Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.05.2003 at 16:08 #192556
Sælir félagar.
Á nokkur ykkar gott trakk frá Jökulheimum uppá Grímsfjall.
Ég á rútu, en gott væri að hafa einnig ferilinn nákvæmari. Mapsourceskrá væri vel þegin, einnig ferðapunktar ef einhver hefur verið á leiðinni sl. daga.
Netfang mitt er s36@isl.is
Bestu kveðjur,
Lalli
25.04.2003 at 14:17 #472638Sæll Valur.
Búinn að senda þér trakkið. Brekkan erfiða er austast á Hamragarðaheiðinni. Sennilega er hún sunnan við Dagmálafjall (N63°37,7 W019°48,9), en gæti þó hafa færst eitthvað í hausnum á mér! Þetta er nánast það fyrsti snjórinn á leiðinni og er hún brattari en ella því lítill snjór hefur safnast í hvilftina neðanvið. Af sömu ástæðu er erfitt að velja aðra leið upp.
Góða ferð.
Lalli
23.04.2003 at 19:25 #472538Þessi umræða finnst mér bæði vond og góð. Aðallega vond vegna þess farvegar sem hún virðist stundum sækja í þegar sest er í sandkassann.
Auðvitað eigum við að leggja að fyrirtækjum að bjóða okkur sem og öðrum góða vöru á sanngjörnu verði. Gott er að bera saman verð hér á vefnum, en gæta verður sanngirni.
Ég grillaði mína ágætu kúplingu í fyrradag á Eyjafjallajökli, sá að menn töldu hana ódýrari í Fálkanum en í Bílanausti. Þetta reyndist rétt, sett frá Sachs kostaði rétt um 18.500.- en Bílanaust hafði sambærilegt á 40.000.- allt settið.
Þetta er akkúrat það sem ég vil sjá að menn geri. Beri saman verð og gæði, ef eitthvað er gott getum við notið þess, en einnig látið vita ef einhver (Bílanaust eða ekki Bílanaust) virðist vera að hlaupa af sér hornin í verðlagningu. Sleppum sandkassaleiknum, verum sanngjarnir og málefnalegir. Að sama skapi finnst mér engu máli skipta, og vera algert aukaatriði hvort einhverjum voru færðar snittur í desember síðastliðnum.
Til netstjóra varpa ég fram því hvort nýr flokkur sé tímabær t.d. undir heitinu Verðvöktun. Bara hugmynd.Hættum að vera hér eins og svín í sagi og höldum okkur við málefnin.
Kv,
Lalli.
21.04.2003 at 23:21 #472632Vorum að koma úr frábærum túr frá Hamragörðum, yfir Eyjafjallajökul, Fimmvörðuháls og svo niður Sólheimajökul.
Talsvert langt þarf að aka slóðann upp Hamragarðaheiðina vegna snjóleysis. Fyrstu brekkurnar voru erfiðar og mörgum góðum bílnum ofviða. Sárvantaði marga þar skriðgír, en snjórinn er frekar blautur þarna en krapalaust er og grip nokkuð gott. Eftir að upp fyrstu hjallana var komið var ekið í góðu færi og niðaþoku langleiðina að Goðasteini, Voila! eins og keyrt væri útúr vegg komum við í heiðskíruna. Logn var á toppnum, sól og tveggja stiga hiti.
Færið var svo allgott að Fimmvörðuhálsi, þar er krapapyttur kominn í hvilftina norðan við efri skálann en auðvelt að krækja hjá honum. Við ókum svo til norðausturs inná feril sem ég fékk frá einum félaga vorum og svo sem leið lá suður Sólheimajökul. Þar er síðasta brekkan uppúr gilinu að skálanum eilítið þung, þannig að ef einhver ætlar þennan rúnt er líklega léttara að fara frá austri til vesturs og koma niður Hamragarðaheiðina.
Vona að ykkur hafi ekki leiðst frásögn mín.Með sólskinsbrosi,
Lalli og ferðafélagar
20.04.2003 at 17:04 #4726300800 frá Select, Ártúnshöfða. 15 sekúndur gefnar fyrir þá sem sofa yfir sig.
Kv,
Lalli
20.04.2003 at 14:38 #472626Sælir.
Ætlum að fara á Eyjafjallajökul á morgun.
Á einhver Mapsourcetrökk á Eyjafjalla og Mýrdalsjökla, og nennir að senda mér þau á s36@isl.is .
Takk og gleðilega Páska.
Lalli
11.04.2003 at 18:53 #192475Erum að hugsa um að reyna við Snæfellsjökul á morgun, laugardag 12. apríl.
Eins og venjulega eru einu fréttirnar þaðan þær að allt sé kolófært og ekki á færi annarra en þeirra heimamanna sem hafa af jöklinum tekjur.
Veit einhver hlutlægur hvernig færið er?Mbk,
Lalli.
24.03.2003 at 16:25 #471364Ég gróf upp númerið mitt, bara fyrir þig!
Hitt er svo annað mál, og ég er ekki sá eini sem tala um það, að fjarskiptamálin virðast vera mikið feimnismál. Stórundarlegt. Frekar kysi ég að utanfélagsmaður gæti kallað á hjálp í sinni stöð (hvaðan hún er fengin kemur mér ekki við, enda frjálshyggjuplebbi), frekar en við sitjum eins og ormar á gulli.
Auðvitað eigum við að fá sem flesta inn í klúbbinn, en það gerum við ekki með því að senda stórskotalið á þá sem við teljum "hitt liðið". Þarna er ég ekki viss um að við séum sammála, en ég vona það nú samt. Afstaða okkar félagsmanna til þeirra sem ekki eru í klúbbnum ræður sennilega meira en margan grunar hvort viðkomandi hefur áhuga á að ganga í félagsskapinn. Það að skipta mönnum í lið eftir því hvort þeir eru í 4×4 eður ei tel ég ekki heillavænlegt fyrir framgang og virðingu félagsins.Með vinsamd og virðingu (fyrir hinu liðinu líka),
Lalli.
24.03.2003 at 12:51 #471360Blessaður.
Voðalega eru menn nú viðkvæmir. Það vill nú samt svo til að ég er og hef verið meðlimur í 4×4. Þetta ættir þú að hafa athugað áður en þú ferð að brigsla mér um eitthvað óheiðarlegt. Sennilega er ekkert auðveldara fyrir ykkur en að kanna nafn mitt í félagaskránni! Vona að menn geti svo rætt málin hér á faglegan hátt án þess að annarlegar tilfinningar hlaupi með þá í gönur.
23.03.2003 at 11:22 #471348Þakka ykkur félagar.
Margs er ég nú vísari um þetta gríðarlega feimnismál. En meðan ég man, veit nokkur tíðnina á rás 52 (Norðurlandsdeild 4×4)?
Kveðja,
Lalli
22.03.2003 at 20:29 #192387Getur einhver frætt mig á einu: VHF endurvarparnir á fjallatoppunum eru gefnir upp með 2 tíðnir, og í fljótu bragði virðist mér 9,2MHz milli sendi og móttökutíðna. Spyr ég nú eins og fávís kona. Hvort er sent á lægri eða hærri tíðninni, eða er það mismunandi milli endurvarpa???
Kv,
Lalli
19.03.2003 at 13:18 #471118SA (selective availability) var breytt þann 2. maí árið 2000 vegna hernaðaraðgerða Bandaríkjamanna við Persaflóa. Þá var ákveðið að ruglun þjónaði engum tilgangi, og kerfið hefur verið óruglað síðan.
GPS var gert nákvæmara vegna þess að Bandaríkjaher átti ekki nægar byrgðir af tækjum og varð að kaupa umtalsvert magn tækja útí búð, eða þannig! Eftir átökin var svo ákveðið að hverfa ekki til fyrra horfs.
Kv,
Lalli.
14.03.2003 at 14:49 #192355Ég er með ´99 Patrol sem er aðeins með 1 rafgeymi. Svosem ekkert stórmál en hvers vegna ætli þetta sé? Fyrri árgerðir eru með 2 geyma, svo og þær seinni. Hvar get ég komið rafgeymi 2 fyrir, hafa menn verið að bæta honum við? gaman væri að heyra reynslusögur ykkar.
Kveðja,
Lalli
13.03.2003 at 19:51 #470768Takk fyrir. Þetta er eins og mig grunaði…
Kv,
Lalli
13.03.2003 at 18:12 #192349Veit einhver hvernig færið er á Snæfellsjökul. Heimamenn á Arnarstapa fullyrða að ófært sé með öllu á hann, og svo hafi verið í allan vetur.
Er þetta rétt, hefur einhver ykkar skroppið, hvar finn ég track (mapsource).
Kv,
Lalli.
02.03.2003 at 22:10 #469750Fyrst menn eru að ræða rafmagn. Patrolinn minn (´99) hætti allt í einu að blikka neyðarljósunum og ekkert sést þegar læst er með fjarstýringu. Stefnuljósin virka fínt. Getur verið að öryggi sé farið. Ég finn ekkert nema stefnuljósaöryggið og það er að sjálfsögðu í lagi. Er sérstakur blikkpungur fyrir neyðarblikkið og annar fyrir stefnuljósin???
Kv,
Lalli.
12.02.2003 at 10:16 #468350Sælir.
Ég keypti ARB læsingu og er að setja í að framan.RD78A er týpan í Nýja patrolinn, er með ’99, og það sama er í 2000 sjálfskipta bílinn. Original ARB loftdæla með og er fínt pláss fyrir hana innanundir klæðningunni vinstra megin að aftan, yfir hjólaskálinni. Smá maus að lengja rafleiðslur, ekkert stórvægilegt. Ég hvet menn til að athuga verðið beint að utan, en þetta hefur eins og margt annað ekki fylgt lækkun dollara, en hækkaði hér með honum!
Kv.
Lalli
27.01.2003 at 14:18 #467116Fínt.
Nú þurfa áróðursmeistarar 4×4 að koma þessum upplýsingum á framfæri við fjölmiðla (Þetta er vonandi faglegar unnið en skoðanahannanir Fréttablaðsins).
17.01.2003 at 22:58 #466648Það er margt í þessu hér að ofan. Endurskin af stikum er oft óþægilegt af bláu kösturunum, en hvað varðar snjóblindu þá hef ég um hábjartan og snjóblindan dag séð för í snjó á jökli, för sem ekki var viðlit að sjá í hvíta aðalgeislanum. Hafði reyndar ekki gul til samanburðar þar. Mæli með þeim bláu, "Hella 3000 blue" kastararnir eru líka léttir og hræódýrir. Reyndar kannski ekkert fansí fyrir krómkallana en virka vel hjá mér.
Kv,
Lalli.
17.01.2003 at 17:17 #466642Ég var með bláleitar perur í aðalljósum, þær lýstu mjög vel í snjó en ég gafst upp vegna lélegrar endingar þeirra. Núna er ég með Hella Rallye 2000 blue kastara með 100w perum. Glerið er blátt og eru þetta bestu ljós sem ég hef prufað í snjóblindu, og fantagóð í myrkri. Tíðnin á bláa ljósinu er mjög þægileg og skil ljóss og skugga, td í förum, góð.
Sumsé, ég gafst upp á bláu perunum en náði mér í bláglerjaða kastara. Eflaust eru einhverjir sem kjósa frekar gul ljós, en þetta er mín reynsla.
Kv,
Lalli
-
AuthorReplies