Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.04.2008 at 18:14 #619044
Þegar kemur að því að velja sér hjól koma inn talsverð trúarbrögð af ýmsu tagi.
Eitt get ég þó sagt með góðri samvisku að hjólið skal vera ekki minna en 700 cc. í vondri færð munar mikið um aflið.
renegate hjólið er á margan hátt langskemmtilegast, en til að ferðast á því holt og bolt sumar sem vetur er það nú ekki skásti kosturinn.
Helstu ástæður þess: ber þar að nefna fjöðrunina hún er alls ekki eins skemmtileg eins og á stóra can am hjólinu og Polarishjólinu (einu hjólin sem ég þekki almennilega) og svo er það geymsluplássið sem er nákvæmlega ekki neitt.
Ég hef ferðast með canam 800 hjólum og er á mínu pólaris. canaminn er 60kg léttara sem munar mikið um. Það er reyndar töluvert dýrara líka. svo um munar. einnig kemst það hraðar í lága drifi sem er kostur.
En aðalmáli skiptir hvernig dekkjum þu ert á.
03.04.2008 at 19:18 #202236Sælir Piltar.
ég er með ford f350 6,4 diesel. lengsta gerð.
Þegar ég vinn óvænt í ´lottóinu ætla ég að breyta honum fyrir 49″. En þangað til langar mig til að mýkja aðeins fjöðrunina að aftan með sem minnstum tilkostnaði.
Hvaða leiðir eru færar í því.
Mér skildist að ég gæti tekið eitt fjaðrablað úr.
er þetta lítið mál. Og svo hvort eitthvað annað sé í boði.
kveðja Ólafur
03.04.2008 at 11:47 #619030Ég byrjaði á þessu núna í vetur, keypti mér Polaris 800 x2. Hef farið í nokkrar ferðir á orginal dekkjunum.
Ég sé fram á að breytinga sé þörf í dekkjabúnaði til að drífa meira svo er líka svo vont að hleypa úr þessum orginal dekkjum því þau vilja ganga inn af álfelgunum.
Hægt er að kaupa gróf dekk uppi í stormi fyrir 27 tommu og kostar það haug af peningum.
Mig langar meira til að fara í 28 tommur ef einhver möguleiki er á þvi, það er líka hugsað til þess að ná að farta betur í lága drifi sem er visst vandamál á polaris.
Ef einhver hefur hugmynd um hvernig best sé að leysa þetta mál, væri gaman að heyra af því.
En þessi ferðamáti er allveg geggjaður.
fór um síðustu helgi inn á hveravelli, kerlingafjöll og fleira,
Eyðir reyndar meira en ég átti von á, alls ekki minna en vélsleði.kveðja Ólafur.
24.03.2008 at 20:16 #202172Ég var að spá í hvort einhver væri til í að upplýsa mig um færð á kili núna eftir páskahelgina.
ég var að spá í ferð á fjórhjólum um næstu helgi og var að velta fyrir mér hvort hægt sé að komast inn að Hveravöllum.
Til þess að það sé hægt þarf að vera sæmilega hart undir.
Gott væri ef einhver gæti tjáð sig um þetta sem hefði verið á ferðinni.fyrirfram þökk kv Ólafur
24.03.2008 at 10:44 #480290Þetta er nú orðinn gamall þráður
en mig langaði til að endurvekja hann og spyrja nokkurra spurninga
hvað menn segji um endingu á þeim núna
hvað keyrir maður vélina mikið áður en heddið fer og svo margt fleyra.
Gaman væri að heyra einhverja sem eiga músso sérstaklega ef þeir eru breittir hvað þeir hafa að segja um þá núna.
hvernig umboðið sé að standa sig.
og sitthvað fleira
20.03.2008 at 15:21 #616942Það getur stundum verið hrikalegt hjakk að komast niður úr skóginum því þar safnast oft ansi mikill snjór.
20.03.2008 at 15:19 #202144ég var að spá í af hverju ég kemst ekki inn á þar sem stendur innanfélagsmál. hvað þarf að koma til
ég er innskráður hér og borga félagsgjaldið
er ég að gera eitthvað vitlaust???
19.03.2008 at 12:02 #618034Ég veit um marga bíla sem aka um á steinolíu
þar á meðal leigubílstjóra á nýjum bensum
ég veit um nokkra á nýjum hiace bílum sem nota þetta. Hafði eftir sérfræðingi í olíum að það þurfi að blanda saman við 100 lítra 250 ml af tvígengis til að það sé næg smurning.
Einnig hef ég heyrt að common rail vélar þoli þetta miklu betur heldur en eldri vélar því eini smurflöturinn sem þarf að hugsa um er dælan sjálf.
Ég á sjálfur ford 350 6,4, en ég verð að viðurkenna að ég er ekki byrjaður á þessu sjálfur. Kjarkurinn er ekki meiri en þetta.
Ef einhver er á svona bíl og er að keyra hann á steinolíu mætti hann allveg láta í sér heyra
Mér sýnist að þetta sé ekki ólöglegt í skilningi laganna.
14.03.2008 at 08:38 #617390mikið skelfilega er gaman að smá myndir af þessari breytingu.
þetta stefnir í að verða einn sá alflottasti.
frábært framtak.
10.03.2008 at 15:18 #616466ég er með
10.03.2008 at 10:10 #616840Mér finnst að við ættum að fara að gera eitthvað róttækt.
Nefni Dæmi.
við ættum að einbeita okkur að því að versla eingöngu við eitt ákveðið olíufélag til að hræra svolítið í hinum, ég nefni atlantsolíu í því sambandi eingöngu vegna þess að það er nýjasta félagið.
annars allveg sama hver það væri.svo er orðið spurning um að fara bara að loka einhverjum vegum með tilheyrandi hamagangi.
endilega komið með fleiri hugmyndir
það er kominn tími á aðgerðirgaman væri að sjá einu sinni að íslendingar geti mótmælt.
ég hef aldrei séð það hingað til.
09.03.2008 at 20:25 #617050Ég veit svo sem ekkert um ágæti þessara bíla en ég þekki samt einn sem á svona bíl. Og hann lenti í því að klessa hann svolítið, það voru bretti stuðari kælir og sitthvað meira sem þurfti að skipta um.
Sem er ekki frásögu færandi nema fyrir það að það hefur tekið rúma 2 mánuði hjá Ingvari Helga að redda þessum varahlutum og ekki séð fyrir endann á því í dag.þetta finnst mér strax vera leiðindaljóður á farkosti þessum.
07.03.2008 at 18:18 #616812Sæll Glanni
heldurðu að þetta geti verið samantekin ráð hjá Verkstæði (sem vill til að er nálægt Sindra búðinni) og umhverfisráðherra. ´
Reynt að koma í veg fyrir að þu mengir meira á fjöllum þetta árið.
bara svona að spuglera
27.02.2008 at 20:57 #615422Mig langar að vita hvaða reynslu menn hafa af þessum bílum,
mig langar að vita hvaða möguleika maður hefur á að breyta þeim 2,9 disel
hvað er mikið mál að græa þá fyrir 38 eða þaðan af stærra hvað þarf til og einnig hvernig vél og kassar/skiptingar eru að koma út hvaða drif eru í þessum bílum.ég hef einhvernveginn ekkert heyrt um þessa bíla,
gaman væri ef menn opnuðu sig um þá,
varahlutir, hversu dýrir eru þeir miðað við aðra bíla.kveðja Ólafur
17.02.2008 at 11:14 #614398Ég hef séð mjög skiptar skoðanir á því hvað mönnum finnst um 6 lítra vélina.
Ég veit í raun ekki hvað er svona slæmt við hana gaman væri ef einhver gæti frætt mig um hvað helst sé aðsvolítið forvitinn.
30.01.2008 at 16:05 #612168Minn ford er keyrður núna 7200 km allt fram undir þetta var hann að eyða 24 lítrum að meðaltali umþaðbil helmingur innanbæar.
Núna finnst mér að hann sé aðeins að minnka við sig í eyðslu. (óbreittur bíll)
þetta er allt bara sparakstur.
Annað sem ég var að spá í,var hvort sniðugt sé,eins og ég hef verið að heyra, að menn séu að setja eitthvað gisnari loftsíu og taka hvarfakútinn til að minka eyðslu og auka afl, er þetta rétt og er eitthvað vit í þessu.
29.01.2008 at 17:33 #201745Sælir verið þið spekingar.
mig langar að spyrja þá sem til þekkja hvort eitthvað sé til í því að þessir nýju fordar séu eitthvað framan af á uppkeyrsluprógrammi
sem valdi minni krafti og meiri eyðslu. Og þá hversu lengi þetta varir.
Ég spyr nú bara vegna þess að eyðslan mætti mín vegna og geðheilsu konunnar minnar einnig vera aðeins minni.Svo langar mig að spyrja hvar maður getur fengi 2″kanta á þessa bíla og skyggni framan á gluggann með ljósakruðeríi
Takk fyrir að sinni
-
AuthorReplies