Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.02.2003 at 12:35 #468224
Í öllum guðs bænum skaltu ekki fá þér 5.71 hlutföll!!!
Fyrst þú ert á breytingarstiginu skaltu fjárfesta í 5.29 hlutföllum, betra fyrir pyngjuna til lengri tíma litið því 5.71 eru býsna brothætt.
06.02.2003 at 21:15 #468064Skoðaðu liðina sem R.Sigmundsson er að selja. Ég er með festingar frá þeim og þær bara ríghalda!!! Þetta eru gúmmíkúlur sem hert er utan um.
Mig minnir að ég hafi fengið kúlu undir borðið, kúluna á rörið (sem er undirstaðan) og arminn á milli á 6-7 þúsund.
Kv. lilli…
03.02.2003 at 13:07 #467506Jæja piltar og stúlkur…
Ég var einn þeirra einn þeirra sem hafði planað að fara jökul á Hveravelli á fös en breytti planinu í Kjalveg, (var einmitt í hópnum sem fastur vitnaði í).
Fórum um kl. 17.00 úr bænum á fös upp Kjöl og komum til Hveravalla kl. 08.00 á laugardagsmorgun eftir 2 punda akstur í mikilli blindu.
Einn bíll skilinn eftir á Hveravöllum með bilaða skiptingu og við héldum til Seturs í góðri trú um að þar biði okkar hið sverasta þorrablót með ca 50 manns þar sem uppselt var og við vorum 13 í hóp.
Lögðum af stað um kl 16.00.
Þegar við beygðum niður Setursafleggjarann í Kerlingarfjöllum Keyrðum við í förum eftir einn bíl og vorum mikið hissa þar sem maður reiknaði með mun meiri traffik á þessari leið!!!
Við náðum bílnum þegar ca. 7 km. voru eftir til Seturs og var klukkan þá orðin 22.00 á laugardagskvöldið held ég. Hann var í affelgunarbasli, EINBÍLA og orðinn loftlaus og þar af leiðandi læsingarlaus.
Við hjálpuðum honum með dekkin og flutti hann okkur þær fréttir að enginn væri kominn í Setur og fannst okkur þá ekki mikill tilgangur að keyra þangað til að koma að tómum kofa, því miðað við hvernig gekk hjá okkur hefðum við sennilega verið komnir í Setur rúmlega um miðnætti.Héldum til baka í Kerlingafjöll og fengum þar inni hjá Páli skálameistara í góðu yfirlæti.
Ég vil koma einni spurningu á framfæri:
Afhverju í ósköpunum hringdu blessaðir þorrablótshaldararnir ekki í okkur til að láta vita að við værum ekki að koma að neinu uppi í Setri????????????????????????????????????????
Var með kveikt á símanum allan sólahringinn!!!
Samt kær kveðja til allra sem reyndu sitt besta til að halda þetta "blót"
30.01.2003 at 12:45 #467256Erum að fara á 5 bílum á Hveravelli yfir Langjökul á morgun og ætlum að gista þar annað kvöld. Svo er planið svipað og þú talar um Fastur, Setur á laugardaginn ásamt einhverjum leikaraskap!!
Til að panta gistingu á Hveravöllum hringir þú í Hafstein óðalsbónda í síma 588-5052.
Sjáumst á jökli eða í pottinum þar norðurfrá…
Kveðja lilli
20.01.2003 at 12:54 #466718Sæll Elvar…
Hvernig gekk með gormafjöðrunina?
30.12.2002 at 22:36 #191934Hefur einhver ykkar fregnir af ástandinu á vaðinu við Sóleyjarhöfða? (þ.e. hvort það geti verið orðið lagt eða ekki)
18.12.2002 at 12:28 #465556Jebb!!
727 þriggja gíra er standard á mörgum gömlu Roverunum.
13.12.2002 at 20:15 #465420Sæll Krossi…
Getur verið að brakið sem þú talar um í klöfunum hjá þér komi þegar beygjustopparinn útí nafinu liggur við flötinn sem hann stoppar á (þ.e. þegar lagt er á bílinn í botn) og nuddast þar við þegar bíllinn fjaðrar!
Var allavega þannig hjá mér á Hilux. Þetta er bara þurrt stál í stál og ekki skrítið að það braki.
Þetta eru allavega á Hiluxinum stálhnúðar sem hægt er að fá plastfóðringar yfir (étast yfirleitt fljótlega upp þó).
Einfaldast að smyrja bara smá koppafeiti öðruhverju á stopparann.En svo getur nú vel verið að þetta sé út að einhverju allt öðru, allavega gangi þér vel með þetta…
Sigurþór
07.12.2002 at 15:32 #465088Ef þú reddar þér plötu undir tölvuna rústfrítt eða plexí t.d. þá selja þeir í R.Sigmundsson mjög góða kúluliði sem þú getur notað sem undirstöðu ofan á rör.
Þetta er þægilegt að nota því þú getur með þessu fært tölvuna milli farþega og bílstjóra með einu handtaki og hún er mög stöðug þar sem þú vilt hafa hana.
Ég er sjálfur með svona og fleiri veit ég og þetta hefur bara verið að koma vel út hjá mönnum að mér skilst.
07.12.2002 at 06:36 #464558Ég rakst á grein á spjallþræði í Bandaríkjunum þar sem menn voru einmitt að pexa um hvort 350 Buick eða 350 Chevy væri málið.
Slóðin er:
http://www.ifsja.org/ubb/ultimatebb.php … 0;t=000082
03.12.2002 at 17:09 #464780Sælir…
Þú getur skoðað vetrardagskrá klúbbsins á síðunni, neðarlega til hægri á skjánum.. Þar eru þær ferðir sem eru áætlaðar að fara.
Það er allavega ekki að sjá á dagskránni að farin verði önnur nýliðaferð í vetur, spurning hvort þeir bæti henni við ef næg þáttaka næst.Um að gera fyrir þig að koma bara í Mörkina næsta fim.kv. og spjalla við þá sem stjórna batteríinu!!!
26.11.2002 at 13:00 #463616Sæll newbee
Þegar þú notar 100mm hækkunarklossa skaltu færa minnst 2 ef ekki 4 boddýfestingar, festingarnar aftan við framhjólin verður þú t.d. að færa svo dekkin rekist ekki í þær.
Þú þarft að hækka stuðarana (gott að færa framstuðara nokkra cm. fram) og klippa úr frambrettunum við sílsinn.
Setja lengri bremsuslöngu í afturhásinguna, getur hagrætt bremsurörinu að framan til að mæta hækkuninni, einnig beygja stöngina í hleðslujafnarann svo afstaðan á honum verði áfram rétt.
Svo þarft þú að síkka vatnskassanum niður svo spaðinn hitti nú í trektina, nóg að bora 4 ný göt.
Það þarf einnig að lengja í gírstöng og stönginni í millikassann ásamt því að breyta stýrisstöng.
Einnig þarft þú að versla þér ný drifhlutföll og mæli ég með 5,29/1 fyrir 38".
Ekki skrúfa klafana að framan neitt upp þó það sé einfalt og þægilegt!!! Gerir bílinn bara hastann og leiðinlegan..
Þetta er nú bara svona það sem er efst í kollinum eins og er, en eins og eins og kjartang nefndi réttilega væri kjörið fyrir þig að ná tali af Sigþór sem var í Arctic Trucks, held að hann sé farinn í Bílanaust í Hafnaf. Hann hefur sjálfsagt einna mestu reynsluna af 4Runner breytingum.
Gangi þér annars bara allt í haginn,
lilli…
05.11.2002 at 12:34 #464032Farðu með það á dísilstilliverkstæðið Blossa sem er til húsa hjá Framtak Drangahrauni 1 í Hafnafirði. Vönduð og góð vinnubrögð!!!
30.10.2002 at 18:54 #463914Sæll nonni…
Það er rétt að það þarf að stilla þessar stöðvar eða réttara sagt er loftnetið stillt við bílinn. Þetta kallast standbylgjustilling.
Ég lét gera þetta í Radíóþjónustu Bjarna á Síðumúlanum í fyrra og þetta hafði gjörsamlega allt að segja. Fyrir stillingu þurfti ég að vera svo nálægt bílum til að heyra í þeim að ég hefði alveg eins getað kallað á milli, en svo fór draslið að virka eins og þetta á að gera!!!
29.10.2002 at 12:55 #463892Sælir piltar…
Já haldiði að strákurinn hafi ekki bara fundið sér smá snjó í gær sér og bílnum til ómældrar ánægju!! Fyrir þá sem ekki vita er Kerlingarskarð gamli vegurinn yfir Snæfellsnes ef þú ert til dæmis að koma frá Reykjavík og ert að fara til Stykkishólms, en ég er einmitt að vinna þar. Þessi snjór var nú í ekki meiri hæð en 200-300 m.y.s. Það er nú ekkert allt á kafi, en alveg nóg til að prófa smá og ná úr sér mesta hrollinum.
Þegar ég lít núna út um gluggann er að sjá snjómugga uppí fjalli og allt að verða hvítt þannig að það er bara að bætast við þetta hvítagull okkar
Vetrarkveðja með snjó uppá stuðara!!!
Sigurþór R-2615
12.09.2002 at 00:56 #191674Sælir félagar..
Nú erum við nokkrir að spá í að fá okkur nokkurra daga rúnt á svæðið norðan Vatnajökuls til að skoða gljúfrin og þessar gersemar sem þar eru að finna e-n tíman seinnipart sept. mánaðar.
Mín spurning er þessi! Hvernig er best fyrir mig að snúa til að fá gistingu í skálum á þessu svæði (þ.e. t.d. nálægt Snæfelli)??? Ég er ekki kunnugur þessu svæði þannig að allar ábendingar um gistimöguleika væru vel þegnar!!Með fyrirfram þökk, Sigurþór…
04.09.2002 at 15:47 #4629444.88/1 hlutfallið myndi sennilega henta þér ágætlega fyrir þennan bíl á ekki stærri dekkjum en 35"-36"
04.06.2002 at 22:17 #461724Ég var með þeim fyrstu sem fékk mér þessa Icom stöð sem Aukaraf er að bjóða og kann ekkert nema gott um hana að segja. Gott verð, textaskjár, tær hljómur, lítil og nett!!
30.05.2002 at 10:20 #461366Sæll vertu Hraðfari…
Því miður virðist ódýrt og gott ekki oft fara saman í þessum blessaða jeppabransa!! Þú getur sett No-Spin að framan sem hægt er að fá ódýrt en skelfilegt að keyra með þá læsingu á. Sjálfur fékk ég mér læsinguna sem Fjallasport er að bjóða í þessa klafabíla að framan fyrir skikkanlegan pening og er hún með vacum-pung sem skiptir henni og virkar flott! Með bílinn 100% læstann að framan virðist orginal diskalæsingin að aftan gera alveg mjög góða hluti, að vísu búið að bæta aðeins í hana…
15.05.2002 at 12:44 #461110Sama spurning hér…
Ég ætlaði einmitt að fá mér rúnt á sunnudaginn og á Eyjafjallajökul eftir þannig að gaman væri að fá að skrölta með. Gaman væri ef þið eruð til í að gefa upp stað og stund brottfarar, þ.e.a.s. ef þið viljið hafa fleiri með.
-
AuthorReplies