658Þau eru ekki eins! Svo eru líka til nokkrar útfærslur á 8" Hilux hlutföllum, allavega 3 sem ég man eftir + rewerse útfærsla fyrir framdrifin. T.d. er V-6 bíllinn með annað afturhlutfall en 4-Cyl o.s.frv.
Kv. Sigurþór
30.09.2009 at 16:32 #653518Ég hef alltaf notað 10mm bolta!
Kv. Sigurþór
30.09.2009 at 01:59 #6593989cm minnir mig, max 10
Kv. Sigurþór
26.09.2009 at 19:43 #658940Þetta er mjög nærri lagi held ég, minnir að það hafi verið 33cm.
-
AuthorReplies