Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.04.2011 at 13:29 #218330
Sælir
Ég var að velta fyrir mér hvort menn geti frætt mig um ágæti eða vankanta á þessum hummer bílum sem fjölskyldubílum.
Ég hef aldrei setið í þessum bílum og veit raunar ekkert um þá en útlit þeirra hefur alltaf heillað mig pínu.allar upplýsingar vel þegnar þá meina ég eyðsla bilanatíðni, hvaða kram er í þessu og allt það sem mönnum dettur í hug
kveðja Ólafur
12.02.2011 at 00:27 #719428takk fyrir þetta
11.02.2011 at 19:54 #719424Mér þykir það dáldið spes að ekki nokkur einasti maður inni á 4×4 viti neitt um viðhald og endingu á 100 cruser
10.02.2011 at 18:37 #217355Sæl verið þið hér
Mig langar að spyrja ykkur hér út í 100 cruser. Var að spá í að kaupa mér svona bíl.
cirka 2004-5 módelHvað á ég sérstaklega að hafa í huga varðandi þau kaup. Einnig langar mig að vita hvort einhver reynsla hér sé af því hvað þeir eru að endast og hvað er að bila.
t.d keyrður 200 þús á ég von á að það sé farið að styttast í eitthvað stórt viðhald og fleira. Hedd, skipting eða eitthvaðeru þessir kanski eins og eldri cruserar keyrir bara cirka 500 þús og ferð svo að huga að viðhaldi.
kveðja Ólafur
25.12.2010 at 13:27 #216539Sælir verið þið og gleðilega hátíð.
Ég var að spá í að fara í 2 daga fjórhjólaferð um hálendið á mánudaginn ásamt nokkrum félögum.
mig vantaði að vita eitthvað um snjó t.d á hveravöllum og víðar,
Er þetta meira og minna autt kannski
allar upplýsingar vel þegnar.kveðja Ólafur
21.11.2010 at 11:08 #710476Sæll Árni
ég er með svona tölvu í 6,4 ford sem ég á, hvarlar ekki að mér að kenna ´þér á hana því ég kann ekkert á hana sjálfur.
Dáist svo bara að mælunum og (til þess að upphefja dótastuðulinn)
Pirrar mig reyndar svakalega að það er ekki hægt að slökkva á henni nema rífa hana úr sambandi, frekar kauðst.
Eina sem ég hef gert aukalega í þessari tölvu sem kom sér vel að ég slökkti einhvern veginn á bílbeltavælinu. ég er oftast með belti en þó skapast stundum þær aðstæður að þetta pirrar mjög þetta vælEn bara með því að vera með hann stilltan þannig að hann sé að bæta við sig 60-8o hö og aftengja þennan mengunarvarnarbúnað sem undir honum var þá lækkaði hann um 4 lítra í eyðslu á hundraðið og vinnur miiiiiikið betur hann er að blása mikið minna og togar betur.
kemur snilldar vel út.Þeir settu þetta í hjá mér hjá ib á selfossi og rifu mengunardraslið úr.
svo þurfti reyndar líka að skipta um lok á vatnskassa og og vatnslás og eitthvað fleira til að sprengja ekki vatnskassann..
06.09.2010 at 18:39 #214372Mig vantar legustút eða nafið allt í cruser 80 árg 94
Ægir s 8406684
12.06.2010 at 17:43 #696070Sælir
ég ætla að vera sammála Grími hér að ofan og mæla með því að spjallið verði opnað aftur.
Þetta er alls ekki að virka eins og þetta er í dag hvort sem það er þessari lokun að kenna eða einhverju öðru.
Ég tel það vera til bóta að fleiri geti verið með.Ef jeppaspjallið væri ekki til þá væru þeir alla vega hér að pósta og með þeim mannfjölda líka væri þetta orðinn sæmilegur vefur hérna.
ég var helv duglegur að rápa um þetta helst daglega en nenni ekki að kíkja hér inn núna nema rétt endrum og sinnum.
Svo ef maður hefur sent inn fyrirspurning þá hefur það verið upp og ofan hvort eitthvert svar hafi fengist við því.
ég spurði að því t.d. fyrir nokkru síðan hvernig Músso væri að koma út til breytinga á 38" og með hvaða vél maður ætti helst að taka þá.
ég átti von á að margir myndu leggja inn í þá umræðu.
En það kom ekki stafur á nokkrum vikum.hvað um það, opnum spjallið spillir ekki fyrir í það minnsta
kveðja Ólafur
18.05.2010 at 23:53 #693744Ég þakka greinargóð svör hér á þessari síðu
ég er að verða á þeirri skoðun að ef maður er til í að sætta sig við þessa eyðslu innanbæar 18+ Þá er þetta heppilegur bíll fyrir frúna krakkana og hundinn í snattið.
Og ekki spillir verðið á þeim sem er bara býsna gott.
Það helgast nu sennilega af því að menn eru ekkert ginkeyptir fyrir því að kaupa bíla sem eru svona eyðslufrekirkveðja Ólafur
17.05.2010 at 17:51 #693740Ég var að spá í Grand
búinn að prófa bæði 4.o og svo 4.7
það var nu ansi mikill munur á því hvað 4.7 var skemmtilegri, en hafði svo sem ekki úrslitaáhrif þannig.
en ég var að spá í svona bíll sem keyrðu er 150 þús hvað ætti maður að reikna með að fari að bila í svona bíl
ég hef heyrt svolítið misjafnar sögur af þeim
16.05.2010 at 18:51 #693734Ég var að spá í hvort ekki væri sniðugt að setja metan gas kerfi í þessa bíla.
ég er bara að velta þessu fyrir mér því verðið á þessum bílum er frekar gott.[quote="lafsi":1dgp77tw]sælirég var að skoða 2000 model af cherokee 4 lítra keyrður 100.000
mig langaði að vita aðeins meira um þessa bíla.
Ég hafði hugsað mér að konan myndi nota þennan bíl sem innanbæarsnattara mest.
þá vildi ég vita hvað þeir væru að eyða í svoleiðis keyrslu.einnig virðist bílstjórasætið vera eitthvað brotið og mótor fyrir rúðuupphalara aftur í öðru megin er sennilega ónýtur. var að spá í aðgengi að varahlutum í þessa bíla.
allar upplýsingar um þá vel þegnar
kveðja Ólafur[/quote:1dgp77tw]
15.05.2010 at 20:54 #212741sælir
ég var að skoða 2000 model af cherokee 4 lítra keyrður 100.000
mig langaði að vita aðeins meira um þessa bíla.
Ég hafði hugsað mér að konan myndi nota þennan bíl sem innanbæarsnattara mest.
þá vildi ég vita hvað þeir væru að eyða í svoleiðis keyrslu.einnig virðist bílstjórasætið vera eitthvað brotið og mótor fyrir rúðuupphalara aftur í öðru megin er sennilega ónýtur. var að spá í aðgengi að varahlutum í þessa bíla.
allar upplýsingar um þá vel þegnar
kveðja Ólafur
04.04.2010 at 22:12 #689006Skemmtileg umræða og þörf.
Það veit ég vel að á bak við allar björgunarsveitir er fólk sem hefur lagt hart að sér til að hægt sé að halda úti svona sveit. það eru ekki endilega börnin sem sjást á hamfarasvæðunum að bægja burt fólki og skipa fyrir svona eins og hátalarar fyrir stjórnendur,sem skipuleggja í stjórnstöðvum og oft á tíðum bílstórar jeppanna sem eru yfirleitt reyndari. Ég veit til þess að í mörgum björgunarsveitum hafa fyrri kynslóðir björgunarmanna lagt mikið undir fjármagnað bílakaup byggt hús undir starfsmenninna og unnið að fjármögnun alls þess búnaðar sem keyptur var og er endurnýaður reglulega. Þetta fólk hefur unnið þrekvirki. á því leikur enginn vafi.
En það pirrar mig alltaf að heyra hér sem og annars staðar um það að björgunarsveitarmenn sem starfa á fimmvörðuhálsi og annars staðar séu að fórna sér eitthvað sérstaklega til að standa í þessu,Krakkarnir sem í þessu eru vilja láta það líta út sem einhverja kvöð að taka þetta að sér, en fyrir einstaka hetju og drengskapar lund sína fórna þeir sér í þetta fyrir aðra.
Tilfellið er nu það að þetta fólk vill hvergi annars staðar vera, þetta er þeirra áhugamál. Einnig er það draumur býsna margra sveitarmanna að fá að aka bílunum og sleðum, Það mál hefur skapa úlfúð og deilur í flestum björgunarsveitum hver fær að keyra. Oft eru þetta menn sem fá ekki eiginkvenna sinna vegna að gera út jeppa eða sleða og fá því útrás í þessu slarki.
Maður þekkir það vel sjálfur að maður hefur mest gaman af útivistarslarki ef veður er vont og hafa þarf fyrir hlutunum. það eru ferðirnar sem maður man eftir. Eins er það hjá björgunarsveitarmönnum.
Það er þess vegna ekki svo að ástæða sé til þess að hengja fálkaorðu á hvern þann sem treður sér í björgunarsveitargalla. Flest er þetta fólk að sinna sínu áhugamáli og er því ekki hafið yfir gagnryni frekar en aðrir þeir sem ferðast á fjöllum.
Þess vegna tel ég ekki ástæðu til að vorkenna Atla né öðrum þeim sem hafa skoðanir sem eru aðeins á skjön við skoðanir björgunarsveitarmanna.
03.04.2010 at 13:59 #688970Það er alveg magnað hvað sumir geta orðið leiðinlegir og grimmir ef þeir verða fyrir smá gagnrýni.
Það er eins og það sé algerlega bannað að segja sýnar skoðanir á björgunarsveitum.
Ég var sjálfur uppi á gossvæði á fjórhjóli þegar nýja sprungan opnaði.
í mátulegri fjarlægð að sjálfsögðu, það var hverjum manni með fullu viti ljóst að þarna var engin sérstök hætta á ferðum gossvæðið breiddist ekkert út svo heita megi, og algerlega fráleitt að rýma jökulinn eins og hann leggur sig.
en panikkið hjá björgunarsveitunum var slíkt, allt að því ómálga börn sem kölluðu sig björgunarsveitamenn og voru í þar til gerðum göllum þustu út úr ecolinum björgunarsveitanna með skömmum og skelfingu. Að flæma fólk af jöklinum. (tek það fram að það voru líka vanir menn þarna undir stýri bílanna.)
Ég var bara alveg orðlaus yfir þessari forræðishyggju og heimsku og verð því að taka undir orð Atla hér að þetta var ekki alveg í lagi.skyldi ég fá sms með´hótunum núna
23.03.2010 at 21:44 #687942[quote="stefanio":bqv1rcil]Sjóða þetta bara[/quote:bqv1rcil]
sammála því bara punkta þetta fast
16.03.2010 at 08:21 #686272Ég þakka allar upplýsingarnar.
ég hef verið meðlimur í 4×4 í cirka 2 ár, nánast eingöngu út af þessum vef hérna.
gott að sjá hvað þetta virkar vel
kveðja Ólafur
11.03.2010 at 08:37 #686268Takk fyrir þetta strákar.
fullt af fínum upplýsingum komnar
Ég fer þá bara með þetta í 10 tommur, bæði að aftan og framan.og síð breikkunina bara að innanverðu. ég þurfti líka að vita úr hvað þykku ég ætti að hafa breikkunina en það kom fram hjá ykkur 3mm
ég ætlaði að setja úrhleypiventla á felgurnar, hvar er best að kaupa þá.
nu er ég margs vísari
10.03.2010 at 16:41 #686260Ég er nu svolítið hissa á því að það skuli ´300 vera búnir að skoða þetta en enginn treysta sér til að segja neitt um þetta
10.03.2010 at 16:38 #686544Djöfull er ég sammála
Það var nu meira torleiðið sem hann var að keyra til að komast að geysi.
ég ætla að forvitnast um það hvað borgað hafi verið fyrir þetta bull
07.03.2010 at 17:12 #211277Sælir
ég er með felgur sem ég ætla að nota undir fjórhjól með 27″ 12″ 12″ bighorn dekkjum.
Spurningin er helst sú hvað er skynsamlegt hjá mér að breikka felgurnar mikið.
fyrir´hámarks flot og hvað ber helst að varast varðandi það.ég hafði hugsað mér að fara með felgurnar í 10″ en hef heyrt að það sé of mikið.
hvernig ákveða menn svona lagað
einn með valkvíða
kveðja Ólafur
-
AuthorReplies