You are here: Home / Hjörleifur Jóhannesson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Þeir kassar sem ég þekki til (reyndar ekki margir) eru óeinangraðir. Ég myndi ætla að gott væri að hafa einhverja festingu eða hillu ofarlega innaní td fyrir dælur og verkfæri, en góð drengöt neðst. Fátt er leiðinlegra en að draga upp grænmyglað klakastykki þar sem kaðallinn átti að vera. Veita verður vatninu út.
Einnig er gott að gera ráð fyrir þyngdardreifingunni, skipuleggja þunga hluti, td dælu, fremst í boxið næst hurðarlöm oþh. Þessu virðast margir gleyma þegar drullutjakkurinn er spenntur aftaná bílana. Armurinn er talsverður og það á einnig um kassann. Jæja, þetta er kannski útúrdúr,en engu að síður þankar í umræðunni.
Kveðja,
Lalli.
Datt eitt í hug.
Hjá Formverki er hægt að fá fíberkassa aftaná hurð, þeir eru hringlaga og líta út eins og þarna væri ca 33" varadekk. Ég held að tvær þykktir séu fáanlegar. Þetta finnst mér snilldarhugmynd, enda fæstir kassarnir beinlínis augnayndi.
Mbk,
Lalli
Kæri Sveinbjörn.
Þú hefur greinilega lesið greinina mína standandi á haus. Auðvitað er ekkert að því að eiga Toyotabifreið (smá jákvæð stroka hér), ég er hvorki að niðurlægja þig eða þína vini. Það sér umboðið þitt um. Lestu nú upphafsgreinina aftur og athugaðu hvort þú náir ekki samhenginu í annarri atrennu.
Held reyndar ekki, en hvers vegna matreiðir umboðið nýja LC-120 bílinn sem nýjan LC-90? Mér var sagt að það væri til að „einfalda“ málin fyrir eigendur LC (færri númer að muna). Einnig að eigendur LC-100 yrðu afbrýðisamir ef nágranninn væri allt í einu kominn á ódýrari jeppa með voldugra raðnúmeri. Þetta sagði mér sölumaður hjá Toyota.
Er Toyotaumboðið ekki að sýna eigendum svolitla lítilsvirðingu með þessu? Hvað finnst mönnum? Finnst ykkur ekki frekar hallærislegt að skálda vitlaust númer í staðinn fyrir að kalla bílinn það sem hann er nefndur frá verksmiðjunnni? Ég er á því að þarna hafi markaðsmenn Toyota hér skitið í rjómann!