Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2010 at 10:56 #676032
Ég held að það sé algjör undantekning að stilla þurfi millibilið á nýjum kertum sem eru uppgefin í viðkomandi bíl!
12.01.2010 at 08:35 #676028Þessir bílar hafa svo sem ekkert verið þekktir fyrir að vera neinir sparibaukar en það er samt skrýtið að eyðslan rjúki upp með nýjum kertum. Spurning hvort þú hafir fengið rétt kerti í hann? Hvernig gekkstu svo frá soggreininni eftir að hafa tekið hana af? Með nýrri pakkningu eða silicon? Er hann mögulega að draga falskt loft þar? Þú gætir prófað að spreya ether yfir samskeytin og ef vélin bætir við sig þá þarf að þétta betur á milli.
En með þessa eyðslu skal ég ekki segja, er sjálfur með einn stuttann Pajero V6 beinskiptann og hann er að fara með ca.18/100 í blönduðum akstri, slatti af Reykjanesbraut inni í því. Þannig að þyngri bíll með sjálfskiptingu og í innanbæjarakstri fer sjálfsagt treglega niður fyrir 20 lítrana…Kv. Sigurþór
11.01.2010 at 16:57 #675894Þetta er klárlega til bóta!
11.01.2010 at 10:33 #675904Ertu ekki með gorminn utan um slönguna við nippilinn? Annars hef ég sett líka gúmmíslöngu utan um nippilinn og aðeins upp loftslönguna, hún kemur alveg í veg fyrir að það komi brot í slönguna.
Það ætti samt að vera gott að ganga frá þessu í 90 Cruiser þar sem klafadrifið er ekki á hreyfingu.Ef Landvélar eða Barki eru ekki með þetta í stöku þá gætu þeir átt þetta í Loft og Raftæki Hjallabrekku 1 (sömu götu og Barki, alveg efst). http://www.loft.is
Kv. Sigurþór
11.01.2010 at 10:28 #675886Þakka þér fyrir það Agnar, allt annað að skoða síðuna núna! 😉
Sakna samt fyrirkomulagsins á gamla myndaalbúminu…Kv. Sigurþór
11.01.2010 at 09:03 #675816Og hafðu þakkir fyrir!
Kv. Sigurþór
11.01.2010 at 08:57 #209761Sælir, mér langaði að koma á framfæri spurningu til þeirra sem sjá um síðuna.
Það er varðandi að þegar maður er að skoða nýjustu spjallþræðina hefur maður jú þessa nýjustu á forsíðunni en ef þú vilt sjá þá sem eru búnir að færast aðeins niður blaðið þarf þá alltaf að fara í spjallið/flokkar/osfrv.?Á gömlu síðunni gat maður skrollað niður alla nýjustu spjallþræðina í tímaröð aftur í tímann óháð hvaða flokk þeir tilheyrðu og mér fannst mun skemmtilegra að geta skoðað þá þannig.
Og fyrst maður er byrjaður, hvað með myndirnar sem birtust alltaf random á spássíðunni öðrumegin, það fannst mér ansi skemmtilegur fítus og sakna hans.
Þetta er allavega mitt cup of tea, og það getur vel verið að lagfæringar á þessu séu háðar einhverjum tæknilegum vankönntum en ef það væri td. hægt að laga þetta með skoðunina á nýjustu spjallþráðunum finndist mér það til mikilla bóta.
Kv. Sigurþór
11.01.2010 at 08:39 #675812Það getur alveg staðist. Minnir að minn gamli (sama árgerð, 2.8 með leðri og beinskiptur á nýjum Super Swamper 38") hafi verið 2.550 kg. í breytingarskoðuninni (að vísu með tómann tank.
Ég viktaði hann svo á Kjalanesviktinni einu sinni á leið á fjöll og hann mældist 3.200 kg með 3 manns (meðalþungir 😉 spil að framan og þetta helsta til helgarferðar, og nota bene þá var félagi minn með aukaolíuna mína.Kv. Sigurþór
10.01.2010 at 08:37 #675438Um að gera að setja hann á merki, hengja nýja reim á, snúa vélinni 2 hringi og prófa svo bara að setja í gang ef ekkert rekst í. Ég hef séð ótrúlegustu bíla sleppa við ventlaskemmdir sem hafa slitið tímareim.
En eins og Valdur segir er þetta orðinn allt annar pakki ef þarf að fara að rífa hedd af og laga ventla og í versta falli gæti þá jafnvel borgað sig að fá í hann aðra vél hjá partasala…Kv. Sigurþór
10.01.2010 at 08:30 #675570…að ógleymdum spindillegunum! Það er ekki ólíklegt að þær séu orðnar rúmar í ef ekki hefur verið skipt um þær eða hert á þeim þegar búið er að aka bíl þetta mikið.
10.01.2010 at 08:20 #675562Takk fyrir það…
09.01.2010 at 20:43 #209715Sælir, ég er með AC-dælu sem ég nota sem loftdælu í Hiluxinum hjá mér til að dæla í dekk, er með aðra fyrir læsingarnar. Þetta er orginal dæla úr þessum bíl, en mér langar að tengja við hana kút og hafa hana á pressostati.
Vita menn hvað hægt (eða hollt) er að láta þessar dælur vinna á miklum þrýstingi?Kv. Sigurþór
08.01.2010 at 23:43 #674376Það er ekki spurning að mínu mati að fara í 3-link á Hilux, hef sjálfur mjög góða reynslu af því. Þá koma 2 langar neðri stífur og ein efri stífa sem kemur í eyra sem þú sýður ofan á drifkúluna og liggur ofan við drifskaftið og upp í eyra sem þú getur haft í bita soðinn þvert í grindinni. Svo þarftu auðvitað skástífu líka. Spara tankapláss með svona uppsetningu.
Var á Hilux með svona fjöðrun og Rover gorma í mörg ár og svínvirkaði.https://old.f4x4.is/index.php?option=com … emId=11454
28.12.2009 at 22:13 #673320Það getur verið mjög óþægilegt að nota kastara á toppnum í snjókófi og líka rigningu vegna hve úrkoman lýsist upp. Einnig getur myndast bjarmi án úrkomu í framrúðuna ef þeir eru mjög framanlega, það hafa menn stundum leist með skyggni. Það getur þó verið ágætt að hafa eitt kastarapar á toppnum því þeir geta lýst mjög vel þegar úrkomulaust er.
Kv. Sigurþór
17.12.2009 at 17:30 #671258HEHE, þessi hefur verið að reykja eitthvað sterkt!!! =)
06.12.2009 at 22:14 #670502Range Rover gormarnir frá BSA í Kópavogi hafa komið vel út. Þeir eiga nokkra stífleika í samskonargormum.
Kv. SÞ
01.12.2009 at 06:31 #669432Þú ættir að tala við hann Kidda á Selfossi, man bara ekki símann hjá honum en það hlýtur einhver félagin að geta póstað því. Hann er búinn að taka nokkra Patrolana og skipta um hesthúsið í þeim með góðum árangri skilst mér.
Kv. Sigurþór
01.12.2009 at 06:22 #665630Ég sá nú ekki betur en þessi subaru kæmist aðallega niðrí mót á þessu myndbandi…
28.11.2009 at 06:45 #669040Það á að vera hægt, minnir að ég hafi gert það einhverntíman með því að sjóða í leguna og púlla hana fram af. Annars er svo einfalt að rífa þessa kassa í sundur að það tekur því varla að brasast við þetta með kassann samsettann. Bara lokið framan af og splittin af legunum þar og smá rif aftan af honum þar sem bakkgírinn og það er og svo fara húsin af í heilu og tromlurnar standa eftir á milliplötunni.
En ef það er kominn söngur í kassann borgar sig að skipta um allar legurnar og taktu þá líka nálaleguna inni í 3 gírs hjólinu, hún hefur viljað slitnað þannig hann detti úr gírnum.Kv. Sigurþór
03.11.2009 at 16:36 #664884Þa[b:2reoit7m]ð eru smá fræði bakvið pælinguna í þessum stýrisstöngum sem menn vita oft ekki. En sú pæling gengur út á það að framhjólin þurfa að hafa sitthvoran beygjuradíusinn þegar lagt er á því þau fara misstóran hring, annars ertu farinn að draga annað (eða bæði) hjólin sem veldur dekkjasliti, minna veggripi osfrv.
Þessi beygjuradíus er stilltur þannig af að fundið er út horn sem er eins og V sem tekið er frá snúningsmiðju annars spindils, aftur í miðja afturhásingu og svo aftur í hinn spindilinn. Þetta horn er svo notað til að búa til stýrisarminn sem boltast á liðhúsið en það miðast við beina línu fram/aftur eftir bílnum og svo þessar ákveðnu gráður inn á við aftanvörðu við hásingu eins og maður sér að stýrisarmarnir liggja.
Þetta gerir það einnig að verkum að þegar búið er að lengja/stytta bíla mikið milli hjóla þarf í raun að skipta þessum örmum út fyrir nýjan með annað horn eins og gert er oft á vörubílunum.
Þannig ef millibilsstöngin yrði spegluð beint framfyrir hásingu myndi ytra hjól í beygju, beygja meira en innra hjól sem er allt annað en gott og myndi spæna upp dekk og gera bílinn leiðinlegan í akstri. Ef millibilsstöngin er sett framfyrir þarf hún að vera lengri enda í enda heldur en bilið sem er spindil í spindil. Og gæti þurft að taka úr bremsuþilinu til að koma stýrisendunum fyrir.
Kv. Sigurþór[/b:2reoit7m]
-
AuthorReplies