Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.12.2008 at 00:48 #634292
ég lenti í því einu sinni að vera með nýja patrol heddbolta, þegar ég var búinn að herða þá langleiðina, átti allaveganna eftir lokahersluna á öllum boltum þá ákvað ég að losa heddið upp aftur út af einhverju sem ég man nu reyndar ekki núna af hverju var, nema hvað þegar ég fór að herða heddið niður aftur fann ég fljótt að boltarnir voru ónýtir, teygðust bara þegar ég var að herða þá.
Það kom mér á óvart hvað svona boltar geta verið viðkvæmir að það skuli ekki vera hægt að herða suma þeirra tvisvar.
Ég veit vel að svona bolta á ekki að nota aftur en þetta kom mér samt á óvartkveðja Ólafur
03.12.2008 at 21:59 #634088það vita flestir hvaða möguleikar eru í boði hvað varðar frystingar og annað
Ef menn skila inn bílnum, er nokkuð annað í boði en að borga bara mismuninn af andvirði bílsins versus bílalánið.eða hvað
ég hélt ekki en ef einhver hefur uppl um eitthvað annað þá væri gaman að vita þaðkveðja Ólafur
03.12.2008 at 21:57 #203309Ég er með ford f35o 6,4 litra
í honum er webaso olíumiðstöðÞegar ég set hann í gang skítkaldann þá dettur hann í gang og gengur strax vel
en þegar ég hita hann með olíumiðstöðinni þá er helvítis truntugangur í honum fyrst eftir að ég set hann í gang, virðist vera að hann gangi ekki á öllum rétt á meðan hann er að byrja að hitna.sennilega koma glóðarkertin ekki einn þegar hann er orðinn volgur fyrir gangsetningu eða eitthvað svoleiðis
er einhver með skýringar eða svör varðandi þetta vandamál.
kveðja Ólafur
03.12.2008 at 21:14 #630186ég myndi veðja á eitthvað varðandi glóðarkerti áður en ég færi að moka spíssum úr aftur.
vita hvort tengingar hafi farið eitthvað úr skorðum eða eitthvað vesen á tölvunni fyrir það.
mér finnst það nú einhvern vegin líklegra heldur en spíssarnar.en ég veit svo sem ekki neitt um það
kveðja Ólafur
03.12.2008 at 21:06 #634074Ég styð það heilshugar að klúbburinn eyði smá púðri í að kanna þetta,
það er sjálfsagt margur félagsmaðurinn sem á erftitt núna út af svakalegu ástandi bílalánsins,
ég væri svo sem að ljúga ef ég segði ekki að þetta væri að narta hraustlega í budduna hjá mér sjálfum um þessar mundir.
Það munar um það þegar lánið fer úr 3,6 og upp í 7,8
Ég er enn í því að reyna að hlæa svolítið af þessu, uppátæki hjá manni en það er með öllu óljóst hversu lengi ég get staðið í slíkum pollíönnuleik
Já svo þar að auki er ég með nokkra vinnubíla, þar hef ég líklega tapað svona 12 milljónum.
svo ég ætti að hætta að hlæa að þessu jafnvel bara núna straxkveðja Ólafur
19.11.2008 at 22:59 #203232Sælir hérna
Ég er að leyta að vetrardekkjum sem væru
245 70 15 jafnvel breiðari en þetta
spurningin er hvort þetta sé til eða eitthvað líkt þessu
ég veit að til er 235 70 15 en ég er að leyta að breyðara
þetta er undir fjórhjólkveðja Ólafur
12.11.2008 at 16:29 #632636ég er búinn að heyra svo undarlegar tölur um eyðslu á þessum mótor 2,8
allveg niður í 11 lítraminn eyddi alltaf 15 lítrum og fór allveg upp í 28 með hjólhýsið því hann var allveg að drepast í hvert skipti sem þurfti að bæta við hraða.
ég veit um fleiri patrola sem mokeyða.ég á ford 350 í dag og hann eyðir talsvert minna en patrol
12.11.2008 at 16:27 #632634ef það fæst skítbilleg 2,8 vél er það í lagi
þu veist aldrei hvernig ástandið er á vélinni sem þu ert að fá
svo skilst mér að fleiri vélar af þessari gerð séu að bila heldur en voru í þessum 2 bílum
en ef hugsað er til langs tíma þá skal setja eitthvað annað í þó mikil vinna fylgi því
kveðja Ólafur
11.11.2008 at 21:04 #632624ég var í nákvæmlega sömu sporum og þú. fyrir 2 árum
ég tók þá ranga ákvörðun
vélin var úrbrædd á legu, ég ákvað að gera allt upp. alltaf bættist eitthvað við í efni endalaust ónýtt hedd túrbína léleg olíuverk lasið og endalaust helvítis rugl. þó svo ég hafi gert allt sjálfur þá kostaði þetta mig milljón kall í varahluti með því að kaupa allt frá kistufelli og fleira svoleiðis.
Svo líka ef þu ætlaðir að gera þetta hjá vélalandi þá hefur eigandinn þar sagt mér sjálfur að það sé ekkert óeðlilegt við það að uppgerð vél frá þeim fyrir svaka peninga eftir tryggingatjón dugir ekki lengur en 68.000km
Fáðu þér aðra vél
Ef ég væri að gera þetta aftur í dag myndi ég spá í bensín mótor.
eða 4.2
Ég bara veit að það er röng ákvörðun að gera upp gamla 2,8 mótorinn kveðja Ólafur
30.10.2008 at 22:13 #631722Ég veit að þessi búnaður er undir öllum vörubílunum hjá Aðföngum
þetta virkar ágætlega í plain hálku
en ef það er einhver snjór þá ná keðjurnar ekki að kasta sér almennilega undir dekkið og gerir því ekkert gagnsvo hefur verið töluvert viðhald á þessu því menn hafa verið að krækja þessu einhvern vegin utan í veggkanta og svoleiðis en og þá hefur þetta viljað rifna undan en það er samt ekki stórt vandamál.
þetta er rándýr búnaður sem virkar ágætlega í hálku
kveðja Ólafur
28.10.2008 at 21:19 #630376var að nudda upp upp við skjaldbreið um helgina
þar er cirka 10cm jarðfallinn búðursnjór
og dregið í skafla hér og þar
meyjarsætið er ófært öllum nema vel útbúnum jeppum og sennilega talsvert hjakk með því.kveðja Ólafur
12.10.2008 at 22:40 #631016Ég fór á sýninguna í dag og skemmti mér konunglega. Frábærlega uppsett stórsýning sem gladdi augað hvert sem maður leit
Mér fannst mjög gaman að sjá hálfkláraða bíla og eigendur þeirra að segja manni hvað væri eftir og svo framv
Gömlu bílarnir voru líka flottir, Gas og land rover og svo margir fleiri.
svo og þessi tröll sem fram eru komin eins og 54"ford og dodge, núna dettur manni í hug að toppnum sé náð í dekkjastærð en sennilega er það nú samt ekki.
Ég skemmti mér vel
takk fyrir mig
kveðja Ólafur
24.08.2008 at 14:31 #627920Það er svo sem ekki stórmál að skipta um legurnar í þessum kassa, ef hitunargræur eru til staðar á annað borð, ég gerði þetta sjálfur á mínum bíl og var sirka 6 tíma að þessu.
en ég man þó eftir því að hann var svolítið stífur í fyrsta og annan gírinn kaldur á eftir, Ég prófaði þá að skipta út olíunni og setja sjálfskiptiolíu í staðinn og var hann þá eins og nýr á eftir
kveðja Ólafur
20.08.2008 at 22:03 #627852Ég er með Ford 350 6,4
Ég held ég hafi örugglega lesið það á einhverri ford síðu að bíodisel magnið má ekki vera meira en 5 % á þessum vélum
Einnig las ég reynslusögur frá einhverjum sem eyðilögðu olíusystemið eitthvað hjá sér með því að nota þessa olíu, svo það er nú ekki óhætt held ég að nota þetta stjórnlaust á alla bíla miðað við þær upplýsingar sem ég hef.
En gaman væri nú að vita meira hjá fróðari mönnumkveðja Ólafur
14.07.2008 at 19:53 #625424Sælir allar
kanski er ég að skemma þennan þráð með því að vera að röfla um fleiri bíla en það er bara svo gaman að þessu.
ég gerði vísindalega tilraun á mínum ford f350 6,4
Ég var að fara upp bröttubrekku um daginn með hjólhýsið.
ég ákvað að keyra á 95 km hraða upp brekkuna á crúsinu, ég núllstillti eyðslutölvuna bara til að sjá hvað hann eyddi í brekkunni.
Ef ég hefði haldið áfram í 100 km undir þessu álagi þá hefði hann eytt 51 líter.
svo ég get nú allveg trúað að hann eyði svolítið í þæfingsfærð.
það eru nú ekki nema tæpar 20.000kr á hundraðið.
ekki hissa á að vestmann reyni að selja sinn.
kveðja Ólafur.
09.07.2008 at 09:21 #625408Þetta eru oft skemmtilegar umræður þegar talað er um eyðslu á bílum þó sérstaklega patrol.
Ég hef átt 2,8 patrol. Ég á núna nýjan ford f35o.
Ég get með góðri samvisku fullyrt að fordinn minn sem eyðir allveg óguðlega af olíu, eyðir samt minna heldur en 2,8 patrol.
Þá miða ég við þá notkun sem ég nota þá í.
Ég er að draga hjólhýsi yfir sumartímann.
Ég keyri frekar greitt.
fordin eyðir með hjólhýsið 18 til 20 á hundrað
Patrollinn eyddi 22-28 lítrum.
miðað við að keyra á 85-100.
Niðurstaðan er þess vegna sú að ford eyðir minna en patrol. Þess vegna hlæ ég inni í mér þegar ég sé vansæla patroleigendur lúsast upp brekkurnar með tilheyrandi kolaskýum.
Þessa aðferð nota ég til að ljúga því að sjálfum mér að það hafi verið skynsamlegt að kaupa ford
kveðja Ólafur
30.06.2008 at 17:52 #202612Sælir verið þið eldsneytisfíklar
Ég hef fregnir af því að menn hafi verið að kúpla út skynjara í pústi á þessum bílum til að minnka hjá sér eyðsluna. (ekki veitir nú af á síðustu og verstu)
Ég væri allveg til í að frétta eitthvað af þessu hjá reyndum mönnum, hér eða í síma 8565040kveðja Ólafur
31.05.2008 at 00:25 #623728ég hefði nú töluvert gagn af því svona auralega séð’ að komast í svoleiðis uppskrift.
ég var búinn að heyra að hægt væri að setja felliefni fyrir flugvélaeldsneyti saman við og sykki þá liturinn til botns
sel það ekki dýrara en allar upplýsingar eru vel þegnar.kveðja Ólafur.
11.04.2008 at 21:50 #202295ég sá inni á listanum fyrir bílasýninguna að það er kominn ford vörubíll á 54″.
ég væri mikið meira en til í að sjá myndir af honum ef þær eru til einhversstaðar.
kveðja Ólafur
07.04.2008 at 22:40 #619926Í gamla daga var verið að setja fiat 2000 vélar í þessa bíla. Pössuðu beint við kassann og þeir beinlínis öööskruðu áfram.
stórsniðug tæki,en leiðinlega ryðsæknir.
-
AuthorReplies