Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.11.2003 at 22:43 #480582
Ég er með 38" Mudder og lét míkróskera þau eftir hálfan vetur sem belja á svelli. Breytingin var meiri en ég hafði þorað að vona, þori samt ekkert að fullyrða eins og sumir að gnýrinn minnki á keyrslunni. Má vera að eitthvað heyrist minna, er það ekki í raun rökrétt ef þetta á að auka endinguna; Minni hávaði = meiri ending (nota bene, allt annað óbreytt). Ja hvað með það, ég held ég mæli eindregið með þessu!
Mbk,
Lalli
13.11.2003 at 18:07 #480544Mætti segja mér að A-T hefðu misst af lestinni, en hugmyndin fæddist á tíma þegar lítið úrval var af stórum dekkjum. Síðan þá hefur mikið breyst í dekkjamálum og er núna tiltölulega mikið úrval af jeppadekkjum í öllum stærðum og gerðum.
Tek undir það að þetta sé miður, alltaf er leiðinlegt þegar góðar hugmyndir verða ekki að veruleika.Kv,
Lalli
13.11.2003 at 18:02 #193171Ég skrapp austur fyrir fjall um daginn og rak augun í hið forkunnarfagra malarnám í Ingólfsfjalli. Þar sá ég för (sennilega jarðýtuför) upp og sá ég ekki betur en þau lægju upp á brún. Hefur einhver kíkt á þetta? Gaman væri að heyra hvort einhver veit meira.
Kv,
Lalli.
12.11.2003 at 15:12 #480072Sjá:
http://home.online.no/~sigurdhu/WGS84_Eng.html
og
http://www.wgs84.com/wgs84/wgs84.htm
Þar segir m.a. til fróðleiks:
"World Geodetic System 1984 (WGS 84)
WGS 84 is an earth fixed global reference frame, including an earth model. It is defined by a set of primary and secondary parameters:
the primary parameters define the shape of an earth ellipsoid, its angular velocity, and the earth mass which is included in the ellipsoid reference
the secondary parameters define a detailed gravity model of the earth.
These additional parameters are needed because WGS 84 is used not only for defining coordinates in surveying, but, for example, also for determining the orbits of GPS navigation satellites."Svo getur vel verið að þetta sé kallað báðum nöfnunum. Ég á heldur aldrei síðasta orðið heima 😉
Kv,
Lalli.
12.11.2003 at 13:50 #480068Sæll enn og aftur.
Já, ekki að spyrja að nákvæmninni. En ég var reyndar að meina það að þú skrifaðir "Survey" en ekki "system". Hitt er að sjálfsögðu jafnrétt hvort sem ae eða e er notað (reyndar finnst mér ameríski rithátturinn oftar en ekki fremur hvimleiður, t.d. gage en ekki gauge, lite í stað light os.frv. Oft gert svo vísitölukaninn geti lært að stafsetja).
Kveðja úr Hafnarfirði,
Lalli.
11.11.2003 at 19:19 #480064Rétt skal vera rétt.
Skrifaði eitthvað bull hér að ofan, en WGS84 stendur réttilega fyrir World Geodetic System 1984 (eins og Ólsarinn hafði næstum rétt).
Kv,
Lalli"WGS-84 coordinate system is a conventional earth model, established in 1984 from assembled geometric and gravitational data. This model portrays the earth as being ellipsiodal, contradicting former beliefs that the earth was flat".
09.11.2003 at 11:08 #480050Fyrir nokkrum árum var ég ákaflega þjóðlegur og þóttist vita að Hjörseyjarviðmiðið væri hið eina rétta. Svo sté á stokk einhver snillingur (man ekki hver, þeir eru svo margir) og taldi slíkt hið mesta rugl. Hjörsey notuðu menn einungis ef handreiknað væri á gömlu dönsku herforingjaráðskortin. Nú skyldi aðeins nota World Geometry System datum frá 1984! Það hef ég gert í góðri trú síðan, og aldrei villst.
Þar sem ég hef ekkert annað fyrir mér en orð týnds snillings tek ég undir spurningu þína, Hilmar. En sumsé, trú mín er að öll nútímakort sem við notum á Íslandi séu miðuð út frá WGS84. Hef einnig heyrt að geti munað einhverjum tugum metra.
Kv,
Lalli.
16.10.2003 at 18:23 #478184Sæll.
Ég er með Fini dælu sem sér um dekkin og ARB á læsingarnar.
ARB dælan (ef þú ert mað ARB) er sniðin fyrir þetta verkefni og er hún mjög nett. Hún kemur með smá kút, en allt þetta kemst vel fyrir undir klæðningunni ofaná innra brettinu að aftan. Sjálfsagt auðvelt á LC líka. Kosturinn við að hafa þær tvær er bakkuppið sem í þessu felst því ef allt er flatt og dekkjadælan klikkar eru hæg heimatökin að nota ARB dæluna á dekkin. Tekur bara sinn tíma.
Kv,
Lalli
15.10.2003 at 19:21 #193028Mér var bent á að nauðsynlegt sé að skipta reglulega um frostlög á bílnum. Ending á frostlegi er víst ekki nema 2-4 ár og missir hann þá tæringarvarnareiginleika sína. Ég á Nissan Patrol, og varpa þeirri hugmynd fram að sé frostlögurinn í lagi geti það hjálpað til með endingu á heddunum. Bara tilgáta. En hvað um það, ég er að skipta um hjá mér.
Einnig er bremsuvökvinn með takmarkaðan líftíma og er mér sagt að í Þýskalandi fái bílar ekki skoðun ef bremsuvökvi er orðinn gamall. Er nokkuð fylgst með þessu hér á landi.
Kv,
Lalli.
07.10.2003 at 22:06 #477558Kannski að við komum hér einhverju til leiðar. Þó vara ég okkur alla við að hleypa öllu í bál og brand með upphrópunum en vinna frekar faglega að samanburði við verðlag í öðrum löndum.
P.S. Svo er hér líka komið eitthvað sem allir sértrúarsöfnuðirnir innan 4X4 geta sameinast um (Patrolur, GrandLúserar etc)
07.10.2003 at 21:20 #477550Þakka góð viðbrögð.
Hér að ofan er minnst á ISAGA og kútaleigu. Mörgum finnst eflaust hátt verð sem borgað er fyrir kúta hér (ég er einn af þeim) og fáum dylst að hér er einokunarfyrirtæki á ferð.
Eins og annars staðar væri smá samkeppni til góða. Er ekki annars pottþétt að hvergi er hægt að nálgast kúta og gas nema hjá ISAGA? Eru 4X4 félagar með einhvern díl hjá fyrirtækinu? Ef ekki skora ég á menn þar á bæ að gefa okkur góðan afslátt…annars förum við…eitthvað…annað…hmmm? Æi.
07.10.2003 at 18:22 #192966Sælir allir.
Mig vantar hálfpartinn góð suðutæki í skúrinn hjá mér (helst ný).
Því spyr ég ykkur: veit einhver hver eru bestu kaupin í MIG tækjum í dag. Margt er í boði, en ég tími ekki að spreða mörg hundruð þúsundum í bílskúrssuðu. Hvað þarf ég að hafa í huga er tæki eru keypt?
Kv,
Lalli
18.09.2003 at 18:32 #476450Ef skjálftinn er bara á meðan þú ert að kúpla saman, en bíllinn er góður eftir að tekið er af stað getur verið að kúplingin sé að orðin léleg og pressan farin að gefa sig. Ef þetta er gamalt er heillaráð að skipta um kúplingu, legu og pressu. Það er líka ákaflega gott að vera með nýja kúplingu fyrir veturinn, jafnvel þó svo að vandamálið hafi verið hjöruliðurinn.
Kv,
Lalli
29.08.2003 at 13:11 #192827Það sagði mér flugvirki um daginn að á flugvéladekkjum væri merking, lítill málaður punktur, þar sem para ætti við ventilinn. Þá ætti ballansinn að vera nánast góður. Ef depillinn væri hinum meginn tvöfaldaðist skekkjan. Á fólksbíl sem ég á athugaði ég þetta, og viti menn gulur depill er á dekkinu. Bar reyndar ekki saman við ventilinn svo ég spyr menn: Er þetta sú merking sem ég held að þetta sé, er ekki eðlilegt að framleiðendur sendi frá sér dekkin með tilliti til þess að ventill er á felgunni. Nú er þetta eflaust smáatriði (38″ reyndar smíðuð áður en hjólið var fundið upp), en veit einhver svarið?
Kveðja,
Lalli (í góðu jafnvægi).
17.06.2003 at 16:25 #474312Kannski er helsta ástæða þess að bíllinn flýtur þegar dekkin eru 3/4 á kafi sú að botn bílsins er nú orðinn bátur. Dekkin hafa sáralítið að segja miðað við það.
25.05.2003 at 22:24 #473612Ég las þennan pistil fyrir helgina og ákvað að prufa 38" Mudder hjá mér í 27psi, en hef venjulega haft 18-20.
Þetta fannst mér prýðilegt og alveg ágætt á malbikinu.Einu hjó ég eftir, en einn hér að ofan hafði 40psi+ í sínum 38". Athugið að stóru dekkin þola fæst (ef nokkur) þennan þrýsting, en t.d. Mudder er gefinn upp fyrir max 35psi.
Kv,
Lalli
22.05.2003 at 15:15 #473652Sammála síðasta ræðumanni.
Alþekkt er að bílaumboðin eru þó oft með heldur dýrari vöru en sérvörubúðirnar. Á það ekkert frekar við um IH en aðra. Ýmsar skýringar geta verið á því. Keypti þó höfuðlegur í framdrifið á Patrol í vetur, voru þær langódýrastar hjá umboðinu og var nærri þrefalt verð hjá Fálkanum. Hvet ég menn til að kanna verð áður en hlutir eru keyptir. Nokkur símtöl eru fljót að borga sig.
Verum bara virkir í verðsamanburði og forðumst sleggjudóma. Munum að álagning er frjáls, en það þvingar enginn neinn til verslunar hjá sér og þegar upp er staðið erum það við, neyendurnir, sem höfum síðasta orðið og ef okkur sýnist svo verðum "neitendur"!
21.05.2003 at 20:59 #192602Ég hef hugsað mér að fara uppá Langjökul, frá Borgarfirði, nú næsta laugardag. Getur einhver sagt mér eitthvað af færi, hvort kominn sé krapi og hvort konu og börnum sé bjóðandi í léttan bíltúr uppað Þursaborg.
Kveðja,
Lalli.
15.05.2003 at 20:54 #473382Sæll.
Ég keypti nýjan Patrol árið 1999 og ók honum fyrst óbreyttum í 1/2 ár, þvínæst á 33" í 1 ár. Alltaf af og til (aðallega alltaf) var titringur í stýrinu sérstaklega á 33" dekkjunum. Bílinn setti ég svo í 38" breytingu hjá Jóni Hólm (Stál og Stansar) og ráðlagði hann mér að setja tjakk með hjálparátaki því þetta væri landlægur sjúkdómur í Patrol. Í uþb. viku var ég tjakklaus eftir breytinguna en gafst þá upp og fékk tjakk, enda bíllinn mjög leiðinlegur, skalf alltaf meira eða minna og var mjög viðkvæmur fyrir því þegar dekkin voru köld og ferköntuð (reyndar held ég að 38" dekk hafi verið fundin upp á undan hjólinu, en það er nú önnur saga).
Stýristjakkurinn gjörbreytti jeppanum til hins betra og þar fyrir utan er álagið á arminn úr stýrisvélinni talsvert minna, þó það sé kannski atriði á minni dekkjum en 38".
En ef þetta er eitthvað sem eykst skyndilega á keyrslu (flutter) gæti þetta verið demparamál.
Vona að þetta gagnist þér.
Kv,
Lalli.
13.05.2003 at 09:53 #473320Skv GPS, á Tungnaárjökli í átt að Kerlingum, þann 9. maí 2003 kl.14:13:41 náði ég 123 km hraða, enda jökulinn sléttur (og Patrol með góða fjöðrun).
Kv,
Lalli.
-
AuthorReplies