Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.03.2007 at 13:16 #585824
Sá um daginn mynd af RAM sem búið var að setja tvær afturhásingar undir, sumsé sexhjóla. Frekar gamall, ef ág man rétt, grænn og mikill.
Gaman væri ef einhver gæti vísað á myndir af honum, en hann ætti að vera hér í einhverju albúmi.
24.03.2007 at 22:37 #58578424 ventla 5,9L Cummins vélin frá 2003, common rail, er 325 hestöfl standard og togar 827NM. Toginu nær hún strax á 1600 snúningum og hestaflatölunni við 2900 rpm.
Banks 6Gun með speedloader bætir 126 hestum við og togið fer í 1220 NM.
Nýjan converter þarf þá svo og flexplötuna.
23.03.2007 at 21:57 #199988Mig vantar bremsuklossa í RAM og hringdi í Stillingu. Þar bjóða þeir mér sett að framan á 10.800 og að aftan (reyndar ekki til í augnablikinu) á 13.800.
Þetta finnst mér ótrúlegt verð á klossum og datt í hug að spyrja hvort einhverjir aðrir séu að selja bremsubúnað (Bílanaust er aðeins ódýrara en eiga heldur ekki afturklossana sem mig vantar).
Bremsuklossar eru hlutir sem kosta í smásölu í Ameríku $30-55, svo mér þykir dollarinn dýr hér. Nb, þetta eru smásöluverð vestra svo heildsöluverð þaðan er væntanlega enn lægra.
Hvað finnst mönnum um svona verðlagningu?
23.03.2007 at 18:06 #585630Engin sérstök ástæða fyrir því, fann góðan bíl og keypti hann óvart. Þetta er nákvæmlega sami bíllinn að því undanskildu að 3500 bíllinn er með stífari fjaðrir að aftan. Allt annað er eins, sömu hásingar, sömu bremsur, allt það sama nema merkið á hliðinni og skráð burðargeta. Reyndar smávægilegur mismunur á þeim sem eru á tvöföldu að aftan.
Fjaðrirnar fjúka svo undan í haust þegar loftpúðar taka við.Hefði kannski átt að vigta hann án þess að hafa pallinn fullan af vatni? 😉
23.03.2007 at 17:43 #585626Ég á RAM 2500 QuadCab sem viktar 3.170 kíló óbreyttur og án húss. Getur verið, Lúther, að það skakki örlitlu hjá þér, eða er minn bara svona mikill hlunkur?
16.03.2007 at 18:36 #584814,,Margir hafa reddað þessu með skoðunina að hreinsa einfaldlega innan úr kútnum og þar með er hann opinn í gegn. Það lítur þó enn út fyrir að hann sé til staðar og þú færð frið í skoðuninni.."
Kemur það ekki fram á mælingu?
Það sem ég er fyrst og fremst að spá í er hvort bíllinn sprengi skalan við mengunarmælingu. Skiptir þá nokkru máli hvort kúturinn er tómur eða alls ekki neinn? Er það ekki mælingin sem gildir?
16.03.2007 at 16:37 #199935Ég er að velta fyrir mér breiðara pústi undir bílinn minn, en er að velta fyrir mér afleiðingum þess að taka hvarfakútinn undan. Þetta er pallbíll með Cummins diesel, og spurningin er hvort ég verði í vandræðum með að fá skoðun á hann næsta vor. Nú er það með bensínbíla að hvarfakútur virðist vera algert skilyrði í skoðun, en er þetta eins mikið mál með olíubrennarana?
Kannski veit þetta einhver hér.Kv,
Lalli.
26.02.2007 at 09:02 #581196Værirðu til í að bæta einu setti (4300K)?
Ég er með RAM fisksala árg. 2005 (9007QL, veistu nokkuð hvað í ósköpunum þetta QL þýðir?, stendur í OM).
Verður nokkuð mál að fá varaperur, ætlarðu að taka auka, svona ef maður vill eiga í hanskahólfinu? Hvað heldurðu að peran kosti?Kv,
Lalli
892-7586
14.08.2006 at 17:36 #557766N63 54.435 W18 36.205
Þetta mun ekki vera fjarri lagi.
Kv,
Lalli
13.06.2006 at 10:30 #554434Tvö eða þrjú smáatriði enn.
Ég var með Coleman Yukon (sem eru framleidd af Fleetwood) á loftpúðafjöðrun í nokkur ár og var ákaflega ánægður með það. Loftpúðafjöðrunin er að mínu viti algert skilyrði ef húsið á að fara á möl. Það gjörbreytist líka í akstri og innréttingarnar endast mörgum árum lengur. Svo er hægt að hleypa mismikið úr púðunum ef tjaldað er í brekku.
Coleman húsin eru svo með nokkuð sem onnur skarta ekki, svo ég viti, en það er dúkur sem andar. Aldrei kom neinn saggi inn í húsið, nokkuð sem ég hef orðið var við í öðrum húsum. Sum eru með þaklúgum til að lofta út, og sérstökum svefntjöldum innan í rúmstæðunum, svo ekki rigni svitanum í hausinn á manni aftur eftir nóttina. Mín reynsla er sú að Coleman húsin anda það vel í gagnum dúkinn (sem er massíft vínil hjá mörgum öðrum framleiðendum) að þar sést aldrei saggi.
Ekki ætla ég að kasta (mikilli) rýrð á önnur fellihýsi en Coleman húsin eru að mér finnst lang best smíðuðu húsin. Þau eru með lokuðum prófílum í grind, og 4 vírum í að halda uppi þaki. Einnig hefur mér fundist minnst mál að tjalda þeim af þeim sem ég hef prufað (kannski vaninn spili þar inn í).
Kv, Lalli (á engra hagsmuna að gæta)!
28.03.2006 at 08:32 #547626Hvort ertu að selja Infiniti (væntanlega G20, I35 eða Q45) eða Nissan Maxima? Mér vitanlega er ekkert til sem heitir Nissan Infiniti frekar en Toyota Lexus.
Kv,
Lalli.
19.03.2006 at 13:35 #546826Gleymum því ekki að tölur um eyðslu hafa lítið gildi nema ferðahraði sé uppgefinn. Þessir bílar eru álíka straumlínulaga og Steinway og drag-kúrfan er ekki línuleg. Ég átti Patrol á 38" dekkjum sem eyddi ca. 13,5 á 90 km hraða (dæmigerður sunnudagsrúntur um Suðurlandsundirlendið). Ef hraðinn var aukinn uppí ca. 100 fór eyðslan í 18-19 lítra á hundraðið. Þetta er að stærstum hluta vegna aukinnar mótstöðu. Bættu tendgamömmuboxi ofaná og olíufélögin verða enn glaðari.
.
05.02.2006 at 19:07 #197241Einhverntímann eftir áramót (líklega) hafa einhverjir heiðursmenn farið í veiðihúsið við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði, brotist inn með því að slá úr þolinmóð úr gluggalöm og skilið síðan allt eftir opið. Útihurðin var skilin eftir opin, slanga úr gaskút notuð til að festa hana upp, og skemmst er frá því að segja að húsið, 2 ára gamalt, er því sem næst ónýtt. Þegar næstu menn komu þar að var húsið hálffullt af snjó og panill í veggjum og lofti allur að losna og vatnsbólginn mjög. Engu var þó stolið þar svo vitað sé.
Í gamla gangamannahúsinu við Úlfsvatn var brotin rúða. Það er þó möguleiki að þar sé foki um að kenna.
Ef einhver veit um mannaferðir eða hefur einhverjar upplýsingar eru þær vel þegnar.
Ömurlegt þegar menn bera ekki meiri virðingu fyrir verðmætum en þetta!
Kv,
Lalli.
26.01.2006 at 22:35 #540374Hvernig er það, hafa einhverjir reynslu af þessum ljósum, HID, Xenon eða hvaða nafni sem þau nefnast? Þá er ég að tala um háspennuljósin, en ekki H4 perur í allskonar blæbrigðun. Eins og ég sagði hér ofar myndast minni hiti af þessum ljósum og mér var sagt það af eiganda bíls með svona gismói að það hann næði ekki að bræða af glerjunum í miklum kulda. Kannast menn við það?
26.01.2006 at 19:49 #540366Þetta er rétt hjá Þorvaldi. Þessi Kelvintala á perunum vísar til þess hversu hvít eða blá birtan er, eða í raun hversu ,,heit" birtan er. Hefur ekkert með ljósmagn að gera.
26.01.2006 at 17:37 #540358Ef þið eruð að meina HID (high intensity discharge) ljósakit, svona eins og eru í mörgum nýjum bílum original, myndi ég gleyma því í fjallajeppa. Þessi ljós hitna miklu minna en venjuleg Halogen og þar af leiðandi bræða þau snjó mjög illa af sér. Það er pirrandi að vera með svaka fín ljós ef maður þarf að fara út í hríðina reglulega að skafa þau!
24.01.2006 at 13:14 #540028Það mætti gera ágætis bisness í sölu á F-250 merkjum fyrir eigendur F-350.
😉
24.01.2006 at 13:10 #540128Þegar þú setur nýja kanta á, ekki skrúfa þá á. vatn og skítur sest í samskeytin og það byrjar að ryðga. Klipptu skrúfuflangsinn af nýju köntunum og límdu þá beint á brettin með boddýkítti. Hljómar fáránlega en ég þekki til bíla sem eru með kantana límda beint á brettin, og það svínheldur. Sárið helst hreint og þú færð frið í mörg hamingjurík ár.
24.01.2006 at 11:03 #539962Mér var sagt að í nýjasta Four Wheeler væri úttekt á dekkjum og þar væri minnst á þennan gúmmíkant út fyrir felguna. Hann gæti vegið salt og affelgað við vissar aðstæður. Tek fram að ég er ekki búinn að lesa blaðið, en við vorum að ræða þetta í gær. Hvaða dekk fleiri eru með þessum kanti og ef einhver eru, affelgast þau auðveldar en önnur?
Kv,
Lalli.
20.01.2006 at 11:09 #539594Jú, ef til vill.
Hugsunin hjá mér var líka sú að ef ég get haldið original bremsudiskunum og losnað við það brambolt væri það etv. fyrihafnar(leysisins) virði.
-
AuthorReplies